Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Norðlenska hefur tapað yfir 400 milljónum króna á slátrun og úrvinnslu sláturafurða á árunum 2014 til 2016, á sama tíma hefur augljóslega engin arðsemi verið á eigin fé fyrirtækisins. Undanfarin misseri hefur verið ráðist í umtalsverðar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins, en þrátt fyrir þær vantaði um 180 milljónir króna upp á afkomuna árið 2016 til að komast hallalaust frá slátrun, vinnslu og sölu sauðfjárafurða. Hækkanir á kostnaði eru fyrirsjá- anlegar nú í ár og á því næsta, þannig stefnir í að starfsmannakostnaður hjá Norðlenska í yfirstandandi slát- urtíð hækki um rúmar 40 milljónir króna vegna launahækkana og auk- ins kostnaðar vegna húsnæðis fyrir starfsfólk í sláturtíð. Þetta kemur fram í bréfi sem Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, ritaði nýverið í kjölfar mikillar umræðu undanfarið vegna verðskrár sauð- fjárinnleggs afurðastöðvar þetta haustið. Í bréfinu útskýrir hann ástæður þess að verð til bænda fyrir sauðfé fellur jafn mikið milli ára og raun ber vitni. Afleit afkoma í útflutningi Ágúst nefnir í fyrstu að söluverð sauðfjárafurða hafi ekki verið í takt við innkaupsverð undanfarin ár. Afkoma af útflutningi hafi verið afleit, bæði á kjöti og aukaafurðum, þar sem haldist hafa í hendur sterk íslensk króna og erfiðar aðstæður á flestum erlendum mörkuðum sem selt hefur verið inn á. Aðstæður hafi ítrekað þróast til verri vegar milli sláturtíða. Afurðastöðvar sem staðgreiða innlegg bænda að hausti hafi ekki náð þeim verðmætum út úr vörunni sem væntingar stóðu til þegar verð fyrir afurðir var ákveðið. Þetta hafi valdið afurðastöðvum tapi. Norðlenska hafi þannig tapað yfir 400 milljónum króna á slátrun og úrvinnslu sauðfjárafurða á tímabilinu frá 2014 til 2016. Arðsemi eigin fjár sé á þessum tíma engin. Átak í útflutningi skilaði árangri Ágúst gerir birgðastöðu afurðastöðvanna að umtalsefni enda mikið um rætt hina síðustu daga. Heldur birti til í þeim efnum frá því sem útlit var fyrir, einkum vegna átaks í útflutningi sem gerði stöðvunum kleift að minnka tap af útflutningi á kjöti frá síðustu sláturtíð. Um 850 tonn af kjöti voru seld utan í þessu sérstaka átaki, þar af fór umtalsvert magn í nýliðnum ágústmánuði. „Hefði ekki komið til þessa verkefnis er líklegt að birgðir hefðu verið mun meiri nú við upphaf sláturtíðar en raunin var,“ segir hann og bætir við að ekkert í tillögum stjórnvalda bendi til að framhald verði á verkefninu. Fátt bendir nú til þess að ytri aðstæður verði betri á næstu 12 mánuðum heldur en þær hafa verið hina síðustu mánuði hvað afkomu á sölu sauðfjárafurða varðar. Nefnir Ágúst að á milli áranna 2009 til 2016 hafi meðalkostnaðarverð þeirra sauðfjárafurða sem Norðlenska selur hækkað um 29%, útsöluverð þessara vara hafi á sama tíma hækkað um 21%. Að frátöldum útflutningi hafi kostnaðarverð hækkað um 25% en meðalútsöluverð um 23%. Á sama tíma hafi undirvísitala vísitölu neysluverðs miðað við júlí ár hvert hækkað um 26% fyrir kjöt almennt en 19% fyrir lambakjöt. Hækkandi kostnaður innanlands „Þrátt fyrir að Norðlenska hafi náð þeim árangri, m.a. með umtalsverðri vöruþróun, að auka virði sauðfjárafurða umfram almenna þróun markaðarins dugar það ekki til þegar ytri aðstæður þróast með þeim hætti sem verið hefur í útflutningi sauðfjárafurða,“ segir Ágúst Torfi. Meðalútsöluverð útflutnings hafi raunar einungis hækkað um 3% frá árinu 2009. Á sama tíma hefði kostnaðarverð útfluttra vara hækkað um 44%. „Þær kostnaðarhækkanir eru að hluta til hærri kostnaður innanlands, s.s. hærra innkaupsverð frá bændum, launahækkanir, hækkandi eftirlitsgjöld og auknar álögur vegna förgunar úrgangs auk þess sem flutt hefur verið út meira unnin vara, með hærra kostnaðarverði, í þeirri viðleitni að auka virði útflutnings,“ segir hann. Starfsmannakostnaður hækkar um 40 milljónir frá í fyrra Ágúst Torfi bendir á að ráðist hafi verið í miklar hagræðingaraðgerðir hjá félaginu að undanförnu. Þær hafi skilað sér í lægri kostnaði við stjórnun og sauðfjárslátrun, en þrátt fyrir þær vanti um 180 milljónir króna upp á afkomuna til að komast hallalaust frá slátrun, vinnslu og sölu sauðfjárafurða. Ofan á leggist svo fyrirsjáanlegar hækkanir á kostnaði á þessu ári og því næsta, m.a. vegna kjarasamningsbundinna launahækkana sem hefði áhrif á launakostnað fyrirtækisins og aðkeypta þjónustu. Þannig stefndi nú í að starfsmannakostnaður Norðlenska hækki um rúmar 40 milljónir króna í yfirstandandi sláturtíð vegna launahækkana og aukins kostnaðar vegna húsnæðis fyrir sláturtíðarfólk. „Þegar þessi áhrif voru lögð saman var niðurstaðan sú að áður birt verðskrá væri það skref sem þyrfti að stíga til að draga verulega úr líkum á áframhaldandi taprekstri félagsins. Þeir