Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017
Sjóbirtingsveiðin er flott þessa
dagana og veiðimenn eru að fá
fína veiði. Fiskurinn er vænn
og það virðist vera mikið af
honum víða. Ómar Smári
Óttarsson var að koma úr veiði
við Kirkjubæjarklaustur. Gefum
honum orðið.
„Við fórum nokkrir félagar í
Tungulæk og gekk nú bara frekar
vel, náðum að landa í kringum 50
fiskum og misstum eitthvað svipað.
En maður þurfti nú heldur betur að
vinna fyrir því samt. Við vorum að
kasta á Breiðuna fullt af fiski, örugg-
lega í kringum þúsund fiska, en þeir
voru bara ekki í miklu tökustuði.
Þeir voru þó að sýna sig mikið á
svæðinu.
Þær flugur sem virkuðu á þá voru
þurrflugur, „hitce“ og litlir „strem-
erar“ eins og „sunrey, black ghost“
og „Flæðarmúsin“. Þá vorum við
að vinna með þunga „stremera“ og
sökkutaum.
Það komu fjórir risar á land,
stærsti 88 sentímetrar og 52 sm
í ummál. Svo komu tveir 83 cm
alveg nákvæmlega jafn stórir, en
mjög ólíkir á litinn. Síðan kom einn
silfraður og flottur í kringum 80 og
eitthvað cm. Meðalstærðin var býsna
góð, í kringum 60–70 cm og feitir
og sterkir.
Eins og ég sagði, þá var þetta ekki
gefin veiði. Við þurftum að vinna vel
fyrir þessu og myndi ég segja að við
hefðum verið grjótharðir, því það
var hræðilegt veður. Engu að síður
var þetta rosalega skemmtileg ferð
og ætlum við að hafa þetta árlegt,“
sagði Ómar enn fremur.
„Þótt maður hlakki aldrei til þess
að sumarið taki enda þá er alltaf
tilhlökkun til haustveiðinnar í
heimaánni, Langá á Mýrum,“
sagði Ingvi Örn Ingvason, en
hann var í ánni fyrir skömmu,
en þetta er veiðiá sem fjölskyldan
þekkir vel.
„Ég er alinn upp á bökkum
Langár og hef starfað sem leið-
sögumaður með einhverju móti þar
flest sumur síðan ég var sautján ára
gamall. Það er orðin hefð að kaupa
septemberdaga þegar búið er að
loka veiðihúsinu og veitt er frá 8
að morgni til 20 um kvöldið, sam-
fleytt. Þá útbýr maður gott nesti
ásamt heitu kaffi og kakó á brúsa.
Kannski líka einn til tveir kaldir á
klaka fyrir seinni vaktirnar. Þá er
maður tilbúinn í daginn.
Í ár vorum við öll fjölskyldan
mætt í Borgarfjörðinn föstudaginn
22. september. Ég, Díana kærastan
mín, Alexander, sjö ára frumburð-
urinn og upprennandi veiðimað-
ur, og Gunnar Berg, 1 árs. Gunnar
Berg þurfti þó að sætta sig við
dekur hjá ömmu og afa á meðan
við hin veiddum.
Við byrjuðum daginn á fjallinu
og vorum því mætt á Gilsbreiðina
og Campari rétt upp úr 8. Þetta
byrjaði rólega hjá okkur og greini-
lega enginn lax kominn „á fætur“.
Eftir smá nesti og heitt kakó var
haldið í Hornhyl. Eftir létt rennsli
með „micro hitch“ setti ég litla
tvíkrækju nr. 14 undir sem ég held
að heiti „purple overtaker“. Eftir
nokkur köst kemur svo hörku taka.
Var 60 sentímetra hæng landað og
eftir myndatöku var honum svo
sleppt.
Nú verður Alexander svakalega
spenntur og vill ná í einn lax sjálfur,
og pabbi má alls ekki hjálpa. Ég
reyni að gefa honum góð ráð en þau
fara misvel í drenginn sem er farinn
á minna á mjög erfiðan viðskiptavin
úr „gædamennskunni“, vill gera allt
sjálfur og finnst að „gædinn“ viti
ekkert í sinn haus. Ekki tókst okkur
að ná öðrum í Hornhyl og höldum
því næst í Hrafnseyri.
