Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017
Velgengni Saunderson drátt-
arvéla á öðrum áratug síð-
ustu aldar var slík að um
tíma var fyrirtækið stærsti
dráttarvélaframleiðandi í
heimi utan Bandaríkjanna.
Herbert Percy Saunderson
fæddist á Englandi árið 1869.
Hann lauk námi í járnsmíði og
flutti til Kanada um skeið og
starfaði við landbúnað og sem
veiðimaður. Þegar Saunderson
flutti aftur til Englands
var hann með umboð fyrir
kanadíska útgáfu af Massey-Harry
dráttarvélum í vasanum.
Sjálfrennireið
Samhliða innflutningi á dráttar-
vélum frá Kanada hóf Saunderson
framleiðslu á ýmiss konar land-
búnaðartækjum, vindmyllum,
dælum og illgresishreinsibúnaði.
Árið 1890 hannaði hann sína
fyrstu sjálfrennireið sem var lítill
vörubíll með eins strokka vél sem
gekk bæði fyrir dísil og bensíni.
Afturbekkjunum var snúið með
keðjuvélinni og græjan með tvo
gíra áfram og einn aftur á bak.
Prufusýning farartækisins
á sýningu Konunglegu bresku
bændasamtakanna 1989 var heldur
endasleppt þrátt fyrir góðan vilja
þar sem upp kom vélarbilun í
miðri sýningu. Ári seinna, alda-
mótaárið 1900, sneri Saunderson
sér alfarið að hönnun og fram-
leiðslu dráttarvéla.
Saunderson traktorinn
Fyrsta dráttarvélin undir heitinu
Saunderson kom á markað 1903.
Vélin var á tveimur járnhjólum
og áttu vélarnar að koma í staðinn
fyrir hesta við landbúnaðarstörf.
Fljótlega sendi fyrirtækið
frá sér nýja týpu sem kallaðist
Universal Motors og greinilegt
á nafninu að Saunderson ætlaði
sér stóra hluti. Universalinn var
40 til 50 hestöfl og með drif á
öllum þremur hjólunum, tveimur
að aftan en einu að framan.
Traktorinn þótti vel heppnaður og
með mikla dráttargetu og drif sem
gat knúið meðalstóra kornmyllu.
Árið 1906 gekk betur hjá
Saunders á sýningu Konunglegu
bresku bændasamtakanna og
Universalinn fékk silfur og 1907
hlaut sama týpa gullverðlaun
ítölsku stjórnarinnar fyrir gæði.
Fjármagnstregða og uppsveifla
Eftirspurnin var góð og fljótlega
komu fleiri útgáfur af Universal
á markað. Þar á meðal voru tvær
týpur á fjórum hjólum og með
aldrifi. Fjögurra hjólatýpan var
með stórum hleðslupalli sem
auðvelt var að fjarlægja. Þessar
vélar voru eftirsóttar og meðal
annars fluttar út til Kanada og
Nýja-Sjálands.
Árið 1910 var nafni fyrir-
tækisins breytt í Saunderson
& Gifkins með aðkomu nýrra
meðeigenda og fjármagns.
Framleiðslu á eldri týpum var
haldið áfram og á sama tíma unnið
að hönnun nýtískulegri traktora.
Meðal þeirra var lítil týpa Model
L, sem var með eins strokka og
loftkældri vél og flutningsskúffu
sem hægt var að fjarlægja, og
stór Model V, 50 hestöfl og með
fjögurra strokka vél.
Þrátt fyrir aukið fjármagn
harðnaði enn á dalnum hjá
fyrirtækinu. Árið 1912 bættist
nýr eigandi í hópinn og nafni
fyrirtækisins breytt í Saunderson
& Mills.
Um svipað leyti var Model
G markaðssett og reyndist það
söluhæsta dráttarvél fyrirtækisins
í langan tíma. Um það leyti sem
fyrri heimsstyrjöldin braust út
var Saunderson orðinn stærsti
framleiðandi í heimi utan
Bandaríkjanna. Fyrirtækið skipti
aftur um nafn og varð Saunderson
Tractor & Implement Co.
