Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Ótímabæru andláti, vegna lyfja- ónæmra ofursýkla sem ekki tekst lengur að vinna bug á, fer ört fjölg- andi í heiminum. Ástæðuna má að stærstum hluta rekja til ofnotkun- ar sýklalyfja á liðnum áratugum, bæði til að lækna fólk og ekki síður í landbúnaði. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization WHO) gaf það út 2012 að ónæmi fyrir sýkla- lyfjum færi þá vaxandi þótt það væri ekki komið á hættulegt stig. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í þessum efnum. Mikil alvara er hér á ferðum þar sem sýklalyf sem hafa verið í notkun undanfarin 70 ár eru að verða gagnslítil í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur. Nýjustu fregnir herma að síðasta haldreipið í sýklalyfjaflórunni sé líka hætt að virka á sýklalyfjaónæmar ofurbakt- eríur. Bændablaðið hefur ítrekað fjallað um þennan vanda á liðnum árum. Rætt hefur verið við íslenska sér- fræðinga og lækna á Landspítalanum, eins og Karl G. Kristinsson, yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans, sem reynt hafa að vekja athygli á vand- anum. Þar hefur m.a. verið bent á að innflutningur á hráu kjöti feli í sér ákveðna hættu hvað þetta varðar, þar sem slíkt kjöt geti smitað fólk af sýklalyfja- og jafnvel fjölónæmum bakteríum. Þar hefur líka komið fram að lyfjaleifar og eiturefni af ýmsum toga verða eftir í landbúnaðarvörum af dýrum þar sem sýklalyf eru notuð sem vaxtarhvati og eiturefnum beitt við ræktun fóðurs. Samkvæmt nýjustu fréttum af Landspítalanum er aðstöðuleysi farið að valda miklum vanda við að setja vaxandi fjölda sjúklinga (eink- um erlenda ferðamenn) í einangrun vegna gruns um smit af sýklalyfja- ónæmum bakteríum. Lítið gert úr vandanum Þótt æ fleiri séu að vakna til vitundar um alvarleika málsins, þá er samt til áhrifafólk innan öflugra hagsmuna- samtaka í samfélaginu sem gerir lítið úr vandanum. Er hann jafnvel afgreiddur sem hræðslu áróður úr ranni íslenskra bænda sem séu að verja sína sérhagsmuni. Þá hefur því gjarnan verið slegið fram að millj- ónir manna neyti þessara afurða erlendis og fullyrt um leið að það sé án þess að nokkrum verði meint af. Bændasamtök Íslands hafa á móti bent á þá staðreynd að notkun sýklalyfja og eiturefna í landbún- aði í heiminum sé hvergi minni en á Íslandi og í Noregi. Í því ljósi hlýtur að vera alvarlegt ef fórna á þeirri einstöku stöðu í þágu þröngra pen- ingahagsmuna. Flestir skyndibitastaðir í Bandaríkjunum fá falleinkunn Í Bandaríkjunum er fólk smám saman að átta sig á hættunni sem fylgir ofnotkun á sýklalyfjum. Þar er að myndast vakning sem gerir kröfur til skyndibitastaða að þeir framvísi sönnunum fyrir því að þeir noti ekki kjúklinga eða annað hráefni þar sem sýklalyf hafa verið notuð sem vaxtarhvati. Á sama tíma berjast innflytjendur á Íslandi hatramlega fyrir óheftum innflutningi á kjöti frá ríkjum sem vitað er að nota óhóflegt magn sýklalyfja við sína framleiðslu. Einn angi í þeirri baráttu er tolla- samningur sem undirritaður var við Evrópusambandið í september 2015, en bíður nú samþykkis eða synjunar Alþingis. Í september á síðasta ári var birt á fréttasíðu CBS News sjónvarps- stöðvarinnar grein um skýrslu þar sem búið var að flokka skyndi- veitingastaði í áhættuflokka eftir því hversu mikið kjötið í þeirra ham- borgurum og öðrum máltíðum inni- héldi af sýklalyfjum. Skýrslan heitir keðjuverkun eða „Chain Rection“ og þar voru teknar fyrir 25 stærstu skyndibitakeðjurnar. Að úttektinni stóðu samtökin Friends of the Earth, Natural Resources Defense Council, Consumers Union, Food Animal Concerns Trust, Keep Antibiotics Working