Alexander fær að taka fyrsta
rennslið og kemur flugunni
merkilega vel út og veiðir hylinn
vel en allt kemur fyrir ekki og hann
tekur ekki í þetta sinn. Díana fer
svo yfir með „Black´n teal micro
hitch“ og þegar hún er að verða
búin með rennslið sitt segir hún
óþreyjufull:
„Mig langar bara að fá einn lax!“
Hún var varla búin að sleppa
orðinu þegar lax birtist á yfirborðinu
og tekur fluguna. Eftir góða baráttu
landar hún honum eins og fagmaður.
Eftir mælingar og myndatöku er
honum svo sleppt aftur í ána.
Á þessum tímapunkti
var Alexander orðinn mjög
óþreyjufullur og vildi sko fara
að veiða lax. Hann vildi helst að
enginn annar enn hann fengi að
veiða það sem eftir lifði dags, enda
við bæði búin að fá lax. Ég fékk
samt að veiða einn hyl og náði að
landa einum til viðbótar í Rennum
á „night hawk einkrækju hitch“.
Hafsteinn Orri, bróðir minn (aka
Súpergæd), kom til okkar, rétti mér
þessa flugu og sagði mér að setja
„hitch“ á hana á þessum tiltekna
veiðistað. Hann reyndist sannspár
enda kom ekta „hitch“ taka sem fær
hjartað til að taka kipp.
Fleiri urðu laxarnir ekki þrátt
fyrir mikinn dugnað og eljusemi
hjá Alexander sem er heldur betur
kominn með veiðibakteríuna. Það
ætlaði samt allt um koll að keyra,
aðallega þó hjá pabbanum, þegar
drengnum tókst að reisa tvo laxa
á „hitch“ á Kríubreiðinni rétt fyrir
klukkan 20, en hann vildi ekki taka
í þetta sinn. Við gengum samt sátt
frá hylnum og erum strax byrjuð
að telja dagana niður í næstu
veiðiferð,“ segir Ingvi Örn enn
fremur.
Þetta verður árleg ferð hjá okkur
Silungsveiði hefur verið góð hjá
mörgum í sumar, flottar bleikj-
ur og urriðar. Margir veiðimenn
byrja sinn veiðiskap í silungsveið-
inni, enda gaman að veiða fallega
silunga.
,,Þessi mynd er tekin í júlí þegar
við fórum á Seleyrina svokölluðu,“
sagði Gunnar Örn Pétursson, en
Seleyrin er rétt fyrir utan Borgarnes,
yfirleitt veidd sunnan megin við
Borgarfjarðarbrúna.
,,Það hefur oft gefið góða veiði að
fara klukkutíma fyrir háflóð og fram
yfir liggjandann. Þá er gott að nota
pungsökku og beita makríl.
Kóngssveppur finnst í skógum
og kjarri um allt land. Þar sem
kóngssveppur vex á annað borð
er yfirleitt mikið af honum.
Stafurinn stuttur, en getur
orði 20 sentímetra langur og
gildastur neðst. Hatturinn allt
að 25 sentímetrar í þvermál.
Ljós- yfir í dökkbrúnn að lit
og með matta og þurra áferð
þurr, en glansandi þegar hann
er blautur. Holdið er hvítt.
Kúalubbi:
Algengur um allt land og vex
með birki og fjalldrapa. Hatturinn
4 til 20 sentímetrar í þvermál,
hvolflaga í fyrstu en verður
flatur eftir því sem sveppurinn
verður stærri. Mattur og ljós og
yfir í dökkbrúnn að lit. Hatturinn
yfirleitt þurr viðkomu. Stafurinn
hvítur um 10 til 20 sentímetra
hár og mjókkar upp. Kragalaus.
Holdið hvítt og þétt á ungum
sveppum en verður svampkennt
með aldrinum.
Furusveppur – Smjörsveppur:
Fylgir furutrjám og vex oft mikið
af honum lengi sumars og fram
á haust. Bestir eru ungir stinnir
sveppir. Pípusveppur. Hatturinn
5 til 12 sentímetrar í þvermál,
hvolflaga í fyrstu en verður flatur
eftir því sem sveppurinn verður
stærri. Hatturinn súkkulaðibrúnn
á ungum sveppum en gulbrúnn
á þeim eldri. Hatturinn mjög
slímugur og dökkur í röku veðri
en glansandi og ljósbrúnn í þurru.
Pípurnar gular í fyrstu en fölna
með aldrinum. Stafurinn stuttur,
um 4 sentímetrar. Hold stafsins
er hvítt og þéttara en í hattinum.
Lerkisveppur:
Auðþekktur á skærgulum og
rauðgulum lit þar sem hann vex
í kringum lerki. Pípusveppur.
