Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 20198
FRÉTTIR
Ný rannsókn fjölþjóðateymis vísindamanna á vegum Tækniháskólans í München:
Fækkun skordýra er miklu
alvarlegri en talið var
– Um þriðjungs fækkun á einum áratug og allt að 70% fækkun sumra tegunda – Gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir landbúnað
Í nýrri rannsókn sem unnin var
af fjölþjóðlegu teymi vísinda-
manna undir forystu sérfræðinga
Tækniháskólans í München í
Þýskalandi kemur fram grafalvar-
leg staða skordýrastofna. Hefur
skordýrum á mörgum svæðum
fækkað um þriðjung og sums stað-
ar um allt að 70% á aðeins einum
áratug.
Þessi þróun hefur sérstaklega átt
sér stað á ræktuðu landi, en einnig er
mikil fækkun í skógum og á náttúru-
verndarsvæðum. Orsakir hnignunar
skordýra er einsleitni í ræktun og
minnkandi fjölbreytileiki plöntu-
tegunda sem er að finna á ræktarlandi
í skógrækt og á náttúruverndarsvæð-
um.
Hrun í fuglastofnum
Virðist þetta stemma vel við fréttir á
síðasta ári af hruni í fuglastofnum sem
talið er afleiðing af notkun eiturefna í
landbúnaði (pesticide). Í Frakklandi
einu hafa verið notuð, samkvæmt
frétt Euro News, um 75 þúsund
tonn á ári af gróðureyðingarefnum,
sveppaeitri, skordýraeitri og fleiri
efnum árlega undanfarin ár. Notkunin
hefur verið um 60.000 tonn á Ítalíu og
unm 40.000 tonn í Þýskalandi. Mest
hefur verið notað á Spáni, eða nær
80.000 tonn. Þegar skordýrin hverfa
hverfur um leið fæða fjölmargra
fuglategunda. Í mars í fyrra voru
m.a. fréttir í erlendum fjölmiðlum af
hruni fuglastofna í Frakklandi. Þar var
vitnað í fjölda rannsókna sem sýndu
þriðjungs fækkun fugla á 15 árum og
allt að 70–75% fækkun sumra fugla-
tegunda. Einnig var þar talað um allt
að 76% fækkun fljúgandi skordýra á
27 ára tímabili í Þýskalandi.
Þetta snýst þó ekki bara um skor-
dýr og fugla. Nær óhjákvæmileg
afleiðing þessarar þróunar hlýtur
að verða sú að ræktun nytjajurta
verður erfiðari sökum þess að það
vantar m.a. býflugur til að frjóvga
plönturnar. Það mun síðan að öllum
líkindum valda keðjuverkun í ávaxta-
rækt, grænmetis-, kjöt-, mjólkur- og
allri annarri landbúnaðarframleiðslu.
Mikil fækkun skordýra
á síðustu 25 árum
Ýmsar rannsóknir hafa áður sýnt
að mun færri tegundir skordýra er
að finna á þýskum engjum en fyrir
25 árum. Fyrri rannsóknir beindust
þó nær eingöngu að lífmassa, þ.e.
heildarþyngd allra skordýra, fremur
en einstakra skordýrategunda.
Vistfræðingurinn dr. Sebastian
Seibold segir að mönnum hafi ekki
verið eins ljóst hingað til hversu stóru
hlutverki skordýrin gegna í náttúr-
unni.
Í viðamiklum rannsóknum á
líffræðilegum fjölbreytileika kann-
aði fjölþjóðlegt rannsóknarteymið
fjölda skordýrahópa í Brandenburg,
Thuringia og Baden-Württemberg á
tímabilinu 2008 til 2017. Nú hefur
teymið birt greiningu sína í vísinda-
tímaritinu „Nature“. Verkefnið var
fjármagnað af þýska rannsóknar-
sjóðnum DFG.
Skordýr hafa áhrif bæði
í graslendi og skóga
Vísindamennirnir söfnuðu meira en
einni milljón skordýra á 300 stöðum.
