Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 1
11. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 9. júní ▯ Blað nr. 468 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 37.000 Búvörusamningarnir bíða haustþings: Verða líklega spyrtir við samþykkt tollasamningsins við ESB − Svína- og alifuglabændur óttast um framtíð sinna greina verði vægi tollverndar stórminnkað − niðurstaða tollahóps breyti litlu Ekki náðist að klára vinnu og samþykkja búvörusamning- ana á Alþingi fyrir þingfrestun. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að stefnt sé að því að samþykkja samningana fyrir kosningar, eða á haustþingi sem hefst 15. ágúst. Núverandi samningar renna út um áramót að undanskildum sauð- fjársamningi sem gildir að óbreyttu til ársloka 2017. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bænda samtakanna, segir það mikil vonbrigði að þingið hafi ekki klárað málið og það setji greinina í óvissu. Styr er innan stjórnarflokkanna um málið og snýst um að búvörusamningar verði ekki samþykktir nema tollasamningur, sem skrifað var undir við ESB síð- astliðið haust, verði samþykktur um leið. Samþykktur fyrir kosningar? Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis flokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við Bændablaðið að einhverjir séu þeirrar skoðunar að búvörulögin hafi ekki verið samþykkt vegna þess að sumir sjálfstæðismenn vilji spyrða búvörusamningana og ný tollalög saman en langt frá því að allir séu á þeirri skoðun. „Mín skoðun er sú að það sé margt í búvörusamningunum sem tengist til dæmis ýmsum hækkunum á tollflokkum í tollasamningnum og því um ákveðið samspil að ræða. Hvað vinnu í sambandi við búvörusamninginn í atvinnu- veganefnd varðar réði ferðinni að mikið var um gestakomur til nefndarinnar vegna hans. Ég reikna með að vinnu vegna umsagna um samninginn ljúki fljótlega og að við náum endanlega utan um málið í framhaldi af því. Þing kemur aftur saman í ágúst og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að búvörusamningurinn verði kláraður þá og samþykktur fyrir kosningar. Við stefnum að minnsta kosti að því og ekkert annað í boði,“ sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnu- veganefndar Alþingis. Svína- og alifuglabændur óttast afleiðingar tollasamnings Björgvin Jón Bjarnason, formað- ur svínabænda, segir að ekki hafi verið farið í heildarmat á hver áhrif tollasamningsins eru. „Á sínum tíma var settur á fót starfshópur um tolla- samninga og nýjar aðbúnaðarreglu- gerðir. Í þeim hópi voru fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, búgreina- félögum svína- og kjúklingabænda og eggjaframleiðendum, Samtökum iðnaðarins, utanríkisráðuneytinu og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Hópurinn skilaði lokaniðurstöðu í lok maí og er málið nú til meðferðar hjá ráðherra. Ég sé til dæmis ekki að það hafi farið fram heildstætt hagsmunamat áður en ráðist var í að gera tolla- samninginn sem mig undrar mikið miðað við umfang samningsins og líkleg áhrif hans. Tollasamningurinn kemur til með að hafa áhrif á fjölda aðila; bænda, iðngreina, verslunar- innar og neytenda. Ég tel að áhrif tollasamningsins á kjötiðnaðinn í landinu séu stórlega vanmetin þar sem innflutningsheim- ildir vaxa úr 100 tonnum 2016 í 650 tonn 2019. Svínakjöt er mjög fyr- irferðarmikið í unnum kjötvörum. Ég sé ekki heldur að samningarnir tryggi það markmið að laga innflutn- inginn að raunverulegri þörf. Það er því enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Það setur heldur ekki að okkur neina sérstaka kæti yfir því að það sé verið að fórna hagsmunum svína- og kjúklingabænda til að hægt sé að flytja út meira af skyri og lamba- kjöti. Sömu sögu má reyndar segja um nýgerða búvörusamninga,“ segir Björgvin. /VH/HKr. Blaðauki um Landsmót hestamanna á Hólum 2016 Mynd / smh 33–403010 heimsendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.