Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 39
39
Landssamband hestamannafé-
laga og Landsmót hestamanna
hafa gengið frá samkomulagi við
hugbúnaðarfyrirtækið OZ um
umsjón með streymi á myndefni
frá Landsmóti hestamanna sem
hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní
nk.
Frá því að Landsmót hefst,
mánudaginn 27. júní, og þar til allri
dagskrá lýkur, sunnudaginn 3. júlí,
verður streymt beint frá mótinu í
samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæk-
ið Oz. Frá mánudegi til fimmtu-
dags verða tvær útsendingar í boði,
annars vegar frá kynbótabrautinni
og hins vegar frá gæðingakeppn-
inni. Frá og með föstudegi færist
allt mótið yfir á aðalvöllinn og verður
því ein útsending í boði frá föstudegi
til sunnudags.
Auk beinnar útsendingar gefst
notendum OZ-snjallsímaforritsins
og vefsins að horfa á upptökur
frá hverjum degi fyrir sig eftir að
keppni lýkur. Það er frábær viðbót
fyrir keppendur og sýnendur mótsins
sem geta þá séð upptökur af sýning-
um sínum.
Aðgangur að LH TV streyminu
mun eingöngu kosta 6.990 kr. og
gildir sú áskrift í mánuð. Þá verð-
ur einnig hægt að fylgjast með
Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem
fer fram í júlí, fyrir sömu áskrift.
Til að nálgast útsendinguna
er byrjað að skrá sig í gegnum
https://oz.com/LH og velja „GET
ACCESS“. Eftir skráningu má
hlaða niður snjallsímaforriti
fyrir öll helstu tæki, eða horfa á
útsendinguna í gegnum vefinn.
Inn á Oz-snjallsímaforritinu
er nú þegar að finna upptökur frá
tilraunaútsendingu sem fram fór
helgina 3. júní til 5. júní hjá hesta-
mannafélaginu Spretti. Einnig er þar
að finna myndbönd frá Landsmótum
fyrri ára sem ekki hafa verið birt
áður. /LH
Bein útsending
í samstarfi við OZ
Viðmót í snjallsíma og tölvu. Mynd / LH
Viðmót í Apple TV. Mynd / LH
„Algengasta spurningin sem við
fáum er hvort uppselt sé í alla
gistingu á svæðinu, en svo er nú
aldeilis ekki,“ segir Anna Lilja
Pétursdóttir, sem á og rekur
ferðaskrifstofuna North West
Adventure í Varmahlíð. Hún
hefur umsjón með sölu á gistingu
í tengslum við Landsmót hesta-
manna sem haldið verður á
Hólum síðar í þessum mánuði.
Anna Lilja segir úrval gistingar í
Skagafirði mikið og gestir geti valið
á milli ýmissa kosta, allt eftir því
sem best hentar hverjum og einum.
Fín hótel eru á svæðinu, gistiheimili,
heima- og bændagistingar, íbúðir
eru leigðar út og þá eru góð tjald-
svæði bæði á mótsstað, Hólum og
einnig í nágrenninu.
Margir búnir að tryggja sér
tjaldstæði
Sérstök tjaldsvæði eru fyrir
landsmótsgesti og vegna mikillar
ásóknar í stæði þar sem hægt er
að komast í rafmagn verður aukið
við. „Landið liggur þannig að auð-
velt er að bæta við stæðum og það
verður gert,“ segir Anna Lilja, en
Ferðaþjónustan á Hólum rekur að
auki tjaldsvæði í skóginum við
Hóla, fallegt og gott svæði í göngu-
færi frá mótssvæðinu.
„Við bjóðum upp á nýjung hér
sem er sú að gestir geta leigt af
okkur tjald og allan búnað, þeir
koma á svæðið og ganga að tjaldi
sínu tilbúnu, með dýnu, svefnpok-
um, koddum og öllu sem til þarf. Að
móti loknu geta þeir svo yfirgefið
svæðið án þess að ganga frá, enginn
farangur í farteskinu. Þessi kostur
hefur fengið frábærar viðtökur og
við erum í því að bæta við tjöldum
sem öll eru á sama stað,“ segir Anna
Lilja. Þessi gistimöguleiki hefur upp
á enska tungu verið kallaður Rent
a tent.
