Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Grænt og vænt í eyðimörkinni Í jórdönsku eyðimörkinni eru nú gróðurhús á stærð við fjóra fótboltavelli sem fyrirtækið Sahara Forest Project stýrir. Þar áætla þeir að framleiða um 10 þúsund lítra af ferskvatni á hverjum degi og uppskera um 130 þúsund kíló af grænmeti á ári. Verkefnið, sem Sahara Forest Project, stýrir byrjaði sem tilrauna- verkefni í Katar árið 2012. Hér er grunnhugsunin einföld: Taktu eitt- hvað sem er meira en nóg af eins og eyðimörk og saltvatn og notaðu það til að framleiða eitthvað sem er not fyrir, eins og orku, mat og ferskvatn. Hin stóru gróðurhús í eyðimörkinni og reksturinn í kringum þau eru drifin áfram af sólarorku og flutn- ingur á saltvatni inn í eyðimörkina er grundvöllur til þess að starfrækja verkefnið. Saltvatnið lykillinn að framleiðslunni Saltvatnið er notað til að nýta sólarorkuna á sem árangursríkastan hátt. Það er notað til að kæla niður gróðurhúsin á þeim tímum sem er mjög hátt hitastig utandyra og þá þarf að vökva helmingi minna. Saltvatnið nýtist einnig til að framleiða ferskvatn fyrir vökvunarkerfin og til drykkjarvatns og saltið sem verður eftir er útbúið til notkunar. Fyrir utan gróðurhúsin er ræktaður matur og fóður með hjálp af sömu tækni fyrir niðurkælingu og áveitur. Reynsluverkefnið í Katar leiddi af sér góðar niðurstöður með góðri upp- skeru, umframorku og salt sem hægt var að selja. Markmiðið er að koma á fót fleiri sambærilegum verkefnum á öðrum þurrum svæðum sem eru ekki nýtt í dag og gera eyðimörkina græna að nýju. Það er meðal annars gert með nýja verkefninu í Jórdaníu. Landgræðsla og uppgufunarstöð Aðalskrifstofur Sahara Forest Project eru í Noregi en utanríkisráðuneytið þar í landi, loftslags- og umhverfisráðuneytið og Yara styrkja verkefnið ásamt fleiri erlendum fjárfestum. Þegar verkefnið var vígt kom Hákon krónpins Noregs á staðinn ásamt konungnum af Jórdaníu, Abdullah II. „Það er mjög áhrifamikið að sjá að þeir ná að framleiða bæði mat, drykkjarvatn og orku í þessu eyði- merkurlandslagi. Þetta er svæði sem áður var ekki nýtt til neins. Ef maður hugsar um áhrif verkefnisins þá getur það verið innlegg í baráttunni við loftslagsbreytingarnar, það getur búið til græna vinnustaði og leyst mikilvægar áskoranir fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Hákon krónprins við opnunina. Reksturinn, sem var opnaður í Aqaba í byrjun september, sam- anstendur af tveimur gróðurhúsum sem geta niðurkælt saltvatn, þar eru landgræðslusvæði í kring og uppgufunarstöð fyrir salt. Í verk- efninu verða framleiddir 10 þúsund lítrar af ferskvatni á hverjum degi með notkun á sólarorku og áætl- að er að hægt verði að framleiða um 130 þúsund kíló af grænmeti árlega. Einnig verður rannsóknar- setur á svæðinu fyrir frekari þróun á umhverfistækni. /ehg – Det norske kongehuset Svæðið í heild er á við fjóra knattspyrnuvelli að stærð. Myndir / Anders Nybø og Sahara Forest Project best að taka myndir af verkferlunum og prenta svo út með skriflegum leiðbeiningum með. Þetta gerir lýsinguna á vinnunni við mjaltirnar skýrari. 4. Umferð kúnna Kúm á að líða vel þegar þær eru mjólkaðar og þær eiga að geta treyst því að þegar þær mjólkast þá geti þær verið öruggar og afslappaðar og á þetta að sjálfsögðu við um allar gerðir mjaltatækni. Til þess að ná þessari ró kúnna er mikilvægt að öll ytri aðstaða sé í góðu lagi. Þannig séu t.d. bæði inngangar og útgangar frá mjaltaaðstöðunni rúmgóðir, kúnum sé ekki ætlað að ganga á hálu gólfi. Þeim sé ekki ætlað að ganga um mishæðir eða tröppur, göngusvæðin séu björt og vel upplýst. Að það sé hljóðlátt við mjaltirnar og að hróp og köll séu ekki viðhöfð á mjaltasvæði. Að þeim sé ekki ætlað að taka krappar beygjur og ekki ganga um mörg ólík hlið til þess að komast til eða frá mjöltunum. Rólegar kýr selja betur og bæta hagkvæmni mjaltanna umfram hinar sem eru stressaðar vegna illa hannaðs umhverfis. Það getur verið góð aðferð að bóndinn gangi sjálfur sömu leið og hann ætlar kúm sínum að ganga til og frá mjöltum. Skoðaðu leiðina og settu þig í spor þunglamalegs dýrs sem sér auk þess ekki sérlega vel. Er eitthvað á leiðinni sem gæti truflað ferðina og ef svo er, er hægt að bæta úr? 5. Lykiltölur hagkvæmra mjalta Síðast en ekki síst þarf hver kúabóndi að meta eigin mjaltir og skoða eigin gögn til þess að geta lært af eigin reynslu og bætt hagkvæmnina. Flest mjaltakerfi eru nú til dags með einhverskonar tölvubúnað sem geta gefið margskonar upplýsingar um mjaltirnar. Skrifaðu hjá þér nokkrar lykiltölur þinna mjalta og settu á tússtöflu upp á vegg. Skoðaðu svo sömu tölur einu sinni í viku og notaðu reynsluna til þess að bæta árangur þinn og þinna kúa. Þetta skiptir verulegu máli og sér í lagi ef gerðar eru einhverjar breytingar t.d. á tæknilegum stillingum, skipt um spenagúmmí, breytt einhverju í umhverfi kúnna o.s.frv. Eigi að meta raunveruleg áhrif þess að gerðar séu breytingar, þá þarf að hafa eitthvað viðmið til þess að bera niðurstöðurnar við. Eins og áður segir er ekki auðvelt að bera saman tölur á milli búa þar sem breytileikinn er svo mikill og þess vegna er best að skoða eigin tölur. Framansögðu til viðbótar má benda á greinina „Aukin afköst við mjaltir“ sem birtist í 4. tbl. Bændablaðsins á þessu ári en í þeirri grein er einnig bent á ýmsar leiðir til þess að auka hagkvæmni mjaltanna. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk - kvæmnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.