Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 1
19. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 5. október ▯ Blað nr. 500 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 62.000 ▯ Vefur: bbl.is Landssamtök sauðfjárbænda kanna hug félagsmanna til ýmissa hagsmunamála: Yfirgnæfandi vilji meðal bænda til að stofna sölufyrirtæki fyrir afurðir sínar Landssamtök sauðfjárbænda gengust nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til ýmissa hagsmunamála. Var þar spurt út frá þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi til að betur mætti átta sig á hvað bændur vildu gera. Sala og markaðssetning kindakjöts er bændum greinilega mjög hugleikin og kom það greinilega fram í könnuninni. Í niðurstöðunum má líka greina megna óánægju bænda með afurðastöðvarnar sem margar hverjar eru þó að stórum hluta í þeirra eigu. Vilja eitt sameiginlegt sölufyrirtæki fyrir innanlandsmarkað Þótt skýr afstaða með eða á móti frekari sameiningum afurðastöðva liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbænd- um mjög umhugað um að stofnað verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um sölu og dreifingu á öllu íslensku lamba- kjöti innanlands. Horfa menn þar greinilega til þess árangurs sem bændur innan Sambands garð- yrkjubænda hafa náð í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. Telja um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög eða frekar skynsamlegt að stofna slíkt fyrirtæki. Hins vegar telja 24% bændanna slíkt óskynsamlegt eða mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru hlutlausir í afstöðu sinni til spurn- ingarinnar. Mjög mikill áhugi á stofnun útflutningsfyrirtækis bænda Þegar bændur voru spurðir um afstöðuna til þess hvort skynsam- legt væri að stofna eitt sameiginlegt útflutningsfyrirtæki í eigu bænda til þess að sjá um útflutning á öllu íslensku lambakjöti var afstaðan mjög skýr. Töldu um 79% bænda það ýmist mjög eða frekar skynsam- legt. Einungis 4% aðspurðra töldu slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5% töldu það frekar óskynsamlegt. Þá voru 11,7% bænda hlutlausir gagn- vart þessari spurningu. Sauðfjárbændur voru spurðir fjöl- margra annarra spurninga í þessari könnun, eins og um afstöðu þeirra til hugmynda fráfarandi landbúnað- arráðherra á lausn vanda sauðfjárbænda. – Sjá bls. 2 /HKr. Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skyn- Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skyn- Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Áhrif CO2 mengunar: Sykurmagn eykst í plöntum Vísbendingar eru um að aukið magn CO2 í andrúmslofti sé að hafa mun víðtækari áhrif en áður hefur verið talið. Ein afleiðing aukins kol- tvísýrings í andrúmslofti er að plöntur innihalda meira af kolvetnum en næringarefnum. Afleiðingin er sú að við þurfum meira af ræktarlandi til að fullnægja næringar efna- þörf mann- kynsins. Mælingar á efnainnihaldi úr þurrkuðum plöntum plöntu- safna sýna að næringarefna- innhald þeirra hefur dregist saman um 8% frá upphafi iðnbyltingarinnar. Erlendis er þróunin kölluð „The junk-food affect“, eða ruslfæðisáhrifin, og vísar til hás sykurinnihalds og lágs næringarefnainnihalds í mörgum skyndibitum eða ruslfæði. Gæti þetta leitt til járn- og blóðskorts mæðra og barna í fátækari samfélögum heimsins en aukinnar offitu á Vesturlöndum. /VH – Sjá nánar á bls. 26 Fíkjur – 44–45 TÖLUBLAÐ NÚMER 1995 – 2017 atlögu við 36 spunaverksmiðja sem vinnur íslenska ull 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.