Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 34
34 Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross Ingimar Ingimarsson á Ytra- Skörðugili hefur umsjón með hýs- ingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel. Forgangsraðað inn í húsin Ingimar segir að alls mæti rúmlega 700 hross til leiks á Landsmótið og munu kynbótahross fá forgang að hesthúsaplássi í áðurnefndum hest- húsum. „Við forgangsröðum inn í húsin og fyrst og fremst er hugsunin í því sú að álagið er mest á kynbóta- hrossin, þau koma öll að minnsta kosti tvisvar sinnum fram á mótinu, fyrst þegar þeim er riðið til dóms og síðan á yfirlitssýningu. Áttatíu þeirra munu svo að auki koma fram við verðlaunaafhendingu „með því að bjóða upp á pláss fyrir þau á landsmótssvæðinu drögum við úr flutningi hrossa til og frá mótsstað,“ segir Ingimar. „Alls mæta 165 kyn- bótahross til dóms, en trúlega munu þau ekki öll nýta pláss á Hólum og því gerum við ráð fyrir að hafa 90 til 100 pláss aflögu fyrir önnur hross. Í þetta pláss hafa stóðhestar í annarri keppni forgang og síðan keppnishross í barna- og unglingaflokki.“ Reynt verður að nýta hesthúsin á Hólum sem allra best meðan á mótinu stendur. Séð verður um gjafir í hesthúsum á Hólum og gæsla allan sólarhringinn og hús, hey og undirburður í boði LM. Aðstaða í góðu beitarhólfi Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur. Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“ Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skag- firskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann. Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með netfangið iing@simnet.is. /MÞÞ Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri: Á bilinu 700–800 hross koma fram á mótinu Nýtt mótssvæði og breytt dagskrá Þau eru mörg undirbúningsverk- in sem inna þarf af hendi fyrir stórhátíð hestamanna. Eyþór Jón Gíslason er mótsstjóri Landsmóts í ár og er þetta frumraun hans í hlutverkinu. „Mótsstjóri ber ábyrgð á fram- kvæmd keppninnar og sér til þess að hún fari farsællega fram. Undirbúningurinn hófst snemma og var meðal annars kallað á starfs- fólk í mikilvægar stöður, svo sem fótaskoðunarmenn, dýralækna og björgunarsveitir á mótssvæðinu. Um átta hundruð hross koma fram á mótinu og því mikilvægt að vinna vel úr öllum þáttum viðburðarins,“ segir Eyþór Jón. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hólum í Hjaltadal til að gera svæðið reiðubúið fyrir stórhátíðina. Eyþór Jón segir því undirbúning mótsins ólíkan því sem gerist og gengur á rótgrónum keppnisstöð- um. „Við erum að að prófa í fyrsta sinn nýtt mótssvæði og höfum við því lagst vel yfir hvernig best er að stilla því upp, hvar best sé að stað- setja sölutjöld, hvar hver og einn viðburður nýtur sín og hvernig hægt er að vinna sem best með þau mann- virki sem til staðar eru á Hólum.“ Þá hefur dagskrá mótsins einnig verið breytt á þann hátt að mótslok eru á laugardagskvöldi í stað sunnu- dagseftirmiðdags. „Þetta er gert til þess að eiga sunnudaginn fyrir aðra dagskrá en þá verður lögð áhersla á að kynna íslenska hestinn víðs vegar í Skagafirði. Með því vonumst við líka til að umferð frá mótssvæði verði jafnari yfir daginn.“ Eyþór segir lykilinn að góðu Landsmóti liggja í því fólki sem mætir til að upplifa hátíðina. „Þarna koma hestamenn saman til að horfa á bestu hross landsins. Gaman er að halda Landsmót á ólíkum stöð- um, þá eru þau aldrei eins. Hvert svæði hefur sinn sjarma sem gerir hvert Landsmót einstakt. Þá skiptir veðrið einnig miklu máli. Við getum aðeins vonað að veðrið muni leika við okkur á Hólum í sumar,“ segir Eyþór Jón. /GHP Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu. Nægt pláss er fyrir alla, á Hólum og hér og hvar um héraðið. Hér stendur hann við annað af tveimur hesthúsum sem fyrir eru á svæðinu, Brúnastaði. Myndir / MÞÞ Það verða