Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Vinnuþjarkar til sölu Við kynnum lítið ekna vinnuþjarka frá AKA sem komnir eru í sölu hjá okkur. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar eða komdu og skoðaðu þá nánar. s: 567 2277 Breiðhöfða, 110 Reykjavík www.nyja.is s: 510 4900 Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík www.bilasalaislands.isFord Transit Toyota Hilux • vinnuflokkabílar • vinnuljós • dráttarbeisli • dráttargeta 2800 kg • árg. 2006-2012 Isuzu D-Max • heithúðaður pallur • dráttarbeisli • dráttargeta 3500 kg • árg. 2015-2016 • heithúðaður pallur • dráttarbeisli • dráttargeta 2800 kg • árg. 2015-2016 Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi – Nýtt grill- og útivistarsvæði, Birkivöllur, tekið í notkun Á Skógardegi Norðurlands var því fagnað að sjötíu ár eru liðin á þessu ári frá því að ræktunarstörf hófust í Kjarna með stofnun gróðrarstöðvar og fyrstu gróðursetningum á því svæði sem nú kallast Kjarnaskógur. Stóðu Skógræktarfélag Eyfirðinga, Skógræktin, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Sólskógar og Akureyrarbær saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi af þessu tilefni í sumar. Var þar vígt nýtt grill- og útivistarsvæði á Birkivelli. Fjöldi manns kom og naut veðurblíðunnar, þess sem á dagskránni var og alls þess sem Birkivöllur í Kjarnaskógi og nágrenni hans hefur að bjóða. Ólafur Thoroddsen, formað- ur Skógræktarfélags Eyfirðinga, hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Tryggvi Marinósson, ræktun- armaður og skátahöfðingi, sem minnti á þau tengsl sem ávallt hafa verið milli skátastarfs og skógrækt- ar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið mörg handtök í skóginum í áranna rás og í tilefni af því söng hópur skáta á öllum aldri sameiginlegan söng skáta og skógræktarfólks, Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð Tryggva Þorsteinssonar skátahöfð- ingja sem segja má að sé sprottið upp í tengslum við skógræktarstarf- ið í Kjarna. Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi Á hátíðinni var einnig skrifað undir samning milli Akureyrarbæjar, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi. Undir samninginn rituðu Eiríkur Björn Björgvinsson, Ingólfur Jóhannsson og Samson Bjarnar Harðarson sem flutti síðan erindi með glærum úti í skógi í nýjum „útifundarsal“ í sitkagreniskógi sunnan við grillhúsið á Birkivelli. Lummur og sveppasúpa Á dagskránni var gönguferð um framkvæmdasvæðið á Birkivelli og nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi sveppi sem vaxa í skóginum, popp- að var yfir eldi, steiktar lummur og eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um tálgun fersks viðar með aðstoð konu sinnar, Eyglóar Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógar- bænda á Norðurlandi upp á gómsæta skógarsveppasúpu sem sló í gegn. Svo naut fólk einfaldlega veður- blíðunnar, félagsskaparins við aðra viðstadda og auðvitað skógarins með öllu sem hann hefur að bjóða. /MÞÞ Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum. Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum. SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut veðurblíðunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.