Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Sigþrúður Jónsdóttir fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á Degi íslenskrar náttúru 16. september síðastliðinn: Hefur helgað líf sitt baráttu fyrir verndun Þjórsárvera „Þjórsárver eiga svo gríðarlega stóran og öflugan stuðningshóp úti um allt,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir, sem hefur helg- að líf sitt baráttu sinni fyrir verndun Þjórsárvera og fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á Degi íslenskrar náttúru 16. september síðastliðinn fyrir þá baráttu. „Nei, ég átti ekki von á þessu núna, en það gladdi mig auðvitað mjög mikið. Þessi viðurkenning er reyndar hugsuð fyrir fólk sem hefur lagt hart að sér til að vernda náttúr- una og það hef ég gert. Ég vissi ekki að menn hefðu veitt því þessa athygli. Hins vegar hafa ótrúlega margir útlendingar komið til mín og tekið viðtöl við mig um náttúruvernd á Íslandi og aðkomu mína að þeim og svo veit ég ekki meira um það og veit ekki hvernig þeir fundu mig,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hefur helgað líf sitt verndun Þjórsárvera og unnið markvisst að vitundarvakningu um einstæða náttúru þess. „Hún hafi verið meðal stofnenda Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, haldið baráttufundi gegn virkjunum í Þjórsá, safn- að undirskriftum gegn virkjunum og leiðsagt fjölmörgum hópum í gönguferðum um Þjórsárver. Hún hafi varið tíma, orku og fjármunum í baráttuna svo gengið hafi nærri henni og fjölskyldu hennar. Líkt og Sigríður í Brattholti hafi hún verið rekin áfram af einlægri hugsjón og sannfæringu um mikilvægi þess að umgangast landið og náttúruna af varkárni og virðingu“, segir í rökstuðningi umhverfis- og auð- lindaráðherra um viðurkenningu Sigþrúðar. Fædd og uppalin í Eystra- Geldingaholti Foreldrar Sigþrúðar eru Margrét Eiríksdóttir frá Steinsholti og Jón Ólafsson í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi. Þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum fjórum, Eiríki, Ólafi, Árdísi og Sigrúnu. „Heima var og er enn blandað- ur búskapur, mjólkurkýr, kindur, hestar, nokkrar hænur og hund- ur. Pabbi minn lést árið 2001, rétt áður en síðasta baráttulota hófst, en hann hafði unnið mikið að verndun Þjórsárvera, var einn af þeim sem boðaði til fundarins góða 1972 og sat síðar í Þjórsárveranefnd,“ segir Sigþrúður. Maðurinn hennar er Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi, og eiga þau tvö börn, Pálínu, sem er í framhaldsnámi í sál- fræði og Jón Karl, nemanda í lækn- isfræði. Sigþrúður gekk í Ásaskóla í Gnúpverjahreppi, eftir það lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, var einn vetur í líffræði við Háskóla Íslands en fór svo í háskólann í Bangor í Norður-Wales og nam þar landbúnaðarfræði. Þar tók hún síðan mastersgráðu í beitar- fræðum. Þjórsárver er stærsta gróðurlendi á miðhálendi Íslands Sigþrúður segir Þjórsárver sannarlega skipa stóran sess í lífi sínu enda eru óteljandi þær stundir lífsins sem hafa farið í baráttu fyrir verndun þeirra og stækkun friðlandsins. „Þessi verkefni hafa verið í for- gangi og oft reynt á, ekki síst þegar baráttan var sem hörðust frá 2001 til 2006. Ég heyrði um Þjórsárver þegar ég var barn og fann að þetta var eitthvað merkilegt svæði og átti alltaf þann draum að komast þang- að, sem ég síðar gerði. Svæðið fyrir innan Sand, eins og við köllum það, var pabba mjög dýrmætt, sem og öðrum fjallmönnum og ég fann að þetta var eitthvað sérstakt. Ég kom þangað fyrst í fjallferð 1984 og það var stórkostlegt.“ Sigþrúður leggur mikla áherslu á friðun Þjórsárvera, það sé grundvallaratriði. „Já, það er gríðarlega mikilvægt og er prófsteinn á vilja þjóðarinn- ar til að vernda svæði sem á ekki sinn líka í heiminum. Þjórsárver er stærsta gróðurlendi á miðhálendi Íslands, þar er gróður óvenjulega fjölbreyttur, víðáttumikil votlendi, freðmýrarrústir, víðiheiðar og afar sjaldgæft blómskrúð. Þarna eru kjölfestuvarpstöðvar heiða- gæsarinnar. Lífríkið er fjölbreytt og vistkerfin heilbrigð. Þjórsárver njóta líka alþjóðlegrar verndar samkvæmt Ramsarsamningnum og Bernarsáttmálanum. Svo eru þau líka hluti af stóru víðerni á miðhálendinu, sem út af fyrir sig skiptir máli. Það eru bara til ein Þjórsárver og við gætum aldrei búið þau til á ný.“ Þriggja kynslóða barátta Þegar Sigþrúður er spurð hvern- ig henni finnst baráttan um friðun Þjórsárvera ganga segir hún að það mjakist í rétta átta en hafi tekið afskaplega langan tíma, margir áfangasigrar hafi náðst. „Baráttan hófst heima í Sigþrúður, Pálína og Axel á Arnarfelli hinu mikla sumarið 2016. Sigríður starfar í dag hjá Landgræðslu ríkisins. Hún var héraðsfulltrúi á Suðurlandi í 20 ár en nú er hún komin á svið sem fæst við rannsóknir, með áherslu á beit og samspil beitar og gróðurs. Mynd / Úr einkasafni. Sigþrúður vill ekki líkja sér við Sigríði í Brattholti þótt þær eigi sameiginlega segir Sigþrúður hlæjandi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.