Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201912
Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóð skrá Íslands voru alls 48.287
erlendir ríkisborgarar búsettir
hér á landi þann 1. október 2019
og hefur þeim fjölgað um 3.417
frá 1. desember 2018, eða um
9,4%.
Á sama tíma fjölgaði íslenskum
ríkisborgurum sem eru búsettir hér
á landi um 0,6%.
Flestir erlendir ríkisborgarar
búsettir hér á landi eru frá Póllandi,
eða 20.370, og 4.542 einstak
lingar eru með litháskt ríkisfang.
Samkvæmt sömu upplýsingum
frá þjóðskrá hefur pólskum ríkis
borgurum fjölgað um 6,1% frá 1.
desember sl., eða um 1.180 frá 1.
desember 2018 og litháskum ríkis
borgurum um 448 á sama tímabili,
eða um 10,9%. /MHH
FRÉTTIR
Aðventa með nautin sín þrjú, sem hún kom í heiminn í síðustu viku, tveir
lifa en einn fæddist dauður. Mynd / Birna Þorsteinsdóttir
Við sögðum frá því í síðasta blaði
að þríburakálfar hafi komið í
heiminn á bænum Skíðbakka í
Austur-Landeyjum, sem fædd-
ust allir dauðir. Nú var það að
gerast aftur að þríburakálfar
fæddust því kýrin Aðventa á
bænum Reykjum í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi bar þremur
kálfum í síðustu viku, allt naut.
Einn kom dauður en hinir tveir
eru lifandi. Þetta var í þriðja sinn,
sem Aðventa ber. „Hún var mjög
snögg að bera, ekkert sá á henni
um morguninn, hún lá bara eins
og hún hafði gert mikið síð
ustu 2–3 vikurnar en þegar við
komum út eftir 1 og 1/2 tíma var
hún borin. En við tókum eftir
því fyrir 2–3 vikum að hún var
allt í einu orðin hrikalega horuð.
Við létum dýralækni setja í hana
orku og kalk eftir burðinn og í
dag er hún hin hressasta,“ segir
Birna Þorsteinsdóttir, kúabóndi á
Reykjum. /MHH
Aftur þríburakálfar
– Nú voru tveir lifandi á bænum Skíðbakka
Guðjón Þórhallsson frá Finnastöðum varð 100 ára í byrjun október.
Erlendum ríkisborgurum
fjölgar stöðugt á Íslandi
Það gerist ekki á hverjum degi að
menn verði hundrað ára, segir í
frétt á vefsíðu Grýtubakkahrepps.
Þar er því bætt við að „ekki finn-
ist dæmi um að hér í sveit hafi
nokkrum tekist það fyrr en Guðjón
Þórhallsson frá Finnastöðum náði
þessum merkilega áfanga um
daginn, eða nánar tiltekið þann
4. október.“
„Gaui hefur lifað sínu lífi í hóg
værð og ekki verið fyrir að trana sér
fram. Þess vegna er skemmtilegt að
hann hafi eftir öll þessi ár skellt sér í
að gera það sem engum hér um slóð
ir hefur tekist áður. Hátíðahöld voru í
hans anda og ekki auglýst á torgum,
en slegið var upp veislu á Grenilundi
og nutu vinir og ættingjar góðra
veitinga með afmælisbarninu, ásamt
öðru heimilisfólki,“ segir í frásögn
á vefsíðu Grýtubakkahrepps. /MÞÞ
Þessar tölur eru byggðar á skráningu þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem
eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.
Grýtubakkahreppur:
Guðjón á Finnastöðum fyrstur í
sveitinni til að ná 100 ára aldri
Sveinn ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir:
Vonbrigði að skýrsla um verk-
efnið hafi ekki verið gefin út
– segir mál sitt geta orðið til góðs fyrir bændur verði lögum breytt í kjölfarið
Lögreglustjórinn á Norðurlandi
vestra hefur gefið út ákæru á
hendur Sveini Margeirssyni, fyrr-
verandi forstjóra Matís, fyrir brot
gegn lögum um slátrun og slátur-
afurðir, með því að hafa á bænda-
markaði á Hofsósi 30. september
2018 staðið að sölu og dreifingu á
fersku lambakjöti af gripum sem
slátrað hafði verið utan löggilts
sláturhúss.
