Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Gröftur Dýrafjarðarganga kominn á fullt skrið: Verk loks hafið eftir 36 ára undirbúning Framkvæmdir eru komnar á fullt við gerð Dýrafjarðarganga sem koma eiga í stað erfiðs fjall- vegar um Rafnseyrarheiði á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra sprengdi hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga í gangamunna Arnarfjarðarmegin með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra þann 14. september síðastliðinn, en Vestfjarðagöng voru einmitt vígð á sama degi árið 1996. Verkefnið Eiði- Þverá á sunnanverðum Vestfjörðum var líka vígt á sama degi árið 2015. Hugsanlega verða Dýrafjarðargöng svo opnuð 14. september 2020. Verktakarnir Suðurverk og Metrostav frá Tékklandi vinna verkið. Samningar við verktaka hljóða upp á um 9 milljarða króna og heildarkostnaður verður talsvert meiri. Þegar Jón Gunnarsson þrýsti á hnappinn sem kom sprengingunni af stað varð honum að orði að nú rynnu ekki eingöngu öll vötn til Dýrafjarðar heldur líka fullt af peningum. Hugmyndin að Dýrafjarðar- göngum er búin að vera lengi á teikniborði Vegagerðarinnar. Var þetta m.a. eitt af fyrstu verk- um Hreins Haraldssonar, núver- andi vegamálastjóra, við störf hjá Vegagerðinni árið 1981, að kanna aðstæður fyrir Dýrafjarðargöng og hvar best væri að fara í gegn. Þrjú ár tekur að klára verkið og því líða 39 ár frá því hann kannaði aðstæður á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðar- innar verður lengd ganganna í bergi áætluð 5.301 metri, vegskálar 144 m og 156 m, eða samtals 300 metrar. Heildarlengd ganga með vegskál- um er áætluð 5.601 metri og breidd ganganna verður 8 metrar en þver- skurðarflatarmál er 53 m2. Hæð vegskálaenda er 35 m yfir sjávarmáli (y.s) í Arnarfirði og 67 m y.s. í Dýrafirði. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngun- um og er mesti lengdarhalli 1,5%. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8. Í göngum verða 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum verða fjögur steypt tæknirými og tvö lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin verða malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum. Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna. Nýir vegir eru u.þ.b. 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Vegurinn verð- ur 8 m breiður með 7 m akbraut. Rafmagnsbúnaður og öryggisbún- aður er fjölþættur, mest af bún- aðinum er í fjórum tæknirýmum meðal annars fjórar spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum. Loftræsiblásarar, 1 m í þvermál, eru 16 og eru tveir og tveir saman á fjór- um svæðum við tæknirýmin inni í göngunum. /HKr. FRÉTTIR Kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival, eða RIFF, hefur verið haldin árlega frá 2004. Hefur hátíðin markað sér veglegan sess á alþjóðavísu. Hátíðin teygir anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið og að þessu sinni eru þrjár „RIFF-myndir“ sýndar í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hátíðin hófst að þessu sinni 28. september og stendur til 8. október. Í hópi áhugaverðustu kvikmyndahátíða heims Sem dæmi um þá virðingu sem hátíðin nýtur á alþjóðlega vísu, þá hefur breska vikublaðið The New European nýverið gefið út lista yfir 14 evrópskar kvikmyndahátíðir sem ekki má missa af á árinu 2017. Þar er RIFF nefnd á meðal stórhátíða á borð við kvikmyndahátíðina í Cannes, Feneyjum og Edinborg, auk 10 annarra hátíða. Til þess að aðskilja sig frá hátíðum eins og í Cannes og Berlín var ákveðið að aðalverðlaun hátíðarinnar yrði Gyllti lundinn sem gæti aðeins farið til leikstjóra sem væru að kynna sína fyrstu eða aðra kvikmynd. Þetta hefur gert það að verkum að þessi íslenski viðburður er orðinn að markmiði fyrir hæfileikafólk sem er að koma nýtt inn á svið kvikmyndagerðarinnar um allan heim. Á lista The New European yfir þær evrópsku hátíðir sem ekki má láta framhjá sér fara á árinu 2017 eru: 1. Cannes Film Festival – „Þessi stóra“ 2. Edinburgh International Film Festival – „Þessi svala“ 3. Il Cinema Ritrovato – „Þessi retro“ 4. Karlovy Vary International Film Festival – „Þessi austræna“ 5. Locarno International Film Festival – „Þessi ferska“ 