Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Í sveipjurtaættinni eru nokkrar tegundir sem einvörðungu eru ræktaðar sem matjurtir. Allar hafa þær verið lengi í ræktun og þróun þeirra eftir að þær komust í manna hendur hefur oftast fært þær býsna langt frá uppruna sínum í útliti og hátt- um. Hér verður fjallað um þrjár þess konar. Þær eiga það sameiginlegt að hafa hingað til verið sjaldséðar í íslenskum görðum eða jafnvel aldrei komið í garða hér vegna þess að ræktunin hafði lagst af í nágrannalöndunum áður en íslensk garðrækt hófst í alvöru fyrir tæpum 140 árum. Það er upprisusaga. Fennill Af þessu tagi er t.d. fennill, Foeniculum vulgare, sem upp- runa sinn á við Miðjarðarhaf. Þar vex hann enn villtur en eins og fleiri ættingjar hans hefur hann breiðst út í aldaraðir um allar byggðir þar sem loftslag hentar honum. Ættkvíslarheitið kemur úr latínu og vísar til að fennillinn vaxi á töðuvöllum og geri góðan ilm í heyið. Norræna orðmyndinn fennill (kk) var fyrst tekin upp í engilsaxnesku, sem Bretar kalla „gamal-ensku“ síðan engilsaxar stofnuðu konungsríki á Englandi, en tegundin mun hafa borist til Bretlandseyja með hersetu Rómverja aldirnar þar á undan. Fennill er nokkuð stórvaxin en fínleg jurt, verður ríflega metri á hæð með fínlegum og fjaðurskipt- um blöðum. Af jurtinni og fræjun- um er sætukenndur anískeimur. Tegundin er í eðli sínu fjölær en blómgast á fyrsta ári og er ávallt ræktuð sem einær jurt. Ræktun og notkun á fennli er tvískipt. Sumir stofnar hans eru einungis ræktaðir vegna fræjanna sem eru notuð sem krydd í margs konar bakstur og matargerð. Úr þeim er líka unnin olía sem notuð er í ilmvötn og ótal iðnaðarvörur. En hér á norðurslóðum eru sumrin ekki nógu löng til að fennillinn geti þroskað fræ. Betur tekst ræktun á hnúðfennli hér, það er að segja á þeim stofnum hans sem mynda þykk og matarmikil blaðslíður sem safnast fyrir í einskonar „hnúð“ eða knippi við rótarhálsinn. Þau eru matreidd léttsoðin og borin fram með kaldri smjörklípu eða sýrðum rjóma sem sannkallað- ur sælkeramatur. Eins má skera blöð og blaðslíður smátt og nota í hrásalöt. Fennill þarf nokkuð lengri rækt- unartíma en íslensk sumur geta boðið upp á. En með forræktun má koma honum til og rækta hann til nokkurs gagns úti á beði eftir að vortíð leyfir. Þá myndar hann þokkalega þykka blaðslíðurhnúða þegar líður á sumarið. Í plastgróð- urhúsum má sá fennil beint á beð snemma vors og vænta góðrar upp- skeru í júlí, ágúst og september. Fennil„hnúðar“ fást venjulega í grænmetishillum stórmarkaðanna, innflutt árið um kring. Þau þykja rómantísk byrjun á kvöldverði fyrir tvo. Sellerí Önnur tegund sem er á mörkun- um að dafni undir berum himni á Íslandi og verði af þeim gæðum sem til er ætlast er sellerí, Apium graveolens. Fræðiheitið mun dreg- ið af perulaga lögun rótarinnar (pium á fornlatínu, með tilvís- unarforskeytinu a-). Viðurnefnið „graveolens“ vísar til sterkrar lykt- ar. Heitið „sellerí“ er algengast í munni manna og er tökuorð sem hefur sest að í flestum tungumál- um Vesturevrópu. En ekki alveg krókalaust. Upprunalega mun það komið af „selinon“ sem er hið upp- runalega heiti forngrískunnar yfir steinselju. En á leiðinni norður og vestur til Norðurlanda hefur það síast gegn um latínu, frönsku og þýsku. Þýska orðmyndin „Sellerie“ hefur svo sest að í norðurlanda- málunum og fer líka ágætlega sem „sellerí“ í íslenskum uppskriftum. Reynt var að íslenska heitið og kalla tegundina „selju“, sennilega í einhverju samspili við heitið á steinselju