Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 201666 Lesendabás Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur- Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stíflanagerða sem voru gerðar þegar síðasta Skaftárhlaup var. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæð- isins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stór- hættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrk- um kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hrein- lega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferl- um hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðast- liðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til raf- magn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjón- varpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verð- ur pixluð. Jafnvel dettur sjón- varpsútsending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði. Aðalbjörg Runólfsdóttir Tengdadóttir úr Landbrotinu Meðferð ríkisins og annarra stofn- ana á Vestur-Skaftafellssýslu Aðalbjörg Runólfsdóttir. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300 rahlutir í flestar tegundir dráVa ttarvéla New Holland, Fiat, Ford, Case, Steyr, Zetor og Fendt di síur í flestar gerðir þessara vEigum fyrirliggjan éla varahluta. Einnig sérpantanir.og mikið úrval Eigum einnig mikið úrval varahluta í gömlu dráttarvélarnar Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Búnaðarbálkur hinn nýi Við höfum gengið gegn- um gríðarlegar samfélags- breytingar á síðustu árum og byggðamál eru stærstu málin sem þjóðin þarf að glíma við næstu árin. Hvort sem það snertir brottflutning af lands- byggðinni eða brottflutning frá Íslandi. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að tíminn muni vinna með landsbyggðinni til lengri tíma litið. Margt af því sem hefur verið talið til vankosta eða óhagkvæmni er að verða sjaldgæft, eftirsótt og sérstakt, ekki aðeins innanlands held- ur alþjóðlega. Ég hef verið á þeirri skoðun all lengi, að í þeim 6.000 lögbýlum sem við eigum hérlendis séu miklu fleiri tækifæri heldur en almennt er haldið á lofti. Í Draumalandinu skrifaði ég heilan kafla um landbúnað. Þá hafði stjórnmálamaður lýst því yfir að engin tækifæri væru til staðar í sauðfjárrækt. En sem ungur maður sem ákvað að helga sig ljóðagerð og barnabókaskrifum í landi með aðeins 4.000 börnum í árgangi þá hef ég einlægan áhuga á því að finna tækifæri þar sem aðrir sjá þau ekki. Ég er ekki sveitabarn sjálf- ur, ég er bara strákur úr Árbænum, en við erum ekki alvitlausir, Sindri, formaður Bændasamtakanna, ólst upp í næstu götu. Í Draumalandinu lýsi ég tengsl- um neytanda á mölinni við íslenskan landbúnað eins og þau gátu verið fyrir áratug: ,,Svona gerist það: Maður fer í Bónus, finnur bleikan hrygg sem liggur í haug ofan í frystikistu í þykkum KS-plastpoka. Á mið- anum stendur: „Hryggur í poka“. Áhugalaus unglingur rennir honum gegnum geislann. Maður eldar hann eða gleymir í frystikistunni. Hryggurinn er kannski ágætur en honum fylgir engin saga. Hryggnum fylgir engin merking, engin mynd af fjalli, héraði, manni eða menningu og þar af leiðandi glatast verðmæt- ar tengingar og þræðir, tækifæri til að hafa einu sinni örlítið gegnsæi í veröldinni. Örlítinn þráð sem tengir mann við mann. Bær sem vörumerki hljómar kannski markaðslega en án vörumerkja hefur dýpri sérviska og matarmenning ekki fengið að þró- ast. Flestir þekkja muninn á kóki og pepsí, diet kóki og pepsí max en það er erfiðara að þekkja muninn á Vestfjarðalambi og Austfjarðalambi, fjallalambi, fjörubeit eða sauða- kjöti.“ Þetta var skrifað fyrir áratug. Margt hefur gerst síðan þá. Áhugi neytenda hefur vaxið og nýjar dreifingarleiðir orðið til. Víða hefur einmitt komist á samband milli bænda og neytenda. Beint frá býli virkar vel, fjölmargar sveitir hafa mótað sér ímynd og gera út á sér- kenni sín. Með lítilli fyrirhöfn geta neytendur um allt land valið um það hvort lambið sem þeir kaupa hefur eytt sínu eina sumri á austfirskum heiðum eða vestfirskum fjöllum; við getum valið um nautakjöt undan Jökli, af Mýrunum eða úr Kjósinni svo dæmi séu tekin og metnaðarfullir framleiðendur bjóða upp á kjöt af kjúklingum og svínum sem hafa búið við gott atlæti og vandað, líf- rænt fóður. Upprunamerkingum á grænmeti og kornmeti hefur líka fleygt fram. Ólíkt því sem var fyrir tíu árum er nú hægðarleikur að elda veislumáltíð úr íslensku hráefni, einungis með vörum sem við vitum nákvæmlega hvaðan koma. Bygg, repjuolía og fjölbreytt úrval af kryddvör- um og sælkeravarningi hefur bæst í innkaupakörfur lands- manna og við vitum hver sáði korninu og uppskar það, hver pressaði olíuna, hver markaði lambið að vori, fylgdi því á afrétt snemmsumars og sótti aftur að hausti. Nýbreytni í landbúnaði einskorðast ekki við hráefn- isframleiðslu. Margir kúabænd- ur framleiða heimagerðan ís, hver með sínum sérkennum – ísinn frá Holtsseli er ekki eins og ísinn frá Erpsstöðum. Drykki og krydd með bragði úr ýmsum byggðarlögum má nú nálgast víða, sumt er kunnuglegt eins og saft úr rabarbara og berjum, annað nýstárlegra eins og birki- og fíflasíróp. Bændur og sveitafólk þekkja landið, hafa búið á því og með því. Langflestir bændur eru sér meðvit- aðir um hvernig eigi að umgangast það, hvað þurfi að gera til þess að sambúðin við það verði sjálfbær. Neytendur verða sífellt meðvit- aðri um afleiðingar neyslu sinn- ar á umhverfið, bæði sitt nánasta umhverfi og jörðina alla. Hagsmunir þessara hópa fara saman, og það þarf að gefa þeim fleiri tækifæri til að tala saman og nálgast hver annan. Ferðamenn eru líka neytendur og ferðamannaflóðið auðveldar nýja markaðssókn bænda og stofnar til nýrra kynna. Dýravelferð og ábyrg landnýt- ing eru lykilþættir í að byggja upp trausta ímynd landbúnaðar fram- tíðarinnar. Það hefur margt gerst á áratug, en við erum rétt að byrja, möguleikarnir eru ótæmandi. Andri Snær Magnason Andri Snær Magnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.