Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 6

Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Dominic Barton, forstjóri ráðgjafar- fyrirtækisins McKinsey & Company, hélt fyrirlestur á Íslandi 21. september síðastliðinn í tilefni af 100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands. Í ræðu hans kom fram að heimsbyggðin horfist nú í augu við meiri og hraðari samfélagsbreytingar en menn hafa nokkru sinni upplifað. Dominic Barton er hátt skrifaður í ráðgjöf stórfyrirtækja og er jafnframt helsti efnahagsráðgjafi kanadísku ríkisstjórnarinnar. Hann nefndi sérstaklega í ræðu sinni vaxandi mikilvægi landbúnaðar og annarrar matvælaframleiðslu, en uppruna sinn á hann einmitt að rekja í 2000 manna landbúnaðarbæ í Bresku Kólumbíu í Kanada. Barton kom víða við í ræðu sinni er hann talaði um „fjórðu iðnbyltinguna“ sem hann nefndi svo. Í þeirri byltingu, sem byggir að verulegu leyti á aukinni tölvuvæðingu og sjálfvirkni, mun hátæknivæddur landbúnaður leika stórt hlutverk. Þar gæti Ísland átt mikla möguleika, ekki síst vegna fámennis, stuttra boðleiða og möguleika til að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. Máli sínu til stuðnings benti hann m.a. á þann undraverða árangur sem náðst hafi við að rétta íslensku þjóðarskútuna af eftir efnahagshrunið 2008. Eitthvað sem margfalt stærri samfélögum hafi enn ekki tekist. Þrátt fyrir þessi orð Bartons er vert að halda því til haga að enn er mikill fjöldi fólks hérlendis í sárum vegna hrunsins. Barton sagði að þúsund sinnum öfl- ugri bylgja nýríkra einstaklinga í milli- stétt væri að flæða yfir heiminn en gerðist í iðnbyltingunni. Í þessu fælust tækifæri vegna stóraukinnar eftirspurnar, en um leið áskorun þar sem allur almenningur væri óánægður með kerfið og leiðtogana. „Við erum í ójafnvægi og það er enginn sem virðist geta lagað það. Við gerum öll ráð fyrir að þetta lagist en það gerist bara ekki. Þarna verða viðskiptaleiðtogar að stíga fram og koma með öðruvísi lausnir.“ Benti Barton benti á að fjölgun mannkyns og fjölgun í millistétt muni auka eftirspurn um 25% fram til 2025. Fjölgun í millistéttinni leiði auk þess til breyttra neysluvenja þess hóps sem skapaði gríðarleg tækifæri m.a. í mjólkuriðnaði. Þessi þróun hefur líka sínar neikvæðu hliðar eins og með ofnýtingu ræktarlands og vatnsskort sem mjög er farið að bera á. Flest það sem Barton talaði um í ræðu sinni hefur verið til umfjöllunar á síðum Bændablaðsins í mörg undanfarin ár. Hefur á síðum blaðsins verið reynt að opna augu Íslendinga fyrir þeim risabreytingum sem eru að eiga sér stað í heiminum. Það er staðreynd að farið er að ganga mjög á grunnvatnsbirgðir heimsins samfara stóraukinni eftirspurn eftir vatni. Vatn er því að verða mun mikilvægara og verðmætara en olían hefur nokkru sinni verið. Þarna eiga Íslendingar gríðarlega möguleika með allt sitt aðgengi að ógrynni vatns. Lítið hefur þó heyrst um það á pólitískum vettvangi hérlendis að ráðmenn taki þetta alvarlega. Nær engar skorður hafa verið settar við eignarhaldi útlendinga á landi með tilheyrandi yfirtöku vatnsréttinda. Samt er þetta verðmætasta auðlind sem hægt er að hugsa sér hér á jörðinni, því án neysluvatns getur mannfólkið ekki lifað. Útlendingar ráða nú þegar yfir stórum landsvæðum hér á landi með gríðarlegum vatnsréttindum. Munu verðandi þingmenn opna augu sín fyrir þessu, eða munu þeir fá þann stimpil í sína ferilskrá að verða þeir sem glutra út úr höndunum þessari mikil- vægustu sameiginlegu eign Íslendinga? – Tíminn er þar sannarlega að renna mönnum úr greipum. Það á ekki að þurfa menn eins og Dominic Barton til að berja þetta inn í hausinn á okkur. /HKr. Speglun í gestsauga ÍSLAND ER LAND ÞITT - Mynd / Hörður Kristjánsson Fram undan er snörp kosningabarátta. Á þessum rúmum þremur vikum sem eru til kosninga munu fulltrúar framboða, sem gætu náð að fylla tuginn á landsvísu, reyna að sannfæra okkur öll um ágæti sinna hug- mynda. Þar á meðal verður talað til bænda og landsbyggðarfólks eins og annarra. Ég vil hvetja þá sem þetta lesa til að mæta á framboðsfundi og á aðrar uppákomur þar sem tækifæri gefst til að ræða við það fólk sem vill vinna fyrir land og þjóð. En það ætti ekki að vera eingöngu til að hlusta á ræður og þiggja veitingar, heldur til að ganga eftir skýr- um svörum um sýn framboðanna á málefni landbúnaðarins og landsbyggðanna. Mörg mál mætti þar nefna – til dæmi eftirfarandi: • Hver er stefnan í málefnum sauðfjár- bænda? Vill framboðið grípa til ein- hverra aðgerða vegna þess vanda sem þar er uppi? Á að beita sér fyrir einhverri