Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Hrannar Smári, tilraunastjóri í jarðrækt við LbhÍ: Góðar uppskeruhorfur um allt land „Kornhorfur eru almennt góðar um allt land,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu. „Þetta er sérstakt því oft vill verða lakari uppskera í sumum landshlutum þegar hún er góð annars staðar. Byggið hefur þornað vel í vel flestum ökrum, en miklar rigningar norðanlands snemma í sumar virðast hafa skolað út áburði í mörgum ökrum,“ segir Hrannar Smári. Samtals 768 tilraunareitir á átta stöðum „Þetta er síðasta árið í fimm ára átaksverkefni í byggkynbótum sem styrkt er af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefnið hefur leitt af sér nokkur nemendaverkefni og vísindagreinar sem og fjölda kynbótalína sem Jónatan Hermannsson skildi eftir sig þegar hann fór á eftirlaun,“ segir Hrannar Smári, sem tók við stöðunni af Jónatan seint á síðasta ári. „Það er ætlunin að prófa þær sem víðast í samanburði við þau yrki sem þegar eru á markaði. Með því að prófa á svo mörgum stöðum er hægt að sjá hvaða yrki eru best hvar og hvort um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. En nú eru 32 yrki og línur í prófunum í þremur endurtekningum á átta stöðum um allt land, samtals 768 tilraunareitir.“ Byggtilraun í Vopnafirði í fyrsta sinn „Byggyrkjatilraunir fara fram á fleiri stöðum í ár en á undanförnum árum,“ segir Hrannar Smári. „Við erum með tilraunir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, Gunnarsholti, Hvanneyri, Vindaheimum í Skagafirði, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hálsi í Kaldakinn, Engihlíð í Vopnafirði og Hoffelli í Hornafirði. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við bændur. Undanfarin ár hafa tilraunir farið fram á Þorvaldseyri, Vindheimum, Möðruvöllum og Korpu, en var bætt við fleiri stöðum og Korpa er ekki með. Aldrei fyrr en nú hefur farið fram byggtilraun í Vopnafirði.“ Hálmurinn líka til athugunar Hrannar Smári segir að í ár sé hálmurinn vigtaður og hæð hans mæld, en mikill breytileiki er að hans sögn á hálmmagni milli yrkja. „Það er alls ekki víst að hæðin sé besti mælikvarðinn á magnið, en það á eftir að koma í ljós. Frumniðurstöður þessara tilrauna verða birtar í jarðræktarskýrslu eins og undanfarin ár en ítarlegri greining í vísindagrein síðar,“ segir Hrannar Smári. /smh FRÉTTIR Myndir / Sigurgeir Hreinsson Kornskurður í Eyjafirði langt kominn: Meðaluppskeran í þokkalegu lagi Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmda stjóri Búnaðar sambands Eyjafjarðar, var á ferðinni í Svarfaðar dal og leit á akurinn, hann segir uppskeru með ágætum. Mikil og góð spretta var í sumar enda veður að mestu ljómandi gott. Bleytutíð í byrjun ágúst hafði þó í för með sér að korn lagðist og uppskera fyrir vikið ekki alveg eins góð og hún hefði ella orðið. „Menn væla nú samt ekki neitt, uppskera verður með ágætum, en kannski ekki þessi úrvals sem annars hefði orðið,“ segir Sigurgeir. /MÞÞ Sýklalyfjanotkun fólks hér á Íslandi eykst, segir í skýrslu sóttvarnalæknis: Efla þarf eftirlit með sýklalyfja- ónæmum bakteríum í matvælum Sýklalyfjanotkun fólks hér á landi jókst um 5% árið 2016 frá fyrra ári, samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Sýklalyfjaónæmi er lítið á Íslandi en hefur aukist. Sýklalyfjanotkun í dýrum er með því sem minnst þekkist í Evrópu. Sóttvarnalæknir gefur árlega út skýrslu um sýklalyfjanotkun hjá mönnum og dýrum, ásamt faralds- fræði sýklalyfjaónæmra baktería. Skýrslan fyrir árið 2016 leiðir í ljós að notkun sýklalyfja hjá mönnum fer vaxandi. Vonbrigði Í tilkynningu sóttvarnalæknis segir að þessar niðurstöður valdi ákveðnum vonbrigðum því á sama tíma hafi sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar segir einnig að