Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Mikið hefur verið rætt og ritað um lífeyrissjóði landsmanna. Með stofnun þeirra töldu flestir launþegar að búið væri að tryggja framfærslu þeirra á efri árum, en á liðnum misserum og árum hafa verið að koma upp miklar efasemdir um ágæti sjóðanna. Nær 14 þúsund milljóna króna rekstrarkostnaður stærstu 15 sjóðanna á síðasta ári stingur þar óneitanlega í augu launþeganna sem eiga sjóðina. Þetta er um þrem milljörðum króna hærri upphæð en allur rekstrarkostnaður Akureyrarbæjar. Heildareignir lífeyriskerfisins eru metnar á 3.633 milljarða króna. Þar af eru innlendar eignir 2.872 milljarðar króna, eða um 78% af heildareignum. Þegar talað er um þessar risaeignir verður fólk að hafa það í huga að það eru alls ekki peningar sem eru fastir í hendi. Fjármunirnir eru að verulegum hluta bundnir í hlutabréfum og fyrirtækjum sem eiga það til að vera ansi fallvölt. Ein myndarleg fjármálakreppa, nú eða óáran í heimsmálunum, getur þurrkað út þessar meintu eignir á ótrúlega skömmum tíma. Það sýnir reynslan af síðustu fjármálakreppu mjög vel þegar sjóðirnir töpuðu hundruðum milljarða. Þrátt fyrir það hefur verið haldið áfram á sömu braut í áhættufjárfestingum. Nýjasta dæmið um áhættuna sem verið er að taka má sjá í fregnum af milljarða fjárfestinga lífeyrissjóða í United Silicon í Reykjanesbæ. Þá hefur hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í skráðum félögum í íslensku Kauphöllinni fallið um milljarðatugi í kjölfar þessa að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu aðfaranótt 15. september. Strax eftir fall ríkisstjórnarinnar þurrkuðust út á pappírunum 35 milljarðar króna. Beinn lífeyrisskattur í stað lífeyrissjóðssöfnunar Ýmsir hafa bent á að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir eru reknir í dag, séu orðnir ósnertanlegt kerfi í kerfinu. Þeir séu líka beinlínis skaðlegir fyrir launþega vegna vaxtaáhrifa sem rekstur sjóðanna skapar í samfélaginu. Auk þess hafi venjulegt launafólk litla sem enga aðkomu að stjórnun þeirra. Þessu til viðbótar telja margir að enginn ávinningur sé af því fyrir sjóðsfélaga að greiða í þá þar sem þær uppsöfnuðu greiðslur eru síðan nýttar til að skerða bætur Tryggingastofnunar á móti. Það sem eigi því að vera til að bæta lífskjör launþega sé ekkert annað en skattur en ekki lífeyrissöfnun. Gegnumstreymisgreiðslur úr sjóðunum kalla á stöðugt hærri iðgjöld Stór eignarhlutur í fyrirtækjum í verslun og flugrekstri hafa líka sýnt að stjórnendur sjóðanna eru hræddir við að selja þar eignarhluti af ótta við að það leiði til verðfalls og þar með skerðinga á bókfærðum eignum. Þess vegna virðist eina færa leiðin til að halda uppi vaxandi lífeyrisútgreiðslum úr sjóðunum til sjóðsfélaga vera að hækka iðgjöld. Sterkar líkur eru því að fljótlega verði sett fram krafan um að hækka iðgjöldin enn frekar og treysta á að mæta útgreiðslum með gegnumstreymisfjármagni, en ekki með sölu eigna. Kerfið er því að verða stöðugt þyngri baggi á launþegum þvert á upphaflegan tilgang. Slík dæmi hafa menn ljóslifandi fyrir framan sig, eins og þegar lykilmenn í Högum seldu sína eign vegna ótta við að hún rýrnaði þegar áhrifa af innkomu Costco færi að gæta á markaðnum. Eðlilegt hefði verið að lífeyrissjóðirnir reyndu líka að koma sínum eignum í félaginu í skjól með því að selja. Það var hins vegar ekki hægt í ljósi stórs eignarhluta, því þá hefði hlutabréfaverð í fyrirtækinu hrunið. Til að halda hlutabréfaverðinu uppi neyddust lífeyrissjóðirnir því til að styrkja sína stöðu í félaginu. Sama gerðist í raun í Icelandair. Það getur því reynst afar snúið fyrir lífeyrissjóðina að innleysa bókfærða eign sína í áhættusömum rekstri til að mæta vaxandi þörf á lífeyrisgreiðslum. Til þess finnst aldrei heppilegur tími.Eina færa leiðin virðist vera að hækka iðgjöld launþega í sjóðina til að mæta auknu útstreymi. . Iðgjöldin eru nú að fara í 15,5% með hlut launagreiðenda, hvað þau verða eftir næstu kjarasammninga veit enginn. Svona