Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Fíkjur – kóngaspörð með blómafyllingu Búdda öðlaðist hugljómun undir fíkjutré. Adam og Eva notuðu lauf fíkjutrjáa sem klæðaskáp. Blóm fíkjutrjáa eru ósýnileg og frjóvgast inni í ummyndaðri grein af vespum sem nýskriðnar eru úr eggi. Samkvæmt tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAOSTAD, var heimsframleiðsla á fíkjum árið 2015 um 1,14 milljón tonn og hefur framleiðslan verið stígandi undan- farinn áratug. Fíkjur eru ræktaðar á um 500 þúsund hekturum lands í heiminum og mest er ræktunin í löndunum við Miðjarðarhaf. Tyrkland framleiðir allra þjóða mest af fíkjum, eða rúm 300 þús- und tonn á ári. Næst á eftir kemur Egyptaland með framleiðslu upp á tæp 180 þúsund tonn, í þriðja sæti er Alsír með tæp 130 þúsund tonn, Marokkó í því fjórða og framleiðir um 128 tonn. Í kjölfarið kom Íran, Sýrland, Spánn, Brasilía og Túnis sem framleiða frá 70 þúsund og niður í um 27 þúsund tonn á ári. Tyrkland er stærsti útflytjandi á ferskum og þurrkuðum fíkjum í heiminum og var útflutningurinn árið 2014 til 2015 um 75 þúsund tonn. Önnur lönd sem flytja mikið út af fíkjum eru Bandaríkin Norður- Ameríka, Spánn, Sýrland og Grikkland auk þess sem, útflutningur á fíkjum frá Kína hefur aukist mikið síðustu ár. Stærstu innflytjendur fíkja eru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Bandaríkin Norður-Ameríka. Árið 2016 voru flutt inn tæplega 71 tonn af fersku og þurrkuðum fíkjum til Íslands og fyrstu sjö mánuði ársins 2017 nemur innflutninginn rétt rúmum 10 tonnum. Mest er flutt inn af fíkju til Íslands frá Tyrklandi, Þýskalandi, Hollandi og Brasilíu. Ætt og uppruni Ættkvíslin Ficus er af mórberjaætt og telur hátt í 800 tegundir af trjám, runnum og klifurjurtum sem vaxa í hita- og tempraðabeltinu umhverfis Jörðina. Flestar tegundir í hitabeltinu eru sígrænar laufplöntur og dæmi um slíkar eru stofuplöntur eins og benjamífíkus F. benjamina, gúmmítré F.elastica, og fiðlufíkus F. lyrata. Tegundir sem vaxa í tempraða beltinu eru yfirleitt lauffellandi. Þar á meðal er fíkjutré eða fíkjuviðartré, F. carica, sem ber ávöxt sem kallaður er fíkja. Uppruni fíkjutrjáa er í Suðvestur- Asíu frá Afganistan til Grikklands. Í dag eru fíkjutré ræktuð í löndunum allt í kringum Miðjarðarhafið, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Suður-Afríku, Asíu og Ástralíu. Aldin án blóma Að vera ósýnilegur eins og blóm fík- ustrésins er orðatiltæki á Indlandi og Kínverjar kalla fíkjur aldin án blóma. Fíkjur myndast beint frá stofni fíkju- trjáa án þess að trén myndi sjáanleg blóm. Í raun eru fíkjur ekki aldin heldur ummynduð og hol grein og kjötmikið innihaldið er samsett úr hundruðum lítilla blóma sem við frjóvgun mynda hundruð fræja inni í belg eða fölsku aldini. Blómin vaxa í þéttum hnapp inni í belgnum og sjást ekki nema fíkjan sé opnuð. Þrátt fyrir þetta eru blómin frjóvguð með litl- um vespum og það sem meira er þá frjóvgar sérstök vesputegund hverja einstaka tegund fíkusa. Við enda fíkja er lítið gat þar sem smávaxnar vespur fara inn um, líkt og geitungar í bú, til að finna hentugan stað til að verpa eggjum. Blóm fíkja eru þrenns konar, löng eða stutt blóm með frævum og blóm með fræflum. Vespurnar geta einungis verpt í stutt blóm með