Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201950 LESENDABÁS græna Ísland hefur sett sér það takmark að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Því eru 20 ár til stefnu að laga landbúnaðinn að þessu mark- miði. Það er ljóst að ríkur póli- tískur vilji er fyrir því að styrkja landbúnað á Íslandi og ríkur vilji bænda til þess að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni við ham- farahlýnun jarðar. Því þarf að finna leiðir að takmarkinu. Bændur hafa oft áður tekist á við áskoranir. Nefnum það þegar bænd- ur sömdu um að frysta upphæðir búvörusamninga eftir hrun til að leggja sitt af mörkum í glímu þjóðar- innar við afleiðingar kasínókapítal- ismans. Af mörgu er að taka en minnumst til dæmis niðurskurðar á fé til að útrýma mæði/visnu og strangar reglur til að ná stjórn á kampýlóbaktersýkingum í alifugla- rækt. Þá eru ótaldar glímurnar við náttúruhamfarir sem lifa í sameig- inlegri minningu þjóðarinnar frá fyrri öldum. Sú hægfara krísa sem nú er við að fást er í eðli sínu ekki frábrugðin fyrri hremmingum. Það þarf sem áður að skilgreina vanda- málið, leita lausna og hrinda þeim í framkvæmd. Bændur hafa séð það svartara. Bændur ætla að leysa þessa áskorun, samanber nýlega búvörusamninga við sauðfjár- og kúabændur. Tókst að leysa fæðuvandann á 20. öldinni Heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Svartsýni klerkurinn Thomas Malthus hóf þessa tegund bókmennta á ofanveðri átjándu öld með ritgerð sinni um fólksfjölgun og matvælaframleiðslu. Nýlegra dæmi er bók Paul Ehrlich, „The Population Bomb“, árið 1968 þar sem fullyrt var að framleiðni landbúnaðar hefði náð hámarki sínu og fram undan væru hallæri og hungur. Um svipað leyti var græna byltingin að ná hámarki. Niðurstaðan varð sú að þó að mann- fjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast frá miðri síðustu öld þá hefur hlutfall þeirra sem eru vannærðir farið úr 30% árið 1970 í 10% í dag. Þetta er árangur sem náðist með tæknivæðingu landbúnaðar og sér- staklega með kynbótum á nytja- plöntum. Um það bil 40% af mann- kyni fær fæðu sína vegna tveggja tæknibyltinga, tilbúins áburðar og hveitiyrkja Normans Borlaugs. Á Íslandi framleiða nú 550 kúabændur helmingi meiri mjólk en 1300 gerðu fyrir 30 árum og með færri kúm í ofanálag. Bú hafa stækkað og allur aðbúnaður búfjár tekið stakkaskipt- um til hins betra. Matvælaframleiðsla heimsins á tuttugustu og fyrstu öldinni þarf að glíma við miklar áskoranir. Fyrst ber að nefna að ef ekkert verður að gert mun útblástur vegna landbún- aðarframleiðslu aukast gríðarlega á næstu áratugum sökum fjölgunar mannkyns og breytinga í neyslu- háttum. Það þarf að nærri tvöfalda matvælaframleiðslu á næstu 30 árum. Það tókst á 20. öldinni með því að brjóta meira land undir mat- vælaframleiðslu, með kynbótum, með tilbúnum áburði og svo fram- vegis. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira En græna byltingin sem þörf er á núna er háð þeim takmörkunum að hún má ekki nota meira land – því það er einfaldlega af skornum skammti. Þá veldur hamfarahlýnun því að stór landsvæði munu verða ónothæf til matvælaframleiðslu. Það verður að nota minna vatn. Landbúnaður notar nú þegar 70–80% af því ferskvatni sem mannkynið hefur aðgang að og víða er gengið á óendurnýjanlega vatnsgeyma. Það verður að nota minni tilbúinn áburð, en framleiðsla á áburði er stór losandi gróðurhúsalofttegunda auk þeirra umhverfisvandamála sem útskolun áburðarefna getur haft í för með sér. Breytist aðfanganotkun ekki í landbúnaði samfara því að spurn eftir matvælum eykst í takt við spár, þá mun útblástur gróður- húsalofttegunda aukast gríðarlega. Samkvæmt nýlegri grein í Nature mun umhverfisfótspor landbúnað- ar aukast um 50–90% verði þetta niðurstaðan. Sú niðurstaða er ekki bara óásættanleg, hún er stórhættu- leg mannkyninu. Við henni verður að bregðast og ekki seinna en strax. Umræðan þessi misserin lýtur aðallega að því hvort að mannkynið nái að uppfylla Parísarsamkomulagið, sem er yfir- lýsing um að halda hlýnun jarðar innan við tvær gráður. Erfitt er að koma orðum að því hversu geig- vænlega slæmar afleiðingar af slíkri hlýnun verða. Landbúnaður á alþjóðavísu þarf að standa sig betur í loftslagsmálum. Um 14% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda er úr landbúnaði. Jafnframt er landbún- aður ákaflega viðkvæmur fyrir áhrif- unum af hlýnandi jörð. