Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Á blaðið því 22 ára afmæli á þessu ári. Með þessu blaði núna, 5. október 2017, eru tölublöðin orðin 500. Auk hins hefðbundna Bændablaðs sem gefið er út í dagblaða- formi þá hefur verið gefið út í þrígang Tímarit Bændablaðsins í tengslum við setningu Búnaðarþings. Fyrsta tímaritið kom út 1. mars 2015. Var því fylgt eftir með útgáfu nýs blaðs í tengslum við Búnaðarþing 2016. Í fyrra var ekki haldið Búnaðarþing vegna breyttra samþykkta 2016 um að halda það framvegis annað hvert ár. Eru ársfundir Bændasamtakanna haldnir þess á milli og kom þriðja tímaritið út af því tilefni í mars 2017. Er nú byrjað að kynda undir kötlum á ritstjórn Bændablaðsins vegna útgáfu fjórða árgangs Tímarits Bændablaðsins. Stefnt er að útgáfu þess við setningu Búnaðarþings 3. mars 2018. Eins og mörgum er kunnugt á nafn Bændablaðsins sér þó lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni, með Bjarna Harðarson í fararbroddi, komu sér saman um að stofna til blaðaút- gáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2–3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík en flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. Frá því Bændasamtökin keyptu Bænda blaðið og hófu útgáfu þess 1995 hefur blaðið dafnað og eflst mjög. Að jafnaði er það nú gefið út í 32 þúsund eintökum 24 sinnum á ári og blaðsíðufjöldinn yfirleitt 56 til 64 síður. Blaðinu er dreift um allt land á ríflega 420 stöðum og hefur auk þess verið sent á öll lög- býli landsins. Mun það framvegis fylgja með í aðild bænda að Bændasamtökunum Íslands, en samkvæmt lögum um félagafrelsi þá eru bændur á lögbýlum ekki lengur sjálfkrafa aðilar að samtökunum. Ekki má gleyma vef Bændablaðsins, bbl. is. Var honum hleypt af stokkunum árið 2007 og endurnýjuð 2014. Þar er hægt að nálgast PDF-útgáfu af blaðinu frá árinu 2003 og á vefsíðunni timarit.is frá upphafi útgáfunnar. /HKr. Bændablaðið í stöðugri sókn síðan 1995: Tölublað númer 500 er komið út MÆLT AF MUNNI FRAM B raghenduforminu hefur ekki verið hossað sérstaklega hér á þessum síðum. Braghendur eru sérlega vel syngjan- legar, einkum meðal smalamanna í réttum. Helsti merkisberi braghendunnar sem ég þekki, var Brynjólfur heitinn Guðmundsson í Núpstúni, Hrunamannahreppi. Brynjólfur fæddist í Núpstúni þann 10. apríl 1936, en lést 3. júlí síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Allþekktar eru Svínárnessvísur Brynjólfs, enda lýsa þær einkar vel hugheimi skáldsins eftir eina dægilega dvöl á fjöllum. Að Brynjólfi öllum urðu ýmsir til að minnast þessa einstaka manns. Af mikilli hógværð orti norðlenskur vísnagerðarmaður einkar fallegar braghendur í minningu Brynjólfs í Núpstúni. Af einhverri áður óþekktri hlédrægni setti sá ekki nafn sitt undir minningarkvæðið um Brynjólf, en ef grannt er gáð, má vel þekkja „Höllustaðaheilkenni“ á hugverkinu, enda vísurn- ar eftir hinn velþekkta vísnasmið Pétur Yngva Pétursson lækni á Akureyri. Með góðfúslegu leyfi Péturs birtast hér samrímaðar braghendur hans ortar eftir Brynjólf látinn: Burt er kvaddur bragendunnar besti smiður. Lýkst nú um þig fró og friður, frómi, prúði skáldaniður. Orðstír góðan ævinlega upp vel skarstu. Sómi þinnar sveitar varstu, söng og gleði með þér barstu. Bóndann heillar blíðutíð og bjargir kunnar, öræfanna yndisbrunnar og unaðsfegurð náttúrunnar. Oft í fjallferð aldavinir