Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“ Örlítið neðar í textanum kemur svo þversögnin: Ákvæði um greiðsluskyldu til félaga án félagsaðildar er að finna í lögum um starfskjör launafólks nr. 55/1980 svo og lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 en greiðsluskyldu fylgir ekki aðildarskylda.“ Hvernig í ósköpunum er hægt að skylda fólk til að greiða iðgjöld sem stjórnarskráin segir að ekki sé hægt að skylda fólk til að vera í? Það hlýtur væntanlega líka að gilda um aðild að lífeyrissjóðunum – eða hvað? Það kostar 17 milljarða að reka alla sjóðina Rekstrarkostnaður sjóðanna, sem eru 28 að tölu, er varlega áætlaður um 17 milljarðar króna á ári samkvæmt uppreiknuðum tölum og úttekt Ragnars Ingólfssonar, formanns VR, á ársreikningum lífeyrissjóðanna 2016. Launakostnaður æðstu stjórnenda 14 stærstu sjóðanna nam á síðasta ári hátt í milljarði króna, eða 940.663.521 krónum. Á bak við þessa tölu eru aðeins 46 stjórnendur og 94 stjórnarmenn. Rekstrarkostnaður 14 lífeyris sjóða var 13.776.237.589 kr. á síðasta ári. Skrifstofu- og stjórnunar kostnaður var 5.306.469.301 kr. Bein fjár- festingargjöld námu 1.378.170.384 kr. og áætluð fjárfestingargjöld voru 7.091.597.904 kr. Ragnar hefur áhyggjur af því að lífeyrissjóðakerfið fái ekki staðist til lengdar. Öll slík kerfi má vissulega líkja við Ponzi-svindl að hætti Charles Ponzi, sem fann snjalla leið fyrir fjárfesta til að hagnast á fávisku annarra. Það þarf nefnilega stöðugt hærri inngreiðslur í sjóðina til að halda píramídakerfinu gangandi. Um leið og ein stoð brestur hrynur kerfið. Þá er innbyggð áhætta í kerfið með þeim hætti að utanaðkomandi áföll geta eyðilagt á augabragði áratuga peningasöfnun almennings. Ragnar hefur því verið að viðra hugmyndir um að trappa niður stöðu lífeyrissjóðanna í þjóðfélaginu. Hann gengur þó ekki svo langt að vilja leggja niður lífeyrissjóðina að svo stöddu, heldur að þeir verði sameinaðir og gerðar verði róttækar breytingar á öllu kerfinu. Ávöxtunarkrafan sótt að stórum hluta í vasa launþega Lífeyrissjóðunum er gert að mæta ávöxtunarkröfu upp á 3,5%, eða sem nemur 172,3 milljörðum króna. Til að standa við þá kröfu verða menn að reikna verðtryggingu inn í breyt- una. Miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu þurfa lífeyrissjóðirnir að ávaxta inn- lendar eignir um rúmlega 100 millj- arða króna á ári. Ef miðað er við að verðbólga sé 2,5%, eins og verð- bólgumarkmið Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir, þurfa sjóðirnir að kreista út úr íslensku hagkerfi 172,3 milljarða á hverju einasta ári og sú upphæð fer stöðugt hækkandi. Til að mæta því hafa sjóðirnir m.a. fjárfest grimmt í fyrirtækjum á mark- aði hér heima og eiga nú drjúgan hluta fyrirtækja í alls konar rekstri. Eignir lífeyrissjóðanna í versl- unum af ýmsum toga, eins og Högum, þýðir að þær verslanir verða að vaxa til að ná inn ávöxtunarkröfunni. Það gerist ekki síst í gegnum vöruverð. Sama á við um flugfélög og öll önnur fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir koma að. Það er því á endanum almenning- ur í landinu, sem jafnframt á sjóðina, sem að verulegum hluta greiðir millj- arðana sem þarf til að mæta ávöxtun- arkröfunni í háu vöruverði. Lífeyrissjóðirnir geta svo geng- ið enn lengra í áhættusömum fjár- festingum. Þeir hafa nefnilega heim- ild til að eiga allt að 25% af eignum sínum í óskráðum félögum og eiga flestir langt í land með að nýta þá