Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 JAK ehf. | Dalshrauni 14, Hafnarfirði | 555 2035 | jak@jak.is | www.jak.isRAFSUÐUVÖRUR ALLT FYRIR MÁLMIÐNAÐINN RAFSUÐUVÉLAR TILBOÐ Í OKTÓBER 2017 KYNNINGARTILBOÐ Í OKTÓBER 2017 Fronius TransSteel 2200 ásamt aukahlutapakka - MIG / MAG, TIG og Pinnasuða - Einfasa - 3 ára ábyrgð Fylgibúnaður í pakka: - TransSteel 2200 ásamt MIG Barka - Rafsuðukaplasett - Vírrúlla 0,8 mm - Argon/blandgas þrýstijafnari - Sjálfdekkjandi rafsuðuhjálmur Verð: 380.000 kr. Fronius TransSteel 2200 er fjölhæf og öflug einfasa rafsuðuvél með MIG / MAG, TIG og Pinnasuðu Gúmmíbelti frá Linser til á lager á flestar gerðir minivéla. Gæða vara á góðu verði! Upplýsingar í síma 693 3210/sigvaldi@velafl.is. Heimasíða www.velafl.is JCB Skotbómulyftari 531/70 Árg. 2013, notkun 790 tímar. r með bakkmyndavél. Toppeintak sem hefur verið hugsað vel um. Verð 6.900.000 + vsk. Upplýsingar gefa: Kristján sími 898 5199 og Ásgeir sími 787 3313. TIL SÖLU FLÚRLAMPAR RAKAHELDIR afsláttur 50% 1x14 W, 1x28 W, 1x11 W og 2x11 W perur við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA Á FAGLEGUM NÓTUM Upplýsingar um Bjargráðasjóð Með XXI. Kafla laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017, var lögum nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð breytt á þann veg að innheimtu Búnaðargjalds var hætt. B-deild Bjargráðasjóðs, sem var Búnaðardeild sjóðsins og hafði tekj- ur að búnaðargjaldi var lögð niður um síðustu áramót, en þar sem bún- aðargjald var greitt vegna rekstrar ársins 2016 er litið svo á að rétthafar bóta úr B-deild Bjargráðasjóðs hafi tryggt rétt sinn vegna bóta sem urðu árið 2016. Samkvæmt 19.gr. reglu- gerðar nr.30/1998 sem gildir um sjóðinn er tekið fram að „Umsókn um aðstoð úr Bjargráðasjóði skal hafa borist sjóðnum innan eins árs frá því tjón varð“ A-deild Bjargráðasjóðs starfar áfram óbreytt fyrst um sinn. Um hlutverk A-deildar segir svo í 8.gr laga nr. 46/2009 um Bjargráðsjóð, breyttum í XXI. Kafla laga nr. 126/2016 „Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara: a. á gjaldskyldum fasteignum samkvæmt skilgreiningu laga um tekjustofna sveitarfélaga,sbr. lög um Fasteignaskrá Íslands, og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði, b. á heyi sem notað er við landbúnaðar framleiðslu, c. vegna uppskerubrests af völdum óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals. Ekki er bætt tjón sem nýtur almennrar tryggingaverndar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti, sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu Íslands. Ekki verður veitt fjárhagsaðstoð vegna tjóns ef ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður um kennt, eðlilegar varnir ekki verið við hafðar og ef staðsetning hluta er óeðlileg með tilliti til tjónshættu. Ekki verður veitt fjárhags- aðstoð vegna tjóns á stærri mannvirkjum, svo sem orku- og hafnarmannvirkjum, sjóvarnargörðum, fiskeldis mann- virkjum og skipasmíðastöðvum.“ Anton Torfi Bergsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Verið að velta vandanum yfir til næstu ára „Skagafjörður er eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins og fyrir utan fjölmörg bein störf í héraðinu við landbúnað, þá skapar framleiðslan einnig mörg störf í úrvinnslu landbúnaðarafurða, þjónustu við landbúnað sem og við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var nýverið. Fundarefnið var staða sauðfjárbænda. Nefndin hvetur þá sem hags- muna eiga að gæta til að taka á hinni grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi þegar allt að þriðjungslækkun á afurðaverði blasir við sauðfjárbændum. Afleidd störf fylgja með Fram kemur í bókun nefndarinnar að verði verðlækkanir að veruleika séu allar forsendur fyrir rekstri sauð- fjárbúa brostnar og ljóst að margir sauðfjárbændur munu þurfa að bregða búi. Afleiðingarnar eru jafn- framt þær að mun fleiri afleidd störf munu fylgja með þar sem margir byggja afkomu sína af vinnu við afurðastöðvar, matvælarannsóknir og ýmiss konar þjónustu við bænd- ur. Að óbreyttu blasir því við hrun í greininni, fjöldagjaldþrot bænda og stórfelld byggðaröskun með tilheyr- andi samfélagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. „Boðaðar aðgerðir landbúnaðar- ráðherra leysa því miður ekki vanda sauðfjárbænda nema að litlu leyti og ljóst er að verið er að velta vandanum yfir til næstu ára. Nauðsynlegt er að taka á birgðavandanum sem komið hefur til vegna lokana erlendra mark- aða, m.a. vegna viðskiptabanns á Rússland, vegna Úkraínudeilunnar, sterks gengis krónunnar og tækni- legra hindrana á útflutningi.“ Raunhæfar aðgerðir sem taka heildstætt á vandanum Að lokum skorar landbúnaðar nefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ríkisstjórn Íslands og sláturleyfishafa að koma til móts við hugmyndir Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands og hvetur til að sammælst verði um raunhæfar aðgerðir sem taki heildstætt á vanda greinarinnar þannig að komið verði í veg fyrir að ein af grunnstoðum byggðar í landinu bresti með tilheyrandi afleiðingum. /MÞÞ Skagafjörður. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.