þróun getur ekki leitt til annars en vaxandi óánægju launþega og hruns kerfisins. „Eignaupptaka og þjófnaður“ Eins og kerfið er rekið í dag þá er inneign sjóðsfélaga ekki erfanleg við andlát. Flestir greiðendur iðgjalda andast án þess að klára reiknaðar úttektarheimildir og því hverfur ætluð inneign inn í svarthol sjóðanna. Þrátt fyrir þetta dugar þessi eignaupptaka ekki til að halda uppi útreiknuðum greiðsluskuldbindingum sjóðanna. Helgi Pétursson, fyrrverandi talsmaður „Gráa hersins“ svokallaða, lýsti afskiptum ríkisins af eignum lífeyrisþega ágætlega í viðtali við Morgunblaðið í apríl síðastliðnum þegar hann sagði: „Lágmarksframfærslunni sem við eigum að fá frá ríkinu er velt yfir á lífeyrissjóðina og þetta segjum við að sé bara eignaupptaka og þjófnaður,“ sagði Helgi. Þar kom líka fram að Grái herinn vildi láta reyna á lögmæti þessa fyrir dómstólum og það er hann að gera í máli sem höfðað hefur verið í samvinnu við Flokk fólksins. Var Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður fenginn til að taka málið að sér. Skylduiðgjöldin hækka stöðugt Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Íslands gerðu með sér samkomulag um hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði 2016. Mótframlag átti samkvæmt því að hækka um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Gengið var frá samkomulaginu 15. júní 2016. „Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs“ samkvæmt samningi þessum verður þá samtals 15,5% frá 1. júlí 2018, sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekanda. 1. júlí 2016 hækkaði mótframlag atvinnurekenda um 0,5 prósentustig. 1. júlí 2017 hækkaði mótframlag atvinnurekenda um 1,5 prósentustig. 1. júlí 2018 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5 prósentustig. Hækkun um 0,5% þann 1. júlí 2016 átti samkvæmt hugmyndum SA og ASÍ að renna í samtryggingu sjóðsfélaga. Frá 1. júlí 2017 gat fólk samkvæmt samkomulaginu ráðstafað allt að 2 prósentustigum í bundinn séreignarsparnað. Frá 1. júlí 2018 á fólk svo að geta ráðstafað allt að 3,5 prósentustigum í bundinn séreignarsparnað. Hvort SA og ASÍ eru þess umkomin að ráðskast með hluta af launum fólks hlýtur að vekja spurningar um stjórnarskrártryggðan rétt fólks til að standa utan við félög, eins og lífeyrissjóði. Félagafrelsi er líka hluti af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfest voru á Íslandi 1995. ASÍ gerði blákalt atlögu að rétti launþega til að ráðstafa hluta aukinna iðgjalda í séreignarsjóði. Sagði ASÍ ljóst í kjölfar undirritunar samkomulagsins að þáverandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða hefði ekki að geyma ákvæði sem heimilar sjóðsfélögum eða lífeyrissjóðum að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi í bundna séreign. Einnig væri ljóst að tíminn fram til 1. júlí 2016 væri ekki nægur til að lífeyrissjóðirnir gætu sett upp gagnsætt og skilvirkt kerfi svo sjóðsfélagar gætu tekið upplýsta ákvörðun um að ráðstafa hluta skyldutryggingariðgjalds í bundna séreign og áhrif þeirrar ákvörðunar á samsetningu réttinda sinna. Samtök atvinnulífsins bættu svo um betur með því að segja: „Hækkun framlags atvinnu- rekenda til lífeyrissjóðs um 0,5% frá og með 1. júlí 2016 verður fyrst um sinn ráðstafað í samtryggingu viðkomandi lífeyrissjóðs þar til valrétturinn tekur gildi frá og með 1. júlí 2017.“ Fjármálaeftirlitið tekur SA og ASÍ á beinið Vilhjálmur Birgisson, verkalýðs- foringi á Akranesi, gerði alvarlega athugasemd við útlistun SA og ASÍ á þessu máli. Benti hann á að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafi óskað eftir því við lífeyrissjóðina að þeir héldu aukaaðalfundi þar sem reglugerðum sjóðanna var breytt þannig að búin var til ný séreign, svokölluð tilgreind séreign. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og lífeyrissjóðirnir hafi síðan haldið því fram að með þessari breytingu á reglugerðum sjóðanna hefði launafólk ekki kost á að velja sér annan vörsluaðila en lífeyrissjóðina og réðu því þá ekki hvernig það ráðstafaði þessum fjármunum. Fjármálaeftirlitið sendi lífeyris- sjóðunum bréf vegna svokallaðrar tilgreindrar séreignar en í þessu bréfi voru gerðar alvarlegar athugasemdir við útlistun fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóðanna á meðferð þessarar viðbótar lífeyrisgreiðslu. Fyrsta hækkunin kom 1. júlí 2016, næsta hækkun kom 1. júlí 2017 og sú síðasta kemur 1. júlí 2018, eða samtals 3,5%. Í endurskoðuninni í janúar 2016 var skýrt kveðið á um að einstaklingar eigi að hafa val um að geta sett þetta viðbótar framlag upp á 3,5% í bundna séreign eða í samtrygginguna. Í bréfi FME segir: „Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóðanna þess efnis að sjóðsfélögum beri að ráðstafa iðgjaldi til tilgreindrar séreignar til sama lífeyrissjóðs og tekur við iðgjaldi vegna samtryggingar, telur Fjármálaeftirlitið rétt að vekja athygli á þeim reglum sem gilda um rétt sjóðsfélaga til að ráðstafa iðgjaldi sem renna skal til séreignar.“ Yrði staðan betri með gegnumstreymiskerfi? Því hefur verið velt upp að með því að leggja lífeyrissjóðina niður og taka upp 8% beinan lífeyrisskatt í gegnumstreymiskerfi í staðinn, myndu launþegar geta sparað sér gríðarlega fjármuni. Þessi skattur rynni óskertur til öldrunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Sú prósenta myndi skila ríkinu mun hærri hreinum tekjum í þennan rekstur en umsaminn 15,5% iðgjöld í lífeyrissjóðina. Skattur sem nú er ekki innheimtur fyrr en við útgreiðslu úr sjóðunum kæmi þá strax inn í ríkissjóð. Auk þess yrði afar fjárfrekar afætur á lífeyriskerfinu skornar af. Mismuninn, 7,5% af skattlögðum launum, gætu launþegar svo lagt inn á eigin reikninga ef þeim sýndist svo, eða nota til að auka sín lífsgæði. Minni áhætta lægri vextir Ef sjóðirnir yrðu lagðir niður hyrfi líka ryksuguáhrif þeirra í þjóðfélaginu vegna 3,5% ávöxtunarkröfunnar og gríðarlegra umsvifa í fyrirtækjarekstri. Afleiðingin gæti orðið mun lægri vextir á lánum til almennings. Launþegar yrðu þá ekki lengur neyddir til að leggja atvinnulífinu til gríðarlegar upphæðir í formi áhættufjármagns í gegnum skyldugreiðslur til lífeyrissjóðina. Flestir íslenskir stjórnmálamenn hafa hrósað Íslenska lífeyris- sjóðakerfinu í hástert og telja það í alvöru vera akkeri sem geti bjargað þjóðinni þegar í harðbakkann slær og þjóðin eldist. Um leið finna þeir gegnumstreymiskerfi til að halda uppi velferðarkerfinu allt til foráttu. Samt eru slík kerfi notuð víðast hvar annars staðar. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki enn séð þann hag sem í kerfinu á að felast. Ekki eru launþegar heldur upplýstir um þá áhættu sem þeir eru neyddir að taka með drjúgan hluta launa sinna í gegnum skylduinnheimtu iðgjalda. Fjármagnssuga í íslensku hagkerfi Lífeyrissjóðakerfið sogar til sín gríðarlegt fjármagn frá launþegum í landinu á hverju ári. Þar nema iðgjöldin um 160 þúsund milljónum króna á ári, en útgreiðslur nema um 119 milljörðum samkvæmt ársreikningum lífeyrissjóðanna. Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóðina er framkvæmd samkvæmt lagaboði. Margir eru þó farnir að efast um að slík lög fáist staðist þar sem lífeyrissjóðirnir eru ekki í eigu ríkisins og þarna sé formlega ekki um skattinnheimtu að ræða. Það standist því ekki frekar en skylduaðild að verkalýðsfélögum sem þegar hefur verið dæmd ólögmæt hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Meira að segja hefur Alþýðusamband Íslands neyðst til að viðurkenna þetta. Á heimasíðu ASÍ segir: „Samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár, má engan skylda til aðildar að félagi þó kveða megi á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt Lífeyrissjóðir landsmanna soga til sín gríðarlega fjármuni úr samfélaginu: Göfug markmið um sjóði sem eru að breytast í martröð eigenda sinna – Umsvif sjóðanna og ávöxtunarkrafa kallar á hátt vaxtastig í landinu, stöðugt hærri iðgjöld og óheyrilegan rekstrarkostnað Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.