Bændagistingin fór fyrst
Auk þess sem tjaldsvæði er á Hólum
eru ágætis svæði einnig í næsta
nágrenni, búið er að endurbæta
tjaldsvæðið á Hofsósi, tjaldstæði er
á Sauðárkróki og ljómandi fínt og vin-
sælt tjaldsvæði er í Varmahlíð. „Mér
finnst straumurinn liggja þangað að
hluta til, einkum hjá því fólki sem
ætlar sér að sækja Landsmótið yfir
háhelgina,“ segir hún.
Fjölmargir bændur í Skagafirði
eru í ferðaþjónustu og bjóða
bændagistingar. Anna Lilja segir að
sá valkostur hafi verið sá sem fyrst
fór út. „Við höfum alla tíð verið sterk
í bændagistingum hér í Skagafirði og
æ fleiri bætast í þann hóp sem fyrir er.
Þetta var sá gistimöguleiki sem fyrst
fylltist, enda góður kostur, hóflegt verð
og góð aðstaða,“ segir hún.
Vegalengdir ekki fyrirstaða
Stórt og fínt hótel er í Varmahlíð
og einnig er hótel á Sauðárkróki.
Sveitasetrið á Hofsstöðum, sem er
skammt frá Hólum, er einnig vinsælt.
Þá nefnir Anna Lilja að landsmóts-
gestir, einkum útlendingar sem teljast
til harðasta kjarna þeirra sem jafnan
sækja landsmót, víli ekki fyrir sér að
aka nokkra stund á milli mótssvæðis
og náttstaðar og þannig viti hún að
einhverjir í þeim hópi hafi valið sér
gistingu á Siglufirði. /MÞÞ
Anna Lilja Pétursdóttir hjá North West Anventure í Varmahlíð:
Fjölmargir gistimöguleikar
fyrir hendi í Skagafirði
Litur:Rauður/milli-blesóttur
Kynbótamat 126
Kostir: 8,59
Bygging: 8,61
Aðaleinkunn 8,60*
* Dómur maí 2012 þegar hesturinn var 5 vetra
Einn af hæst dæmdu stóðhestum
landsins fyrir byggingu, en um leið
Eldur er með 126 BLUP stig og
.
Eldur frá Torfunesi
Eldur er með 10 fyrir
9,0 fyrir tölt, vilja, geðslag
með 9,0 fyrir háls, herðar
fyljunarvottorð og eru nú
Eldur verður í Kirkjubæ á Rangárvöllum
Hjörvar Ágústsson,
hjorvar@kirkjubaer.is veitir allar upplýsingar, einnig er hægt að
fá upplýsingar um Eld hjá Önnu Fjólu
afjola@simnet.is
IS2007166206
Veffang htttps://www.facebook.com
Eldur frá Torfunesi
Kolkuós
Helluland
Stóra-Seyla
Bjarnagil
Deplar
Gil
Hjaltastaðir
Steinsstaðir
Himnasvalir
Stórhóll
Hafgrímsstaðir
Fagranes
Hofsstaðir
Neðri-Ás
Sólgarðar
Reykir
Lónkot
Lýtingsstaðir
Sölvanes
Flugumýri
Syðsta-Grund
Stóragerði
Keldudalur
Varmilækur
Víðimýri
Lauftún
Langamýri
Bakkaflöt
Glaumbær
Svínavatn
Skagafjörður
Skörðugil
Reykjarhóll
Brennigerði
Lindabær
Sæ
m
undarhlíð
H
éraðsvötn
Hólar í Hjaltadal
SKAGAFJÖRÐUR
FRÁ HÓLUM > Aksturstími Fjarlægð
FROM HÓLAR TO > Driving time Distance
> Hofsós 22 min 26 km
> Sauðárkrókur 26 min 31 km
> Vamahlíð 34 min 42 km
> Steinsstaðir 42 min 54 km
> Sólgarðar 41 mín 56 km
Landsmót hestamanna er
virkt á hinum ýmsu sam-
félagsmiðlum. Endilega
fylgist með!
Okkur er að finna á; Facebook –
Landsmot Hestamanna,
Instagram
– Landsmot2016,
Snapchat
– Landsmot2016.
Samfélagsmiðlar Landsmóts hestamanna