Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Kósí frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Það er fátt betra en íslenskt sumar. Lykt af nýslegnu grasi, hlý gola, falleg litrík blóm, sól, yndislega falleg kyrrlát og björt sumarkvöld og áfram má telja. Við skulum samt ekki gleyma að íslensk sumur bjóða líka upp á kalda daga og er því upplagt að skella í fallega prjónaða peysu sem gott er að skella litlum krílum í til að hægt sé að njóta sumarsins til hins ýtrasta. Prjónuð DROPS peysa með garðaprjóni úr „Delight”. Stærð 1 mán.–6 ára. BabyDROPS 20-15 DROPS Design: Mynstur nr DE-006-by Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6) ára. Stærð í cm: 50/56-62/68-74/80 (86/92-96/104-110/116) Efni: DROPS DELIGHT frá Garnstudio 150-150-200 (200-250-300) g nr 04, ljósblár. DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 24 l x 48 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm. DROPS TRÉTALA NR 511: 3-4-4 (5-5-5) stk GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Til þess að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt í næstu umf (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan). PEYSA: Stykkið er prjónað frá hlið. Prjónuð eru 2 stykki sem saumuð eru saman að aftan í lokin. Stykkin eru prjón- uð frá ermi að miðju á peysu. HÆGRA HÁLFA STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 36-38-40 (40-42-44) l á hringprjóna nr 3 með Delight. Prjónið slétt fram og til baka í öllum umf til loka (= garðaprjón). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6-6-5 (5-6-6) cm er aukið út um 1 l á hvorri hlið, endurtakið útaukn- ingu í 8. hverri umf alls 6-7-9 (11-13-14) sinnum = 48-52-58 (62-68-72) l. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19-20 (25-29-33) cm – passið uppá að síðasta umf sé prjónuð frá röngu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 1 umf slétt (= rétta), í lok umf eru fitjaðar upp 41-43-50 (53-58-60) l (= að bakstykki) = 89-95-108 (115-126-132) l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umf til baka, snúið við, setjið eitt prjónamerki í 2. L á prjóni frá réttu (= í hægri hlið). Prjónið áfram – JAFNFRAMT er aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í annarri hverri umf alls 38-40-46 (48-50-52) sinnum – LESIÐ ÚTAUKNING. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8½-9-10½ (11-12-13) cm prjón- ið áfram einungis yfir síðustu 60-65-74 (79-86-91) l á vinstri hlið séð frá réttu (= bakstykki), aðrar l eru settar á band. BAKSTYKKI: Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-16 (17-18-19) cm (frá þar sem l voru fitjaðar upp á bakstykki), fellið af. FRAMSTYKKI: Setjið l á band til baka á prjóninn, en látið 9-10-10 (10-12-12) l við bakstykki vera áfram á bandinu fyrir hálsmál. Haldið áfram með útaukningu í annarri hverri umf – JAFNFRAMT er felld af 1 l við háls (= að l við bandi) í 4. hverri umf alls 6-7-7 (7-7-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-15-17 (18-19- 20) cm (frá þar sem útaukning á framstykki byrjaði og við miðju að framan) fellið af fyrir 3-4-4 (5-5-5) hnappagötum þannig (frá hálsi, þ.e.a.s. í umf frá röngu): Prjónið 2 l, fellið af 2 l, * prjónið 12-9-11 (9-10- 10) l, fellið af 2 l *, endurtakið frá *-* alls 2-3-3 (4-4-4) sinnum, prjónið síðan slétt út umf. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir allar l sem felldar voru af. Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 90-93-109 (115- 121-126) l á prjóni. Þegar útaukningum á hægri hlið er loki fellið af 51-52-62 (66-70-74) l frá hálsmáli og niður yfir kant að framan (fellið af í 1 umf frá röngu) = 39-41-47 (49-51-52) l eftir á prjóni. Prjónið slétt áfram fram og til baka yfir þessar l í ca 1-1-2 (2-3-3) cm (brjótið stykkið saman tvöfalt við öxl og passið uppá að framstykki sé jafn langt og bakstykki). Fellið síðan af. VINSTRA HÁLFA STYKKI: Prjónið eins og hægra hálfa stykki nema án hnappa- gata – ganga á frá þessu stykki með rönguna út. FRÁGANGUR: Leggið 2 stykkin saman á móti hvort öðru og saumið saman við miðju að aftan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Brjótið peysuna saman tvöfalda og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ysta lykkjubog- ann. Saumið tölur í. HÁLSMÁL: Prjónið upp 55 til 80 l (meðtaldar l á bandi) í kringum hálsinn á hringprjóna nr 3 með Delight. Prjónið 3 umf slétt fram og til baka, fellið af. Prjónakveðja, fjölskyldan Gallery Spuna Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 9 4 5 2 3 4 9 8 3 7 5 6 2 1 3 9 5 7 8 4 3 6 2 7 6 8 1 9 4 8 5 1 3 2 6 Þyngst 5 4 8 8 9 6 3 2 3 7 1 6 9 8 5 9 7 9 3 2 4 6 6 3 1 6 1 2 2 3 7 8 7 5 8 5 4 2 9 1 4 6 9 8 6 7 6 5 9 5 3 7 8 1 5 4 2 4 8 6 9 7 4 3 2 6 1 3 1 6 5 7 9 2 3 5 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Alexöndru langar að verða njósnari Alexandra Rós er sex ára nemandi í Lindaskóla í Kópavogi. Nafn: Alexandra Rós Hjörvarsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Bogamaður. Búseta: Lindahverfi, Kópavogi. Skóli: Lindaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Í vali, úti að leika og að leika með nýja Barbie-dótið. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur með rúsínum og epli. Uppáhaldshljómsveit: DVBBS & Borgeous (lagið Tsunami). Held líka upp á Stuðmennina. Uppáhaldskvikmynd: Monsters High- bíómyndirnar. Fyrsta minning þín? Þegar ég gargaði alltaf af því ég fékk ekki grjónagraut og epli. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Ég æfi ballett. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða njósnari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég læddist úr dægradvöl og fór í heimsókn til mömmu í vinnuna hennar. Ætlarðu að gera eitthvað skemmti- legt í sumar? Að hitta Lindu frænku og leika við Emiliu Líf. Næst » Alexandra skorar á bróður sinn, Mikael Bergmann, að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land! 10% afsláttur í vefverslun Tilboð gildir til 16. júní Í tilefni af glænýrri vefverslun bjóðum við 10% afslátt. Setjið inn “hamingja” í afsláttarkassa á síðunni þegar þið gangið frá pöntun. Mynstur = prjónstefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.