örir mættust. Settust þá að sumbli og kættust, sumardraumar þínir rættust. Gjörhugull í lífsins leik og laus við smjaður. Fáki beittir frjáls og glaður fræðasjór og bókamaður. Ellin grimma allt of snemma önd þig svipti. Þér í skáldakynið kippti, kvæðaauður hugsun lyfti. Gætinn þú að geði varst með glóð og funa, sýndist kjörum sáttur una. Svona dreng er gott að muna. Næsta vísa, einnig eftir Pétur, er ekki síður en minningarkvæðið, raunsönn lýsing á flestum hestaferðum Péturs: Þegar hendist hausinn á hrokafullur glanni, dável hjálmur dugir þá drukknum hestamanni. Það lifa ekki síður en braghendurnar margar lausavísur eftir Brynjólf í Núpstúni: Gleði hlýna glöggt ég finn, gáska sýnir Blesi. Nóg skal vínið, vinur minn, verða í Svínárnesi. Ef að fjandans ellin köld að þér vanda setur, súptu á landa sérhvert kvöld svo þér standi betur. Látum svo nokkrar haustvísur Ingólfs Ómars Ármannssonar fylla þáttinn þetta sinnið: Kári gnauðar, kólnar tíð kveður bára í nausti. Sölna grösin foldar fríð, finn ég keim af hausti. Hafa gránað hæstu fjöll héla völlinn klæðir. Blómin fallin eru öll úti kylja næðir. Frystir óðum, fölnar björk, fugla hljóð er raustin. Skrælnar gróður, skógarmörk skartar rjóð á haustin. Blöðin híma, æpir eik, úti gríma næðir. Mánaskíma blaktir bleik blöðin hrímið klæðir. Herðir maldur, heyrast kvein, hvítu falda tindar. Lemur aldan unnarstein emja kaldir vindar. 187 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com LÍF&STARF Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang bbl@bondi.is Næsta blað kemur út 31. ágúst en við mætum til starfa 16. ágúst SÖFNUN OG ENDURNÝTING HEYRÚLLUPLASTS 24 Upplag Bændablaðsins 11.500 Blað nr. 200 Grasmaðkur hefur eytt gróðri um mestalla Landbrotsafrétt í Skaftárhreppi langt fram á heiðar. Landið er allt hvítt yfir að líta nema örfáir mýrarflákar en þar þrífst grasmaðkur ekki. Allt valllendi er gersamlega gróðurlaust. Bændur hafa orðið að fresta því að reka fé á afrétt vegna þessa því þar er enga beit fyrir það að hafa eins og sakir standa. Hilmar Jónsson, bóndi í Þykkvabæ III í Landbroti, sagði í samtali við Bændablaðið að vissulega hefðu bændur á þessum slóðum séð grasmaðk áður eyða gróðri. Hins vegar væri þetta svo stórt svæði sem hann hefði lagst á núna að menn hefðu aldrei séð annað eins og aldrei fyrr séð grasmaðk svona innarlega. Hér væri um tugi ferkílómetra að ræða. ,,Þetta er svo ótrúlegt að það líkist helst náttúruhamförum. Landið er alveg hvítt eins og um hávetur væri og ekki stingandi strá á svæðinu. Sigurgeir Ólafsson, forstöðumaður plöntueftirlits RALA, segir að grasmaðkur sé gamalt vandamál í aldanna rás og að á ákveðnum svæðum á landinu sé alltaf hætta grasmaðki. Geir Gígja gerði ítarlegar rannsóknir á grasmaðki um 1950 og voru niðurstöður hans gefnar út hjá Atvinnudeild Háskólans. Þar kemur fram að einkum tvö svæði á landinu séu viðkvæm fyrir grasmaðki. Það sem hann kallaði svæði númer eitt er þetta svæði þar sem maðkurinn herjar nú eða sveitin milli Mýrdalssands og Skeiðarársands sem kölluð er Sveitin milli sanda. Hitt svæðið er í Landssveit. Hins vegar hefur orðið vart við grasmaðk um allt land. Sigurgeir segir að með betri ræktun bænda verði grasmaðkurinn meira vandamál í úthaga eins og nú er í Landbrotsafrétti en í túnum. Maðkurinn herjar frá því seinnihluta maí og til júníloka. Nú er kominn sá tími að hann