Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 39

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 39
39 Landssamband hestamannafé- laga og Landsmót hestamanna hafa gengið frá samkomulagi við hugbúnaðarfyrirtækið OZ um umsjón með streymi á myndefni frá Landsmóti hestamanna sem hefst á Hólum í Hjaltadal 27. júní nk. Frá því að Landsmót hefst, mánudaginn 27. júní, og þar til allri dagskrá lýkur, sunnudaginn 3. júlí, verður streymt beint frá mótinu í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæk- ið Oz. Frá mánudegi til fimmtu- dags verða tvær útsendingar í boði, annars vegar frá kynbótabrautinni og hins vegar frá gæðingakeppn- inni. Frá og með föstudegi færist allt mótið yfir á aðalvöllinn og verður því ein útsending í boði frá föstudegi til sunnudags. Auk beinnar útsendingar gefst notendum OZ-snjallsímaforritsins og vefsins að horfa á upptökur frá hverjum degi fyrir sig eftir að keppni lýkur. Það er frábær viðbót fyrir keppendur og sýnendur mótsins sem geta þá séð upptökur af sýning- um sínum. Aðgangur að LH TV streyminu mun eingöngu kosta 6.990 kr. og gildir sú áskrift í mánuð. Þá verð- ur einnig hægt að fylgjast með Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer fram í júlí, fyrir sömu áskrift. Til að nálgast útsendinguna er byrjað að skrá sig í gegnum https://oz.com/LH og velja „GET ACCESS“. Eftir skráningu má hlaða niður snjallsímaforriti fyrir öll helstu tæki, eða horfa á útsendinguna í gegnum vefinn. Inn á Oz-snjallsímaforritinu er nú þegar að finna upptökur frá tilraunaútsendingu sem fram fór helgina 3. júní til 5. júní hjá hesta- mannafélaginu Spretti. Einnig er þar að finna myndbönd frá Landsmótum fyrri ára sem ekki hafa verið birt áður. /LH Bein útsending í samstarfi við OZ Viðmót í snjallsíma og tölvu. Mynd / LH Viðmót í Apple TV. Mynd / LH „Algengasta spurningin sem við fáum er hvort uppselt sé í alla gistingu á svæðinu, en svo er nú aldeilis ekki,“ segir Anna Lilja Pétursdóttir, sem á og rekur ferðaskrifstofuna North West Adventure í Varmahlíð. Hún hefur umsjón með sölu á gistingu í tengslum við Landsmót hesta- manna sem haldið verður á Hólum síðar í þessum mánuði. Anna Lilja segir úrval gistingar í Skagafirði mikið og gestir geti valið á milli ýmissa kosta, allt eftir því sem best hentar hverjum og einum. Fín hótel eru á svæðinu, gistiheimili, heima- og bændagistingar, íbúðir eru leigðar út og þá eru góð tjald- svæði bæði á mótsstað, Hólum og einnig í nágrenninu. Margir búnir að tryggja sér tjaldstæði Sérstök tjaldsvæði eru fyrir landsmótsgesti og vegna mikillar ásóknar í stæði þar sem hægt er að komast í rafmagn verður aukið við. „Landið liggur þannig að auð- velt er að bæta við stæðum og það verður gert,“ segir Anna Lilja, en Ferðaþjónustan á Hólum rekur að auki tjaldsvæði í skóginum við Hóla, fallegt og gott svæði í göngu- færi frá mótssvæðinu. „Við bjóðum upp á nýjung hér sem er sú að gestir geta leigt af okkur tjald og allan búnað, þeir koma á svæðið og ganga að tjaldi sínu tilbúnu, með dýnu, svefnpok- um, koddum og öllu sem til þarf. Að móti loknu geta þeir svo yfirgefið