Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Fréttir Rafbílaeigendur nyðra voru fyrstir til að hlaða bíla sína í nýju stöðvunum en í þeim hópi eru Óskar Þór Vilhjálmsson og Auður Thorberg Jónasdóttir sem búa í Eyjafjarðarsveit og sækja vinnu til Akureyrar, 25 kílómetra leið. Þau skiptu úr fjórhjóladrifn- um bensínbíl yfir í Nissan Leaf, og reyndist hann þeim vel á liðn- um vetri. Óskar segir á vefsíðu Akureyrarbæjar, þar sem greint er frá nýju hraðhleðslustöðvunum, að bíllinn sé heitur á morgnana, en eyði vissulega meira rafmagni þegar frostið er komið í 20 stig. Hann fagn- ar hraðhleðslustöðvunum og segir þær auðvelda rafbílaeigendum lífið, einkum þeim sem fari jafnvel tvisvar á dag til Akureyrar og í heimsókn- ir til Dalvíkur og í Svarfaðardal. Auk þess sem það sé mikill kostur fyrir veskið að eiga rafbíl skipti aðrir kostir ekki síður máli, enginn útblástur sé frá bílunum og þeir séu hljóðlátir. Vistorka í rafmagnið Vistorka er norðlenskt umhverfis- fyrirtæki sem framleiðir umhverfis- vænt eldsneyti með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið framleiðir metan úr sorpi og líf- dísil úr matarolíu, sem annars færi til spillis. Með samstarfinu við ON hefur fyrirtækið nú einnig haslað sér völl á sviði rafvæðingar sam- gangna. Vistorka er dótturfyrirtæki Norðurorku, orku- og veitufyrirtæk- is Akureyrarbæjar og fleiri sveitar- félaga við Eyjafjörð. Dýrmæt reynsla fengist ON hefur verið í forystu við upp- byggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla hér á landi. Rúm tvö ár eru síðan ON opn- aði fyrstu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi. Páll Erland, fram- kvæmdastjóri ON, segir dýrmæta reynslu hafa fengist af rekstri þeirra. Lagt hafi verið af stað í þetta til- raunaverkefni fyrir tveimur árum því félagið vilji sjá Íslendinga nýta endurnýjanlega orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Það sé skynsamlegt bæði fyrir vesk- ið og umhverfið. /MÞÞ Hinn 24. maí síðastliðinn bankaði útigenginn lambhrútur upp á við fjárhólf hjá lambám á bænum Hnjúki í Skíðadal. Hann hafði ekki skilað sér af fjalli síðastliðið haust. Jón Þórarinsson, bóndi á Hjúki, segir að hrúturinn hafi sést síðast hinn 27. október í haust þegar farið var í eina af mörgum aukaferðum fram á afrétt til að kíkja eftir eftir- legukindum. „Þá var hann með veturgamalli móður sinni og einu aukalambi. Þá voru þau á syðri barmi Gljúfurárgils. Það er að meiri hluta illfært gljúfur bæði mönnum og skepnum en þar rennur affall Gljúfurárjökuls niður. Hinn 30. október var svo gerður sérstakur leiðangur af átta mönn- um fram á afrétt til að handsama þessar kindur ásamt nokkrum öðrum sem sést hafði til á öðrum stöðum á afréttinni. Þessi hrútur sást þá hvergi og var hann þess vegna afskrifaður enda ísing á gilröðunum og áin í klaka- böndum.“ Eftir að hrúturinn skilaði sér heim að Hnjúki fóru menn að huga að því hvar hann hafi getað hafst við allan þennan tíma. Þá bentu slóðir í snjó vafalaust til þess að hann hafi verið í Gljúfurárgili í allan vetur. „Gilið virðist hafa gefið honum góða vist eftir holdafari og horna- hlaupum að dæma en ný hornahlaup mældust 5 sentímetrar og var hann einnig að miklum hluta genginn úr ullinni,“ segir Jón. Samt munu veður oft hafa verið mjög slæm í vetur þar sem hrúturinn hafðist við. Er frá bænum Grund í Svarfaðardal Í ljós kom að þessi hrausti úti- leguhrútur er frá bænum Grund í Svarfaðardal. Segir Jón í raun undar- legt að hrúturinn hafi getað hafst þarna við í allan vetur án þess að nokkur yrði hans var. Mikil umferð vélsleðamanna hefur verið með gljúfurbörmunum í vetur. Auk þess sem skíðamenn, sem selfluttir eru á þyrlum á fjöll þar í kring, renna sér þarna niður. Þá segir hann að hrúturinn hafi ekki búið við mikla fjallakyrrð allan þennan tíma því stöðugt yfirflug er af þyrlum á svæðinu. Þær hafa haft aðsetur á Klængshóli og hafa flogið þaðan með skíðamenn og aðra ferðalanga m.a. á Gljúfurárjökul og fjöllin þarna í kring. Þessu flugi fylgir mikill hávaði. /HKr/JÞ Útileguhrútur frá Grund í Svarfaðardal bankaði upp á í Skíðadal: Lifði af harða útivist í Gljúfurárgili í vetur Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, ásamt Auði, Óskari og dætrum. Mynd / Þórgnýr Dýrfjörð Útileguhrúturinn frá Grund skilaði sér heim að Hnjúki í Skíðadal eftir vetr- ardvöl í Gljúfurárgili. Mynd / Jón Þórarinsson. Glífósat og Evrópusambandið: Ágreiningur um undanþágu Fátt bendir til að áframhaldandi og tímabundinn sala á plöntu- eitrinu glífósat verði leyfð í löndum Evrópusambandsins. Leyfi til sölu á efninu í löndum Evrópusambandsins rennur út í lok þessa mánaðar. Talsverðar deilur hafa verið innan Evrópusambandsins undan- farna mánuði um hvort áfram eigi að leyfa sölu á plöntueitrinu glífósat til 15 ára. Efnið er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað til að eyða gróðri í land- búnaði í Evrópu og í einkagörðum hér á landi. Í atkvæðagreiðslum um leyfið fram til þessa hefur ekki fengist meirihluti sem framlengir leyfið eða veitir undanþágu til áframhaldandi sölu á efninu í 12 til 18 mánuði eins og framleiðandinn hefur farið fram á. Undanþágubeiðnin leggur út frá að áfram megi selja efnið á sama tíma og unnið er að rannsóknum á hvort það geti verið krabbameins- valdur. /VH Talsverðar deilur hafa verið innan Evrópusambandsins undanfarna mánuði um hvort áfram eigi að leyfa sölu á plöntueitrinu glífósat til 15 ára.560 Varmahlíð 453 8888 velaval.is velaval@velaval.is Rafgirðingarefni og hefðbundið. Tindar, hnífar, dekk og slöngur fyrir flestar gerðir heyvinnuvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.