Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 1
19. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 5. október ▯ Blað nr. 500 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 62.000 ▯ Vefur: bbl.is
Landssamtök sauðfjárbænda kanna hug félagsmanna til ýmissa hagsmunamála:
Yfirgnæfandi vilji meðal bænda til að
stofna sölufyrirtæki fyrir afurðir sínar
Landssamtök sauðfjárbænda
gengust nýverið fyrir könnun á
meðal félagsmanna um afstöðu
þeirra til ýmissa hagsmunamála.
Var þar spurt út frá þeirri erfiðu
stöðu sem nú er uppi til að betur
mætti átta sig á hvað bændur vildu
gera.
Sala og markaðssetning
kindakjöts er bændum greinilega
mjög hugleikin og kom það
greinilega fram í könnuninni. Í
niðurstöðunum má líka greina
megna óánægju bænda með
afurðastöðvarnar sem margar hverjar
eru þó að stórum hluta í þeirra eigu.
Vilja eitt sameiginlegt
sölufyrirtæki fyrir
innanlandsmarkað
Þótt skýr afstaða með eða á móti
frekari sameiningum afurðastöðva
liggi ekki fyrir, þá er sauðfjárbænd-
um mjög umhugað um að stofnað
verði eitt sameiginlegt sölufyrirtæki
í eigu bænda til þess að sjá um sölu
og dreifingu á öllu íslensku lamba-
kjöti innanlands. Horfa menn þar
greinilega til þess árangurs sem
bændur innan Sambands garð-
yrkjubænda hafa náð í gegnum
Sölufélag garðyrkjumanna. Telja
um 57% sauðfjárbænda ýmist mjög
eða frekar skynsamlegt að stofna
slíkt fyrirtæki. Hins vegar telja 24%
bændanna slíkt óskynsamlegt eða
mjög óskynsamlegt, en 19,1% voru
hlutlausir í afstöðu sinni til spurn-
ingarinnar.
Mjög mikill áhugi á stofnun
útflutningsfyrirtækis bænda
Þegar bændur voru spurðir um
afstöðuna til þess hvort skynsam-
legt væri að stofna eitt sameiginlegt
útflutningsfyrirtæki í eigu bænda
til þess að sjá um útflutning á öllu
íslensku lambakjöti var afstaðan
mjög skýr. Töldu um 79% bænda
það ýmist mjög eða frekar skynsam-
legt. Einungis 4% aðspurðra töldu
slíkt mjög óskynsamlegt og 5,5%
töldu það frekar óskynsamlegt. Þá
voru 11,7% bænda hlutlausir gagn-
vart þessari spurningu.
Sauðfjárbændur voru spurðir fjöl-
margra annarra spurninga í þessari
könnun, eins og um afstöðu þeirra
til hugmynda fráfarandi landbúnað-
arráðherra á lausn vanda
sauðfjárbænda. – Sjá bls. 2 /HKr.
Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skyn- Spurt var: „Að því gefnu að lög heimili eða lagaheimild fáist, telur þú skyn-
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Áhrif CO2 mengunar:
Sykurmagn eykst
í plöntum
Vísbendingar eru um að aukið
magn CO2 í andrúmslofti sé að
hafa mun víðtækari áhrif en áður
hefur verið talið.
Ein afleiðing aukins kol-
tvísýrings í andrúmslofti er
að plöntur innihalda meira af
kolvetnum en næringarefnum.
Afleiðingin er
sú að við
þurfum meira
af ræktarlandi
til að fullnægja
næringar efna-
þörf mann-
kynsins.
Mælingar á
efnainnihaldi
úr þurrkuðum
plöntum plöntu-
safna sýna að
næringarefna-
innhald þeirra hefur dregist saman
um 8% frá upphafi iðnbyltingarinnar.
Erlendis er þróunin kölluð
„The junk-food affect“, eða
ruslfæðisáhrifin, og vísar til
hás sykurinnihalds og lágs
næringarefnainnihalds í mörgum
skyndibitum eða ruslfæði.
Gæti þetta leitt til járn- og
blóðskorts mæðra og barna í
fátækari samfélögum heimsins en
aukinnar offitu á Vesturlöndum. /VH
– Sjá nánar á bls. 26
Fíkjur –
44–45 TÖLUBLAÐ NÚMER
1995 – 2017
atlögu við
36
spunaverksmiðja
sem vinnur íslenska ull
22