heimild. Þessi fyrirtæki ganga ekki öll jafn vel, samanber United Silicon í Helguvík. Þar hafa lífeyrissjóð- irnir Festa, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og EFÍA [Eftirlaunasjóður Félags íslenskra atvinnuflugmanna] fjárfest fyrir 2.166 milljónir króna. Ef þeir fjármunir tapast, þarf að ná því tapi til að mæta ávöxtunarkröfunni ein- hvers staðar annars staðar í kerfinu. Lífeyrissjóðirnir eru ekki eign ríkisins Greinilegt er að margir stjórnmála- menn líta orðið nánast á lífeyrissjóðina sem eign ríkisins sem þeir eru alls ekki. Skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá ríkinu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum staðfesta að þetta sé skilningur ráðamanna á kerfinu. Lífeyrissjóðirnir eru hins vegar ekki eign neinna annarra en sjóðsfélaga sjálfra. Atvinnurekendur eiga heldur ekkert tilkall til þessara sjóða þar sem hlutur launagreiðenda í iðgjöldum er hluti af umsömdum launakjörum. Nú hefur fráfarandi fjármála- ráðherra lýst því yfir að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í lífeyriskerfi aldraðra. Hafa þessi ummæli vakið furðu þar sem ríkissjóður er ekki og hefur aldrei verið eigandi lífeyrissjóðanna. Því geti ráðherrann ekki látið sem svo að lífeyrissjóðirnir taki að sér hlutverk Tryggingastofnunar, því þeim var aðeins ætlað að vera viðbót við lífeyriskerfið til hagsbóta fyrir launþega. Skattahlutdeild ríkisins í lífeyrissjóðunum Það flækir vissulega málið að þegar lífeyrisiðgjöld og reyndar viðbótarlífeyrir líka, eru dregin frá launum, þá er skattur ekki innheimtur til ríkisins af þeim tekjum eins og eðlilegt væri, heldur er hann reiknaður eftir á við úttekt. Hvort ríkið hafi svo einhverja heimild til að lána þessa skattafjármuni inn í lífeyrissjóðina er svo annað mál. Með þessu móti eru gríðarlegar upphæðir undir umsjá sjóðanna sem notaðar eru í alls konar fjármálavafstur fólks sem er í litlum sem engum tengslum við raunverulega eigendur sjóðanna. Oft hefur það verið með skelfilegum afleiðingum og tapi. Miklar skatttekjur sem ríkið setur í bið Trúlega væri hægt að gjörbreyta stöðu ríkissjóðs á tiltölulega skjót- virkan hátt til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Það mætti einfaldlega gera með því að ríkið innheimti skattahlutdeild sína af inneignum í sjóðunum og nýtti hann í innviða- uppbyggingu fyrir sjúka og aldraða. Samhliða yrði tekin upp staðgreiðsla skatta af greiðslum til lífeyrissjóð- anna eins og öðrum launum. Eftir stæðu lífeyrissjóðirnir sem hrein eign sjóðsfélaga þeim til ráðstöfun- ar án nokkurra afskipta ríkisins. Þá ætti ekki að vefjast fyrir mönnum að reisa nýtt landssjúkrahús og byggja upp innviði eins og öldrunarþjónustu og vegakerfi. Lífeyrissjóðirnir fæddust í kjarasamningum 1969 Tilurð lífeyrissjóðanna er rakin til kjarasamnings ASÍ og VSÍ árið 1969 um stofnun almennra lífeyrissjóða fyrir alla launamenn. Samningurinn skyldar launagreiðanda til þess að taka þátt í að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sína og tryggja þeim þannig lífeyrisréttindi við starfslok vegna aldurs eða örorku og sömuleiðis „eftirlifandi maka og börnum lífeyri við andlát“. Kerfinu var ætlað að vera „viðbót við almannatryggingarkerfið“ en ekki að koma í stað þess. Vissulega falleg hugmynd, en þarna hafa menn greinilega ekki haft miklar áhyggjur af að þetta kynni að stangast á við stjórnarskrárvarin réttindi launþeganna. Áður en samningur um almennu