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af landbúnaði, eða um 2,5 milljarðar, langflestur í þróunarlöndum sem er ógnað af hlýnun jarðar. Íslenskur landbúnaður þrói eigin lausnir Samkvæmt skýrslu um útblástur gróðurhúsalofttegunda frá ís- lenskum landbúnaði er heildar- losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði mikil. Bein losun innan býla er metin sem 2,5 milljónir tonna af koldíoxíðígildum. Þar af er losun úr túnum vegna fram- ræsts jarðvegs 1,8 milljónir tonna. Afgangurinn er innyflagerjun bú- fjár, losun vegna áburðarnotkunar, geymsla búfjáráburðar og elds- neytisnotkun. Mun meiri óvissa er um losun af beitarlandi. Þar er óvissan svo mikil að erfitt er að fullyrða neitt umfram það að hún sé að minnsta kosti ekki engin. Stjórnvöld verða að koma myndar- lega að rannsóknum á bæði losun úr framræstum mýrum og beitarlandi til að komast nær sannleikanum. Einnig bindingu eða losun kolefnis í túnum og graslendi. Íslenskur landbúnaður glímir við annars konar áskoranir heldur en landbúnaður víðast hvar. Hér er mikið landrými og engin hætta á því að Ísland muni nokkru sinni skorta vatn. Hér er notkun á eiturefnum meiri á golfvöllum en í landbún- aði og úskolun á áburði er engin. Undanfarna áratugi hefur verið mik- ill vöxtur í lífrænum landbúnaði á heimsvísu. Neytendum blöskrar sá kokteill eiturefna sem notaður er við ýmsa framleiðslu og þó að þeim sé talin trú um að þau séu hættulaus þá segja grímur og gúmmíhanskar þeirra sem bera eitrið á jarðarberin sína sögu. Hérlendis eru fá lífræn bú og er það kannski ekki furða. Bændum finnst það ósennilegt að þeir geti séð fyrir fjölskyldum sínum ef að þeir mega ekki bera áburð á túnin. Þá finnst mörgum það í hæsta máta órökrétt að það megi nota ólífrænan áburð (til að mynda fos- fór) ef hann er með lága leysni en stranglega bannað sé að nota áburð með háa leysni – framleiddan úr sama grjótinu, úr sömu námunni. Sérstaklega þegar það liggur ljóst fyrir að íslenskur jarðvegur er alveg sérstaklega vel til þess fallinn að binda fosfór og engin hætta á að hér myndist dauð hafsvæði við ósa Ölfusár vegna ofauðgunar á nær- ingarefnum. Ég tel að raunar sé rétt að stefna að því að allur íslenskur landbún- aður sé lífrænn – að því gefnu að vottunin sé byggð á gagnreyndum vísindum. Neytendur vilja ekki borða plöntuvarnarefni með morg- unkorninu. Það að neytendur hafi áhuga á því að lágmarka vistspor sitt er sóknarfæri fyrir innlendan landbúnað. Það er óþarfi að streit- ast á móti og benda á að það sé nú ýmsum spurningum ósvarað hvað varðar losun úr framræstum mýrum per hektara. Það sem skiptir máli er hvernig við byrjum? Þeirri spurn- ingu verður reynt að svara í fram- haldsgrein. Kári Gautason Kári Gautason. Ég tel að raunar sé rétt að stefna að því að allur íslenskur landbúnaður sé lífrænn – að því gefnu að vottunin sé byggð á gagnreyndum vísindum. Markaðsstofa Norðurlands veitti þrjár viðurkenningar á upp- skeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, sem var haldin í Hörgársveit og Dalvíkurbyggð nýverið. Hátíðin tókst í alla staði vel. Viðurkenningarnar eru veittar í flokkum sem heita, sproti ársins, fyrirtæki ársins og störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Að þessu sinni var GeoSea á Húsavík valið sproti ársins, fyrir- tækin Ektafiskur og Hvalaskoðun á Hauganesi fengu sameigin- lega viðurkenningu fyrir fyrir- tæki ársins og að lokum var það Skagfirðingurinn Evelyn Ýr Kuhne sem hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á vefsíðu Markaðsskrifstofu Norðurlands. Sjóböðin á Húsavík eru sproti ársins Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eft- irtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi og að þessu sinni féll það í