Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Valmundur og Una byrjuðu að búa á Eystra-Hrauni árið 1989. Valmundur er fæddur og uppalinn þar. Una og Valmundur (Valli) bjuggu með foreldrum hans til að byrja með, síðan byggðu þau og fluttu í sitt eigið hús í árslok 1989. Árið 1991 var byggt verkstæði og 2005 lausagöngufjós með mjaltar- gryfju. Elín Þóra, systir Valla, kom í búskapinn með fjölskylduna sína 1997 en flutti í burtu 2008. Þá kom Jón Hilmar í búskapinn og verk- stæðið. Í árslok 2011 flutti Dóra, kærasta hans, á Eystra-Hraun. Býli: Eystra-Hraun. Staðsett í sveit: Landbroti í Vestur- Skaftafellsýslu. Ábúendur: Valmundur Guðmunds- son og Una K. Jónsdóttir. Jón Hilmar Jónasson og Dóra Einarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Valmundur og Una eiga þrjú börn; Jón Hilmar (31 árs), Þórarinn (28 ára) og Lína Dögg (16 ára). Jón Hilmar og Dóra eiga Stefaníu Guðrúnu (2 ára) og eitt á leiðinni. Yfir sumartímann býr Katrín Þórarinsdóttir á bænum en á Klaustri á veturna. Á bænum búa líka Labradorinn Moli og kötturinn Herkúles. Stærð jarðar? Ekki vitað. Gerð bús? Kúabú. Fjöldi búfjár og tegundir? 64 mjólkandi kýr, 60 kvígur og þrjú naut. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir byrja allir á morgun- mjöltum. Eftir mjaltir eru verkin mismunandi eftir árstíma, en mikið af tímanum er eytt á vélaverkstæði sem er á bænum. Svo enda allir dagar á kvöldmjöltum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin er öll útivinna þegar veðrið er eins og maður vill hafa það. Leiðinlegast er að klippa klaufir og pappírsvinna. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum ekki stórar breytingar. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Höfum enga skoðun. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Bara vel, eins og alltaf. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Erum ekki alveg viss. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum er alltaf kanna með mjólkinni okkar, ostur, egg, rabar- barasulta og tómatssósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik frá okkur og meðlæti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar beljurnar sluppu út um nóttina 21. desember 2014. Þær vildu óska Valla til hamingju með 50 ára stórafmælið. Það tók mjög langan tíma að smala þeim aftur inn í fjós. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar Þeir sem eru með rabarbara í garðinum sínum eru líklega að fá fyrstu uppskeruna um þess- ar mundir. Margir gera sultu úr honum eða graut og aðrir nota hann í eftirrétti. Það er upplagt að frysta rabarbarann og búa til góðgæti úr honum síðar. Það er auðvelt að útbúa hross- kjöts-tartar með rúgbrauði og steinseljupestó. Ekki þarf að elda kjötið en mikilvægt er að hráefnið sé nýtt og fyrsta flokks. Rétturinn er frægur þótt flestir þekki nauta-tartar með hrárri eggjarauðu og piparrót, rauðrófum og kapers. Hrossakjöts-tartar › 250 g hrossakjöt, helst file eða lund › 1 tsk. sinnep › 1 msk. fínt hakkað skalottlaukur › 6 sneiðar af rúgbrauð Steinseljupestó › Stór handfylli steinselja eða önnur kryddjurt › ½ hvítlauksrif, söxuð › 1 bolli rifinn ostur, t.d. parmesan › ½ bolli valhnetur › 1 msk. eplaedik › ½ bolli ólífuolía › salt og pipar Stökkt brauð Skerið rúgbrauð. Helminginn undir tartarinn og svo nokkrar sneiðar til skrauts, eins þunnt og hægt er. Skrautbrauðið er bakað þar til gullið og stökkt í ofni við 200 ° í 5–10 mín. Tartar Saxið kjötið í hakkavél eða mat- vinnsluvél. Blandið sinnepi og skalottlauk í tartarinn ásamt salti og pipar. Kælið þangað til á að framreiða. Steinseljupestó Keyrið saman öll innihaldsefni í matvinnsluvél eða í morteli. Kryddið með salti, pipar og ediki. Berið fram á rúgbrauðinu með tartarnum, stökku rúgbrauði og pestó. Nokkrar kryddjurtir til skrauts. Það má líka krydda og skreyta með niðurlögðum perlulauk eða því sem er við hendina. Rabarbara- og jarðarberjasulta › 500 g rabarbari › 500 g sykur › 400–500 g jarðarber (má nota önnur ber) Sjóðið saman rabarbara og sykur í frekar þunna sultu. Bætið jarðarberj- unum í síðasta hálftímann (það má nota frosin ber). Geymið í krukkum á köldum stað. Rabarbari með rjóma › ½ lítri rjómi › 300 g ferskur rabarbari › 150 g af sykri › ½ tsk. rifinn börkur af sítrónu › Safi úr ½ appelsínu › 1 vanillufræbelgur › 1 lítil klípa af salti Opnið vanillufræbelginn eftir endi- löngu og skafið út fræin með hníf. Hrærið í vanillu, sykur ásamt öðrum innihaldsefnum í ofnfast fat. Setjið inn í ofn með álpappír eða loki og bakið í 30 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og látið standa þangað til ofninn er orðinn kaldur. Framreiðið í sneiðum með jarðarberjum og rabar- bara. Og svo er hægt að gera stökk fræ og hafra og strá yfir. Það er eitt besta múslí sem þú færð (hér er uppskrift á eftir). Bökuð korn og fræ › 100 g af bókhveiti (hægt að kaupa fræ og kornblöndur) › 100 g af sólblómafræi › 100 g af hafraflögum › 200 g af vatni eða ávaxtasafa › 200 g af hrásykri › 5 g salt › 50 g af olíu Blandið öllu hráefni saman og setjið á bökunarpappír (þunnt lag). Bakið við 160 °C í 40–60 mínútur. Hrærið nokkrum sinnum svo blandan bakist jafnt og fræin og kornin verði ljós- brún og stökk. Geymist í loftþéttum umbúðum. Hjónabandssæla › 2 bollar haframjöl › 2 bollar hveiti › 2 bollar hrásykur (gott að blanda með púðursykri) › 2 bollar möndlumjöl › 2 tsk. matarsódi › 250 g íslenskt smjör í teningum › 2 egg Þetta er uppskrift í tvær kökur eða nokkrar litlar. Blandið öllum þurrefn- um saman í matvinnsluvél og bætið síðan út í smjöri og eggjum. Þrýstið rúmlega helmingi af deiginu ofan í smurt form eða pönnu. Ofan á er smurt rabarbarasultu og hinum helm- ingnum af deiginu dreift yfir sultuna. Bakað við 200 °C í um 30 mín. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Eystra-Hraun Valmundur Guðmundsson, Jón Hilmar Jónasson, Lína Dögg Valmundsdóttir, Þórarinn Valmundsson og Una Kristín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.