Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017
Heilsa og aukinn koltvísýringur í andrúmslofti:
Næringargildi plantna minnkar vegna
aukins koltvísýrings í andrúmslofti
Nýjar rannsóknir benda til
að aukið magn koltvísýrings í
andrúmslofti valdi minnkun á
næringarefnum í bæði villtum
plöntum og nytjagróðri.
Sykurinnihald plantna er aftur á
móti að aukast. Erlendis er þetta
kallað „The junk-food affect“.
Mælingar sýna að magn koltví-
sýrings á andrúmslofti hefur aukist
stöðugt frá upphafi iðnbyltingarinn-
ar og er enn að aukast. Rannsóknir
sýna að fyrir iðnbyltinguna var
magni 280 hlutar af milljón en árið
2016 mældist koltvísýringur í and-
rúmslofti hátt í 400 hluta úr milljón.
Spár gera ráð fyrir að magnið nái
550 hlutum úr milljón á næstu 50
árum sem er nánast tvöföldun frá
því á seinni hluta átjándu aldar, eða
um það leyti sem fyrsta dráttarvélin
var tekin í notkun.
Koltvísýringur, ljóstillífun og
kolvetni
Við ljóstillífun nota plöntur
meðal annars koltvísýring úr
andrúmsloftinu til að framleiða
súrefni og sykur. Þannig verður til
orka í formi kolvetnis eða sykra sem
plönturnar nota til vaxtar og sem
forða. Súrefni er aukaafurð sem
plönturnar gefa frá sér.
Kolvetni eru lífræn efni
sem innihalda kolefni, vetni og
súrefni í ákveðnum hlutföllum.
Hefðbundinn sykur eða glúkósi
samanstendur af tólf vetnisatómum,
sex súrefnisatómum og sex
kolefnisatómum. Tvær eða fleiri
sykursameindir geta bundist og
myndað flóknari kolvetni. Tvær
megingerðir kolvetna í fæðu eru
einföld kolvetni eða sykrur og
flókin kolvetni, mjölvi og trefjar.
Flest kolvetni eru brotin niður í
sykursameindir í líkamanum við
meltingu.
Stór hluti mannkyns fær orku
og næringu úr korni, hrísgrjónum,
byggi, hveiti, maís og kartöflum.
Þar sem plöntur nýta koltvísýring til
að framleiða súrefni og sykrur mætti
ætla að aukið magn koltvísýrings
í andrúmslofti væri gott fyrir
plönturnar og það sem er gott fyrir
plöntur sé gott fyrir mannfólkið sem
nærist á þeim.
Rannsóknir vísindamanna eins
og Irakli Loladze og Lewis Ziska
benda til að svo sé ekki. Athuganir
þeirra á efnainnihaldi í þurrkuðum
plöntum og tilraunir með að auka
koltvísýringsmagn í umhverfi
plantna og efnagreining þeirra sýnir
að magn kolvetna í plöntum er að
aukast en að næringarefnainnihald
þeirra er að minnka. Er þá sama
hvort verið er að tala um helstu
korntegundir í ræktun eða káljurtir
og ávexti. Rannsóknir sýna einnig
minnkandi magn af C-vítamíni í
paprikum og verið er að kanna hvort
kaffeininnihald í kaffibaunum hafi
einnig dregist saman.
Fylgifiskur aukins koltvísýrings
í andrúmslofti er að plöntur vaxa
hraðar og aukinn vöxtur leiðir til
þess að þær verða trefjaríkari. Þrátt
fyrir aukinn vöxt dregur úr útguf-
un plantnanna og þannig dregur úr
vatnsupptöku þeirra og á sama tíma
upptöku næringarefna úr jarðvegi.
Önnur ástæða er talin vera sú að
plöntur safna frekar í sig kolvetnum
þegar nóg er af þeim í stað nær-
ingarefna.
Afleiðingin er að til verður meira
af plöntuafurðum og fæði en hún
verður næringarefnasnauðari og
við þurfum meira af ræktarlandi
til að fullnægja næringarefnaþörf
mannkynsins.
Hraðvaxin yrki og aukin
áburðarnotkun
Bent hefur verið á að val á hraðvaxta
yrkju til ræktunar og aukin notkun á
tilbúnum áburði til að auka uppskeru
geti haft áhrif á næringarefnainnihald
nytjajurta og réttilega sagt að búið
sé að rækta bragðið úr mörgum
tegundum matjurta.
Irakli Loladze tekur undir þetta
en telur þessa þætti einungis vera
hluta af skýringunni og að aukið
magn koltvísýrings í andrúmsloftinu
skipti þar meira máli en talið hefur
verið til þessa.
Fóðurjurtir
Á sama tíma og sykurmagn eykst
og næringarefnagildi nytjajurtar
til manneldis minnkar mun sama
gerast með fóðurjurtir. Slíkt mun
leiða til verra fóðurs fyrir búfé og
óhollari fæðu fyrir neytendur.
Næringarsnauðari fæða
Sé tilgátan rétt er aukið magn
koltvísýrings farið að hafa áhrif á
efnainnihald plantna og gera fæðuna
sem við neytum ríkari af kolvetnum
og rýrari af næringarefnum.
Eigi aukning á koltvísýringi í
andrúmslofti eftir að aukast enn
frekar, eins og spár gera ráð fyrir,
mun kolefnisinnihaldið aukast enn
meira og næringarefnainnihaldið
rýrna enn meira.
Mælingar á efnainnihaldi úr
þurrkuðum plöntum plöntusafna
sýnir að næringarefnainnhald
þeirra hefur dregist saman um
8% frá upphafi iðnbyltingarinnar.
Vísbendingar eru einnig um að
próteininnihald hveitis og hrísgrjóna
hafi dregist saman um 6 til 8% á
sama tíma.
Efnin sem rýrna eru meðal
annars mikilvæg næringarefni eins
og járn, magnesíum, kalsíum, fosfór
og sink.
„The junk-food affect“
Erlendis er farið að kalla þessa
þróun „The junk-food affect“
eða ruslfæðisáhrifin og vísað
til hás sykurinnihalds og lágs
næringarefnainnihalds í mörgum
skyndibitum eða ruslfæði.
Haldi þessi þróun áfram sem
horfir er því spáð að um 2050 muni
minnkandi innihald næringarefna
og próteina í nytjajurtum hafa
bein áhrif á að minnsta kosti 150
milljón íbúa í fátækustu löndum
heims. Einnig er því spáð að vegna
þessa gæti milljarður mæðra og yfir
350 milljón börn þjáðst af járn- og
blóðskorti.
Annað vandamál sem líklega
mun aðallega herja á ríkari hluta
mannkyns er ekki síður alvarlegt, en
það er aukin tíðni offitu, sykursýki
og æðasjúkdóma vegna aukinnar
neyslu á sykri og trefjum í kornvöru
eins og brauði og pasta, grænmeti og
ávöxtum. /VH
Aukin koltvísýringur í andrúmslofti leiðir til minni útgufunar um loftaugu á laufblöðum plantna og um leið til minni
vatnsupptöku og næringarefnanáms þeirra.
koltvísýringsmagns í andrúmslofti.
Minnkandi magn næringarefna
í matjurtum gæti leitt til járn- og
blóðskorts mæðra og barna í
UTAN ÚR HEIMI