lífeyrissjóðina var gerður voru einungis starfræktir lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, bankamanna og á almennum vinnumarkaði sjóðir verslunarmanna og sjómanna. Auk þess voru sjóðir fárra annarra stétta og starfandi voru fyrirtækjasjóðir sem aðallega tóku til fastráðinna starfsmanna viðkomandi fyrirtækja. Lífeyrissjóðir voru eingöngu lögboðnir hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum sem hluti af lögum um kjör þessara stétta. Almennur launamaður sem fór á lífeyri átti hins vegar engin lífeyrisréttindi önnur en í almannatryggingakerfinu. Þrátt fyrir tilkomu lífeyrissjóðanna hefur verið mikið óréttlæti og ójöfnuður í greiðslu lífeyris, þar sem opinberir starfsmenn hafa verið á sérkjörum hvað tryggðar lífeyrisgreiðslur varðar langt umfram almenna launamenn. Knýjandi nauðsyn á að bæta kjör lífeyrisþega Árið 1969 voru greiðslur almanna- trygginga til ellilífeyrisþega 36 krónur á mánuði til samanburðar við meðal mánaðarlaun fullvinnandi verkamanns sem voru 214 krónur. Það var því útilokað fyrir allt almennt launafólk að sjá sér farborða af lífeyrinum einum saman, segir í söguágripi Alþýðusambands Íslands um lífeyrissjóðina. Með kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og sam- taka atvinnurekenda frá 19. maí 1969 var gert samkomulag um að frá 1. janúar 1970 skyldu starfræktir söfnunarlífeyrissjóðir á félagslegum grunni samtryggingar og var þeim ætlað að vera „viðbót við almanna- tryggingakerfið“ og standa undir verulega bættum kjörum lífeyrisþega sem mikil þörf var á. Til að tryggja öllum launamönnum lágmarksrétt var kveðið á um skylduaðild allra félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að lífeyrissjóðnum standa og skyldu sjóðirnir veita öllum sjóðfélögum sama rétt fyrir sömu iðgjöld án til- lits til aldurs við iðgjaldagreiðslu, kynferðis eða starfs. „Skylduaðild“ Þessi skylduaðild og skyldu- innheimta í lífeyrissjóð hefur verið gagnrýnd. Enda er óheimilt að skylda einstaklinga til að vera í stéttarfélagi eða öðrum félögum samkvæmt stjórnarskrá og EES- samningum. Samningi aðila vinnumark- aðarins um lífeyrismál var í reynd veitt lagagildi með löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda sem voru fyrst sett árið 1974. Kjarasamningurinn um lífeyrismál hefur síðan verið framlengdur við endurnýjun almennra kjarasamn- inga og skoðast sem hluti þeirra. Með viðbótarsamningi milli ASÍ og samtaka atvinnurekenda árið 1995 voru grunnstoðirnar þrjár áréttaðar, þ.e. samtrygging, skylduaðild og sjóðssöfnun. Þá segir einnig í samantekt ASÍ: „Í þessu endurspeglast hin ríka áhersla sem lögð var á að sjóðirnir störfuðu á félagslegum grunni samtryggingar. Í kjara- samningunum var einnig fjallað um iðgjaldagreiðslur í sjóðina, skipun stjórna og lágmarksréttindi sjóðfélaga. Samtök launamanna og atvinnurekenda skuldbundu sig þannig í sameiningu til gæslu og ábyrgðar á rekstri sjóðanna sem skyldu vera sjálfseignarstofnanir á forræði þeirra.“ Ef iðgjöld til lífeyrissjóðanna eru hluti af kjarasamningum og þar með launakjörum fólks eins og ASÍ segir, af hverju eru launa- greiðendur þá áfram með putt- ana á kafi í launaumslaginu með heimild til að ráðskast með þennan sparnað? Gjafagrindur fyrir stórgripi. Verð aðeins kr. 36.900 auk vsk. Upplýsingar og pantanir í símum 899 1776 og 669 1336. GÓÐAR & ÓDÝRAR GJAFAGRINDUR Meira fyrir aurinn Mynd /ADI Accounting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.