Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Stöndum með íslenskum landbúnaði! Enn á ný stendur þjóðin frammi fyrir alþingiskosningum og fjöldi frambjóðenda er að hefja snarpa kosningabaráttu. Bændasamtök Íslands vilja hvetja sína félagsmenn til þess að ræða við fulltrúa allra stjórnmálahreyfinga um málefni landbúnaðarins. Síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur leitað leiða með stjórnvöldum til þess að bregðast við tekju- samdrætti vegna verðlækkana á sauðfjárafurðum. Allt horfði í samkomulagsátt þegar ríkisstjórnin sprakk og þar með voru málefni sauðfjárbænda komin á ís. Það er forgangsmál að ný ríkisstjórn takist á við fordæmalausar aðstæður sem greinin stendur frammi fyrir í samvinnu við bændur. Bændasamtökin leggja höfuðáherslu á að íslenskur landbúnaður eflist á komandi árum. Hann er hornsteinn byggðanna og hefur víðtæk margfeldisáhrif í atvinnusköpun um allt land. Mál sem brenna á bændum Fylgstu með bændum á Facebook, á bondi.is og bbl.is Bætum kjörin Kjör bænda eru þeirra stærsta hagsmunamál. Að fá sanngjarnt endurgjald fyrir sínar vörur er lífsspursmál fyrir alla sem koma að matvælaframleiðslu. Íslenskir bændur keppa ekki við þjóðir þar sem áherslan er lögð á stórrekstur í landbúnaði. Okkar styrkleiki felst í gæðunum og því að geta framleitt búvörur við góð skilyrði. Búvörusamningar Markmið búvörusamninga eru að auka verðmætasköpun, treysta byggð og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Í núgildandi búvörusamningum eru endurskoðunarákvæði þar sem bændur og stjórnvöld geta uppfært markmið og efni samninganna. Endurskoðun verður árin 2019 og 2023. Hvað þarf að metta marga munna? Grunnspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir nærri 440 þúsund íbúum á Íslandi árið 2065. Því er spáð að árið 2065 komi um 5 milljónir ferðamanna til landsins. Þessar tölur sýna svart á hvítu að hér þarf að framleiða eða flytja inn meiri mat. Sterkur innlendur landbúnaður gegnir lykilhlutverki við að mæta aukinni þörf fyrir matvæli. Fjárfestingar í landbúnaði Bætt aðgengi að lánsfjármagni á hagstæðum kjörum er eitt mikilvægasta atriðið við nýliðun og uppbyggingu í landbúnaði. Framundan er veruleg endurnýjunarþörf á framleiðsluaðstöðu margra búa, samhliða aukinni eftirspurn eftir ýmsum framleiðsluvörum landbúnaðarins. Nýsköpun og þróun Þekking, reynsla, sérhæfing og fagmennska er lykillinn að blóm- legum landbúnaði. Uppbygging landbúnaðarháskóla er bændum mikilvæg og grunnur að því að byggja atvinnugreinina upp til framtíðar. Nýjar búgreinar og fjölbreyttar áskoranir krefjast aukinnar þekkingar, rannsókna og þróunar. Góðar samgöngur, fjarskipti og raforka gegna mikilvægu hlutverki. Upprunamerkingar á matvörum Íslenskir neytendur eiga kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag. Sama á að gilda um innlendar og erlendar matvörur. Áskoranir í matvælaframleiðslu og umhverfismálum Nýjar áskoranir blasa við matvælaframleiðendum um allan heim sem þurfa að bregðast við aukinni eftirspurn eftir mat og breyttum umhverfisþáttum. Íslenskir bændur vilja nýta auðlindir landsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Umræðu um loftslagsmál þarf að efla á Íslandi og bregðast við þeim vandamálum sem steðja hratt að heimsbyggðinni í kjölfar hlýnunar jarðar. Hluti af búvöruframleiðslu íslenskra bænda er fluttur á erlenda markaði. Árið 2016 voru tekjur af útflutningi búvara rúmir 5 milljarðar króna. Heildarframleiðsluvirði búvöru- framleiðslunnar árið 2016 var 65,9 milljarðar króna. Heimildir: Hagstofa Íslands Fjöldi lögbýla og bænda Verðmæti útfluttra búvara Innflutningur á búvörum Verðmæti landbúnaðarframleiðslu Hreinar vörur Keppikefli íslenskra bænda er að framleiða gæðavörur. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta í Evrópu. Við erum heppin að þurfa ekki að nota varnarefni í okkar ræktun í sama mæli og þjóðir sunnar í álfunni. Aðbúnaður og velferð dýra Á Íslandi er í gildi mjög framsækin löggjöf um aðbúnað og velferð dýra sem í sumum tilfellum gengur lengra en í samkeppnislöndunum. Bændur vilja standa undir því trausti sem neytendur hafa sýnt þeim og það þýðir að dýravelferð verður að vera í fyrsta sæti. 2.796 tonn af kindakjöti 10.375 tonn af kinda- og lambakjöti 746 milljóna kr. verðmæti af minkaskinnum 3.187 tonn af mjólkurvörum 408 tonn af hrossaafurðum 3,4 tonn af æðardúni 812 tonn af kartöflum 1.204 tonn af tómötum 1.484 tonn af papriku 795 tonn af gulrótum 1.317 tonn af jöklasalati 327 tonn af ostum 9.014 tonn af alifuglakjöti 4.386 tonn af nautakjöti 150 milljón lítrar af mjólk 14.924 tonn af grænmeti 6.089 tonn af svínakj0ti 982 tonn af hrossakjöti Töluverður innflutningur er á búvörum til Íslands og hann hefur aukist hratt á síðustu misserum. Ríkisútgjöld til landbúnaðar Útgjöld vegna stuðnings við landbúnað á Íslandi fara lækkandi. Fyrir rúmum 30 árum voru þau 5% af landsframleiðslu en núna 0,6%. Heildarútgjöld hins opinbera til landbúnaðar voru 14,9 milljarðar króna árið 2016. Það eru 1,49% af útgjöldum ríkisins. 6.700 lögbýli eru skráð á Íslandi 3.150 bú framleiða vörur af ýmsu tagi 3.900 manns starfa í landbúnaði eða 2% fólks á vinnumarkaði. 9.000 störf tengjast landbúnaði 3.161 tonn af erlendu kjöti, nær allt úrbeinað. Umreiknað með beini um 5.300 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.