og Center for Food Safety. Aðeins tvær skyndibitakeðjur stóðust prófið Kom í ljós að aðeins tvö fyrirtæki, Panera og Chipotle fengu einkunnina „A“, en eitt fyrirtæki, Chick-fil-A, fékk einkunnina „B“. Þá einkunn fékk fyrirtækið út á yfirlýsta stefnu og loforð um að bjóða aðeins upp á hráefni sem væri 100% frítt við sýklalyf í síðasta lagi árið 2019. McDonald‘s og Dunkin Donuts sluppu líka við að fá algjöra fall- einkunn en fengu í staðinn „C“. Þessi fyrirtæki voru með yfirlýsta stefnu um að vera með sýklalyfjalaust hrá- efni, en gátu ekki sýnt fram á hvenær eða hvernig þau hygðust standa við þær yfirlýsingar. Önnur fyrirtæki voru ekki með neina stefnu í þessum málum eða innihaldslaus markmið. Þau fengu öll einkunnina „F“. Þar voru fyrir- tæki sem sum hver eru þekkt hér á landi. Þetta voru Applebee's, Arby's, Burger King, Chili's, Dairy Queen, Denny's, Domino's, IHOP, Jack in the Box, KFC, Little Caesars, Olive Garden, Outback Steakhouse Grill and Bar, Papa John's Pizza, Pizza Hut, Sonic, Starbucks, Subway, Taco Bell og Wendy's. Samtökin sem gerðu könnunina létu það fylgja með að fyrst að fyrir- tæki eins og Chipotle gæti staðist það að bjóða aðeins upp á skyndimat sem ekki innihéldi sýklalyf, þá ættu hin fyrirtækin öll að geta þetta líka. Þetta væri aðeins spurning um hugarfar og framkvæmd. Staðan er hrikaleg Á nýrri úttekt á vefsíðu Mother Jones (maí/júní útgáfu) í Bandaríkjunum er úttekt á notkun sýklalyfja í land- búnaði sem byggist á tölfræði opin- berra stofnana. Greinin er eftir Tom Philpott og fjallar um innanbúðar- upplýsingar um hvernig fyrirtæki í landbúnaðargeiranum hafa stuðl- að að þróun ofursýkla. Þar kemur fram að eldisdýr innbyrða um 70% af öllum sýklalyfjum sem seld eru í Bandaríkjunum. Sýklar, sem hafa myndað ónæmi fyrir þessum sýklalyfjum, drepa nú 23 þúsund Bandaríkjamanna á hverju ári og sýkja um tvær milljónir manna. Frá því Alexander Fleming upp- götvaði penicilin árið 1928 var fljót- lega farið að huga að notkun slíkra lyfja við að draga úr sýkingum við dýraeldi og minnka þar með afföll og kostnað. Árið 1950 hóf lyfjafyr- irtækið American Cyanamid, sem nú er hluti af lyfjasamsteypunni Pfizer, að gera tilraunir með lyfja- gjafir í kjúklingaeldi. Byrjað var að gefa kjúklingunum B-12 vítamín og töldu sig geta sýnt fram á að þeir fitnuðu hraðar með vítamíngjöfinni. Við nánari skoðun kom í ljós að það var ekki vítamínið sem olli auknum vaxtarhraða, heldur leifar af notkun á sýklalyfinu aueomycin, en B-12 er oft hliðarafurð sem fæst við fram- leiðslu á aureomycin. Þessi uppgötvun olli byltingu í kjötframleiðslunni í Bandaríkjunum. Með því að setja smávegis af sýklalyfjum í fóður og vatn fyrir alifugla, svín og nautgripi, jókst vaxtarhraðinn, fóðurkostnaðurinn minnkaði og hægt var að fara fyrr með dýrin til slátrunar. Alifuglaeldið margfaldaðist í kjölfar sýklalyfjabyltingarinnar Í upphafi sýklalyfjabyltingarinnar í kjúklingaeldinu í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar voru um 1,6 milljónir býla að framleiða um 569 milljónir fugla. Árið 1978 voru 31 þúsund stærstu búin að framleiða 3 milljarða fugla. Á sama tíma fóru vísindamenn víða um lönd að hafa vaxandi áhyggjur af neikvæðum áhrifum sýklalyfjanotkunar í land- búnaði á heilsu manna. Undir 1970 uppgötvuðu breskir vísindamenn að sýklalyf sem notuð voru við fram- leiðslu á kjöti höfðu skapað bakt- eríur sem höfðu myndað þol gegn sýklalyfjum. Matvæla- og lyfja- stofnun Bandaríkjanna FDA sýndi fram á sömu niðurstöðu eftir úttekt sérsveitar FDA árið 1972. Var lyfja- framleiðendum þá gert að sanna að þeirra lyf fyrir landbúnaðinn leiddu ekki