6. Frightfest – „Þessi ógnvekjandi“ 7. Venice International Film Festival – „Þessi virta“ 8. Deauville American Film Festival – „Þessi ameríkulega“ 9. Oldenburg International Film Festival – „Þessi framsækna“ 10. San Sebastián International Film Festival – „Þessi kraftmikla“ 11. Reykjavik International Film Festival – „Þessi unglega“ 12. BFI London Film Festival – „Þessi með bestu myndirnar“ 13. Tr ies te In ternat ional Science+Fiction Film Festival – „Þessi úr geimnum“ 14. Gijon International Film Festival – „Þessi fyrir krakka“ Sýningar á landsbyggðinni Á vegum RIFF 2017 verða þrjár kvikmyndir sýndar á landsbyggð- inni. Það eru: Náttúruafl - A Force of Nature eftir Hayden de Maisoneuve Yates (ISL, USA 2017). Náttúruafl er sjálfsíhugun Jóhanns Eyfells, 93 ára íslensks manns sem flutti frá Flórída til Texas þegar konan hans dó. Jóhann lýsir þeim öflum sem mótuðu ungdómsár hans á Íslandi, landi elds og ísa, og síðar hvern- ig lífið varð sem listamaður og kennari í Bandaríkjunum. Nothingwood - eftir Salim Shaheen. Salim er afganskur leik- stjóri og er þetta 111. mynd hans. Hann hefur tekið með sér sama leik- arahóp og venjulega þar sem hver er öðrum furðulegri. Shaheen hefur verið að gera lággæða Z myndir í meira en 30 ár. Glamúrfrítt er saga um mann sem eyðir ævinni í að láta bernskudraum sinn rætast. Myndin var tilnefnd til þriggja verðlauna í Cannes. Tom of Finland eftir Dome Karukoski (FIN 2017). Þetta er sönn saga um hvernig finnski lista- maðurinn Touko Laaksonen hlaut alþjóðlega frægð fyrir teikningar sínar af óþvinguðum, stoltum og vöðvastæltum hommum. Hann merkti myndirnar með nafninu „Tom of Finland“. Myndirnar urðu vinsælar víða og settu aukinn kraft í hreyf- ingu samkynhneigðra. Myndin vann FIPRESCI verðlaunin í Gautaborg. Kvikmyndin sem um ræðir hefur fengið formlega til- nefningu sem framlag Finnlands til Óskarsverðlauna. Myndin er ein burðarmynda á sérstökum finnsk- um fókus á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík í ár. Alþjóðlega RIFF-hátíðin er líka á landsbyggðinni: Þrjár kvikmyndir sýndar í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum „Framsýn stéttarfélag lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim mikla vanda sem steðjar að sauðfjárrækt á Íslandi, enda ljóst að mikil lækk- un afurðaverðs til sauðfjárbænda kemur sér afar illa við greinina og ýtir undir frekari byggðaröskun en orðið er.“ Þett kemur fram í ályktun sem stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á dögunum í tilefni þeirrar stöðu sem sauðfjár- bændur eru í og félagið hefur veru- legar áhyggjur af. Fram kemur að mikil tekjuskerðing til bænda síðustu ár geri að verkum að ekkert stendur eftir til að greiða launakostnað eftir að framleiðslukostnaður hefur verið greiddur. Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði og hækkandi sláturkostnaður til sauðfjárbænda að veruleika í haust er rekstrargrundvöllur margra sauðfjárbúa brostinn. Hrun í greininni snýst ekki eingöngu um tekjulækkun bænda „Sauðfjárrækt er ein af grunnstoðum byggðar í Þingeyjarsýslum líkt og í flestum öðrum dreifbýlissveitar- félögum landsins, margir byggja afkomu sína á sauðfjárrækt, bæði sem bændur og/eða við önnur afleidd störf tengd landbúnaði,“ segir enn fremur í ályktuninni. Bent er á að hverfi sauðfjárrækt úr sveitum lands- ins munu fleiri störf fylgja með þar sem margir hafa afkomu sína af vinnu við afurðastöðvar og ýmiss konar þjónustu við bændur, þau störf munu einnig hverfa. „Hrun í greininni snýst því ekki eingöngu um tekjulækkun til bænda heldur er fjöldi starfa í hættu, samfélagið allt er undir.“ Framsýn skorar á forystumenn sauðfjárbænda, sláturleyfishafa og ráðamenn þjóðarinnar að vinna markvisst að lausn mála með það að markmiði að leysa þennan grafalvarlega vanda sem blasir við þjóðinni allri. /MÞÞ Myndir / Haukur Már Hartðarson - Nova Zembla - Grensásvegi 50 - 108 Reykjavík S. 774 7090 - Netfang eggert@brix.is www.kelfort.is/en - kelfort.is FRÁBÆRT VERÐ OG GÆÐI! Stéttarfélagið Framsýn ályktar um vanda sauðfjárbænda: Hverfi sauðfjárrækt úr sveitum landsins munu fleiri störf fylgja með Mynd / Haukur Már Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.