Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Bandaríkjanna jókst notkun sýkla- lyfja við kjötframleiðslu þar í landi um 23% frá 2009 til 2014. Það er þrátt fyrir að kjötframleiðslan hafi nokkurn veginn staðið í stað. Á árinu 2014 voru notuð um 10.000 tonn af sýklalyfjum við kjötframleiðslu í Bandaríkjunum. Á sama tíma var verið að nota um 3.500 tonn af sýklalyfjum til að berjast við sýk- ingar í fólki. Vandinn er að lyfin eru óðum að verða mannfólkinu gagnslaus, þar sem þau eru hætt að drepa bakteríurnar sem hafa myndað ónæmi fyrir lyfjunum. Ofurbaktería finnst í Bandaríkjunum Bandaríska sjóvarpsstöðin CNN birti frétt um það 27. maí síðastliðinn að 49 ára gömul kona í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafi greinst með sérstakt tilfelli E-Coli smits í þvagi. Var þetta fyrsta tilfelli slíks smits sem vitað er um í Bandaríkjunum. „Þetta er ofurbaktería (superbug) sem er ónæm fyrir fjölda sýklalyfja. Hún er líka ónæm fyrir sýklalyfinu Colistin sem læknar nota sem síðasta úrræðið þegar engin önnur sýklalyf virka,“ sagði í frétt CNN. Fréttin var unnin upp úr fréttatilkynningum um málið sem sendar voru út af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og sjúkdómavarnarmiðstöð Banda- ríkjanna (CDC). Var þegar sett í gang umfangsmikil rannsókn á því hverja konan hafði umgengist til að hægt væri að átta sig á mögulegri útbreiðslu bakteríunnar. Mesta heilsufarsógn heimsbyggðarinnar Litið er grafalvarlegum augum á málið þar sem bakterían er óstöðv- andi og engin þekkt lyf vinna á henni. Í varnaðarorðum sínum skil- greinir CDC þetta líka sem hættu- legra en náttúruhamfarir. Ef hún breiðist út getur hún hæglega valdið milljónum dauðs- falla á tiltölulega skömmum tíma. Samkvæmt frétt CNN er vitað um tillfelli slíks smits í Evrópu, Kanada og í Kína. Þá hefur landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna greint frá því að spor um E-Coli bakteríu, sem er ónæm fyrir lyfinu Colistin, hafi fundist í einu sýni úr meltingarvegi á svíni. Reynt hefur verið að komast að því af hvaða svínabúi gripurinn kom. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sagði í yfirlýsingu að sýklalyfja ónæmi sé vaxandi vanda- mál. Þar sé um að ræða mestu heilsufarsógnina fyrir heimsbyggð- ina í dag. Alþjóðastofnanir reyna að bregðast við Í maí 2015 var haldið sérstakt þing á vegum WHO um það hvernig ætti að berjast við sýklalyfjaónæmi og lyfjaónæmi almennt. Var það haldið í kjölfar sífellt aukinna frétta af bakt- eríum sem myndað höfðu með sér ónæmi fyrir lyfjum sem fram að því höfðu dugað við fjölmörgum hættu- legum sjúkdómum eins og berkl- um. Gefin var út baráttuáætlun eða svokallað „Global action plan on anitimicromial resistance“. Smitsjúkdómaráð Bandaríkjanna, IDSA, segir að smittilfellum þar sem sýklalyfjaónæmar bakter- íur koma við sögu hafi fjölgað mjög ört. Á sama tíma hafi þróun nýrra sýklalyfja dregist saman. Hefur IDSA í samstarfi við sam- tök Faraldursheilsuverndar Bandaríkjanna, SHEA, gefið út leið- beiningar til að fræða almenning um hvernig hann eigi að draga úr hættu á að smitast af sjö algengum smit- sjúkdómum sem allir hafa myndað með sér lyfjaónæmi. Milljónir smitast nú á hverju ári í Bandaríkjunum og Evrópu Undanfarin ár hefur verið talað um að um tvær milljónir manna smitist árlega í Bandaríkjunum af bakteríum sem hafa myndað þol gegn sýklalyf- jum. Af þeim hefur verið talað um að ekki hafi tekist að bjarga lífi 23.000 einstaklinga. Talan í Evrópu hefur verið áætluð heldur hærri. Taka skal fram að þarna er um tiltölulega gamlar tölur að ræða svo veruleik- inn kann þegar að vera orðinn mun alvarlegri en viðurkennt er. Þetta veldur gríðarlegum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið, fyrir utan beins samfélagslegs taps vegna ótímabærra dauðsfalla. Hröð útbreiðsla ónæmra baktería í þróunarlöndunum Sýklalyfjaónæmar bakteríur breiðast nú hratt út í þróunarlöndum sam- kvæmt vísindatímaritinu Nature. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO gaf út alvarlega viðvörun um málið þann 30. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að í sumum lönd- um, eins og Nígeríu, sé ekki lengur hægt að meðhöndla 88% þeirra sem sýkjast af völdum Staphylococcus aureus baktería (gerill af ættkvísl stafýlókokka) með hinu hefðbundna lyfi methicilin. Þessi baktería getur ýmist valdið meinlausum húðútbrot- um líkum unglingabólum, en svo getur hún líka valdið banvænum sjúkdómum á borð við heilahimnu- bólgu og lungnabólgu. Staðan er líka að verða grafalvarleg í svokölluðum BRIK-löndum, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína, að sögn Keith Klugman, faraldursfræðings hjá Bill & Melinda Gates-stofnuninni í Seattle í Bandaríkjunum. 95% fullorðinna á Indlandi og í Pakistan taldir smitaðir Í nýrri rannsókn, sem örveru- fræðingurinn Timothy Walsh hjá Cardiff-háskóla í Bretlandi, er sagður ætla að birta í læknablaðinu Lancet, kemur fram að allt að 95% fullorðinna í Indlandi og í Pakistan beri nú með sér bakteríu sem hefur lyf hefur verið flokkað sem þrauta- varalyf, eða síðasta úrræðið í bar- áttunni við ákveðnar bakteríur. Til samanburðar er talið að „einungis“ 10% fullorðinna í Queens-hverfinu í New York beri með sér þessar bakteríur. „Útbreiðslan er miklu hraðari en við höfum getað ímynd- að okkur,“ segir Walsh. Óvissa um orsakir svo hraðrar útbreiðslu lyfjaónæmis Vísindamenn hafa ekki getað útskýrt nákvæmlega hvaða þættir valda svo hraðri útbreiðslu lyfjaó- næmis í þróunarlöndunum. Hvort helsta ástæðan er mikil notkun sýklalyfja í eldi dýra til mann- eldis, eða hvort það er af völdum óheyrislegs magns sýklalyfja sem berst út í náttúruna með úrgangs- vatni frá lyfjaverksmiðjum. Eini þátturinn sem menn vita með vissu er að þarna er skortur á hreinlæti. Þá er á mörgum svæðum lítið hugsað um að hreinsa affallsvatn frá sjúkrahúsum. Þar með kom- ast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem þrífast í slíku affallsvatni út í grunnvatnið. Ef fólk neytir síðan slíks vatns og passar ekki upp á hreinlætið dreifist bakterían auð- veldlega. „Ef þú glímir við vaxandi notkun lyfja til að berjast við lyf- jaofnæmi, en hefur ekki innviði til að fyrirbyggja smit, þá ertu að koma af stað flóðbylgju sýklalyf- jaónæmra baktería,“ segir Keith Klugman. Stjórnlaus ofnotkun sýklalyfja „Annar angi af þessu vandamáli er of miklar og óþarfar ávísan- ir lækna á sýklalyf. Í Kína hafa heilbrigðisstofnanir fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjum og ofnotkun sýklalyfja er afleiðing af því. Þá heimila sum lönd sölu sýklalyfja án lyfseðils. Þá kaupir fólk jafnvel slík lyf við sjúkdóm- um sem þau virka alls ekki á eins og við malaríu. Þarna er verið að eyðileggja mikilvægt baráttutæki gegn sjúkdómum,“ segir Ramanan Laxminaryan, forstjóri miðstöðv- ar efnahagslegrar stefnumörkun- ar í sjúkdómafræðum, CDDEP, í Washington. Alvarlegur skortur á upplýsingum um smit og eftirlit Vandinn í baráttunni við sýkla- lyfjaónæmar og aðrar lyfjaónæmar bakteríur er þó ekki bara baráttan við ógnina sem menn þekkja. Það er ekki síður barátta við upplýsingaskort. Í aðeins 129 af 194 aðildarríkjum WHO er einhver skráning á tilfellum sýklalyfjaónæmi. Aðeins 22 þeirra ríkja gátu veitt upplýsingar þar sem rekja mátti feril níu hættulegustu flokka sýklalyfjaónæmu bakteríanna sem skilgreindir eru af WHO. Vísindamenn eru sammála um að stórauka þurfi eftirlit með notkun sýklalyfja en enginn hefur þó sýnt vilja til að standa undir kostnaðinum við slíkt eftirlit. Helst hefur verið bent á að sjúkrahús og frjáls félaga- samtök væru líkleg til að taka slíkt að sér. Engin góð lausn á sýkla- lyfjavandanum er í sjónmáli. Þróunarvinna við ný sýklalyf er ekki framarlega á forgangslista lyfjafyrirtækjanna sem græða mun meira á öðrum lyfjum á takmarkaðri sviðum. www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Dýrum eru gefin sýklalyf En ónæmar bakteríur lifa og fjölga sér SÝKLALYFJAÓNÆMI -smit getur borist frá dýrum og á diskinn þinn ÓNÆMI Öll dýr bera bakteríur í þörmunum DREIFING Ónæmar bakteríur geta borist í ... X X X X X dýraafurðir Sýklalyf drepa flestar bakteríur ræktun með menguðu vatni eða jarðvegi matvæli á menguðu yfirborði umhverfið með búfjárúrgangi Staphylococcus aureus baktería. Táknræn teikning um baráttuna sem fram undan er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.