Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Borgarafundur haldinn á Ísafirði undir kjörorðunum „Fólk í fyrirrúm“ ályktaði um mikilvæg verkefni í fjórðungnum: Vestfirðingar vilja laxeldi í Djúpinu, veg um Teigsskóg og hringtengingu rafmagns Fjölmennur íbúafundur var haldinn á Ísafirði sunnudaginn 24. september um mikil hitamál er varða laxeldi, samgöngur og raforkuframleiðslu í fjórðungn- um. Í ályktun, sem samþykkt var einróma á fundinum, var þess krafist að ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit, að raf- orkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða og að laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi. Til fundarins kom Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra. Þá var Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, einnig boðið til fundarins. Að loknum fjórum framsögum tóku fulltrúar sveitarfélaganna, ráðherr- ar, fulltrúi KPMG og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sæti í pallborði og svöruðu spurningum úr sal. Samkvæmt greiningu KPMG sem kynnt var á fundinum yrðu áhrif af laxeldi í Djúpinu veruleg. Er þó bent á að forsendur í úttektinni séu háðar óvissu, m.a. um hvort laxeldi verði leyft í Djúpinu. Segja skýrsluhöf- undar þó ljóst að um sé að ræða stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingar samfélaga í byggðar- lögunum við Ísafjarðardjúp. Helstu niðurstöður eru: • Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og nái hámarki um áratug eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. • Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. • Íbúaþróun snúist við og áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. • Heildarumfang 25 þúsund tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talin skila um 23 milljörðum króna á ári við hámarksframleiðslu. • Heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metin um 220 milljónir króna á ári, eða um 1% af umfangi laxeldis. • Ársgreiðslur til ríkissjóðs munu nema um 1 milljarði króna og um 250 milljónir króna renna til sveitarfélaga þegar framleiðsla er í hámarki og flest bein störf verða til. Vilja veg um Teigskóg, hringtengingu rafmagns og laxeldi í Djúpinu Heimir Már Pétursson fréttamaður var fundarstjóri en á sjötta hundrað mættu á fundinn og voru umræður líflegar. Í pallborði að loknum ávörp- um sátu bæjarstjórar sveitarfélag- anna á Vestfjörðum fyrir svörum, sem og fjórir ráðherrar. Í fundarlok las Heimir Már upp ályktun fundar- ins við góðar undirtektir, en hún var svohljóðandi: „Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetn- ingu þegar það á við. Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur: • Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitarfélag- anna, atvinnulífsins og íbúa. • Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum. • Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árs- lok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfða- blöndun.“ Engin sátt né samlyndi í að skilgreina heimkynni fólks sem friðland Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld, flutti tölu á borgarafundinum sem vakti mikla athygli. Hann sagði hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, sem það megi ekki hafa lifibrauð sitt af – að byggð- in verði að víkja fyrir óbyggðunum, því réttur óbyggðanna sé meiri. „Það er ekki ballans. Það er ofbeldi,“ sagði Eiríkur Örn í ræðu sinni sem hljóðar svo: „Maður lifir í náttúrunni. Það er ekki nóg með að sólarlögin sprengi hjörtun í elskendum, kyrrðin slái á æsing hugsjúkustu brjálæðinga og skáldin yrki allt sem skiptir máli til vatnsfallanna. Það er ekki heldur nóg með að náttúran færi okkur fæðu til að seðja hungrið, fisk úr ólgandi haf- inu, krækling úr spegilsléttum firðin- um, grænmeti og ávexti beinlínis upp úr jörðinni og kjöt af beinum skepnanna. Við sleppum nefnilega aldrei úr náttúrunni. Náttúran er óaðskiljanlegur hluti af okkur – við erum ekki utan við náttúruna, ekki utan á henni, heldur í henni. Við erum náttúran. En maður lifir ekki bara í náttúr- unni – maður deyr líka í náttúrunni. Hafið drekkir manni, fjöllin ryðjast yfir mann – þurrka út heilu byggða- lögin – fellibyljir leggja samfélög í eyði, flóð sökkva borgum – og nátt- úran, mannleg náttúra, hefur oft og tíðum þær afleiðingar að við völd- um hvert öðru, eða sjálfum okkur, óumræðanlegum skaða. Fólk drepur fólk og fólk drepur sjálft sig. Og lifi maður alla þá náttúru af – sem er tölfræðilega ósennilegt – svíkur mann loks bara líkaminn, náttúra holdsins, og maður hrynur niður og verður að eintómu dufti, jafn örugg- lega og ef hvað sem er annað hefði drepið mann. Maður lifir í náttúrunni, maður deyr í náttúrunni og þess á milli beislar maður náttúruna. Maður reis- ir segl upp í vindinn, lætur stjörn- urnar teyma sig um hafið, steypir akkeri úr málmgrýti, smíðar skeifur á hestana, múl á hundana, leggur vegi meðfram fjörðum, brúar firðina, borar göt á fjöllin, sigrar háloftin og sigrar jafnvel sjálft holdið. Því nátt- úra mannsins er stór og afleiðingar hennar miklar og mikilfenglegar. Maður beislar náttúruna og maður eyðileggur náttúruna. Nýjustu tölur segja að eftir þrjátíu ár verði meira plast í hafinu en fiskur. Mér skilst að Reykvíkingar séu meira og minna að kafna í svifryksmengun af umferðinni. Fellibyljina sem riðið hafa yfir Karíbahafið upp á síðkastið er ekki hægt að skrá á reikning duttlungafullrar náttúru. Þar á maðurinn, græðgi stórfyrirtækja og fyrirhyggjuleysi samfélaga, hönd í bagga. Olían fuðrar upp í farar- tækjum svo uppskerur bresta vegna loftslagshlýnunar. Námur tæmast, búskapur breytist í villimennsku – og já, laxeldi hefur, þar sem hirðu- leysi réði för, farið allharkalega af hjörunum. Og það viljum við ekki – það vill enginn skíta í deigið. Ef við ætlum að stunda hér sjókvía- eldi þurfum við að geta treyst því að regluverkið sé grjóthart. Búskap þarf alltaf að stunda af virðingu við náttúruna – það er ekki valkvætt. Maður eyðileggur náttúruna og maður eyðileggur þar með sjálfan sig – en eyðileggingin er mismikil. Með hverjum nýjum vegi hverfur ósnortið víðerni, með hverju nýju húsi gufa óbyggðirnar upp og sjást ekki aftur fyrr en byggðin leggst í eyði og húsin fyllast draugum – og á eftir draugunum koma túristar. Við getum dregið úr vistspori okkar – lágmarkað þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar – en við getum ekki látið vistsporið hverfa. Allri til- veru fylgir bæði fórnarkostnaður og Myndir / Haukur Már Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.