Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 áhætta. Ef náttúran nyti einfaldlega vafans stæðum við aldrei á fætur, drægjum ekki andann fyrir áhyggj- um af fiðrildaáhrifum andardrátt- arins. Náttúran nýtur ekki vafans nema að svo miklu leyti sem okkur er leyfilegt að telja okkur sjálf til hennar. Ég hygg að flestum hér inni – þeim sem ekki búa að jafnaði á höfuðborgarsvæðinu, í öllu falli – finnist oft einsog það gildi önnur lögmál um þróun mannlífs í og í kringum smærri byggðir en á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem valdið hefur hreiðrað um sig. Í Garðabænum víla menn ekki fyrir sér að draga Ómar Ragnarsson argandi ofan af vinnu- vélunum til að leggja veg, þar sem menn telja að vegur þurfi að liggja, en við Reykhóla er hægt að halda vegalagningu í gíslingu í meira en áratug fyrir nokkrar hríslur og einn sumarbústaðareiganda. Á suðvest- urhorninu má holufylla og malbika hraunið langleiðina frá Hafnarfirði til Keflavíkur ef með því mætti flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Því í Vatnsmýrinni vill fólk víst búa. Það eru kannski fréttir fyrir suma, en fólk vill líka búa á Vestfjörðum.“ „Erum ekki einföld náttúrubörn sem glepjast af gylliboðum siðspilltra útlendinga“ „Og þetta er ballans. Það er alger óþarfi að láta einsog sú sé ekki raun- in – svo klisjan um „sátt og samlyndi við náttúruna“ sé bara tuggin enn einu sinni, hún er sönn og við kærum okkur alls ekki um að leggja heim- kynni okkar í rúst, einsog einhverj- ir virðast halda og við erum ekki einföld náttúrubörn sem glepjast af gylliboðum siðspilltra útlendinga og þarfnast þar með verndar siðaðra manna. En stundum er einsog hér rekist stöðugt á tvær ólíkar þjóðir – Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim. Spurningin um líf í Djúpinu er okkur ekki fræðilegs eðlis, ekki ljóðrænn harmsöngur um exótíska og deyjandi byggð, eða dystópísk dæmisaga fyrir börn, heldur kald- hamraður og hversdagslegur veruleiki. Og það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, sem það megi ekki hafa lifibrauð sitt af – að byggð- in verði að víkja fyrir óbyggðunum, því réttur óbyggðanna sé meiri. Það er ekki ballans. Það er ofbeldi. Eining lýðræðislegrar þjóð- ar byggir á samstöðu, sjálfs- ákvörðunarrétti og því að ákvarðanir séu teknar eins nærri þeim sem þær varða og frekast er kostur. Ef þeir sem vilja hafa vit fyrir okkur ætla einfaldlega að ákveða þetta fyrir okkar hönd, hafa af okkur sjálfsá- kvörðunarréttinn með yfirgangi, þá erum við ekki lengur þjóð. Sama hver niðurstaðan er. Þá er samkomu- lagið – um að við gætum hagsmuna hvers annars, við séum saman í þess- um báti – einfaldlega brostið.“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis vilja lög um Teigsskóg Deilur um staðsetningu veg- tenginga úr Reykhólasveit sem tengi byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum með sómasamlegum hætti við aðal vegakerfi landsins hafa staðið yfir í áratugi. Hefur þetta staðið atvinnuuppbyggingu, ferða- þjónustu og mannlífi á Vestfjörðum mjög fyrir þrifum og erfiðlega hefur gengið að höggva á þennan hnút. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að löggjafinn grípi um tauma í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frek- ari tafir og flýta því eins og kostur er að framkvæmdir geti hafist. Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa á undanförnum vikum og misserum sett fram sambærileg sjónarmið. Í byrjun áttunda áratugar síð- ustu aldar var ákveðið að tengja Ísafjörð við vegakerfið með vega- lagningu um vestanvert Djúpið og yfir Steingrímsfjarðarheiði. Fyrir var frumstæður vegur yfir sjö fjallvegi í vestur frá Ísafirði og austur eftir Barðastrandarsýslu um tvo fjallvegi í Dölum og suður í Borgarfjörð. Þá var líka hægt að komast að sunnan um dali yfir í Djúp um Þorskafjarðarheiði og taka svo Djúpbátinn Fagranes ýmist í Ísafirði eða í Ögri. Ráðist var í að tengja Djúpveg frá Álftafirði í Ögur. Vegagerðin vildi þá að tengingin úr Djúpinu yrði úr Ísafirði yfir í Kollafjörð um Kollafjarðarheiði og rök- studdi það m.a. með minni snjó- þyngslum og minni hæð vegstæð- is yfir sjó. Þá var aftur á móti tekin pólitísk ákvörðun um að fara yfir Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Ljóst er að sú ákvörðun sló á frest nauðsynleg- um endurbótum á vegum í Austur- Barðastrandarsýslu sem enn er ekki búið að tengja með sómasamlegum hætti. Ekki hefur bætt úr skák að hart hefur verið deilt um hvaða leiðir eigi að fara til að losna við erfiðan fjall- veg um Hjallaháls úr Þorskafirði yfir í Djúpafjörð. Þar hafa tvær leiðir verið efstar á blaði undan- farin misseri. Annars vegar jarð- göng í gegnum Hjallaháls eða vegur um svonefndan Teigsskóg sem Vegagerðin hefur lagt til að verði farin ásamt þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Mjög harðar deil- ur hafa staðið í á annan áratug um Teigsskógarleiðina og hafa eigendur sumarbústaðalands farið fyrir því andófi. Sveitarstjórnarmenn um alla Vestfirði hafa hvatt til þess að drifið verði í framkvæmdum en ekkert gerist. Ráðherrar hafa komið og farið og ýmist sett ver- kefnið í farveg eða kastað því út af borðinu. Fátt virðist vera að gerast á vettvangi stjórnmálanna í þessu máli, nema að Teitur Björn Einarsson alþingismaður kynnti drög að lagafrumvarpi fyrir hönd þingmanna Norðvesturkjördæmis fyrir skömmu sem ætlað er að koma málinu úr þessari sjálfheldu. Óljóst er hvert framhaldið á því máli verð- ur í ljósi stjórnarslita og þingrofs vegna alþingiskosninga sem halda á 28. október næstkomandi. /HKr. Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is ÁSCO LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is 20% AFSLÁTTUR Í SEPTEMBER Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld í ræðustól. Margir þingmenn voru á meðal fundargesta, þar á meðal Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.