breytingu á umgjörð á sölu sauðfjár- afurða, svo sem með því að taka upp möguleika á sveiflujöfnum eins og tíðk- ast víða erlendis? • Hverjar eru áherslur framboðsins við endurskoðun búvörusamninga? Við erum að fara inn í endurskoðun samninganna á árinu 2019. Hverju vill framboðið breyta við þá endurskoðun og í hvaða tilgangi? • Hver er skoðun framboðsins á rekstr- arumhverfi mjólkurframleiðslunnar? Sér það fyrir sér breytingar á því og þá hverjar og á hvaða forsendum? • Hver er afstaða framboðsins til tollvernd- ar í landbúnaði? Á að nýta hana áfram, tryggja að hún þjóni tilgangi sínum eða breyta henni? Ef draga á úr tollvernd, styðja menn þá að beinn stuðningur auk- ist á móti? • Hver er afstaða framboðsins til upp- runamerkinga á matvörum? Hvernig telur framboðið að ástand merkinga sé í dag og er frekari aðgerða þörf? Styður framboðið merkingar þar sem fram komi enn frekari upplýsingar, svo sem um framleiðsluaðstæður, dýravelferð, lyfjanotkun, umhverfisfótspor og aðra áhrifaþætti? • Hvernig metur framboðið ástand innviða í hinum dreifðu byggðum, svo sem vega, póstþjónustu, fjarskipta, flutningskerfis raforku og annarrar samfélagsþjónustu? Á að beita sér fyrir einhverjum breyting- um þar, þá hverjum og á hvað löngum tíma? • Hvernig metur framboðið samkeppnis- stöðu landbúnaðarins? Hvar er hún best og hvar er hún lökust og hvernig sér það þróun mála fyrir sér til framtíðar? Á að leggja áherslu á sem lægst verð eða er annað í forgangi? Er landbúnaðarstefna og byggðastefna það sama að mati fram- boðsins? Margt fleira mætti nefna og víða eru auðvitað staðbundin mál þar til viðbótar. En það skipt- ir verulegu máli að bændur og landsbyggðarfólk spyrji framboðin gagnrýninna spurninga á þessum stutta tíma sem kosningabaráttan stendur og gangi eftir því að svarað sé skýrt og greinilega. Síðan verðum við að vona að kosningarnar skili þeirri niðurstöðu að hægt verði að mynda ríkisstjórn fljótt og vel sem njóti trausts bæði inn á við og út á við. Við vonumst auðvitað til að það verði ríkisstjórn sem hafi skilning á málefn- um bænda og landsbyggðanna, en valdið er kjósendanna og þannig á það að vera. Skipan nýrrar verðlagsnefndar búvöru Síðustu daga hefur verið mikil umræða innan landbúnaðarins og víðar um skipan nýrrar verðlagsnefndar búvöru. Nefndin ákveður verð á mjólk til bænda sem og heildsöluverð á mjólk til vinnslu, drykkjarmjólk, rjóma og smjöri og nokkrum öðrum mjólkurafurðum. Aðrar landbúnaðarafurðir eru ekki verðlagðar með opinberum hætti. Í nefndinni hafa setið fulltrúar bænda, mjólkuriðnaðarins, launþega og stjórnvalda. Mikilvægt þótti að launþegar kæmu þar að enda er hér um nauðsynjavörur að ræða og mjólkuriðnaðurinn hefur leyfi til að skipu- leggja sig sem eina heild – í hagræðingar- skyni, en ræður ekki verði afurða sinna á móti. Átök hafa oft verið um verðákvarðanir. Mörg dæmi eru um að hagsmunir launþega hafi þar ráðið för. Árið 2015 ákváðu ASÍ og BSRB að hætta að tilnefna í nefndina. Þá var umframeftirspurn eftir mjólk og samtökin völdu að halda ekki samstarfinu áfram, en tóku þó fram eftirfarandi í tilkynningu: „Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að starf verðlagsnefndar búvara hefur verið farsælt og til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur. Niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er á sama veg.“ Undir það skal tekið hér. Við þetta féll tilnefningarrétturinn til ráðherra félagsmála sem reyndi að finna fólk með bakgrunn í laun- þegahreyfingunni þó þeir væru ekki fulltrúar ASÍ eða BSRB. Þeir fulltrúar voru, þar til nú, annars vegar skrifstofustjóri Verkalýðsfélags Akraness sem kom af almenna vinnu- markaðnum og hins vegar þáverandi formaður Samtaka slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna af opinbera markaðnum. Formaðurinn var embættismaður af landbúnaðar skrifstofu atvinnuvegaráðuneyt- isins. Fulltrúar núverandi ráðherra hafa ekki tengingu við samtök launþega (prófessor og lögmaður sem er einn eigenda stofunnar þar sem hún starfar). Formaður er svo hag- fræðingur hagsmunasamtaka fyrirtækja sem eru helst þekkt fyrir að berjast fyrir aukinni markaðshyggju. Þetta eru alltént ekki fulltrú- ar sömu sjónarmiða. Auk þess er gengið fram- hjá þeirri þekkingu sem til er á málaflokknum í ráðuneytinu. Ráðherrar Viðreisnar hafa talað mikið um sjónarmið neytenda. Ekki varð þó vart við að samtökum neytenda væri boðin nein aðkoma að þessari uppstokkun. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Gangið eftir svörum Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.