Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 LESENDABÁS Ísland allt blómstri Við þurfum að hafa þekkingu og innsýn, skilning og kjark til að leggja fram róttækar hugmyndir um hvernig við styrkjum land- búnaðinn og skjótum þannig sterkari stoðum undir byggð í sveitum. En við þurfum einnig að hlusta á gagnrýni, móttaka aðrar hugmyndir og vera tilbúin til rök- ræðna til að hægt sé að móta sam- eiginlega sýn á framtíðina. Á síðustu mánuðum hef ég, ásamt nokkrum félögum mínum, unnið að því að móta hugmyndir og tillögur um nýja byggðastefnu og nýja hugsun í skipulagi landbúnaðarins. Þar byggi ég á reynslu og þekkingu sem ég hef öðlast á síðustu fjórum árum við að starfa á alþingi, en ekki síður á því sem ég hef lært sem bóndi og sem formaður Bændasamtaka Íslands í tæpan áratug. Ætlunin var að halda á fund bænda um allt land nú í haust. Efna til umræðu um hugmyndir og aðferðir. Svo sprakk ríkisstjórnin, eins og allir vita og kosningar eru handan við hornið. En óháð kosn- ingum þá er margt og ekki létt- vægt sem þarf að ræða við bændur og þess vegna höldum við okkar striki. Við ætlum ekki að leggja fram bunka af kosningaloforðum eða kynna hinar endanlegu lausnir. Við ætlum að kynna hugmyndir um hvernig hægt er að leggja grunn að blómstrandi byggð í sveitum. Og við viljum skapa umræðu og fá bændur og íbúa sveitanna til að móta stefnu til framtíðar. Í níu ár fór ég í bænafundaferðir um landið og hélt ríflega 100 bændafundi. Þar voru umræður fjögurar, menn óhræddir við að lýsa skoðunum sínum og það án tæpitungu. En fyrst og síðast voru bændur alltaf tilbúnir til að ræða nýjar hugmyndir, nýjar aðferðir og tillögur. Líklega hefur aldrei verið meiri nauðsyn fyrir bændur og íbúa landsbyggðarinnar að láta til sín taka, þegar vá er fyrir dyrum – það blasir við byggðaröskun, afkomuhrun. Fráfarandi landbúnaðarráðherra bar ekki gæfu til að leiða fram viðunandi aðgerðir til að bregðast við. Í viðtali við Bændablaðið hef ég lýst áliti mínu á tillögum hennar. Við það er engu að bæta. Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson byggðamálaráðherra og ég sem formaður fjárlaganefndar alþingis, höfum sett saman tillögu um neyðaraðgerð til aðstoðar sauðfjárbændum. Þegar þetta er ritað er ekki komin niðurstaða um hvort sú aðgerð sem við höfum sett saman, ekki síst á grundvelli skýrslu Byggðastofnunar, nær fram að ganga. Til þess þarf atbeina fleiri ráðherra starfsstjórnarinnar. Tillaga okkar kallar ekki á lagabreytingar eða upptöku á samningum við bændur. En hún er heldur ekki fullnægjandi til lengri tíma. Það er ljóst að í mun meiri aðgerðir þarf að ráðast og þá fyrst og fremst í fullu samkomulagi við bændur. Það munu aldrei verða með mínum stuðningi aðgerðir sem ganga gegn því gegn áratuga samstarfi bænda og stjórnvalda um samstarf á mótun á starfsumhverfi landbúnaðarins. Pólitískar aðstæður eru for- dæmalausar. Ríkisstjórnin sem nú fer frá var ekki óskaríkisstjórn mín. Hún var stjórn sem mynduð var af skyldurækni við það hlutverk alþingismanna að rísa undir þeirri að hér starfi ríkisstjórn. En hún hrökkl- ast frá þegar ábyrgðarlausir stjórn- málamenn brugðust. Það er mikil- vægt að kosningar 28. október nk. leiði til meiri festu í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill með fundum með bændum leggja fram nýjar og kannski óvæntar hugmyndir að því hvernig má á næsta áratug, sækja fram á nýjum sviðum. Sýn okkar verður að mótast með bændum. En grundvallaratriði er að skapa hér aðstæður til að efla byggð í sveitum á ný og afkomu bænda. Það er einfaldlega afstaða Sjálfstæðisflokksins að Ísland verði sterkara með traustri byggð í sveitum og bæjum um land allt. Okkur gengur einfaldlega best þegar byggð um land allt er sterk. Látum Ísland allt blómstra. Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson. Kolefnisjafnað Ísland Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og eiturefnanotkun er lítil. