Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Upp er komin vírussýking í íslenskum tómötum. Búið er að staðfesta smit í tómatplöntum á þremur býlum og grunur er um smit á fleiri garðyrkjustöðvum. Smitið er ekki hættulegt fólki og ekki eru líkur á því að það berist í aðra ræktun en tómata í gróð- urhúsum. Helgi Jóhannesson, garðyrkju- ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), hefur stað- fest við Bændablaðið að fundist hafi tómataplöntur sem smitaðar eru af Pepino mósaík vírus á þremur býlum á Suðurlandi. Grunur um smit kom upp í einu tilviki á síðasta ári. Landlæg óværa á Spáni og í Marokkó „Vírusinn sem um ræðir er land- lægur í löndum eins og Marokkó og Spáni, sem eru mikil tómatarækt- arlönd. Þar eru menn nánast hættir að reyna að uppræta vírusinn þar sem hann finnst nánast úti um allt. Það segir manni að það er hægt að rækta tómata þrátt fyrir vírusinn en uppskeran verður alltaf lélegri.“ Helgi segir að ekki séu til neinar tölur um hversu mikið uppskeran dregst saman við sýkingu enda fari það eftir því á hvaða tíma ræktunar- innar sýkingin komi fram og hversu móttækilegar plönturnar eru hverju sinni. Hann segist ekki vita til að til séu nein tómatplöntuyrki sem eru þolnari gegn vírusnum en önnur né að sýkingin hafi gengið yfir og horf- ið af sjálfsdáðum nokkurs staðar. Bráðsmitandi vírus „Líklegt er talið að veiran hafi borist hingað með innfluttum tómötum þó það fáist líklega aldrei staðfest. Vírusinn er mjög smitandi og smitast meðal annars með ávöxtun- um sjálfum sem eru stanslaust í dreifingu og meðan svo er er veru- lega erfitt að uppræta sýkinguna. Sýking getur borist á fingur fólks heima í eldhúsi þegar það sker tómata ofan á brauð og ef síðan er farið út í gróðurhús að afblaða eða vefja plöntur upp getur veiran borist í plönturnar. Þannig að smit getur borist mjög hratt yfir,“ segir Helgi. Viljum útrýma vírusnum strax Helgi segir að í fyrstu hafi verið vonast til að sýkingin væri bundin við einangruð tilfelli en að svo sé því miður ekki. „Sýkingin er að því er við best vitum bundin við nokk- ur garðyrkjubýli á Suðurlandi. Við eigum reyndar eftir að kortleggja sýkinguna betur en með vissu getum við sagt núna að hún sé staðfest á þremur býlum og að grunur sé um hana á fleiri stöðum. Á Norðurlöndunum, sem eru í svipaðri stöðu og nánast öll tómata- ræktun á sér stað í gróðurhúsum, hefur víða tekist að ráða niðurlög- um vírussins. Ég tel því að slíkt ætti einnig að vera hægt hér á landi og er hóflega bjartsýnn á að okkur takist að uppræta þetta. Til þess að hægt sé að útrýma vírusnum getur þurft að henda öllu út, brenna plönturnar, sótthreinsa húsin og leggja niður ræktun í ákveðinn tíma, líklega tvo til þrjá mánuði. Hér er því um töluverða og kostnaðarsama aðgerð að ræða.“ /VH FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra hefur skipað nýja fulltrúa í verðlags- nefnd búvöru. Öllum fulltrúum stjórnvalda er skipt út úr nefndinni. Athygli vekur að formaður nefndarinnar er hagfræðingur Viðskiptaráðs og einn nefndarmanna er prófessor við HÍ sem hefur gagnrýnt landbúnaðinn harðlega í ræðu og riti síðustu ár. Verðlags- nefnd búvöru ákveður sam- kvæmt lögum lágmarksverð til bænda fyrir mjólk innan greiðslumarks og einnig heild- söluverð helstu mjólkurvara. Nýr for - m a ð u r v e r ð l a g s - nefndar er Kristrún M. Frostadóttir, sem er fulltrúi landbúnaðar- ráðherra. Hún er að aðalstarfi hagfræðingur Viðskiptaráðs en starfaði áður hjá bandaríska fjárfestinga- b a n k a n u m M o r g a n Stanley og sem blaða maður á Viðskipta blað- inu. Þórólfur G. Matt- híasson, hag- fræði prófessor við HÍ, og Dóra Sif Tynes lögfræð ingur og varaþingmaður Viðreisnar, eru skip- uð í nefndina sem fulltrúar Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands í nefndinni eru tveir, þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. Jóhanna Hreinsdóttir, bóndi í Káraneskoti og Rögn valdur Ólafsson, bóndi í Flugumýra rhvammi, eru fulltrúar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þá tilnefndi land- búnaðar ráðherra Októ Einarsson, stjórnarformann Ölgerðarinnar, sem áheyrnar fulltrúa. Það er þá í krafti þess að Ölgerðin á núna Kú og hann er skipaður fyrir hönd minni mjólkur vinnslu fyrir tækja. Er tilgangurinn að efna til ófriðar við bændur? Sindri Sigur geirsson, form aður Bænda sam takanna, segir þessa ráð- stöfun vekja furðu. „Lögmæti ákvörðunar- innar er ekki dregið í efa, en það er í meira lagi sérkenni- legt að ráð- herra taki þessa á k v ö r ð u n . Öllum full- trúum stjórn- valda er skipt út af ráð herrum sem sitja í