fer að púpa sig og þá hættir maðkurinn að gera skaða. Sigurgeir segir það fara eftir gróðrinum hve langan tíma hann sé að jafna sig eftir maðkinn. Hann segist hafa séð tún jafna sig að mestu á einum mánuði en það fari eftir tíðarfari og rigning flýti fyrir að gróðurinn jafni sig. Grasmaðkur herjar á Landbrotsafrétt Hagstætt að flýta sauð- fjárslátrun Í ár voraði óvenju snemma og gróður var mun fyrr á ferðinni en í meðalári. Svipað gerðist í fyrra en þó mun þetta vor hafa vinn- inginn. Þegar svo snemma vorar er hætt við að grös sölni snemma, það sýnir reynslan. Próteininni- hald fer að falla snemma, jafnvel á miðju sumri. Nú má gera ráð fyrir líkt og þá að ekki verði mikill munur á næringargildi gróðurs eftir hæð yfir sjávarmáli. Sam- kvæmt mælingum á grasþroska á nokkrum stöðum á landinu virðast túngrös þroskast fyrr en vorið 2003. Þegar árferði og gróðurfar er svona og prótein fer að verða tak- markað í fóðri lambanna um og upp úr miðju sumri er hætta á að þau fari að safna fitu meir en góðu hófi gegnir miðað við nútíma markaðskröfur. Því er ráðlegt að flýta sauðfjár- slátrun í haust til þess að ekki komi til verðfellingar vegna fitu sem getur eytt ávinningi vegna meiri fallþunga. Til þess að hægt sé að flýta slátrun í haust gæti þurft að flýta göngum og réttum sums staðar á landinu. Slíkt krefst nokkurs undir- búnings og því er rétt að fara að skoða þau mál áður en langt um líður. Í því sambandi getur þurft að gera a.m.k. tímabundnar breytingar á fjallskilasamþykktum, t.d. ef göngum og réttum er flýtt um viku. Þá ber að virða sjónarmið ferða- þjónustunnar í landinu því að í vax- andi mæli eru skipulagðar ferðir í réttir og jafnvel göngur líka, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. /Ó.R.D. “Uppbygging nýrrar kennsluað- stöðu á Hvanneyri fyrir naut- griparæktina var tímabær og með sameiginlegri stefnumörkun Landbúnaðarháskólans og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins sköpuðust nýir möguleikar á að tengja saman allt kennslu og rann- sóknastarf nautgriparæktarinnar og tryggja sameiginlegt fræðastarf í greininni. Með tilkomu þessa nýja fjóss er möguleiki til þess að hér geti risið þróunarsetur naut- griparæktarinnar með náinni aðkomu atvinnuvegarins og fræðasamfélagsins. Nautgripa- ræktin mun um ófyrirsjánlega framtíð verða öflugasta búgrein hefðbundinnar búvöruframleiðslu og mun þurfa á sífellt öflugra fræðastarfi og stoðþjónustu að halda,” sagði Magnús B. Jónsson rektor LBH. “Þegar þessu verkefni er um það bil að ljúka er ánægjulegasta tilfinn- ingin sú hversu mikil samvinna og samstaða hefur verið milli allra þeirra sem málið varðar. Undirbún- ingur var unninn í samstarfi margra aðila. Fjármögnunin er sameiginleg ríkisins og Framleiðnisjóðs og síðan hafa margir aðilar veitt okkur margháttaðan stuðning við að ljúka verkinu. Þegar er farið að ræða um sameiginleg verkefni sem unnin verða í fjósinu. Það verður því með mikilli ánægju sem við tökum fjósið formlega í notkun þann 6. ágúst n.k. kl. 13.00, en þá munum við hafa opið hús og kynna nýja fjósið og eru allir kúabændur og aðrir velunnarar Landbúnaðarháskólans velkomnir til þeirrar samverustundar,” sagði rektor. Sjá líka bls. 21. Nýtt fjós á Hvanneyri Nú hillir undir að nýja kennslu- og rannsóknafjósið á Hvanneyri verði tekið í notkun Tímamót hjá Bændablaðinu Með útgáfu þessa tölublaðs hefur Bændablaðið náð ákveðnum tímamótum, en hér er á ferð 200. blaðið sem kemur út frá því að Bændasamtökin hófu útgáfuna. Tveir starfs- menn hafa fylgt blaðinu frá upphafi; þeir Áskell Þórisson, ritstjóri, og Eiríkur Helgason, auglýsingastjóri. Blaðamaður er Sigurdór Sigurdórsson. 