svæðið án þess að ganga frá, enginn farangur í farteskinu. Þessi kostur hefur fengið frábærar viðtökur og við erum í því að bæta við tjöldum sem öll eru á sama stað,“ segir Anna Lilja. Þessi gistimöguleiki hefur upp á enska tungu verið kallaður Rent a tent. Bændagistingin fór fyrst Auk þess sem tjaldsvæði er á Hólum eru ágætis svæði einnig í næsta nágrenni, búið er að endurbæta tjaldsvæðið á Hofsósi, tjaldstæði er á Sauðárkróki og ljómandi fínt og vin- sælt tjaldsvæði er í Varmahlíð. „Mér finnst straumurinn liggja þangað að hluta til, einkum hjá því fólki sem ætlar sér að sækja Landsmótið yfir háhelgina,“ segir hún. Fjölmargir bændur í Skagafirði eru í ferðaþjónustu og bjóða bændagistingar. Anna Lilja segir að sá valkostur hafi verið sá sem fyrst fór út. „Við höfum alla tíð verið sterk í bændagistingum hér í Skagafirði og æ fleiri bætast í þann hóp sem fyrir er. Þetta var sá gistimöguleiki sem fyrst fylltist, enda góður kostur, hóflegt verð og góð aðstaða,“ segir hún. Vegalengdir ekki fyrirstaða Stórt og fínt hótel er í Varmahlíð og einnig er hótel á Sauðárkróki. Sveitasetrið á Hofsstöðum, sem er skammt frá Hólum, er einnig vinsælt. Þá nefnir Anna Lilja að landsmóts- gestir, einkum útlendingar sem teljast til harðasta kjarna þeirra sem jafnan sækja landsmót, víli ekki fyrir sér að aka nokkra stund á milli mótssvæðis og náttstaðar og þannig viti hún að einhverjir í þeim hópi hafi valið sér gistingu á Siglufirði. /MÞÞ Anna Lilja Pétursdóttir hjá North West Anventure í Varmahlíð: Fjölmargir gistimöguleikar fyrir hendi í Skagafirði Litur:Rauður/milli-blesóttur Kynbótamat 126 Kostir: 8,59 Bygging: 8,61 Aðaleinkunn 8,60* * Dómur maí 2012 þegar hesturinn var 5 vetra Einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins fyrir byggingu, en um leið Eldur er með 126 BLUP stig og . Eldur frá Torfunesi Eldur er með 10 fyrir 9,0 fyrir tölt, vilja, geðslag með 9,0 fyrir háls, herðar fyljunarvottorð og eru nú Eldur verður í Kirkjubæ á Rangárvöllum Hjörvar Ágústsson, hjorvar@kirkjubaer.is veitir allar upplýsingar, einnig er hægt að fá upplýsingar um Eld hjá Önnu Fjólu afjola@simnet.is IS2007166206 Veffang htttps://www.facebook.com Eldur frá Torfunesi Kolkuós Helluland Stóra-Seyla Bjarnagil Deplar Gil Hjaltastaðir Steinsstaðir Himnasvalir Stórhóll Hafgrímsstaðir Fagranes Hofsstaðir Neðri-Ás Sólgarðar Reykir Lónkot Lýtingsstaðir Sölvanes Flugumýri Syðsta-Grund Stóragerði Keldudalur Varmilækur Víðimýri Lauftún Langamýri Bakkaflöt Glaumbær Svínavatn Skagafjörður Skörðugil Reykjarhóll Brennigerði Lindabær Sæ m undarhlíð H éraðsvötn Hólar í Hjaltadal SKAGAFJÖRÐUR FRÁ HÓLUM > Aksturstími Fjarlægð FROM HÓLAR TO > Driving time Distance > Hofsós 22 min 26 km > Sauðárkrókur 26 min 31 km > Vamahlíð 34 min 42 km > Steinsstaðir 42 min 54 km > Sólgarðar 41 mín 56 km Landsmót hestamanna er virkt á hinum ýmsu sam- félagsmiðlum. Endilega fylgist með! Okkur er að finna á; Facebook – Landsmot Hestamanna, Instagram – Landsmot2016, Snapchat – Landsmot2016. Samfélagsmiðlar Landsmóts hestamanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.