og kannski til að loka hringnum í þessu nafnaferli. En seljuheitið hefur ekki náð að fest- ast í íslenskunni þegar sellerí ber á góma. Við tölum um „blaðsell- erí“, „sellerístilka“, og „sellerí- rót“. Kokkar og kaupmenn kunna tæplega önnur nöfn, svo best er að sætta sig við þessa staðreynd. Heitið er hvorugkyns og beygist eins og „bríarí“. Tvær gerðir Af sellerí eru tvær gerðir í ræktun. Annars vegar er það blaðsellerí eða stilksellerí, þar sem áherslan er lögð á blöð og blaðstilka. Jafnvel bara blaðstilkana. Þeir eru sver- ir og matarmiklir með fremur mildu og viðfeldnu kryddbragði. Sellerístilkar eru þrungnir næringu og eru þess vegna undirstaðan í svokölluðum „selleríkúr“ sem er einn af þessum klassísku megr- unarkúrum sem rísa og hníga með mismunandi reglulegu millibili. Bitar af sellerístilkum eru líka hefð- bundið tillag í Waldorfsalat og klof- inn stilkselleríbiti ásamt „dassi“ af sellerísalti eru veigamiklir þættir í ekta Bloody Mary-kokkteil. Hin gerðin af sellerí er hið svo- kallaða rótsellerí eða „sellerírót“. Hún er ræktuð vegna þykkrar, hnöttóttar og matarmikillar rótar- innar. Mestmegnis af því rótsellerí sem hér er á markaði er innflutt. Hér á landi ná ræturnar sjaldnast hagkvæmri stærð í ræktun utan- húss. En það má forrækta plönturn- ar og planta þeim út á beð, helst undir plastskýli. Þá geta þær skil- að nokkurri uppskeru um haustið. Eins er hægt að rækta rótsellerí í óupphituðum plastgróðurhúsum. En varla er það arðbært fjárhags- lega, ef miðað er við verð á inn- fluttri sellerírót. Samt er ánægjan af heimaræktaðri sellerírót alveg þess virði að reyna við ræktunina. Nokkur iðnaður er úr sellerí, bæði stilkum, rótum og fræi. Úr stilkunum er unninn sellerísafi sem gjarna er blandað í tilbúna grænmetissafa og þykir draga mjög úr streitu og álagi á andlega líðan fólks. Ræturnar eru raspað- ar niður og þurrkaðar í mjöl eða blandað saman við salt. Notað sem krydd í mat. Úr fræjunum er unnin sellerífræolía sem höfð er í ýmsar ilmblöndur og bragðjafnari í vín og líkjöra. Einnig í sælgæti. Ýmis efnasambönd í sellerí geta valdið ljósofnæmi og jafn- vel valdið því að fólk fái ofbirtu í augun á venjulegum dumbungs- degi. Þess vegna er ekki ráðlegt að neyta sellerís eða annarra sveip- jurtaafurða fyrr en fer að halla af degi. Í sellerí eru líka efni sem geta verið ofnæmisvaldar, einkum fyrir þá sem ekki heldur þola hnetur og jarðhnetur. Þessi efni fara ekki úr við suðu. Því verða þeir sem hafa ofnæmi fyrir slíku líka að athuga sinn gang þegar selleríréttir eru á boðstólum. Þessi efni eru mest í fræjum, síðan rót en í minni mæli í blöðum og stilkum. Smeðjurót Á síðustu árum hafa vinsæld- ir „fornmetis“ rutt sér til rúms. Stjörnukokkar hafa slegið í gegn með „steinaldarmatseðlum“, „víkingamatseðlum“, og „mið- aldamatseðlum“ til að eitthvað sé nefnt. Þá er gripið til gamalla matjurta, villigróðurs og annars sem er fremur fjarlægt nútím- anum. Það sem eitt sinn var ætt er áfram ætt og um að gera að rifja upp fyrri kynni. Ein af þeim plöntum sem nú eru að vinna á og hafa hlotið endurnýjaða lífdaga er smeðjurótin, Sium sisarum. Upphaflega er smeðjurótin komin langt austan að, jafnvel frá Kínaveldi. Hennar er getið í ritum Plíníusar hins eldri um 70 eftir Krist. En smeðjurótin barst ekki til Vesturevrópu fyrr en á tíundu til tólftu öld. Hin mikilvirka abbadís benediktína-nunnuklaustursins í Disbodenbergi í Þýskalandi, heilög Hildegard af Bingen (1098– 1179) sjáandi, tónskáld, hugsuður og einn stórvirkasti rithöfundur síns