Hatturinn 5 til 12 sentímetra hár.
Hvelfdur i fyrstu en fletts út með
aldrinum. Í fyrstu er hatturinn
rauðgulur eða appelsínugulur
að lit en verður síðan gulur eða
jafnvel skærgulur. Slímugur
í bleytu. Pípurnar skærgular í
fyrstu en verða svo gulbrúnar.
Stafurinn brúnleitur. 4 til 10
sentímetra hár og eins til tveggja
sentímetra breiður. Holdið gult
og þéttara í stafnum en hattinum.
Ullblekill – Ullserkur:
Algengur í þéttbýli þar sem hann
vex í litlum þyrpingum í grasi við
vegkanta. Ágætur matsveppur en
nauðsynlegt að tína unga og hvíta
sveppi og best er að tína hann
þar sem umferð er lítil. Hatturinn
langur og mjór 5 til 30 sentímetra
hár, í fyrstu egglaga og þakinn
gráhvítum eða brúnleitum og
ull- eða bómullarkenndum
flygsum sem brettast upp með
aldrinum þegar hatturinn verður
klukkulaga. Fanirnar þéttar eins
og blöð í bók, hvítar í fyrstu en
síðan rauðleitar og að lokum
svartar. Liturinn breytist neðan
frá og upp. Stafurinn hvítur,
langur og holur.
Kantarella:
Vex í skógum eða í grennd
við þá. Fremur smávaxinn en
þybbinn sveppur með lykt sem
minnir á apríkósur. Rauðgulur
eða eggjarauðugulur á litinn.
Hatturinn hvelfdur í fyrstu en
síðan flatur og að lokum trektlaga,
2 til 12 sentímetrar í þvermál.
Holdið fölgult eða hvítleitt. Þurr
og seigur viðkomu. Kantarella er
ekki með fanir heldur grunn og
þykk rif sem líkjast fönum. Engin
eiginleg skil eru milli hattsins og
stafsins. Stafurinn þriggja til sjö
sentímetra hár og eins til tveggja
sentímetra breiður. Stafurinn er
sléttur viðkomu og svipaður á
litinn og hatturinn. /VH
Góðir matsveppir
STEKKUR
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
HLUNNINDI&VEIÐI
Heimaáin Langá á Mýrum
Ingvi, Díana og Alexander með lax úr Langá á Mýrum. Mynd / G.Bender
sjóbirting úr Tungulæknum.
Veiðitölurnar að detta inn
Það eru ekki margar laxveiðiár
sem eru opnar enn þá, jú Ytri-
og Eystri-Rangá. Hinar hafa
flestar lokað fyrir veiðimenn.
„Við erum að loka hjá okkur, það
eru bændadagar. Það hafa veiðst
240 laxar og mikið af silungi,“
sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson
í Hvítadal er við spurðum um
Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum.
Þverá í Borgarfirði endaði í
2.060 löxum. Norðurá líka ættuð
úr Borgarfirði endaði í 1.719
löxum. Langá stoppaði á 1.701
laxi og Blanda í 1.433 í löxum svo
við skoðum örfáar veiðiár. Ytri-
Rangá er með toppsætið öruggt
sem fyrr.
Flott 80 sentímetra hrygna veidd af
Agnesi Viggósdóttur i Efri Eyrarhyl
í Svalbarðsá á „micro hich örtupu“
Mynd / Júlíus
„Á þessari mynd er Ásdís, dóttir mín
(9 ára), sem er einn þolinmóðasti
veiðimaður sem ég þekki, að vakta
færið meðan allir aðrir voru farnir
inn í bíl. Við fengum nokkra fallega
silunga í þetta skiptið.“
Silungsveiðin gengið víða vel
Flottur lax úr Húseyjarkvísl
Veiðin í Húseyjarkvísl
í Skagafirði hefur verið
allt í lagi í sumar, lax,
bleikja og urriði, en þar
var veið inni að ljúka í
síðustu viku. Gunnar
Norðdahl var í lokaholl-
inu.
„Ég fékk þennan lax í
lokahollinu í Húseyjarhvísl
og þar hefur veiðin gengið
vel í sumar, laxinn veiddi
ég í Langhyl og hann tók lítinn
„cone“. Fiskurinn var 95 sentí-
metrar og hollið fékk fína veiði,“
sagði Gunnar enn fremur. Veiðinni
er víða að ljúka þessa dagana en
sjóbirtingsveiðin gengur vel.
Gunnar Norðdahl með 95 cm lax úr Húseyjarkvísl.