Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Mikilvægasta, verðmætasta og kostnaðarsamasta verkið á hverju kúabúi eru mjaltirnar og skiptir þar engu hvort mjaltaþjónn er notaður eða mjólkað með hefðbundnum hætti. Á öllum kúabúum er notaður mikill tími í vinnuna sem tengjast mjöltum og þrátt fyrir að þetta sé mikilvægasta verk hvers kúabónda, þá er hægt að spara vinnuna og kostnaðinn við mjaltir án þess að það gangi út yfir gæði mjaltanna eða bitni á júgurheilbrigði. Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá geta þau kúabú sem nota mjaltaþjóna ekki framleitt mjólk jafn hagkvæmt og bú sem nota hefbundna mjaltatækni, en þau geta þó nálgast framleiðslukostnað hinna kúabúanna, sé rétt staðið að nýtingu mjaltaþjónanna og vel staðið að öðrum verkum svo sem fjósverkum og bústjórn. Að sama skapi geta þeir sem mjólka með hefðbundnum mjaltatækjum náð enn betri árangri og aukinni hagkvæmni með því að yfirfara mjaltirnar á búum sínum. Farðu yfir stöðuna á þínu búi Til þess að geta bent á leiðir til hagræðingar við mjaltir þarf fyrst að skoða vel hver staðan er í dag á viðkomandi búi. Hér þarf að bera saman við önnur bú mismunandi verkþætti og lykiltölur og má þar t.d. nefna fjölda mjólkaðra kúa á hverja klukkustund, fjölda mjólkaðra kúa á hvert mjaltatæki/ mjaltaþjón á klukkustund, hve margar kýr hver starfsmaður getur mjólkað á klukkustund, mjaltatíma á hverja kú, meðal mjólkurflæði, mesta mjólkurflæði og fleira mætti nefna. Eitt af því sem gefur ekki rétta mynd við samanburð mjalta, ef viðkomandi er með mjaltaþjón, er fjöldi mjalta pr. kú pr. dag. Það er afar algengur misskilningur að sú tala segi mikið um nýtingu mjaltaþjóns, en mun meira máli skiptir að horfa á framleiðslugetu mjaltaþjónsins innan sólarhringsins í lítrum talið. Það sem etv. mestu máli skiptir, þegar verið er að skoða leiðir til þess að draga úr kostnaði við mjaltirnar, er að geta stuðst við tölur um mjaltirnar innan hvers bús og etv. síður á milli búa. Samanburður við aðra er alltaf góður en þar sem aðstæður eru svo gríðarlega ólíkar á milli búa er best að geta stuðst við eigin gögn og eigin tölur. Skrefin fimm Til þess að auðvelda kúabændum að skoða eigin tölur og skoða eigin aðstæður með bætta hagræðingu í huga má nota eftirfarandi fimm skref til þess að meta eigin aðstæður. 1. Kýrnar sjálfar Allra mikilvægasti þátturinn til þess að geta mjólkað með góðum hætti er að hafa hreinar kýr. Það er útilokað að geta mjólkað með hagkvæmum hætti ef kýrnar koma óhreinar til mjalta og á þetta bæði við um hefðbundnar mjaltir og mjaltaþjóna. Aukatíma við þrif, óhreinir spenaendar með tilheyrandi smithættu fyrir kýrnar og ótal fleiri atriði mætti nefna sem tengjast óhreinum spenum. Ef fleiri en 5% af kúnum eru með spena og spenaenda sem eru óhreinir þá er eitthvað að legusvæðum eða gangsvæðum kúnna eða umönnun kúnna er ábótavant s.s. varðandi klippingu, notkun á undirburði, hreinsun legusvæða o.þ.h. Hér geta verið margar skýringar sem valda því að kýrnar koma ekki hreinar til mjalta og því þarf hver og einn að meta stöðuna á sínu búi og finna sína leið. Séu margar kýr mjólkaðar er mikill kostur að geta skipt þeim niður í hópa eftir því hvort þær þurfi sérstaka athygli og tíma eða ekki. Þeir sem nota mjaltaþjóna þekkja vel velferðarsvæðin sem nýtast fyrir þær kýr sem þurfa sérstaka athygli en þar sem notuð er hefðbundin mjaltatækni er kostur t.d. að mjólka sérstaklega kýr sem fara í fötu, seigmjólkandi eða eru „vandræðagripir“. Séu þessar kýr hafðar saman í hóp, þá ganga mjaltirnar á hinum kúnum miklu betur og fyrr fyrir sig. 2. Góð mjaltatæki Á mörgum kúabúum má vafalaust finna tæknilegar stillingar mjaltatækjanna sem má bæta svo mjaltirnar gangi vel fyrir sig. Þetta geta verið atriði eins og hvenær tækin fara af kúnum eftir mjaltir, soghæð, stillingar sogskipta og margt fleira mætti nefna. Það skiptir auðvitað höfuðmáli að mjaltatæknin virki rétt á hverjum tíma og sé rétt stillt. Þess utan er mikilvægt að nota rétt spenagúmmí fyrir þá hjörð sem er verið að mjólka og miðað við þær kröfur og óskir sem gerðar eru til mjalta á viðkomandi kúabúi. Þetta á auðvitað við bæði á kúabúum með hefðbundna mjaltatækni og þar sem mjaltaþjónar eru notaðir. 