Þeir gátu sannað að mörgum af tæp-
lega 2.700 tegundum sem rannsak-
aðar voru fer hnignandi. Á sumum
þeirra svæða sem rannsökuð voru
er ekki lengur að finna sjaldgæfar
tegundir skordýra. Bæði á skóg-
ræktarsvæðum og á graslendi töldu
vísindamennirnir að um þriðjungi
(um 33%) færri skordýrategundir sé
að finna en þar voru fyrir tíu árum.
„Fyrir rannsókn okkar var mjög
óljóst hvort og að hve miklu leyti
skógar hefðu orðið fyrir áhrifum af
skordýraeyðingu,“ sagði Seibold.
Frá 2008 mældu þeir um 40 pró-
senta samdrátt í lífmassa skordýra
í skógum sem þeir rannsökuðu. Á
graslendi voru niðurstöðurnar enn
skelfilegri. Í lok rannsóknartímabils-
ins hafði lífmassi skordýra minnkað
niður í aðeins þriðjung af því sem
áður var, sem þýðir um 70% fækkun.
Kom fullkomlega á óvart
„Samdráttur af þessari stærðargráðu
á aðeins 10 ára tímabili kom okkur
fullkomlega á óvart. – „Þetta er
ógnvekjandi, en passar við þá mynd
sem komið hefur fram í sífellt fleiri
rannsóknum,“ segir Wolfgang
Weisser, prófessor í vistfræði við
Tækniháskólann í München, en hann
er einn af frumkvöðlunum í þessu
samstarfsverkefni.
Afgerandi þáttur
í nánasta umhverfi
Áhrif eru mikil á allar tegundir
skógar- og graslendis sem hópur-
inn rannsakaði. Þar var skoðað land
sem nýtt er til sauðfjárbeitar. Engi
og akrar sem sáð er í og slegin eru
og borið á þrisvar til fjórum sinnum
á ári. Skógrækt þar sem lögð er
áhersla á ræktun barrskóga og jafn-
vel ónýttir skógar á verndarsvæðum.
Vísindamennirnir greindu mesta
tjónið í graslendi umhverfis stór
landbúnaðarsvæði. Þar voru áhrifin
mest á tegundir skordýra sem ekki
geta ferðast um langan veg.
Í skógunum var skaðinn aftur á
móti mestur í þeim hópi skordýra
sem ferðast að jafnaði um langan
veg. Þar er það spurningin um hvort
skordýrum sem ferðast um langan
veg sé hættara við áföllum þegar
þau fara yfir ræktarsvæði. Komið
hefur fram á liðnum árum að mikil
notkun skordýraeiturs
og gróðureyðingar-
efna við ræktun korns
og annarra nytjajurta
hafi haft alvarleg áhrif
á býflugnastofna.
Afar líklegt hlýtur
því að teljast að aðrir
skordýrastofnar verði
líka fyrir barðinu á
því. Telur dr. Martin
Gossner að það þurfi
að rannsaka betur
hvort þetta sé tilfellið,
eða hvort lífskjör í
skógunum hafi versnað svo mjög
að að þau hafi valdið stórkostlegri
fækkun skordýra.
Samhæfðar aðgerðir
nauðsynlegar
Viðbrögðin til að takast á við skor-
dýramissi hafa einskorðast allt of
mikið við aðgerðir á afmörkuðum
svæðum án tillits til heildarinnar, að
mati dr. Seibold.
„Til að takast á við þetta og
stöðva fækkunina, þá benda niður-
stöður okkar til að þörf sé á meiri
samhæfingu aðgerða, bæði svæðis-
bundnum og á landsvísu.“
Ofan á þetta getur magnfram-
leiðsla í landbúnaði eins og stunduð
er í Evrópu og víðar um heim líka
haft neikvæðar afleiðingar. Í rann-
sókn sem líffræðirannsóknarstofn-
unin Jena gerði á heimsvísu á
tímabilinu 2002 til 2017 kom í ljós
að fækkun tegunda í gróðri getur
eyðilagt heilu lífkerfin. Þannig getur
mjög ákveðin einræktun tegunda á
endanum leitt til þess að uppskeran
hrynur saman vegna niðurbrots líf-
kerfa í jarðvegi. /HKr.
