Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 TIL SÖLU Hilltip Spraystriker Pækildreifarar frá Hilltip 500– 2000 lítrar, hámarks dreifibreidd 5 metrar. Fyrir pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Hilltip Snowstriker SP Snjótennur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegar í 165 cm–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa . Fáanlegir í 185 cm–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SML Snjótennur fyrir minni vörubíla ca. 7,5 tonn. Fáanlegar í 260 cm–300 cm breidd. Hilltip Sweepaway Sópur fyrir gröfur, lyftara og dráttavélar. Fáanlegir í breidd- um 1,5 m–4,0 m. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S: 551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker Salt og sanddreifarari í þremur stærðum, fyrir pallbíla sem og minni vörubíla. Rafdrifin 12V. Auglýsinga- og áskriftarsími Bændablaðsins er 563-0303 Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra sagði frá því á Samgönguþingi 2017 sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði 28. september að ríkið stefndi að því að Vestmannaeyjabær tæki við rekstri Herjólfs. „Það er miklu nær að heimamenn sjái um rekstur skipsins enda er það vilji þeirra,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist hann vilja sjá að þegar ný ferja kæmi til landsins í byrjun sumars 2018 þá færi gamli Herjólfur til Slysavarnafélagsskóla Íslands, enda væri núverandi skip skólans komið til ára sinna. Herjólfur yrði hins vegar líka varaskip fyrir nýju ferjuna sem siglir á milli lands og Eyja. /MHH Vestmannaeyingar taki við rekstri Herjólfs Jón Gunnarsson í ræðustól á Sam- gönguþinginu í Hveragerði. Mynd / MHH Skógar, Stóri Moshvoll og Ásólfsskáli fengu umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2017 Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2017 voru afhent á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli laugardaginn 23. ágúst. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og það er umhverfis- og náttúruverndarnefnd sveitarfélagsins sem stendur fyrir valinu. Snyrtilegasti garður sveitar- félagsins er garðurinn við Stóra Moshvol en þar hafa þau hjón, Ágúst Ólafsson og Sigríður Guðmundsdóttir, ræktað garðinn sinn af stakri prýði síðustu áratugi. Snyrtilegasta býlið er Ásólfsskáli en þar eru ábúendur annars vegar Katrín Birna Viðarsdóttir og Sigurður Grétar Ottósson og hins vegar Viðar Bjarnason og Þorgerður J. Guðmundsdóttir. Allt umhverfi kringum býlið er einstaklega vel hirt og til mikils sóma. Viðar Bjarnason tók einnig við verðlaunum fyrir snyrtilegasta þjónustufyrirtækið í sveitarfélaginu en í ár var Skógasafn fyrir valinu. Búið er að vinna hörðum höndum að breytingum á ásýnd og aðkomu við safnið og safnið því vel að verðlaununum komið. /MHH frá Ásólfsskála. Mynd / MHH Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi frá Gangnamannafélagi Sveins- staðaafréttar, sem fyrr á þessu ári óskaði eftir viðræðum við ráðið um framtíð Stekkjarhúss, en félagið hefur hug á að bæta við- byggingu við húsið vegna mikillar notkunar þess. Erindinu var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar árin 2018 og 2019-2021. Gerður var samningur árið 2011 á milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur hússins og hefur því verið sinnt af félags- mönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár, og þá sérstaklega göngu- og fjallafólks, hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um 2,2 milljónir króna. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangna- mannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. /MÞÞ Gangnamannafélag Sveins staðaafréttar: Hugmyndir um að byggja við Stekkjarhús Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 38% niðurskurði á fjárveitingum ríkisins til Náttúrustofu Norðausturlands. Starfsemi Náttúrustofunnar hefur verið burðarstólpi í náttúru- farsrannsóknum í Þingeyjarsýslum í heild sinni, en á meðal ver- kefna hafa verið rannsóknir á lífríki Mývatns. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði og segir hann koma án nokkurs fyrirvara eða samráðs við Náttúrustofuna eða sveitarfélögin Skútustaðahrepp og Norðurþing sem reka Náttúrustofuna í samstarfi við ríkið skv. lögum nr. 60/1992. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir einnig harðlega vinnubrögðum sem setja starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands í uppnám en þar starfa nú fimm manns. Það samræmist ekki gildandi samningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúru- stofunnar um vöktunarrannsóknir í Þingeyjarsýslum sem á uppruna sinn í sértækum aðgerðum forsætisráðuneytisins árið 2008 til að efla byggð og samfélag á Norðurlandi eystra. „Ef ekkert verður að gert við að leiðrétta fram komna tillögu blasa við uppsagnir starfsfólks og faglegt starf stofunnar sett í algjört uppnám,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps vegna málsins. /MÞÞ Niðurskurði til Náttúrustofu Norðausturlands mótmælt Framkvæmdir hafnar við nýjan 7,5 kílómetra langan göngu- og hjólreiðastíg á Akureyri: Framlag til útivistar og mikið öryggisatriði Framkvæmdir eru hafnar við nýjan göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Fyrsta skóflustungan var tekin í tilefni af 500. fundi sveitarstjórn- ar Eyjafjarðarsveitar nú nýverið. Fundurinn var haldinn úti undir beru lofti að viðstöddum fulltrú- um Vegagerðarinnar, hjólreiða- mönnum og öðrum gestum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Stígurinn, ásamt ljósleiðara- tengingu allra heimila í sveitarfé- laginu, er eitt stærsta framkvæmda- verkefni Eyjafjarðarsveitar á kjör- tímabilinu en sveitarfélagið stend- ur að framkvæmdinni við stíginn ásamt Vegagerðinni. Fullbúinn stígur í sumarbyrjun 2018 Stígurinn er um 7,5 kílómetra langur og liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagilshverfi að bæj- armörkum Akureyrar. Stígurinn verður 4,5 metra breiður og þar af verða 2,5 metrar klæddir slitlagi. Verkið verður unnið í tveimur áföngum, þ.e. undirbygging og fleiri verkþættir í fyrri áfanga sem áætlað er að verði lokið fyrir jól. Sá verkhluti var boðinn út fyrr í sumar og átti Finnur ehf. lægsta tilboð, 81,5 milljónir króna. Síðari áfangi verksins er slitlagslögnin og verð- ur hún boðin út síðla næsta vetrar. Gert er ráð fyrir að stígurinn verði fullbúinn í sumarbyrjun 2018. Öryggisatriði og framlag til bættrar lýðheilsu Jón Stefánsson, oddviti sveitar- stjórnar, sagði framkvæmdina í senn framlag til útivistar almenn- ings og mikið öryggisatriði. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda á veginum milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar sé mikil og nauðsynlegt að aðskilja hana með þessum hætti. Fram kom í máli hans að framan af undirbúningi var Akureyrarbær einnig þátttak- andi í verkefninu en tók ákvörðun á síðari stigum um að draga sig út úr því. Jón þakkaði sérstaklega landeigendum á vegstæðinu, en gott samstarf við þá og velvilji hefur reynst mikilvægur fyrir framvindu verkefnisins. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri sagði í ávarpi við þetta tæki- færi að rekja megi aðdraganda þessarar framkvæmdar til þeirr- ar lagabreytingar sem gerð var fyrir 10 árum þegar Vegagerðinni var heimilað að taka þátt í gerð göngu- og hjólastíga í samráði við sveitarfélögin. „Fram að því höfðu slík verkefni verið alfarið á borði sveitarfélaganna en það var ekki síst með tilliti til umferðaröryggis- ins og aukinnar áherslu á þann þátt sem við unnum að því að fá þetta inn í lög,“ sagði Hreinn en fram til þessa hafa flest slík verkefni verið á suðvesturhorni landsins. Fyrstu tvö stígaverkefnin utan höfuðborgar- svæðisins líta dagsins ljós í ár og er stígurinn í Eyjafjarðarsveit það stærsta. Verkefnið til fyrirmyndar Jón Gunnarsson samgöngu ráðherra sagði til fyrirmyndar hversu ötul- lega sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hafi unnið að framgangi verkefnis- ins. „Sú leið sem við erum að fara, sem er ekki alveg óþekkt, þ.e. að til verður samstarfsverkefni þar sem allir leggjast á eitt um að bæta lífsgæði fólks, er til fyrirmyndar og eitthvað sem við viljum sjá gerast í ríkara mæli. Svona verkefni er, þegar upp er staðið, mikilvægt til að ýta undir bylgju breytts lífsstíls og alls þess jákvæða sem fylgir því að greiða fyrir almenningssam- göngum og að hjólið og gangan verði raunhæfur samgöngumáti. Það skilar sér að lokum til okkar í bættri lýðheilsu. Þannig verður samfélagslegur ávinningur að svona framkvæmdum umfram það sem við höfum almennt lagt mat á í sam- göngumálum til þessa,“ sagði Jón Gunnarsson samgönguráðherra. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.