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims. Ímynd hreinleika skilar tekjum Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er því skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á okkar dögum eru umhverfismál því efnahags- og atvinnumál. Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegavandamál. Einstaka aðilar reyni að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóti ávaxtanna á við alla aðra. Flestir eru sammála um að hið opinbera grípi inn í við slíkar aðstæður. Fordæmi grannþjóðanna Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Yfirlýsing og raunsæ áætlun um kolefnishlutleysi myndi styrkja ímynd lands og þjóðar og vekja mikla athygli um allan heim. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Að geta selt sjálfbæran fisk eða kjöt frá kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera eitt helsta forgangsmál okkar allra. Svavar Halldórsson Framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Svavar Halldórsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 19. október Málefni landbúnaðarins fara varla framhjá mörgum. Núna ber stöðu sauðfjárbænda hátt en heildarmyndin er miklu stærri og víðtækari. Hún felur í sér eina af grunnstefnum samfélagsins á tímum þegar umhverfis- og loftslagsbreytingar hafa áhrif á hvert mannsbarn veraldar. Skjót viðbrögð Næsta ríkisstjórn, eða Alþingi ef stjórnarmyndun dregst úr hófi, verður að bregðast hratt við vanda sauðfjárbúa í stað þess að teygja lopann eins og gerst hefur, því miður. Ég ætla þó ekki að fjöl- yrða um lausnir í þeim efnum en lít svo á, líkt og margir þingmenn fyrrum stjórnarandstöðu, að taka eigi í meginatriðum mið af tillög- um bænda í þessum efnum. Það hefur komið fram hjá Katrínu Jakobsdóttur og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, meðal annars í fjöl- miðlum og á Alþingi. Í stað þess nokkur orð til ykkar um mikilvæg stefnumál við mótun framsækinn- ar landbúnaðarstefnu hér á landi. Landbúnaður á grænni grein Stefnumálin eru í takt við stefnu FAO hjá Sameinuðu þjóðunum, heimsmarkmið samktakanna og þá sjálfbærni og það andóf gegn loftslagsbreytingum sem er skylda okkar að vinna ötullega að. Þau eru meðal annarra þessi: • Öflug en misstór fjölskyldubú og samvinna á milli þeirra í nábýli. • Nýting jarðvegs og annarra auðlinda í öllum landshlutum þar sem fólk vill búa. • Aukin áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í öllum geirum hennar og þá meðal annars á öfluga ylrækt. • Aukin nýsköpun og styrkari hliðargreinar við hefðbundinn landbúnað, svo sem betri nýting hráefna og jurta til fjölbreyttrar framleiðslu. • Áhersla á framþróun ferðaþjónustu í dreifðum byggðum. • Stytting flutningsleiða, jafnt til slátur- og afurðastöðva sem neytenda. • Rafvæðing bíla og véla eftir því sem unnt er og aukin notkun innlends eldsneytis, svo sem metans og metanóls, sem framleiða má staðbundið í auknum mæli. • Stýrð beit samfara elfdri uppgræðslu þar sem illa farið land eða auðnir á láglendi blasa við, með beinum tilstyrk ríkisins. • Aukin skógrækt og endurheiumt votlendis þar sem það á við. • Bæt tar samgöngur, ljósleiðaravæðing og aukið orkuöryggi, ásamt tengingum við þrífasa rafmagn. Fjárfesting sem borgar sig Lausnir í hverjum lið eru safn aðgerða sem ákvarða verður í samvinnu samfélagshópa og kjörinna fulltrúa. Verkefnin verða ekki leyst á örfáum árum, held- ur í skjóli meirihlutastjórnar sem fylgir fyrrgreindum stefnumiðum og með öflugum sveitarstjórnum. Sjálfbær og fjölbreyttur landbún- aður á heimsvísu, samkvæmt þörf- um fólks en ekki stórfyrirtækja og sem andæfir loftslagsbreytingun- um, er ein helsta stoðin undir viðleitni til að tryggja vænlega framtíð. Fjárfesting í sjálfbærum landbúnaði er fjárfesting til góðs fyrir Íslendinga jafnt sem aðra – ekki aðeins í peningum heldur og vegna umhverfisins. Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG Stóru línurnar eru skýrar Ari Trausti Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.