31 Málaði eina mynd á dag 16 Blað númer 200 kom út 6. júlí 2004 og ritstjóri var Áskell Þórisson. Blað númer 100 kom út 26. ok tóber 1999 og ritstjóri var Áskell Þórisson. Samkeppniseftirlitið hefur kom ist að þeirri niðurstöðu að Bænda-sam tök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum með að gerð um sem hafi miðað að því að hækka verð á búvörum. Snýr brotið að búvörum sem ekki lúti opin berri verðlagningu samkvæmt búvöru-lögum, svo sem kjúk ling um, eggj um, grænmeti og svínakjöti. Með ákvörðun Sam keppnis eftir-litsins er BÍ gert að greiða 10 milljónir króna í stjórnvaldssekt og lagt er fyrir samtökin að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Upphaf málsins má rekja til þess að 7. mars 2008 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögn-inni „Sátt um hækkanir nauðsyn“. Í fréttinni var fjallað um Bún að-ar þing ársins 2008 sem þá var ný lok ið. Á þinginu hafði komið fram að verðhækkun á matvöru hjá búvöruframleiðendum væri óum flýjanleg. Í kjölfar þessa hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn sem lauk með ákvörðun þeirri sem birt var 6. mars síðastliðinn. Bændasamtökin samtök fyrirtækja samkvæmt SamkeppniseftirlitinuÍ úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að búvörur séu verð-lagðar með tvennum hætti. Annars vegar með opinberri verðlagningu og hins vegar með verðmyndun á samkeppnismarkaði. Verðlagning á kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti sé frjáls og heyrir því að mati Samkeppniseftirlitsins alfarið undir ákvæði samkeppnis-laga. Framleiðendur þessara búvara séu fyrirtæki og falli því, eins og önnur fyrirtæki, undir bann við samkeppnishamlandi sam-ráði, en slíkt samráð er af hálfu Samkeppniseftirlitsins skilgreint með mjög víðtækum hætti. Metur eftirlitið það svo að sama regla gildi um Bændasamtökin enda séu þau samtök þessara fyrirtækja og samkvæmt 12. gr. samkeppnislaga sé slíkum samtökum bannað að við-hafa samkeppnishamlandi samráð. Í úrskurðinum kemur fram að gögn sem Samkeppniseftirlitið byggir á sýni að á vettvangi Bændasamtakanna hafi átt sér stað umtalsvert verðsamráð. Þannig hafi forsvarsmenn samtakanna meðal annars beitt sér opinberlega fyrir verðhækkunum á búvörum, bæði þeim sem eru opinbert verðlagð-ar og einnig þeim sem lúti frjálsri verðlagningu. Vísað er til þess að Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna hafi til að mynda sagt í blaðaviðtali 2. mars 2008 að nauðsynlegt væri að hækka verð. Á Búnaðarþingi 2008 hafi verið samþykkt ályktun sama efnis. Forsvarsmenn Bændasamtakanna hafi jafnframt látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að loknu þinginu að umræður þar hafi miðað að því að ná sátt um verðhækkanir. Telur Samkeppniseftirlitið að hér hafi verið um að ræða skýr og alvarleg brot á bannákvæðum samkeppn-islaga. Í ákvörðun Samkeppniseftir lits-ins er fyrirmælum beint til Bænda-sam takanna um að koma í veg fyrir að samskonar brot, að mati eftirlits-ins, verði endurtekin. Er lagt fyrir samtökin að grípa til aðgerða sem miði að því að tryggt sé að á vett-vangi þeirra verði ekki fjallað