Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 37
37 Mótorhjóla- og fjórhjóladekk 590 2045 | BENNI.IS Fáðu aðstoð við val á mótorhjóla - og fjórhjóladekkjum hjá söluaðilum okkar um land allt Bændablaðið Góður auglýsingakostur fyrir hrossaræktendur Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum: Landsmót er stórviðburður á bæjarhlaðinu „Umfram allt óskum við þess að Landsmót á Hólum 2016 verði Íslandshestamennskunni til framdráttar,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. Hún segir háskólann hafa tekið mjög jákvætt í hugmyndina um að landsmót yrði haldið á Hólum þegar hún kviknaði síðla árs 2014 og hafi þá þegar boðið fram þá aðstöðu sem skólinn hefur yfir að ráða, m.a. reiðhallir og tún undir tjaldstæði. „Við hlökkum til að njóta sam- veru við landsmótsgesti nú í lok júnímánaðar. Starfsfólk skólans hefur veitt faglega ráðgjöf vegna undirbúnings mótsins þegar eftir hefur verið leitað, en við komum að öðru leyti ekki að skipulagningu eða framkvæmd þessa viðburðar,“ segir Erla Björk. Hún segir að starfsfólk háskólans verði vel sýnilegt á svæð- inu yfir landsmótsdagana sem og skólinn sjálfur. Gera megi ráð fyrir að margir fyrrverandi nemendur skólans verði meðal þátttakenda á mótinu og þá munu starfsmenn ferðamála- deildar vinna að rannsókn á þessum viðburði. „Okkar fólk verður sýni- legt hér á svæðinu og möguleikar á persónulegri fræðslu um starf skólans verða miklir. Þá verður aðalbygging skólans opin og öllum aðgengileg yfir landsmótsdagana, líkt og aðra daga yfir sumarið.“ Njótum lífsins á Hólum Erla Björk væntir þess að sem flestir finni hve gott sé að njóta lífsins í kyrrð náttúrunnar og þeirri veðursæld sem einkennir Hjaltadalinn, „og bera umgjörð skólans og staðnum góða sögu. Það er ekki einfalt að segja fyrir um hver ávinningur af stórviðburði af þeirri stærðargráðu sem Landsmót er hér á okkar bæj- arhlaði verður, líklega er hann nátengdur upplifun hvers og eins. En það er auðvitað morgunljóst að fyrir alla þá sem stefna að námi í reiðmennsku- og kennslu á Hólum í framtíðinni er afar dýrmætt að fá nasasjón af starfs- og námsumgjörð skólans,“ segir hún. Vaxandi ásókn í hestafræði Nemendur við hestafræðideild Háskólans á Hólum eru um 60 tals- ins og koma þeir alls staðar af á landinu, auk þess sem um þriðjung- ur nemenda er með erlent ríkisfang. Erla Björk segir vaxandi ásókn í námið, umsóknum fjölgi ár frá ári og það megi þakka því góða orð- spori sem af náminu fer. Þó svo að umsóknum um skólavist fjölgi beri þó að geta þess að eingöngu sé hægt að innrita ákveðinn fjölda nýnema á hverju ári. /MÞÞ „Skagfirðingar eru fullir eft- irvæntingar yfir komandi Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Það er mikil til- hlökkun og spenna yfir því að fá tækifæri til að halda mót á borð við Landsmót hestamanna og fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakka ég þann mikla sóma sem okkur er sýnd- ur,“ segir Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Kærkominn vettvangur fyrir samveru Ásta segir Landsmót hestamanna stóran viðburð þar sem landsins bestu knapar, kynbótahross og gæð- ingar etja kappi en einnig sé í boði fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. „Þetta verður gleðihátíð, kær- kominn vettvangur fyrir samveru góðra vina sem skemmta sér í snarpri keppni. Landsmótin eru líka mikið fyrir augað, því íslenski hesturinn er vitanlega mikið náttúrunnar lista- verk, ekki síst þegar glæstur knapi situr gæðinginn.“ Ásta segir Landsmót ekki verða til af sjálfu sér heldur með miklu og sameiginlegu átaki fjölda manna. Þeir sem að mótinu standa hafi lagt á sig mikla vinnu. „Undirbúningur fyrir svo stóran viðburð stendur mánuðum saman og rétt er að þakka öllum þeim sem leggja hönd á plóg, þessi vinna er ekki sjálfgefin. Öllum sem taka þátt í að undirbúa mótið er mikið kappsmál að gera vel þannig að öllum landsmótsgestum verði dvölin í Skagafirði ógleymanleg,“ segir Ásta. OG Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir að það sé dýrmætt fyrir þá sem stefna að námi í reiðmennsku- og kennslu á Hólum í framtíðinni að fá nasasjón af starfs- og námsumgjörð skólans. Mynd / MÞÞ Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Vonum að dvölin í Skagafirði verði landsmótsgestum ógleymanleg Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.