Í ákærunni er þess krafist að
Sveinn verði dæmdur til refsingar
og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi
Norðurlands vestra á þriðjudaginn.
Möguleikar bænda til
verðmætasköpunar
Málið tengist svokölluðu Ör
slátrunarverkefni Matís, sem Sveinn
stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður
í því var að raungera tillögur Matís
um örslátrun. Á þær var látið
reyna heima á bænum Birkihlíð í
Skagafirði þann 30. september þegar
nokkrum lömbum var slátrað þar og
í kjölfarið voru afurðirnar seldar á
bændamarkaði á Hofsósi.
Tilgangur verkefnisins var að láta
reyna á hvort hægt væri að slátra
heima á bóndabýli við aðstæður
í samræmi við tillögur Matís um
örslátrun. Einnig vildi Matís með
verkefninu benda á mikla þörf fyrir
að fram fari heildstætt, vísinda
legt áhættumat við ákvarðanir og
áhættustjórnun tengt matvælaör
yggi á Íslandi og benda á möguleika
til að auka verðmætasköpun fyrir
bændur.
Þörf á framsæknum lausnum
Sveinn segir að ákæran og
málið allt hafi komið sér á óvart.
„Matvælastofnun kærði mig
fyrir brot á lögum um matvæli
(93/1995) fimm dögum eftir að
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
vestra hafði ákveðið að láta það niður
falla. Ég hef aldrei getað séð að lög
um matvæli hafi verið brotin, enda
tryggðu starfsmenn Matís gæði og
öryggi kjötsins. Ég er svo ákærður
fyrir brot á lögum um slátrun og slát
urafurðir,“ segir Sveinn. Hann telur
að mál hans geti orðið bændum til
góðs – og styrkt samband þeirra við
neytendur – verði lögunum breytt til
frelsisáttar í kjölfar dóms. „Ella tel
ég að bændum muni fækka, enda
ómögulegt að bændur hafi ásættan
lega afkomu af sauðfé í því hafta
kerfi sem nú er við lýði. Ég á erfitt
með að sjá að vísindaleg rök séu
fyrir höftunum út frá sjónarhorni
áhættumats. Við treystum bændum
fyrir öðrum hlekkjum virðiskeðj
unnar og sjálfsagt að gera þeim kleift
að auka verðmætasköpun sína með
því að bera sjálfir ábyrgð á slátrun
eigin lamba.“
Vonbrigði að skýrslan
skuli ekki vera gefin út
Þegar Sveinn er spurður um álit
hans á því að Matís vilji ekki gefa
út skýrslu um örslátrunarverkefnið
sem virðist tilbúin til útgáfu, segir
hann að það séu honum mikil von
brigði. „Ekki síst út frá sjónarmiðum
um gagnsæi og þeim áskorunum
sem Íslendingar þurfa að fást við.
Það eru fordæmalausar aðstæður í
umhverfismálum, neytendahegðun
hefur tekið stakkaskiptum og íbúum
dreifðra byggða fækkar. Sem dæmi
má nefna stöðuna á Norðvesturlandi
þar sem íbúum hefur fækkað úr tæp
lega 10.500 manns í rúmlega 7.000
frá árinu 1990. Það er þörf á fram
sæknum lausnum, en kerfið bregst
við með áhættufælni í stað þess að
ræða raunverulega hver vandinn er
og hvernig við getum í sameiningu
tekist á við áskoranir samtímans með
þekkingu og kjark að vopni.“
Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi
í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir
aðild að málinu en honum hefur
ekki verið birt ákæra lögreglustjór
ans á Norðurlandi vestra. /smh
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Mynd / HKr.