athygli veki að notkun sýklalyfja hjá börnum yngri en 5 ára og fólki eldra en 65 ára auk- ist milli áranna 2015 og 2016 en notkunin hjá þessum aldurshópum hafði aftur á móti dregist saman árin á undan. Barátta við sýklalyfjaónæmi Sóttvarnalæknir segir í skýrslunni vona að skýrslan muni reynast gagnleg í baráttunni við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Enn fremur að ljóst sé að hér á landi þurfi að leggja í verulegt átak með lækn- um við að bæta notkun sýklalyfja. Efla þarf eftirlit með sýklalyf- jaónæmum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Starfshópur á vegum heilbrigðis ráðherra skilaði í apríl á þessu ári skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæm- is. Hópurinn lagði þar fram tíu tillögur, meðal annars um hvernig draga megi úr sýklalyfjaónæmi í mönnum, en óskynsamleg og mikil sýklalyfjanotkun er ein helsta ástæðan fyrir aukinni útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería, líkt og fram kemur í umfjöllun sóttvarna- læknis. /VH Evrópuþingið: Tollasamningur ESB og Íslands um landbúnaðarvörur staðfestur Staðfesting tollasamnings ESB og Íslands felur í sér að felldir eru niður tollar af 101 tollnúmeri sem koma til viðbótar við þau númer sem tollar hafa þegar verið felldir niður af. Gildistaka samningsins er háð sam- þykki bæði íslenskra stjórnvalda og ESB en hinn 13. september 2016 sam- þykkti Alþingi þingsályktun sem heim- ilaði ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Evrópusambandsins um ívilnanir í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dæmi um vörur sem bera núna ekki toll eru sykurvörur, sósur og gerjaðir drykkir. Aftur á móti munu með samkomulaginu falla niður tollar á vörum eins og súkkulaði, sætu kexi, pitsum og fylltu pasta. Þá felur samkomulagið í sér að stórauknir eru tollkvótar á kjöti, svína-, alifugla- og nautakjöti en þess ber að geta að tollkvótar þessir verða innleiddir í áföngum en koma að fullu til framkvæmda að fjórum árum liðn- um frá gildistöku samningsins. /VH Mynd / Magnus Göransson Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur: Frestur til að skila umsóknum ekki framlengdur Matvælastofnun opnar fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur á Bændatorginu föstudaginn 6. október. Að sögn Heiðrúnar Sigurðar- dóttur, sérfræðings hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar, verður frestur til að skila inn umsóknum á Bændatorginu ekki framlengdur en bændur skulu skila rafrænni umsókn eigi síðar en 20. október ár hvert. Heiðrún vekur athygli á því að nú verða bændur að skila lögbundnu skýrsluhaldi í jarðrækt í skýrsluhaldskerfinu JÖRÐ.IS áður en gengið er frá umsókn á Bændatorginu. Tölvudeild Bændasamtakanna hefur unnið að nýrri útgáfu af JÖRÐ. IS samkvæmt faglegri leiðsögn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í þeim tilgangi að tryggja að ákvæði reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016 séu uppfyllt um fullnægjandi skil á skýrslu haldi. ,,Þegar skráningu er lokið í JÖRÐ.IS og skýrsluhaldinu hefur verið skilað þar, þá tekur ekki langan tíma að ganga frá rafrænni umsókn á Bændatorginu. Ástæðan er að öll gögn eru forskráð í JÖRÐ. IS og ekkert þarf að skrá í sjálfa umsóknina, heldur velja bændur einfaldlega spildur á jörðum sínum sem birtast í umsókninni. Forsendan er að sjálfsögðu að búið sé að skrá allar upplýsingar Jarðarmegin, túnkort sé til staðar og uppskeruskráning í hekturum ef um umsókn um landgreiðslur er að ræða o.s.frv. Ég geri ráð fyrir að Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins verði bænd- um innan handar við frágang á skýr- sluhaldinu í JÖRÐ.IS svo þetta gangi allt vel fyrir sig,“ sagði Heiðrún að lokum. Heiðrún Sigurðar dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.