um eða miðlað upplýsingum um verð, verðþróun og önnur viðkvæm sam-keppnisleg málefni með þeim hætti að raskað geti samkeppni í fram-leiðslu og sölu á búvörum sem falli undir ákvæði samkeppnislaga. Búnaðarþing fellur ekki undir samkeppnislögBændasamtökin hafa allt frá því að málið kom upp haldið því fram að Búnaðarþing og sam- tök bænda falli ekki undir ákvæði samkeppnislaga með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið byggir á. Fráleitt sé að gera þá kröfu að samkeppnislög gildi um starfsemi Bændasamtaka Íslands eins og hver önnur samtök fyrirtækja, í skilningi Samkeppniseftirlitsins, án tillits til þeirrar sérstöðu sem landbúnaður og þar með Bændasamtökin njóti, meðal annars í löggjöf um land-búnaðarmál. Á Búnaðarþingi 2009 sem lauk síðasta miðvikudag var samstaða meðal þingfulltrúa um að hafna algjörlega þeirri túlkun 10-11 300. tölublað Bændablaðsins 24 Salmonella í hrossum 5. tölublað 2009  Fimmtudagur 12. mars  Blað nr. 300  Upplag 19.000 4 Fyrirmyndarbýlið Seljavellir sótt heim Bændablaðið heldur áfram að auka þjónustu sína við lesendur með því að dreifa blaðinu á 11 nýjum stöðum. Þar er um að ræða versl-anir Krónunnar sem eru átta talsins á höfuðborg-arsvæðinu en auk þess á Akranesi, Reyðarfirði og í Vestmannaeyjum. Þar getur fólk nálgast blaðið í þar til gerðum stöndum sem minna á sveitina eins og hún var. Blaðið er nú prentað í 19.000 eintökum og dreift inn á hvert lögbýli, auk þess sem það liggur frammi í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Mýrdalshreppur: Vegarlagning um náttúruminjar? Á fundi skipulagsnefndar Mýr-dals hrepps þann 5. mars sl. var sam þykkt tillaga um færslu þjóð vegar 1 framhjá Vík og í jarðgöng í gegnum Reynisfjall, hjá Reynisfjöru og Dyrhólaósi. Er þessi leið, Lína 3, ein af fimm tillögum sem Vegagerðin hefur unnið að til úrbóta í stað núver-andi vegar og liggur hún m.a. um land á náttúruminjaskrá. Umhverfisstofnun hefur lagst alfarið gegn tillögunni og þá hefur samráðshópur íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal mót-mælt henni harð lega. Guðni Ein-arsson í Þórisholti, einn íbúa Mýrdalshrepps í samráðshópnum, segir að miklar deilur hafi verið um þessi mál innan sveitarfélags-ins. „Samtökin Betri byggð berj-ast af mikilli hörku fyrir þeirri veg línu sem samþykkt var í skipu lagsnefnd. Þeir sem eru á móti eru fyrst og fremst íbúar og eigendur þeirra jarða og fasteigna sem veglínan mun skera og valda tjóni á.“ Kostnaðarsöm vegalagning með óafturkræfum umhverfisárhrifumGuðni telur að tillagan verði of kostnaðarsöm, bæði í umhverf-islegu og fjárhagslegu tilliti. „Um hverfisstofnun og mörg al-mannasamtök hafa mælt eindregið gegn þessari veglínu, og Vegagerð ríkisins telur kostnað verða allt að fimmfaldan samanborið við full-nægjandi endurbót á núverandi þjóðleið. Stór hluti veglínunnar mun verða innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá, þvera votlendi og valda miklum óafturkræfum umhverfisáhrifum.