ekki bara landsins bestu hestar sem munu skemmta gestum Landsmóts hestamanna á Hólum. Tónlist og söngur munu skipa stórt hlutverk eins og viðeigandi verður á skemmtilega dagskrá fyr- ir börn og ungmenni. „Ég lofa því að það verður glaumur og gleði bæði inn an sem utan vallar,“ segir Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og skemmtana stjóri mótsins. Hreimur, Heimir og allir hinir Auk þess sem Magni mun sjálfur stíga á svið munu þau Matti Matt, Sverrir Bergmann og Ágústa Eva skemmta landsmótsgestum. Hreim- ur og félagar í Made in sveitin munu trylla lýðinn. „Skagafjörður á að sjálfsögðu sína fulltrúa í skemmtidagskránni, Karlakórinn Heimir, flaggskipið í skagfirsku tónlistarlífi, kemur fram og með þeim stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson, harmonikku- snillingurinn Jón Þorsteinn spilar, Sigvaldi og hljómsveit kvölds- ins skemmta og auðvitað verður Hljómsveit Geirmundar á sínum stað. Annað væri nú ekki viðeig- andi,“ segir Magni. EM í fótbolta og Lotta og Lína ekki að örvænta, útbúin verður glæsileg aðstaða á svæðinu fyrir þá sem fylgjast vilja með EM í fótbolta. Þá verður Hestatorg með spennandi dagskrá í reiðhöllinni og sérstakt leiksvæði verður fyrir börn. Söngkeppni barnanna verður á sín- um stað og Leikklúbburinn Lotta sýnir leikrit auk þess sem líklegt er að Lína Langsokkur líti við á mótsstað og fylgist með því sem fram fer. /MÞÞ Fjölbreytt skemmtidagskrá á Landsmóti: Glaumur og gleði utan vallar sem innan Magni Ásgeirsson. Dagskrá Landsmóts hestamanna verður nú með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið. Allri keppni lýkur á laugardags- kvöldinu 2. júlí og sunnudagur- inn 3. júlí verður undirlagður ýmsum hestatengdum viðburð- um. Dagskrá sunnudagsins verð- ur stutt og hnitmiðuð. Stefnt er að því að dagskráin hefjist kl. 10 og sé lokið kl. 16. Dagurinn mun einkennast af sýnikennslu og fyrirlestrum auk þess sem hæst dæmdu kynbótahross mótsins og sigurvegarar í gæðinga- keppninni verður boðið til sérstakr- ar uppákomu á Brúnastöðum. Hestafræðideild Háskólans á Hólum mun standa fyrir sýnikennslu þar sem skyggnst verður inn í líf og nám nemenda við skólans. Reiðkennarar skólans munu sýna brot úr ýmsum áföngum skólans og prófum sem nemendur þurfa að þreyta. Hross í eigu skólans sem notuð eru við kennslu verða sýnd en þau eru ómissandi þáttur í skólastarfinu. Sýndur verður hluti af svokallaðri smalabraut sem er stór hluti af námi á 1. ári. Einnig verður sýnd gæðingafimi og henni lýst en gæðingafimi svipar til loka- verkefnis nemenda á 3. ári. Mette Mannseth, yfirreiðkennari hestafræðideildar Háskólans á Hólum, mun hafa yfirumsjón með sýnikennslu og hafa reiðkennarar skólans lagt mikinn metnað í undir- búning þessa verkefnis. Fyrirlestrar og opin hús Þorvaldur Kristjánsson, kynbóta- dómari og ábyrgðarmaður í hrossa- rækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins, mun halda fyrirlestur um íslenska hestinn. Samhliða fyrir- lestri Þorvaldar verður opið hús á Brúnastöðum fyrir gesti mótsins. Brúnastaðir verða annars eingöngu svæði fyrir knapa og hesta mótsins á meðan keppni stendur. Þá verður eins og áður sagði hæst dæmdu kynbóta- hrossum mótsins og sigurvegurum í gæðingakeppninni boðið til sérstakr- ar uppákomu á Brúnastöðum. Einnig verða eigendum þeirra og ræktendum boðið að koma og gefst þeim þá tæki- færi til að ræða við gesti og gangandi. Sunnudagurinn 3. júlí verður veisla fyrir unnendur íslenska hestsins. Fremstu reiðkennarar og fræðimenn innan Íslandshestamennskunnar munu deila þekkingu sinni til gesta. Dagskrá sem enginn má láta framhjá sér fara! /LH Dagur fagmennskunnar – sunnudagurinn 3. júlí á Landsmóti hestamanna kennslu með Þrándi frá Hólum. Mynd / Helga Thoroddsen Eyþór Jón Gíslason er mótsstjóri Landsmóts. Mynd / LH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.