Framleiðslu hætt
Þrátt fyrir góðan árangur og mikla
sölu á öðrum áratug síðustu aldar
stóðust tækniframfarir og verð
innreið Fordson dráttarvélanna á
markað og framleiðslu Saunderson
var hætt skömmu fyrir 1930. /VH
Saunderson fyrrum risi
á markaðinum
Ári eftir jarðskjálftann mikla sem
varð í hafinu austan við Japan 2011
og skóp gríðarmikla flóðbylgju fór
japanskt brak að reka á fjörur á
vesturströnd Bandaríkjanna í
4.350 mílna fjarlægð.
Margvíslegt brak rak á haf út eftir
flóðbylgjuna sem m.a. stórskemmdi
kjarnorkuver í Fukushima. Þar
skoluðust líka geislavirk efni í
sjóinn og hafa menn því verið að
skoða hvort ýmislegt brak sem berst
upp í fjörur í Bandaríkjunum kunni
að vera geislavirkt. Greint var frá
þessu á vefsíðu Popular Science í
síðustu viku.
Samkvæmt nýlegri úttekt Science
er talið að plast sem skolaðist til sjáv-
ar nemi um 4,8 milljónum tonna auk
annars braks eins og timburs sem
eyðist með tímanum. Plastið rekur
nú um Kyrrahafið ásamt öðru braki
frá Japan í eins konar ruslaeyjum og
á þeim og við þær þrífst lífríki sem
á uppruna sinn í Japan.
Flotkví í braki í bandarískum
fjörum
Meðal þess sem rekið hefur á fjörur
undanfarin ár í Oregon og víðar í
Bandaríkjunum er margvíslegt plast-
drasl, og stór steinsteypt 188 tonna
flotkví fyrir fiskibáta. Flotkvíar af
þessari gerð eru mjög vel hannaðar
og innihalda m.a. þanplast sem eykur
flothæfni þeirra og eru þær sagðar
ósökkvanlegar. Þá er plastið í þeim
hannað til að endast lengi og þola
vel áhrif sólarljóss.
Japönsk yfirvöld lögðu
fram um 5 milljónir dollara til
NOAA (National Oceanic and
Atmospheric Administration) til að
fjármagna hreinsun á braki af strönd
Bandaríkjanna. Þar er þó aðeins um
að ræða hreinsun á litlu broti af öllu
því sem skolaðist til sjávar í Japan
í flóðinu.
Áfast flotkvínni voru lífverur eins
og skeljar, ormar, asískur fjörukrabbi
og í henni og við hana voru ýmsar
framandi fisktegundir. Óttast
vísindamenn að þessar framandi
tegundir geti ógnað og breytt lífríkinu
við vesturströnd Bandaríkjanna og á
strandsvæðum víðar við Kyrrahaf.
Reynt hefur verið að hreinsa allt
brak og lífverur sem finnast úr
fjörum í Washington og Oregon
jafnóðum, en eigi að síður sleppa
fjölmörg sjávardýr. Haft er eftir
James Charlton, sjávarlíffræðingi
hjá Williams-Mystic, að um 300
aðkomnar tegundir hafi fundist á
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna.
Segist hann fullviss um að fjölmargar
fleiri tegundir hafi komið án þess að
hafa uppgötvast.
Dæmi um mikil áhrif aðfluttra
lífvera
Charlton segir ómögulegt að segja
til um hvort þessar lífverur muni
hafa neikvæð áhrif á lífríkið á vest-
urströnd Bandaríkjanna. Menn hafi
þó dæmi um slíkt. Í Oregon upp-
götvuðu vísindamenn æta Wakame
sjávarþörunga sem voru að yfirtaka
lífkerfið í San Francisco-flóa fyrir
nokkrum árum. Þessir þörungar eru
mikið notaðir í matargerð í Japan
og Kína. Voru kafarar fengnir til að
uppræta þörungana í flóanum 2009.
