Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 17 Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is JEPPADEKK.IS Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29”-44”. 38” radíaldekk sem hefur margsannað sig á hálendi Íslands. 44” radíal. Hannað í samstarfi Arctic Trucks og Nokian. 35” radíal. Frábært neglt vetrardekk! kr. 39.900,- kr. 39.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- FELGUR Gott úrval Margar stærðir Hampiðjutorgið, Heiðardalurinn og Teppið Við endum yfirferðina um fiskimiðin með því að fara vestur fyrir land. Þar og úti af Vestfjörðum eru mörg skemmtileg örnefni. Hampiðjutorgið er nokkuð stórt svæði sem liggur utan í landgrunns­ hallanum vestur af landinu. Það er um 70 til 100 mílur vestur af Látrabjargi, um 50 mílna langt og ekki ýkja breitt en dýpkar mikið þegar utar dregur. Erlendir togarar veiddu grálúðu og karfa á þessu svæði allt þar til landhelgin var færð út í 200 mílur. Þarna eru mikil grálúðumið en Íslendingar hófu veiðar þar á seinni hluta áttunda áratugarins. Þetta svæði var nefnt Hampiðjutorgið, gjarnan stytt í Torgið. Einnig var það kallað Torg hins himneska friðar. Fyrst þegar menn hófu veiðar á Torginu var ekki búið að kortleggja festur. Þá var trollið allt í druslum í öðru hverju holi og menn stóðu tímunum saman í saumaskap. Menn höfðu á orði að enginn græddi á þessum veiðum nema veiðar­ færaframleiðandinn Hampiðjan! Ef menn komust áfram án festu veiddist vel og þá stóðu þeir upp fyrir haus í lúðu. Þetta var því einnig kallað Torg hins himneska friðar í háði því þarna var aldrei neinn friður. Heiðardalurinn og Teppið eru grálúðumið sem fengu nafn eftir 1980. Norðaustur af Hala, vel­ þekkt fiskimið úti af Vestfjörðum, og í beinu framhaldi af honum er Heiðardalurinn. Þegar menn voru búnir að standa í öllu þessu rifr­ ildi á Torginu kunnu þeir sér ekki læti þegar þeir komu á þetta svæði. Þeir gátu togað tímunum saman án þess að nokkuð rifnaði. Þetta var eins og þeir væru komnir heim í heiðardalinn. Í framhaldi af Heiðardalnum, djúpt úti af Hornströndum, er Teppið. Þar er sléttur sandbotn og unnt að toga 10–12 tíma samfleytt. Botninn þarna er eins og flauelsmjúkt teppi. Hver var Agata? Agata er þekkt nafn á steinbíts­ og karfableyðu rúmlega 50 mílur vestur af Látrabjargi. Ýmsar útgáfur eru til af sögunni á bak við nafnið. Ein þeirra er sú að þetta hafi verið gleðikona í Hamborg sem íslenskir sjómenn voru sagðir hafa heimsótt. Því fer fjarri að sú skýring sé rétt, þvert á móti. Árið 1974 voru fjórir skuttogar­ ar afhentir sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi. Skipstjórarnir sem sóttu skipin og höfðu eftirlit með smíði þeirra dvöldu hjá fyrrum verkstjóra í skipa­ smíðastöðinni. Á heimilinu bjó ung dóttir verk­ stjórans sem hét Agata. Hún var sérstaklega hæglát og háttprúð og hvers manns hugljúfi, að sögn skipstjóranna. Skömmu eftir að skipin voru afhent var einn skip­ stjórinn að þvælast djúpt vestur af Látrabjargi og fann þá þúfu sem gaf góða veiði. Hann tjáði greinarhöf­ undi að honum hefði dottið í hug að skíra svæðið Agata til heiðurs stúlkunni prúðu. Þetta segir okkur að þegar menn þekkja ekki réttu skýringarnar á bak við örnefni reyna þeir fljótt að geta í eyðurnar. Það leiðir hugann að því hvort sögur sem fylgja mörgum örnefnum hér á landi séu sannar eða hreinn skáldskapur. - Vörubílar - Rútur - Vinnuvélar Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 RAFÓS rafverktakar e h f Tökum að okkur öll verkefni sem við kemur raflögnum, hvort sem er viðhald, viðbætur eða nýlagnir fyrir fyrirtæki, iðnað eða almennan notanda. Rafós er löggiltur rafverktaki með reynslu í óháðri ráðgjöf og uppsetningu hleðslustöðva. Setjum upp allar gerðir hleðslustöðva fyrir einstaklinga, sameignir og fyrirtæki. Ef búnaður er ekki fyrir hendi, þá veitum við ráðgjöf við val á búnaði miðað við þarfir. RAFÓS rafverktakar e h f Freyjunesi 10, 603 Akureyri Sími: 777 1802 Email: rafos@rafos.is Erum einnig á facebook Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.