til myndunar á sýklalyfjaónæm- um bakteríum. Ef þeir gætu það ekki kynni heimild til framleiðslu og sölu lyfja viðkomandi fyrirtækja að vera endurskoðuð. Lagt til að banna notkun sýklalyfja sem vaxtahvata Árið 1977 var lagt til að bannað yrði að nota sýklalyf sem vaxt- arhvata í bandarískum landbúnaði. Lyfjafyrirtækin reyndu að afsanna hættuna, en tilraun Stuart Levy til þess snerist upp í andhverfu sína. Bakteríurnar byrjuðu að mynda ónæmi innan 48 klukkustunda Með því að gefa hluta af kjúkling- um á búi einu í Boston sýklalyfið tetracycline á meðan annar hópur fékk engin lyf, lá sönnunin fyrir innan sólarhrings. Eftir aðeins 48 klukkustundir voru sumar E. coli bakteríur, sem fundust í skít fugl- anna sem fengu sýklalyfið, farnar að mynda ónæmi gegn sýklalyfinu. Eftir aðeins eina viku höfðu nærri allar E. coli bakteríur sem fundust í skítnum myndað ónæmi gegn lyfinu. Það sem verra var, að í ljós kom að sýkla- lyfjaónæmu bakteríurnar voru líka farnar að finnast í fjölskyldumeðlim- um á búinu. Voru þessar niðurstöður birtar í lyfjatímaritinu New England Journal of Medicine. Peningahagsmunir settu lyfjabann í áratuga biðstöðu Þrátt fyrir að niðurstöðurnar þættu óyggjandi, börðust lyfjafyrirtækin sem aldrei fyrr gegn banni á notkun sýklalyfja við kjötframleiðslu. Enda var um gríðarlega fjárhags hagsmuni að ræða. Var strax byrjað á að draga niðurstöður Stuart Levy í efa. Var bannið því sett í athugun „Under Consideration“. Hélst það svo í ára- tugi eða allt þar til 2011 að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna FDA tók bannið af dagskrá og lét lyfjafyr- irtækjunum alfarið eftir að ákveða hvað gert yrði. Kjötframleiðendum var þó gert að koma sér út úr notkun á sýklalyfjum fyrir árslok 2016. Var um leið gefið út að FDA kynni að íhuga að banna ákveðnar tegundir sýklalyfja sem vaxtarhvata í land- búnaði. Eftir stendur að það er ekk- ert sem bannar lyfjafyrirtækjunum að selja lyfin undir því yfirskini að notkun þeirra sé að forðast sýkingar. Sýklalyfjanotkunin sexfaldaðist á tíu árum Samkvæm hagtölum sem General Accounting Office gaf út árið 1977 sexfaldaðist notkun sýklalyfja í landbúnaði í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1970. Árið 1970 voru sýklalyf notuð við eldi á nánast 100% hluta allra kjúklinga og kalkúna í Bandaríkjunum. Einnig við um 60% af svína- og nautgripaeldinu. Sýklalyfjanotkunin heldur stöðugt áfram að aukast Sýklalyfjanotkunin í landbúnaði heldur áfram að aukast víða um lönd sem aldrei fyrr. Samkvæmt tölum Matvæla- og lyfjastofnunar Ofnotkun sýklalyfja meðal almennings og við matvælaframleiðslu þegar farin að valda óbætanlegum skaða: Sýklalyfjaónæmar ofurbakteríur sækja hratt fram í stríðinu við fúkkalyfin − Milljónir veikjast og tugþúsundir deyja árlega vegna sýkinga sem fúkkalyf ráða ekki lengur við Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Noregur Ísland Svíþjóð Finnland Litháen Danmörk Írland Bretland Holland Tékkland Sala á sýklalyfjum sem notuð eru í dýr til matvælaframleiðslu árið 2013 * * Til að bera saman notkun sýklalyfja á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum er ein sprauta táknuð með heildarnotkuninni á Íslandi. Ein sprauta jafngildir 5,3 mg/PCU. PCU er mælieining fyrir lífmassa dýra, bæði lifandi dýra og sláturdýra. Heimild: Lyfjastofnun Evrópu (European Medicines Agency) Frakkland Búlgaría Pólland Belgía Þýskaland Portúgal Ungverjaland Ítalía Spánn Þessa mynd þekkja margir. Sprautunálarnar tákna þá öfundsverðu stöðu sem Ísland og Noregur eru í hvað varðar litla notkun sýklalyfja í landbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.