sem að þeirri ákvörðun komu, gera sér grein fyrir því að verðlækkun hefur veruleg neikvæð áhrif á afkomu sauðfjárbænda en eru einnig upplýst um þá skyldu sína að starfa fyrir hönd allra hluthafa og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“ /MÞÞ Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga sendu sauðfjárbændum, sem leggja inn hjá KS og SKVH, bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að félögin muni greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar. Í bréfinu, sem er undirritað af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar KS, er farið yfir sviðið og rekstrarhorfur fram undan. „Greitt verður fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk. Þetta er meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar. Þar má nefna að gengi erlendra gjaldmiðla (evru) virðist ætla að verða heldur hagstæðara en á síðustu verðtíð,“ segir Ágúst. Hann væntir þess að kostnað- ur af útflutningi dilkakjöts jafnist betur milli sláturleyfishafa en á síðasta framleiðslutímabili. Í ljósi þess að aðstoð ríkisvaldsins við sauðfjárbændur er óljós og óvissa í stjórnmálum séu sauðfjárbændur í miklum vanda. KS og SKVH stærstir í útflutningi Ágúst segir að stór hluti útflutnings sé á hendi KS og sláturhússins á Hvammstanga. „Markaðsátakið sem skilaði 857 tonna útflutningi með ærnum kostnaði fyrir sláturleyfishafa, var að stærstum hluta borið uppi af sláturhúsunum á Sauðárkróki og Hvammstanga (2/3hlutar). Því er ljóst að KS og SKVH báru stærstan hluta kostnaðar sláturleyfishafa af þessu útflutningsátaki. Til upplýsingar má geta þess að heildarútflutningur dilkakjöts á síðasta verðlagsári var 2.693 tonn alls. Af því flutti KS út 1.018 tonn og Hvammstangi 620 tonn. Þessi tvö sláturhús voru því með yfir 60% heildarútflutnings dilkakjöts.“ Í bréfinu kemur fram að því miður séu ýmsir þættir enn nei- kvæðir og þar er nefnt lágt verð á gærum, útflutningur á hliðarafurð- um til Asíu og gengisskráning krónunnar, sem sé mjög óhagstæð í sögulegu samhengi. „Kaupfélag Skagfirðinga lýsir sig reiðubúið til áframhaldandi góðs samstarfs við aðra sláturleyfishafa, Félag sauðfjár- bænda og stjórnvöld um lausn þess mikla vanda er við er að fást. Öll vonum við að fyrr en síðar rætist úr og þetta séu tímabundnir erfiðleik- ar,“ segir Ágúst í bréfinu og segir jafnframt óhjákvæmilegt að draga úr framleiðslu og koma upp betra kerfi til að geta stjórnað framleiðslumagni í takt við horfur á mörkuðum hverju sinni. „Mikilvægt er að hið opinbera styðji áframhaldandi átaksverkefni í útflutningi dilkakjöts. Það skilar mestum árangri við þessar aðstæður.“ Í lok bréfsins kemur fram að bæði félögin, KS og SKVH, muni ekki síðar en í mars 2018 endurmeta stöðuna varðandi lokaverð til bænda. Minnkar lækkun á landsvísu niður í 30,4% Samkvæmt útreikningum Bændasamtakanna hefur 13% álagsgreiðsla KS og SKVH þau áhrif að meðalverð á lambakjöti hækkar úr 348 kr. í 393 kr. og minnkar þannig heildarlækkun fyrirtækjanna á milli ára úr 35,3% í 26,9%. Á landsvísu þýðir hækkunin að hún minnkar tekjutap bænda um 156 milljónir króna, eða úr 1.776 m. kr. í 1.620 m. kr. Ákvörðun KS og SKVH hefur í för með sér að lækkun milli ára á verði til sauðfjárbænda yfir allt landið endar í 30,4%. /TB KS og SKVH greiða 13% viðbótar- álag til sauðfjárbænda Reglugerð um vegi í náttúru Íslands Umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands. Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina. Vegaskrá gerð í samráði Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. Náttúruverndarsjónarmið Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“ Flokkaðir eftir heimild til notkunar Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“ Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. /smh FRÉTTIR Mynd / MÞÞ Mynd / HKr. Tap Norðlenska á slátrun og úrvinnslu yfir 400 milljónir síðustu þrjú ár: Lækkun afurðaverðs til að draga úr líkum á áframhaldandi taprekstri Langanesbyggð: Þekkingarnetið tekur við þjónustu við framhaldsskóladeild Samningur milli Þekkingarnets Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal um þjónustu Þekkingarnetsins við deild skólans á Þórshöfn hefur verið undirritaður. Framhaldsskóladeildin hefur verið rekin í Menntasetrinu í samvinnu við Langanesbyggð og starfsstöð Þekkingarnetsins síðan haustið 2009 en nemendafjöldi við deildina hefur verið misjafn eftir árum. Í ágúst hætti Hildur Stefánsdóttir sem verkefnastjóri en hún hafði starfað við deildina í 6 ár. Á haustönn eru tveir nemendur í hlutanámi en enginn nemandi í fullu námi og var því gripið til þess ráðs að ÞÞ þjónusti nemendur í vetur ásamt því að vinna að þróunarvinnu um áframhald og framtíðarsýn fyrir deildina. /MÞÞ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.