Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Ef horft er til árangurs Íslendinga í aukinni verðmæta- sköpun í sjávarútvegi er hún mikil hvað varðar verðmæt- ar tegundir eins og þorsks. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollar- ar á kíló, 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skil- aði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þótt aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981. Þetta kom fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðs- stjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís, á ráðherrafundi í tengslum við World Seafood Congress sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu. Verð fremur en magn Árið 2016 öfluðu Íslendingar alls einnar milljón og 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 576 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kíló af sjávarafurðum fékkst 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna. Þorskurinn verðmætur Árangurinn er enn meiri sé litið sér- staklega til verðmætustu tegundar- innar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar, 343,59 íslenskar krónur, á kíló sem er 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þrátt fyrir að þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981. /VH Fiskistofa: Aflahlutdeild stærstu útgerða Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir stærstu útgerðir landsins fiskveiðiárið 2017/2018 hvað varðar úthlutað aflamark og krókaaflamark. HB Grandi og Samherji eru stærstir með samanlagt 16,6% úthlutað aflamark. Grunnur í Hafnarfirði er stærstur þegar kemur að krókaaflamarki með 4,6%. Miðað er við stöðu aflaheimilda þeirra útgerða sem ráða yfir mest- um aflahlutdeildum 1. september síðastliðinn eftir úthlutun aflamarks við úthlutun á grundvelli hlutdeilda í upphafi fiskveiðiársins 2017/2018. Sambærilegar upplýsingar koma fram um útgerðir sem ráða yfir mestum krókaaflahlutdeildum. Reiknað í þorskígildum Úthlutað aflamark fyrirtækis er reiknað til þorskígilda. Þorskígildin sem þannig eru eignuð hverju fyrirtæki eru síðan lögð saman. Útreikningurinn til þorskígilda tekur til allra tegunda annarra en þeirra sem alfarið veiðast utan íslenskrar lögsögu en eru þó kvótabundnar eins og þorskur í Barentshafi og rækja á Flæmingjagrunni eru ekki talin með. Litlar breytingar eru á hvaða fyrirtæki eru í efstu sætunum frá því sams konar upplýsingar voru birtar í mars síðastliðinn í kjölfar úthlutunar aflamarks í deilistofnum um áramótin og viðbótarúthlutunar á loðnu. HB Grandi og Samherji stærstir Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er með um 10,4% af en Samherji með 6,2%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 16,6% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í þriðja til fimmta sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK- Seafood Sauðárkróki. Þegar skoðuð er króka- aflahlutdeild útgerða er Grunnur í Hafnarfirði stærstur með 4,6%, Jakob Valgeir í Bolungarvík en síðan Einhamar Seafood með um 4,1% hvor útgerð. Reglur og eftirlit með hámarkshlutdeildum Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Þá má aflahlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%. Heildarkrókaaflahlutdeild einstakra eða tengdra aðila má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti krókaaflahlutdeilda. Þá má krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 4% í þorski og 5% í ýsu. /VH HLUNNINDI&VEIÐI Íslensku sjávarútvegsverðlaunin: Framúrskarandi fiskvinnsla og framúrskarandi skipstjóri Verðlaun íslensku Sjávar útvegs- sýningar innar 2017 voru veitt í sjöunda sinn í tengslum við Sjávarútvegs sýninguna sem haldin var í Kópavogi fyrr í september. Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinsyni EA, hlaut verðlaunin í flokkunum Framúrskarandi skipstjóri. Við afhendinguna kom fram að Guðmundur er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans og skip undir hans stjórn hafa árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa. Guðmundur hefur stýrt Vilhelm Þorsteinssyni frá árinu 2001 og verið starfsmaður Samherja frá árinu 1986. Auk þess hlaut Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinsyni EA, verðlaunin í flokkunum Framúrskarandi skip- stjóri. Við afhend inguna kom fram að Guðmundur er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans og skip undir hans stjórn hafa árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa. Guðmundur hefur stýrt Vilhelm Þorsteins syni frá árinu 2001 og verið starfsmaður Samherja frá árinu 1986. /VH Mynd / Matís. Útflutningsverðmæti þorsks frá 1981 til 2016 hefur stóraukist Mynd / Skapti Hallgrímsson Heyrnarlausir eldisfiskar Nýleg rannsókn bendir til að fiskar í eldi geti átt á hættu að missa heyrn vegna aðstæðnanna sem þeir eru aldir við. Rannsókn á eyrum eldislaxa sem gerð var í Ástralíu sýnir greinilega afmyndun á kvörnum, sem getur leitt til að heyrn fiskanna verður minni og jafnvel að þeir verði með öllu heyrnarlausir. Samanburður á kvörnum villtra og eldislaxa sýna að afmyndunin er mun algengari í eldislaxi en villtu. Afmyndun kvarnanna er tengd vaxtarhraða laxanna og því hraðar sem þeir vaxa því líklegra er að fisk- arnir missi heyrn vegna hennar. Vöxtur fiskeldis í heiminum er gríðarlegur og sá hluti matvælafram- leiðslu sem er í örustum vexti og hátt í 50% af fiski á boðstólum kemur úr eldi. Í mörg horn er að líta þegar kemur að velferð fiskanna, eldi í takmörkuðu rými, sjúkdómar og lús eru vandamál sem allir sem stunda fiskeldi kannast við. Heyrnarleysi eldisfiska er aftur á móti þáttur sem ekki hefur verið rannsakaður mikið og nauðsynlegt að gæta að honum í eldi. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.