Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Hrossabændur á Íslandi vilja með fáeinum orðum heiðra minningu rithöfundarins og hestakonunnar Ursulu Bruns. Á langri ævi kom Ursula víða við. Hún var höfundur 40 barna- og unglingabóka þar sem sögusviðið var hestar og hestamennska, þekktastar eru Heissgeliebte Islandpferde og bækurnar um Dick og Dally (Dick und Dally und die Ponys) en þær voru síðar kvikmyndaðar undir nafn- inu Immenhof. Fyrsta myndin var gerð 1955 og síðan fleiri fram undir 1970. Myndin frá 1955 nefndist Die Mädels vom Immenhof og þar skildu smáhestar leika stórt hlutverk. Töluverð átök urðu um af hvaða hrossakyni þeir ættu að vera en þegar hér er komið sögu var Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossarækt- arráðunautur BÍ og síðan um ára- tugaskeið ráðunautur um útflutn- ing hrossa, að berjast fyrir því að íslenski hesturinn næði fótfestu í Evrópu og mynda þannig markað fyrir hross frá Íslandi. Gunnar fékk aldeilis öflugan liðsmann þar sem Ursula Bruns var og í sameiningu fengu þau því framgengt að íslensk hross urðu fyrir valinu í myndina sem skipti miklu á þeim tíma. Ursula Bruns hreifst af íslenska hestinum, hún var ein af fyrstu meginlandsbúunum sem náði tökum á töltreið, hún ferðaðist víða um heim til að kynna sér tölthesta af ýmsum kynjum en íslenska hestinn hafði hún efstan á blaði. Hann var hennar eftirlæti. Ursula stundaði hestamennsku, tók þátt í félagsstarfi hestamanna og gaf út tímaritið Pony Post frá 1958 til 1968 en það var að hluta til málgagn eigenda íslenskra hesta í Þýskalandi sem fór ört fjölg- andi á þessu tímabili. Um 1970 lauk þessu samstarfi en Ursula hóf þá útgáfu hins víðkunna og mikið lesna tímarits Frezeit im Sattel sem kom út frá 1969 til 2008. Á margt fleira mætti minnast frá lífshlaupi þessarar mikilhæfu konu sem Gunnar Bjarnason lýsir svo að hafi verið gáfuð kona og ákaflega einbeittur persónuleiki. Það sem snertir íslenska hestinn verður þó látið nægja hér en Ursula og Gunnar áttu langt samstarf hestinum okkar til vegsauka og sennilega hefur ekkert verið eins mikilvægt á þessum tíma fyrir útbreiðslu íslenska hestsins og einmitt það. Enda segir Gunnar sjálfur að ólíklegt sé að nokkur útlendingur hafi lagt eins mikið af mörkum í því starfi og Ursula Bruns. Það er jafnframt órækur vottur um þá virðingu og viðurkenningu sem Ursula Bruns naut að leiðarlok- um að andláts hennar og lífshlaups var getið í Der Spiegel og þar er full- yrt að enginn hafi mótað jafnmikið frístundahestamennsku eftirstríðsár- anna í Þýskalandi og Ursula Bruns og á því sést best hver gæfa það var að hún skyldi hrífast af íslenska hestinum. Blessuð sé minning Ursulu Bruns. Minningarorð frá Félagi hrossabænda: Hestakonan Ursula Bruns −1. september 1922–22. apríl 2016 HROSS&HESTAMENNSKA Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is Á bænum Hvammi í Ölfusi er hestastóðið mjög litskrúðugt, fallegt og skemmtilegt. Á meðal hesta þar er þessi skvísa sem heitir Esja og er hún hest og brúnskjóttan breiðblesóttan svo eitthvað sé nefnt. Mynd / MHH Ursula og íslenskir hestar í Þýskalandi. Ursula Bruns. PALMSE VAGNAR Palmse PT 700 malarvagn Burðargeta 7 tonn Kr. 976,000,- án vsk. Palmse PT5750 vélaflutningavagn Burðargeta 16 tonn kr. 1.980.000.- án vsk. Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is 10 ÁRA 2006-2016 Palmse rúlluvagn Burðargeta: 12 tonn Kr. 1.590.000.- án vsk. AFMÆLISTIL BOÐ Kr. 1.395.000 .- án vsk. Palmse PT150 sturtuvagn 13 tonna burðargeta. Takmarkað magn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.