Þá uppgötvuðu menn líka aðkomna
litríka Norður-Kyrrahafs sæstjörnu
(krossfisk) við strönd Tasmaníu.
Þessi lífvera er mjög gráðug og
þurftarfrek og er sögð hafa leitt til
þess að fiskiðnaðurinn í Tasmaníu
hafi tapað sem nemur einum millj-
arði dollara.
Dæmi um aðkomin sjávardýr í
íslensku lífríki
Þess má geta að Íslendingar hafa
orðið varir við slíkar innrásir fram-
andi sjávarlífvera á undanförnum
árum. Má þar t.d. nefna grjótkrabba
sem á sér enga náttúrulega óvini
hér við land og breiðist nú hratt
út. Hann er sagður éta allt sem að
kjafti kemur og þykir mjög góður
til átu. Þessi krabbategund er ættuð
frá Bandaríkjunum og telja sumir að
hún hafi borist hingað með kjölvatni
flutningaskipa. Þá má líka nefna
Kyrrahafs-hnúðlax eða bleiklax sem
mjög hefur orðið vart í íslenskum
laxveiðiám um allt land í sumar, lax-
veiðimönnum til mikils ama.
/HKr.
Ýmiss konar brak skolaði á haf út eftir jarðskjálftann mikla í Japan 2011:
Fjöldi lífvera ferðaðist með plasti og öðru
drasli 4.350 mílna leið til Bandaríkjanna
– Vísindamenn óttast áhrif framandi tegunda á lífríkið á vesturströndinni
Ráðstefna um framtíðarstefnu í
baráttu gegn eyðimerkurmyndun
UTAN ÚR HEIMI
Þriggja hjóla Saunderson dráttarvél.
Bandaríkjunum. Mynd / Washington State Fish and Wildlife Department
Fjölbreytt lífríki sem áfast var braki
sem barst frá Japan til Bandaríkj-
anna.
Center Oregon State
Grjótkrabbi er meðal framandi ásæk-
inna lífvera sem hreiðrað hafa um
sig við Ísland.
Nýlegar var haldið í Mongólíu
á vegum Sameinuðu þjóðanna
þing þar sem rætt var um
framtíðarstefnu í baráttunni við
eyðimerkurmyndun.
Stefna í starfi samningsins um
varnir gegn myndun eyðimarka, til
næstu tólf ára, var til umfjöllunar
á þinginu. Meginþema þingsins
var að leita leiða til að snúa að
endurheimt landgæða og baráttu
gegn eyðimerkurmyndun, að draga
úr áhrifum þurrka og auka þanþol
vistkerfa, að bæta lífsskilyrði
samfélaga sem verða fyrir áhrifum
eyðimerkurmyndunar og að virkja
fjármagn betur í þágu þessara
markmiða.
Eyðimerkursamningurinn, eins
og samningurinn er oft nefndur,
er einn af þremur lykilsamningum
Sameinuðu þjóðanna um
umhverfismál, sem gengið var
frá á Ríó-ráðstefnunni 1992.
Hinir eru Loftslagssamningur
S.þ. og Samningurinn um vernd
líffræðilegrar fjölbreytni.
Í frétt á vef umhverfisráðuneytisins
segir að í öllum heimsálfum sé
unnið að verkefnum sem snúa að
stöðvun eyðimerkurmyndunar og
endurheimt landgæða og 110 þjóðir
hafa nú þegar sett sér markmið um
að ná jafnvægi á milli landhnignunar
og endurheimtar landgæða árið
2030.
Ísland var með fulltrúa á þinginu
sem lauk 16. september síðastliðinn
en það var þrettánda aðildarríkjaþing
samnings Sameinuðu þjóðanna um
varnir gegn eyðimerkurmyndun.
Þingið var haldið í borginni Ordos
í Innri Mongólíu í Kína. /VH
Í öllum heimsálfum verði unnið að verkefnum sem snúa að stöðvun eyði-
merkurmyndunar og endurheimt landgæða.