3. Eins mjaltir Ef það er eitthvað sem kúm líkar vel við þá er það reglusemi í kringum mjaltirnar. Eins framkvæmdar mjaltir, óháð því hver mjólkar, er nokkuð sem fellur kúm best. Þessa „kröfu“ kúnna er auðvitað auðveldara að uppfylla með mjaltaþjóni en þar sem mjólkað er með hefðbundnum hætti enda vinna mjaltaþjónar alltaf eins. Á hinum búunum þarf á móti að setja sér fastar reglur varðandi mjaltirnar og sérstaklega varðandi undirbúning kúnna og hvernig tækin eru sett á kýrnar, en þessir þættir eru oftast breytilegir á milli einstaklinga þar sem ekki er nógu gott skipulag á mjöltunum. Rétt er að taka skýrt fram að maður nær ekki hagkvæmari mjöltum bara með því að vera fljótur að setja tækin á kúna heldur með því að vera með gott skipulag á mjöltunum og gott verklag við mjaltirnar. Það er með öðrum orðum gríðarlega mikilvægt að staðla vinnubrögðin við mjaltirnar og það er langeinfaldast að gera með því að skrifa niður lýsingu á því hvernig á að mjólka. „Hér mjólkum við svona“ gæti leiðbeiningin kallast og svo er þar skrifað niður hvernig á að standa að mjöltum og það niður í minnstu smáatriði eins og t.d. hve oft og hvernig hver speni og spenaendi er þrifinn, hve langan tíma á að nota í að örva kýrnar fyrir mjaltir, í hvaða röð spenahylkin eru sett á kýrnar osfrv. Sumum kann að finnast þetta hálf undarlegt, en tilfellið er að sé þetta gert þá skilar það árangri og stöðugleika við mjaltirnar. Hér skiptir t.d. miklu máli að kýrnar upplifi undirbúning mjaltanna eins, óháð þeim sem mjólkar og að það líði alltaf sami tími frá upphafi undirbúnings kúnna fyrir mjaltir og til þess tíma er tækin eru sett á. Ef til stendur að gera svona skriflega lýsingu hefur okkur reynst Hagkvæmar mjaltir – fimm skref í rétta átt Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. „Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskipta- hætti sem gildir fyrir alla viðskipta- vini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda- stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. /ehg - Bondebladet Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð. Umhverfismál: Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu Stofnun sem kallast Internat- ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýra- tegunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. IUCN listinn telur nú þegar rúm- lega 25.000 tegundir lífvera sem taldar eru vera í útrýningarhættu og í hverjum mánuði bætast nýjar tegundir á lista. Asktegundin sem nýlega bættist við er amerísk tegund, Fraxinus americana, og er ástæða fækkunar asksins vera bjöllutegund frá Asíu sem nýlega er farin að leggjast á ask í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu. Leðurblökur og snjóhlébarðar Fimm afrískar antilóputegundir, þar sem stofnstærð hefur verið talin í þokkalegu lagi til þessa, hefur nú verið bætt á listann enda einstakling- um af tegundunum fimm fækkað ört undanfarið. IUCN heldur einnig saman lista yfir dýra- og plöntutegundir sem þegar eru útdauðar og nýjasta líf- veran til að heiðra þann sorglega lista er smávaxin leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar. Góðu fréttirnar eru að samkvæmt gögnum IUCN eru stofnar snjó- hlébarða og leðurblakna á eyjunni Máritíus í vexti þrátt fyrir að dýrin teljist enn í útrýmingarhættu. Grafalvarlegt ástand Dýra- og grasafræðingar segja ástand gríðarmargra dýra- og plöntutegunda í heiminum vera grafalvarlegt. Á það jafnt við lífverur sem lifa á landi og í sjó og ef ekkert verður að gert mun helmingur þeirra deyja út á næstu fjörutíu til fimmtíu árum. Ástæða þessa er sögð vera eyðing búsvæða, ofveiðar, mengun og fjölgun manna. /VH Undur náttúrunnar: 40% vinnumaura gera ekkert Í huga flestra eru maurar táknmynd vinnusemi og atorku en svo virðist sem sumir maurar séu vinnusamari en aðrir. Ný rannsókn á atferli vinnumaura sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Tilgáta vísindamannanna sem skoðuðu atferli lötu mauranna er að atferli þeirra stafi að hluta til af erfðum og að hluta séu þeir varavinnuafl ef harðnar á dalnum og það fækkar í liði hinna 60% vinnusamra vinnumaura. Auk þess sem þeir eru varafæða, þar sem þekkt er að maurar snúa sér að kannibalisma minnki fæðuframboð umfram það sem þeir geta aflað utan maurabúsins. Letimaurarnir eyða mestum hluta ævi sinnar í að ráfa um maurabúið án þess að taka þátt í uppbyggingu þess. /VH Líkt og mannfólkið eru maurar misvinnusamir og ný rannsókn á atferli þeirra sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Myndir úr safni / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.