frævum. Eftir að eggin klekjast út skríða ungvespurnar milli blómana og nærast á blómasafa og bera frjó milli þeirra á sama tíma áður en þær yfir gefa fíkjuna. Án vespnanna mynda fíkjurnar ekki frjó fræ. Deyi vespur inni í aldininu leysast þær upp og nýtast trénu sem næringarefni. Þetta einstaka samlífi fíkja og vespa hefur þróast í meira en 80 milljón ár og er lýsing á því næstum nóg ástæða til að höfundur þessarar greinar hættir að lesa vísindaskáld- sögur. Fíkjutrjám til framleiðslu á fíkjum til neyslu í dag er nánast undantekn- ingarlaust fjölgað með græðlingum, sem ræta sig auðveldlega. Vespur koma því ekki við sögu við myndun aldinanna og fræin yfirleitt ófrjó. Fíkjutré og aldin Fíkjutré F. carica eru lauffellandi tré eða runnar 3 til 10 metrar að hæð og með öfluga trefjarót sem leitar djúpt eftir vatni. Börkurinn er sléttur og gráleitur. Laufið fingrað og stakstætt, 12 til 25 sentímetrar langt, 10 til 18 breitt og með þremur til fimm stórum flipum. Ávöxturinn hnöttóttur eða tárlaga og samsettur úr mörgum blómum innan í hjúp, 3 til 5 sentímetrar á lengd, grænt til að byrja en bleikt eða dökkt við þroska. Aldinkjötið er ljósrautt og með mörgum litlum blómum og fræjum. Tréð gefur frá sér grænan safa eða kvoðu sem getur getur valdið útbrotum á húð. Yrki, ræktunarafbrigði og staðbrigði af fíkjum skipta þúsundum og hafa orðið til í gegnum aldir vegna fólksflutninga og aðlögunar. Algengustu fíkjur á markaði kall- ast 'Black Mission' sem koma frá Baleareyjum út af ströndum Spánar í Miðjarðarhafi. Fransikumunkar fluttu yrkið vestur um haf til Mexíkó á sautjándu öld þar sem það dafn- aði vel og breiddist út um heiminn. 'Black Mission' fíkjur eru fremur smáar, safaríkar og með bleikt hold. Yrkið 'Brown Turkey' sem einnig nýtur mikilla vinsælda gefur af sér fremur stórar fíkjur og er upphaflega frá Ítalíu en er ræktað víða um heim í dag. 'Calimyrna' er frá Tyrklandi og er stór, safarík fíkja með hun- angskeim. Þau þykja góð grilluð. Yrkið 'Sierra' kom á markað árið 2006 og líkis 'Calimyrna' og gefur af sér stórar hnöttóttar fíkjur með græna húð. 'King' er kuldaþolið yrki og getur lifað af frostavetur. Aldinið er grænt, tárlaga og aldinkjötið er bleik. 'Kadota' er þúsund ára gam- alt ræktunaryrki sem rómverski sagnaritarinn Pliny gamli minnist á í einu rit og kallar Dottatto. Að utan er aldinið gullgrænt og þykir kjötið silkimjúkt við átu. Auk þess að vera ólík að stærð, lögun og lit eru ólík yrki af fíkjum ólík á bragðið og til eru fíkjur sem líkjast hindberjum, hlynsýrópi, kara- mellu og hnetum á bragðið. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness vó stærsta fíkja sem vitað er um 295 grömm og var ræktuð í Sussex á Bretlandseyjum árið 2015 og kallaðist yrkið 'Brown Turkey'. Kjörlendi Fíkjutré þrífast best í þurru loftslagi og í mikilli sól. Þau kjósa djúpan, grýttan og þurran jarðveg og geta vaxið frá fjöru og upp í 1700 metra yfir sjávarmáli. Nafnafræði Íslenska heitið fíkja svipar til heitisins fikon á sænsku og fig á Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Fíkjur eru ræktaðar á um 500 þúsund hekturum lands í heiminum og mest er ræktunin í löndunum við Miðjarðarhaf. greinar hættir að lesa vísindaskáldsögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.