“ -smh Missa bændur stéttarfélag sitt?Samkeppniseftirlitið segir bændur hafa brotið samkeppnislög Framhald á bls. 2 Blaðauki um BúnaðarþingÍ blaðauka Bændablaðsins er að þessu sinni fjallað um nýafstaðið Búnaðarþing. Mikil eindrægni einkenndi starf þingsins og ljóst má vera að bændur ganga í takt í þeim stóru málum sem hafa komið inn á borð þeirra síðastliðið ár. Fjallað er um afgreiðslu þeirra mála sem komu fyrir þingið og einnig er rætt við þingfulltrúa. Haraldur formaður í ræðustól. Starfsmenn fundarins eru Aðalsteinn Jónsson, Svana Halldórsdóttir og Sgiurgeir Hreinsson. mynd | smh Bændablaðið í Krónuna Blað númer 300 kom út 12. mars 2009 og ritstjóri var Þröstur Haraldsson, en hann tók við blaðinu af Áskeli í september 2006. Var hann ritstjóri fram á haust 2010, en Tjörvi Bjarnason ritstýrði blaðinu fram í janúar 2011. 15. tölublað 2013 Fimmtudagur 1. ágúst Blað nr. 400 19. árg. Upplag 30.000 Notkun sýklalyfja í dýrum er minni hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Landlæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfja- næmi baktería í mönnum og dýrum árið 2012, sem og í skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um sölu sýklalyfja fyrir dýr. Fram kemur að sýklalyfjanotkun í dýrum hefur dregist saman um 23% frá árinu 2010, eða um tæpan fjórðung. Yfir helmingur þeirra sýklalyfja sem notaður er hér á landi er úr flokki pensilína. Á sama tíma hefur notkun breiðvirkra pensilína aukist nokkuð, sem veldur mönnum áhyggjum og þarfnast frekari skoðunar. Sigurborg Daðadóttir, yfir- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir gott að fá samanburð við önnur lönd hvað sýklalyfjanotkun í dýrum varðar og gleðilegt sé að árangur Íslendinga sé góður. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið, það er vissulega góður árangur að dregið hefur úr notkun sýklalyfja,“ segir hún. Sýklalyfjanotkun er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að lyfjaþoli og röng eða of mikil notkun sýkla- lyfja eykur hættu á að að upp komi lyfjaþolnar örverur, útbreiðsla þeirra er ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn stendur frammi fyrir. Dýrastofnar heilbrigðir og smitvarnir góðar Hér á landi eru reglur varðandi afhendingu og notkun lyfja á lyfjum fyrir dýr strangar en að auki hefur innan Dýralæknafélags Íslands verið unnið eftir lyfjastefnu sem félagið sett sér fyrir um áratug og hafa flestir dýralæknar unnið eftir henni. Góður árangur er einkum að mati Sigurborgar þessum ströngu reglum og lyfja- stefnu Dýra lækna- félagsins að þakka. Dýrastofnar hér á landi eru almennt heilbrigðir og smitvarnir góðar og telur hún það meginskýringuna á því að sýklalyfjanotkun er minni hér á landi en víðast annars staðar. Hér á landi tíðkast það vinnulag að dýralæknar hefja ávallt meðhöndlun á veiku búfé, þeir sjá um sjúkdómsgreiningu og einungis er veitt undanþága frá þessu þar sem landfræðilegir staðhættir, veðurfar eða aðrar ytri aðstæður hindra dýralækni í að hefja meðferðina. Niðurstaðan góð fyrir Íslendinga Minnkandi sýklalyfjanotkun hér á landi er gott innlegg í umræðuna að mati Sigurborgar, en hún bendir á að bæði Búnaðarþing og búnaðarsamtök hafi ítrekað sent frá sér ályktanir um að bændur hafi frjálsari aðgang að lyfjum, eflaust til að spara sér kostnað við komu dýralæknis. „Það hefur verið töluverð pressa frá bændum og hagsmunasamtökum þeirra, sem gjarnan vilja að yfirvöld slaki á kröfum. Ég brýni fyrir bændum að skoða heildarmyndina en þessi niðurstaða er verulega góð fyrir okkur Íslendinga og sýnir að við stöndum okkur vel, betur en nágrannaþjóðir okkar, og það er vel,“ segir Sigurborg. Nánar á bls. 14. Notkun sýklalyfja á Íslandi hefur dregist saman um tæpan fjórðung síðustu þrjú ár Minna notað af sýklalyfjum í dýrum hér á landi en í