tíma, getur hennar í skrifum sínum og segir eitthvað á þá leið að smeðjurót sé heit og þurr. Ef menn borði hana í hófi gerir hún hvorki til né frá. En ef einhver hámar hana í sig kemur það niður á honum með hitasótt, þurrki og iðrakveisu. En til lækninga á þurru og sprungnu hörundi gagnist vel að merja smeðjurót í morteli, blanda hana ólífuolíu og núa síðan á líkamann áður en gengið er til sængur að kveldi. Breski grasalæknirinn Nicholas Culpepper (1616–1654) segir um smeðjurótina að hún sé hinsvegar heit og rök, vindvekjandi, auki matarlyst, örvi þvaglát og að ein- hverra hluta vegna espi hún kyn- losta. Enska heitið á smeðjurót er „skirret“, komið úr mið-ensk- unnar „skír rót“, sem eiginlega þýðir „hvít rót“. Það stemmir vel við litinn á rótinni. Ræturnar eru skjannahvítar en nokkuð margar og vel fingurdigrar undir hverri plöntu. Þær eru trefjóttar en dísætar og gefa frá sér viðkunnanlegan ilm. Vegna sætunnar voru smeðjuræt- ur eftirsóttar af sælkerum alveg fram að þeim tíma að sykur úr sykurreyr fór að berast til Evrópu. Kóngurinn Ríkharður annar sem ríkti á Englandi á árunum 1377 til 1399 var sólginn í þær. Léttsoðnar með smjörklípu. Þýska heitið er „Zuckerwurzel“ og það danska „sukkerrod“. Afturkölluð úr horfnum heimi Ræktun smeðjuróta féll alveg niður með tilkomu kartöflunnar og þegar farið var að rækta sykurrófur til að vinna sykur úr þeim. Nokkuð vesen var að taka ræturnar upp óskemmdar, þrífa þær og verka. Síðan þá hefur smeðjurótin verið að mestu gleymd. Einstaka íhaldssamir garð- yrkjumenn héldu henni samt við og á nokkrum stöðum lifði hún af sem illgresi í garðshornum gamalla höfðingjasetra. En fyrir nokkrum árum byrjuðu áhrifamikl- ir stjörnukokkar að taka hana upp í „miðaldamatseðla“ sína og ýmsa smárétti fyrir sælkera. Það sló í gegn, svo að nú eru margir fræsalar farnir að bjóða fræ af henni. Smeðjurótin er fjölær jurt sem nær um eins metra hæð. En í rækt- un er hún meðhöndluð sem væri hún einær, þ.e. að nýju ræturnar eru teknar á haustin og fram eftir vetri, jafnvel alveg fram á vor. Mér vitanlega hefur smeðjurót ekki verið ræktuð hér í görðum. En hún ætti alveg að þrífast hér í frjórri og jafnrakri mold í góðu skjóli. Tegundin er sögð mjög harðger. Best er að sá fræjunum inni í gróðurhúsi í mars-apríl, prikla þeim í 10 sentímetra potta þegar hægt er að hafa hönd á fræ- plöntunum. Planta þeim svo út í skýldan reit þegar veðurfar leyfir og ala þær þar fyrsta árið svo að þær nái nokkrum þroska. Það þarf að verja þær gegn vetrarumhleyp- ingum fyrsta veturinn. Næsta vor er ársgömlum plönt- um plantað út í garðinn. Eftir að plönturnar eru orðnar vel stálpaðar má halda þeim við og fjölga þeim með því að skilja eftir elstu ræt- urnar og rótarhálsinn, skipta þeim líkt og gert er við dalíur og nota þær eins og útsæði sem plantað er aftur út í garðinn. Þegar plönturnar eldast tréna gömlu ræturnar um of og verða óhæfar í matargerð en til hliðar við þær spretta fram nýjar rætur sem eru teknar og notaðar í matinn. Þetta er planta sem kjörin er fyrir „permakúltúr“ hugmyndafræðina. Hæfilegt bil á milli plantna er 30–50 sentímetrar. Og nú er bara að sjá hvort fræ af smeðjurót verði fáanleg hér á landi næsta vor og hvort einhver freisti gæfunnar með ræktun á henni. Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fjórða grein Fennill – blaðslíðrin mynda hnýðin. Sellerírót – bústin og matarmikil. Stilksellerí á japönskum grænmetismarkaði. Smeðjurót – plantan á beði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.