Skordýrum fækkar með ógnarhraða í Þýskalandi,
Frakklandi og víðar um Evrópu. Mynd / Dr. Stefan Seibold
Bændur að störfum í Þýskalandi. Mynd / Jörg Hailer, Universität Ulm
Úttekt Umhverfisstofnunar á tollafgreiðslu plöntuverndarvara fyrir árið 2018:
Heildarinnflutningur á illgresiseyðum
eykst en magn virkra efna dregst saman
Umhverfisstofnun lauk nýverið
úttekt á tollafgreiðslu plöntu-
verndarvara fyrir árið 2018 með
hliðsjón af gögnum frá Tollstjóra
og upplýsingum frá fyrirtækjum
sem setja vörurnar á markað.
Heildarmagnið eykst en magn
virkra efna dregst saman.
Vöruflokkar sem falla undir
plöntuverndarvörur eru illgresiseyð-
ar, sveppaeyðar, skordýraeyðar og
stýriefni til notkunar í landbúnaði
og garðyrkju og af þeim hafa illgres-
iseyðar verið með mesta markaðs-
hlutdeild, um eða yfir 80%.
Á heimasíðu stofnunarinnar segir
að niðurstöður úttektarinnar sýna að
innflutningur plöntuverndarvara nam
18 tonnum á árinu 2018 og jókst
því umtalsvert frá fyrra ári, eða um
56%. Umhverfisstofnun hefur tekið
saman gögn um innflutning plöntu-
verndarvara allt frá árinu 2009 og á
þeim tíma hefur þróunin verið í þá átt
að innflutningur á þess-
um vörum hefur dregist
saman. Innflutningurinn
sveiflast þó talsvert mikið
á milli ára og topparnir
koma fram þegar verið
er að flytja inn birgðir af
algengum plöntuverndar-
vörum sem duga í nokkur
ár og getur það hafa átt
við árið 2018.
Innflutningur á virkum
efnum dregst saman
Plöntuverndarvörur
geta haft neikvæð áhrif
á heilsu og umhverfi og
þegar reynt er að meta
álagið af þeirra völdum
gefur magn virkra efna
mun betri vísbendingar um raun-
verulegt álag heldur en heildar-
magnið sem sett er á markað. Þar
sem styrkur virku efnanna í plöntu-
verndarvörum liggur alltaf fyrir
er hægt að reikna út frá heildar-
magninu af vörum
hve mikið af virkum
efnum er sett á
markað hverju sinni.
Sé þetta gert fyrir árið
2018 kemur í ljós
að innflutningur á
plöntuverndarvörum,
mældur í magni af
virkum efnum, dróst
saman frá fyrra ári,
þrátt fyrir að heildar-
magnið hafi aukist.
Það skýrist af því
hversu mikið var
flutt inn af vörum
á árinu sem inni-
héldu lágan styrk af
virkum efnum, en
þar var einkum um
að ræða illgresiseyða
sem innihalda glýfosat. Þannig má
segja að álagið gagnvart heilsu
og umhverfi hafi í raun minnkað
þótt heildarmagnið sem sett var á
markað hafi aukist.
Illgresiseyðar mest notaðir
Illgresiseyðar er sá flokkur plöntu-
verndarvara sem langmest er not-
aður hér á landi og flestir innihalda
þeir virka efnið glýfosat. Notkun
fellur til í ýmiss konar ræktun svo
sem í einka- og almenningsgörðum,
á grænum svæðum á vegum sveitar-
félaga, á íþróttavöllum og í sumar-
bústaðalöndum. Þá er mikið notað
af þeim á ógrónum svæðum þar
sem ekki er ætlast til að gróður sé
til staðar eins og á iðnaðarsvæðum,
við vegi, í innkeyrslum, á stígum
og víðar. Helstu notendur eru al-
menningur, fyrirtæki, sveitarfélög
og opinberar stofnarnir. Rétt er að
benda á að notkun á glýfosati virðist
vera lítil sem engin í framleiðslu á
matvælum og fóðri hérlendis. /VH
Illgresiseyðar er sá flokkur plöntuverndarvara sem langmest er
notaður hér á landi og flestir innihalda þeir virka efnið glýfosat.