Evrópu Sveitamarkaðir í blóma 7 16 Bændablaðið aðgengilegt frá upphafi á timarit.is Matreiðslumeistari fer í sveitina og hittir bændur 20 Þessir vörpulegu grísir, sem heita Maríus og Mía, eru ættaðir frá bænum Brúarlandi á Mýrum en dvelja nú í góðu yfirlæti í Dölunum. Þar eru þeir „ferðaþjónustugrísir“ í sumar hjá hjónunum Þorgrími og Helgu sem reka Rjómabúið á Erpsstöðum. Þúsundir gesta koma þangað í heimsókn á ári hverju til að kaupa ís og fleiri mjólkurvörur ásamt því að komast í návígi við dýrin og kynnast því starfi sem unnið er á bænum. Mynd / Helga Elínborg Guðmundsdóttir Horfur á ágætri berjatíð Útlit er fyrir gott berjasumar þótt berin séu seinna á ferðinni í ár en oft áður. „Þetta lítur alveg svakalega vel út, betur en mörg undanfarin ár, og ég er hæstánægð,“ segir Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum í Dalvíkurbyggð, áhugakona um berjatínslu. Svipaða sögu er að segja frá öðrum landshlutum, t.d. af Vesturlandi og um allt Norðurland, og þá eru góðar líkur á fínni berjatíð bæði fyrir austan og vestan. Nánar um berjasprettuna á bls. 8. Sigurborg Daðadóttir Landbúnaðarsaga Íslands væntanleg Í haust kemur út ritverkið Landbúnaðarsaga Íslands hjá bókaútgáfunni Skruddu. Höfundar eru þeir dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og Jónas Jónsson heitinn, fyrrum búnaðarmálastjóri. Verkið hefur verið mörg ár í vinnslu, en það kemur út í fjórum bindum, samtals 1.400 blaðsíður ásamt fjölda mynda, teikninga og korta. Fyrstu tvö bindin fjalla almennt um sögu landbúnaðar á Íslandi frá örófi alda til okkar daga en í tveimur seinni bindunum eru helstu greinum landbúnaðarins gerð skil. Á fjórum síðum í miðju þessa blaðs birtast nokkur sýnishorn úr verkinu. Endurræktaði tún fyrir tæpar 9 milljónir króna Á kúabúinu Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá þurfti að endurrækta 90 hektara af túnum eftir slæmt kaltjón sem varð í vetur og vor. Bændurnir Þorsteinn Guðmundsson og Linda Björk Steingrímsdóttir segja í viðtali við Bændablaðið að beinn kostnaður við kaup á olíu, fræi og áburði hafi verið á bilinu 8-9 milljónir króna sem gera um 100 þúsund á hektarann. Þessi upphæð er fyrir utan vinnu bóndans og er slit og afnot af vinnuvélum ekki tekið með í reikninginn. Ríksstjórn Íslands ákvað fyrr í sumar að styrkja bændur um 350 milljónir króna vegna kaltjóna víða um land. Bændur geta sótt um styrki á grundvelli úttekta, en upphæðin nemur 60 þúsund kr. á hektarann. Nánar um afleiðingar kaltjóna á bls. 4 og 19. Blað númer 400 kom út 1. ágúst 2013. Hörður Kristjánsson tók við ritstjórn blaðsins á bóndadaginn 2011, en Tjörvi Bjarnason ritstýrði 15. tölublaði 2013 sem var númer 400. TÖLUBLAÐ N ÚMER 1995 – 2017 Blað númer 1. Fyrsta tölublað fyrsta árgangs Bændablaðsins eftir að það komst í eigu Bænda- samtaka Íslands. Það kom út þriðjudaginn 14. mars 1995. Ritstjóri þess var Áskell Þórisson starfandi útgáfunefnd, en í henni sátu Gunnar Sæmundsson, sem var formaður, og Hákon Sig- urgrímsson var varaformaður. Auk þeirra í nefndinni voru Hörður Harðarson, Jónas Jónsson send í prentsmiðju á rafrænu formi á disklingum, sem voru arftaki hvert blað sem síðan var ekið með í loftköstum frá Bændahöllinni í prentsmiðju Morgunblaðsins. Nú fer blaðið tilbúið rafrænt um ljósleiðara í prentsmiðju Landsprents í Hádegismóum í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.