Bændablaðið - 09.06.2016, Side 7

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifaði 70 nemendur í blíð- skaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 4. júní. Alls brautskrást 95 nem- endur á þessu ári frá LbhÍ, en laugardaginn 28. maí braut- skráðust 15 nemendur af garðyrkjuframleiðslubraut og 10 af skrúðgarðyrkjubraut á Reykjum í Ölfusi. Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum vel- farnaðar í framtíðinni. Lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: „Góð menntun er gulls ígildi – þekkinguna tekur enginn frá manni, hún situr eftir þótt annað kunni að ganga úr greipum – á henni má byggja til framtíðar. Sjóðir þekkingarinnar eru digr- ir og þeirrar náttúru að eyðast ekki þótt af þeim sé tekið heldur vaxa stöðugt og örugglega. Þið hafið gengið í þessa sjóði og sótt ykkur skerf. Það veganesti mun reynast ykkur vel – það er okkar bjargfasta trú.“ Egill Gautason dúxaði með 9,02 Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi. Egill Gautason hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 9,02. Naomi Désirée Bos hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi en einungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir frá- bæran árangur fyrir lokaverkefni á BS-prófi með einkunnina 9,6. Á Reykjum hlaut Þröstur Þórsson verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn af garðyrkjubraut. Íris Hafþórsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á garð- og skógarplöntubraut. Hella Laks voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á námsbraut um lífræna ræktun matjurta. Axel Sæland og Óli Björn Finnsson hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á ylræktarbraut. Þá hlutu Þröstur Þórsson og Hörður Garðar Björgvinsson verðlaun fyrir góðan náms- árangur á skrúðgarðyrkjubraut. 35 útskrifuðust af búfræðibraut Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræði- braut, 11 úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. Arnar Már Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og einnig fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl. 13 útskrifuðust með BS í búvísindum og hestafræðum Þá var einnig útskrifað á háskóla- brautum. 13 nemendur útskrif- uðust með BS-próf af búvís- indabraut og hestafræðibraut. Verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á búvísindabraut hlaut Egill Gautason. Fjórir nemendur luku BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan náms- árangur á BS-prófi á brautinni. Fimm nemendur luku BS-prófi á skógfræði- og landgræðslubraut. Bergþóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á brautinni. Þá útskrifuðust átta nemendur með BS-próf af umhverfisskipulagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan námsárang- ur á námsbrautinni. Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir viðurkenningu frá kennur- um brautarinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. Fjórir nemendur luku MS-prófi í skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góðan námsár- angur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi. Um tónlistarflutning við útskriftarathöfn- ina sáu Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir. Landbúnaðarháskóli Íslands: Alls útskrifuðust 95 nemendur á þessu vori − Þar af voru 15 af garðyrkjuframleiðslubraut og 10 af skrúðgarðyrkjubraut Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM E fni tveggja síðustu vísnaþátta var tileinkað Hjálmari Freysteinssyni, lækni á Akureyri, og er efni hans frá hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar frá mars sl. Hjálmar, sem líkt og lesend- ur margir þekkja, er fágætur hagyrðingur og skopskynið afar þroskað. Því er engin skömm að því að helga honum þriðja vísna- þáttinn með efni frá tilvitnuðu hagyrðinga- kvöldi Karlakórs Eyjafjarðar. Undir liðnum „Úr gullkistu þinni“ gaf stjórnandinn, Birgir Sveinbjörnsson, Hjálmari lausann tauminn: Mannkosti tíundað mína ég gæti, marga og hvergi ýkt, en þingeysk hógværð og lítillæti leyfir mér ekki slíkt. Ég sálma og kvæði saman lem sé ég til þess eggjaður. Ég veit um fullt af fólki sem finnst ég alveg geggjaður. Til upplýsinga, þá fyllir Hjálmar nú flokk eldri borgara. Um þau tímamót orti hann: Réttlát er sú regla og skýr, ríkur eða snauður, enginn sína elli flýr öðru vísi en dauður. Seint verð ég talinn sjálfumglaður, sífellt öðrum skenki hrós, er ég þó bæði myndarmaður og meiri háttar gáfnaljós. Hugleitt hefur verið að gefa út bók með ljóðum sem hagyrðingar á karlakórshátíð- um hafa ort um Petru Björk Pálsdóttur kórstjóra. Bókin á að heita Litla sæta ljúf- an góða. Birgir spurði Hjálmar hvort hann ætti innlegg í þá bók? Ekki fannst mér fréttin stór, furðu mína lítið jók, að búi í svona karlakór kvensemi í heila bók. Ég annað skáldverk eignast vil sem ekki verður minna: Ástarljóð frá Árna til eiginkvenna hinna. Birgir spyr nú Hjálmar út í starfsemi Karlakórs Eyjafjarðar: Sátu og átu siginn fisk sötruðu bjór úr könnum, sungu lagasúpu á disk að selja vandamönnum. Næst spyr Birgir Hjálmar: „Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið í fréttum nær daglega hér hjá okkur þó að hvorugt þeirra syngi í karlakór. Hvort þeirra vildir þú vera og hvers vegna?“ Við Hillary það mest skal metið, merki um góða pólitík, að hún á mann sem hefur etið heita pylsu í Reykjavík. „Hjálmar, hefur þú eitthvað ort um Sigmund Davíð nýlega?“ Þótt Sigmundur hrægamma hrekki, þeirra hegðan og innræti þekki, af þeim fjaðrirnar slíti, úr þeim fóarnið bíti er þó gott að hann giftist þeim ekki. Utan dagskrár orti Hjálmar vegna orðróms um lélega aðsókn að þessu hagyrðinga- kvöldi, þó hafði frétst af tveimur eldri borgurum sem keypt höfðu miða í forsölu: Þótt ort af viti verði ei neitt von mín til þess stendur, að öðru hvoru brosi breitt báðir áheyrendur. Lokavísa Hjálmars Freysteinssonar þetta kvöld: Þótt misjafnt væri kveðið var kaffið bara gott og kleinur fylgdu því er engan sviku. En nú er ég að hugsa um að hafa mig á brott, við hittumst svo í næstu dymbilviku. 151 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi. Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir sáu um tónlistar- Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem útskrifaðir voru frá Reykjum í Ölfusi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.