starfs stjórn fyrir fulltrúa sem augljóslega er ætla að vinna að framgangi ákveðinnar pólitískr- ar stefnu sem er ekki í samræmi við gildandi land búnaðar stefnu í landinu. Ég spyr mig hvort að hér sé einfaldlega til gangurinn að efna til ófriðar við bændur. Ég þekki ekki til starfa nýs formanns nefnd- arinnar, en Viðskiptaráð hefur ekki stutt innlendan landbúnað hingað til. Jafnframt þekki ég ekki til starfa annars fulltrúa félagsmálaráð- herra, en hinn full trúann þarf ekki að kynna. Bændur hafa átt í lang- varandi deilum við hann um árabil og gert margvíslegar efnisathuga- semdir við hvernig hann fjallar um land búnaðinn en fengið fá eða engin efnisleg svör. Hann hefur einfald lega ekki traust bænda og ég sé það ekki breytast.“ LK mun skoða sína stöðu í nefndinni Arnar Árna son, formaður LK, er ómyrkur í máli um skipan nefndar- innar og segir að kúabændur muni í framhaldinu íhuga sína stöðu. „Það er augljóst að þ ingf lokkur Viðreisnar er í heilögu stríði við bændur án þess að skilja almenni- lega hvern- ig ís lenska land búnaðar kerfið virkar. Skipan Þórólfs Matthíassonar í nefndina er greinilega gerð til þess að valda úlfúð og ringulreið í kringum starf hennar. Ráðherra var fullljóst hvert þetta myndi leiða. Það eru að mínu mati engar líkur á að neitt gagn- legt komi út úr nefndinni. Við hjá Landssambandi kúabænda munum í kjölfarið skoða okkar stöðu. Það er ekkert ólíklegt að við drögum okkur út úr nefndinni en það er of snemmt að segja um það á þessu stigi,“ segir Arnar. Verðlagsnefnd búvara er skip- uð sjö einstaklingum og skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bænda samtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkur- framleiðslu auk þess sem ráðherra land búnaðar mála skipar formann nefndar innar. Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og stjórn Alþýðusambands Íslands hafa ákveðið að nýta ekki rétt sinn til tilnefningar. Samkvæmt lögum féll það því í hlut velferðarráðherra að tilnefna þessa tvo fulltrúa. /TB Veirusmit staðfest í tómötum á þremur íslenskum býlum – Vírusinn er landlægur í Marokkó á Spáni en er ekki hættulegur fólki Tómatar sýktir af Pepino mósaík vírus. Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir að hjá Sambandi garðyrkjubænda sé verið að skoða hvaða stuðning hægt sé að veita félagsmönnum sem kunna að þurfa að fara út í aðgerðir vegna veirusýkingar- innar. „Eins og gefur að skilja er ekki um einfaldar aðgerðir að ræða þegar útrýma þarf vírussýkingu úr gróðurhúsi.“ Getur þurft að hreinsa allt út úr húsum „Það getur þurft að hreinsa allt út úr húsunum og sótthreinsa þau og alltaf er hætta á að vírussýking geti sprottið upp aftur. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir getur verið verulegur og á stærstu tómatabýlunum getur hann numið tugum milljóna króna. Sú staða getur hugsanlega komið upp að garðyrkjubændur leggi ekki í kostnaðinn ef þeir þurfa að taka skellinn einir og ákveði að hætta framleiðslu. Í 32. grein búvörulaga nr. 99/1993 er heimild til að halda tímabundið áfram samningsbundnum stuðningi ef framleiðsluskilyrði raskast af ástæðum sem framleiðandi getur ekki haft áhrif á. Við erum að skoða hvort það geti átt við nú en þrátt fyrir þann stuðning er ljóst að þeir sem þurfa mögulega að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir sitja væntanlega eftir með töluvert fjárhagslegt tjón,“ segir Katrín María. /VH Helgi Jóhannesson, garðyrkju ráðunautur hjá RML. Katrín María Andrésdóttir. Stuðningur við bændur Þórólfur G. Matt hías son. Arnar Árnason, for- maður LK. Sindri Sigur geirs- son, formaður BÍ. Ráðherra skipar nýja verðlagsnefnd búvöru: Þingflokkur Viðreisnar er í heilögu stríði við bændur – segir formaður Landssambands kúabænda Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir landbúnaðar ráðherra segir enga ástæðu fyrir forsvarsmenn bænda að bregð- ast illa við skipuninni í verð- lagsnefnd búvara. „Það vilja allir íslenskum land- búnaði vel og menn eiga frekar að fagna víðtækari þekkingu og breiðari skírskotun í nefndinni. Allir í nefndinni, bæði þeir sem voru þar fyrir og þeir sem eru nýir, er allt fólk sem ég þekki til af vönduðum vinnubrögðum og mun beita þeim í þessu máli sem öðrum. Ég er sannfærð um að þótt aðferðin sem ég tala fyrir um meira samtal milli bænda og neytenda teljist erfið sé hún ekki ógnun við neinn. Miklu frekar er samtalið tækifæri til að styrkja landbúnaðinn.“ /VH Skipunin ekki ógnun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Kristrún M. Frostadóttir. Dóra Sif Tynes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.