Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017
Vinnuþjarkar til sölu
Við kynnum lítið ekna vinnuþjarka frá AKA sem komnir eru í sölu hjá okkur.
Hringdu og fáðu nánari upplýsingar eða komdu og skoðaðu þá nánar.
s: 567 2277
Breiðhöfða, 110 Reykjavík
www.nyja.is
s: 510 4900
Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík
www.bilasalaislands.isFord Transit
Toyota Hilux
• vinnuflokkabílar
• vinnuljós
• dráttarbeisli
• dráttargeta 2800 kg
• árg. 2006-2012
Isuzu D-Max
• heithúðaður pallur
• dráttarbeisli
• dráttargeta 3500 kg
• árg. 2015-2016
• heithúðaður pallur
• dráttarbeisli
• dráttargeta 2800 kg
• árg. 2015-2016
Skógardagur Norðurlands í 70 ára gömlum Kjarnaskógi
– Nýtt grill- og útivistarsvæði, Birkivöllur, tekið í notkun
Á Skógardegi Norðurlands var
því fagnað að sjötíu ár eru liðin á
þessu ári frá því að ræktunarstörf
hófust í Kjarna með stofnun
gróðrarstöðvar og fyrstu
gróðursetningum á því svæði sem
nú kallast Kjarnaskógur. Stóðu
Skógræktarfélag Eyfirðinga,
Skógræktin, Félag skógarbænda
á Norðurlandi, Sólskógar
og Akureyrarbær saman að
Skógardegi Norðurlands í
Kjarnaskógi af þessu tilefni í
sumar. Var þar vígt nýtt grill- og
útivistarsvæði á Birkivelli.
Fjöldi manns kom og naut
veðurblíðunnar, þess sem á
dagskránni var og alls þess sem
Birkivöllur í Kjarnaskógi og
nágrenni hans hefur að bjóða.
Ólafur Thoroddsen, formað-
ur Skógræktarfélags Eyfirðinga,
hélt ávarp, einnig Eiríkur Björn
Björgvinsson bæjarstjóri og
Tryggvi Marinósson, ræktun-
armaður og skátahöfðingi, sem
minnti á þau tengsl sem ávallt hafa
verið milli skátastarfs og skógrækt-
ar í Kjarnaskógi. Skátar hafa unnið
mörg handtök í skóginum í áranna
rás og í tilefni af því söng hópur
skáta á öllum aldri sameiginlegan
söng skáta og skógræktarfólks,
Vertu til er vorið kallar á þig, ljóð
Tryggva Þorsteinssonar skátahöfð-
ingja sem segja má að sé sprottið
upp í tengslum við skógræktarstarf-
ið í Kjarna.
Rækta Yndisgarð í Kjarnaskógi
Á hátíðinni var einnig skrifað undir
samning milli Akureyrarbæjar,
Skógræktarfélags Eyfirðinga og
Yndisgróðurs LBHÍ um ræktun
nýs Yndisgarðs í Kjarnaskógi.
Undir samninginn rituðu Eiríkur
Björn Björgvinsson, Ingólfur
Jóhannsson og Samson Bjarnar
Harðarson sem flutti síðan erindi
með glærum úti í skógi í nýjum
„útifundarsal“ í sitkagreniskógi
sunnan við grillhúsið á Birkivelli.
Lummur og sveppasúpa
Á dagskránni var gönguferð um
framkvæmdasvæðið á Birkivelli og
nágrenni, ratleikur, Guðríður Gyða
Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sýndi
sveppi sem vaxa í skóginum, popp-
að var yfir eldi, steiktar lummur og
eldað ketilkaffi. Ólafur Oddsson,
fræðslustjóri Skógræktarinnar,
leiðbeindi um tálgun fersks viðar
með aðstoð konu sinnar, Eyglóar
Rúnarsdóttur. Þá bauð Félag skógar-
bænda á Norðurlandi upp á gómsæta
skógarsveppasúpu sem sló í gegn.
Svo naut fólk einfaldlega veður-
blíðunnar, félagsskaparins við aðra
viðstadda og auðvitað skógarins með
öllu sem hann hefur að bjóða.
/MÞÞ
Gestum bauðst að bragða á nýbökuðum funheitum lummum.
Nýjasta svæðið í Kjarnaskógi, Birkivöllur var tekin í notkun á Skógardeginum.
SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA
Sólskógar og Akureyrarbær stóðu saman að Skógardegi Norðurlands í
Kjarnaskógi og tók fjölmenni þátt í dagskrá sem í boði var og naut
veðurblíðunnar.