skaut GeoSea – Sjóböðin á Húsavík. Böðin voru formlega opnuð á síðasta ári og sjaldgæft er að sjá nýja afþreyingu slá jafn rækilega í gegn. Upplifunin er enda einstök og allar ljósmyndirnar sem hafa verið teknar af böðunum, frá öllum mögulegum sjónarhornum, sýna það einnig hversu einstök staðsetningin og hönnunin á böðunum er. Í sumar komust böðin á lista fyrir 100 bestu áfangastaði heims hjá tímaritinu Time, sem vakti enn frekar athygli á þessari spennandi nýjung í norð- lenskri ferðaþjónustu. Með tilkomu GeoSea styrktist enn frekar sérstaða Norðurlands hvað fjölbreytileika í böðum varðar. Allt vinnur þetta enn frekar að því að styrkja Norðurland sem spennandi áfangastað. Tvö fyrirtæki eru fyrirtæki ársins Viðurkenningin Fyrirtæki ársins er veitt fyrirtæki sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Í ár eru það tvö fyrirtæki sem fá þessa viður- kenningu sameiginlega, það eru Ektafiskur og Hvalaskoðunin á Hauganesi. Haugnesingar hafa verið öflugir í ferðaþjónustu síðustu ár og á þessu ári hefur verið gefið enn frekar í, með tilkomu heitu pottanna í flæðarmál- inu og nýrrar aðstöðu við tjaldsvæð- ið. Í fyrra fagnaði Hvalaskoðunin 25 ára starfsafmæli, en þetta elsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins gerir út tvo eikarbáta og býður farþegum sínum að kolefnisjafna ferðirnar sínar. Ektafiskur á sér svo enn lengri sögu, en saltfiskverkun þessa fjölskyldufyrirtækis má rekja aftur í fimm ættliði. Ferðamenn geta smakkað á saltfisknum á Baccalá Bar, sem var opnaður fyrir fáeinum árum og hefur notið vinsælda síðan. Saman hafa þessi tvö fyrirtæki náð að þróa þjónustu sína þannig að Hauganes er orðinn eftirsóknarverð- ur áfangastaður sem vekur athygli og umtal. Þau byggja á traustum grunni, því samfélagi og umhverfi sem er til staðar á Hauganesi en sinna á sama tíma vel þörfum sinna viðskiptavina. Samvinna fyrirtækjanna er til fyrir- myndar og sýnir vel hvaða árangri er hægt að ná með samstarfi og áherslu á að kynna einn heildarpakka þó að um tvö mismunandi fyrirtæki sé að ræða. Skagfirðingurinn Evelyn Ýr Kuhne hlaut viðurkenningu Viðurkenninguna fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi fær einstaklingur sem hefur haft góð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi í heild sinni og hefur starfað beint eða óbeint fyrir ferðaþjónustu á svæð- inu. Í ár var það Skagfirðingurinn Evelyn Ýr Kuhne sem hlaut þessa viðurkenningu. Á Lýtingsstöðum hefur Evelyn, ásamt fjölskyldu sinni, byggt fyr- irtækið sitt upp í 20 ár og stöðugt unnið að því að bæta þjónustuna við ferðamenn. Hestaferðir og hesta- sýningar eru hennar aðalsmerki en einnig er boðið upp á gistingu og skoðunarferðir með leiðsögn um torfhesthúsið sem byggt var upp fyrir örfáum árum. Aðstaðan á Lýtingsstöðum hefur verið byggð upp til þess að taka á móti hópum og er meðal annars boðið upp á hljóð- leiðsögn. Í torfhesthúsinu, sem byggt var samkvæmt gömlum hefðum, hefur verið komið fyrir búnaði sem sýnir hvernig líf hestamannsins var fyrr á árum og hefur Horses and her- itage-pakki hennar, þar sem boðið er upp á fræðslu um þetta, vakið mikla athygli. Evelyn hefur verið öflug í að taka á móti fjölmiðlum og skap- að þannig góða athygli á svæðinu. Hún er einnig drífandi fyrir fólk í ferðaþjónustu í sínu nærumhverfi, hefur stutt við samstarf á milli þess og tryggt þátttöku annarra í hinum ýmsu verkefnum. Félag ferðaþjón- ustunnar í Skagafirði hefur notið góðs af kröftum hennar um árabil og mun væntanlega áfram, enda er Evelyn stöðugt að kynna sér nýjungar og sækja fræðslu sem kemur bæði henni og kollegum til góða. /MÞÞ Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi: Sjóböðin, Haugnesingar og Skagfirðingurinn Evelyn hlutu viðurkenningar Viðurkenningar voru veittar á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norður- landi sem haldin var nýverið en hún fór að þessu sinni fram í Hörgársveit og Dalvíkurbyggð. Hér eru forsvarsmenn markaðsskrifstofunnar og fulltrúar verðlaunahafa með viðurkenningar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.