Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201930
UTAN ÚR HEIMI – ÍSLENDINGAR Á FARALDSFÆTI
Hópurinn var glaðbeittur eftir eplatínslu í Harðangursfirði. Myndir / ehg
Glaðbeitt í eplatínslu í Noregi
Hressir og kátir Íslendingar
heimsóttu Noreg á dögunum,
jafnt bændur sem aðrir, og
skemmtu sér hið besta við að
kynnast fjölbreytileika í norskri
matargerð sem og við eplaupp-
skeru hjá íslensku eplabændun-
um í Álavík í Harðangursfirði.
Veðrið lék við ferðalangana,
sem upplifðu meðal annars nátt-
úruperlur í Noregi, urðu fróðari
um ólíkar tegundir eplavína,
útskrifuðust sem eðalátsmenn
á norskum sviðum og töldu og
skráðu veggöng af miklum móð
milli Voss og Björgvinjar. Heim
fóru þau reynslunni ríkari með
epli í poka og góða skapið ásamt
veðurblíðunni sem þau komu með
til Noregs. /ehg
Erla Hjördís
Gunnarsdóttir
ehg@bondi.is
Þær voru einbeittar við tínsluna,
Selma Guðmundsdóttir og Erna
Pétursdóttir.
Í Smalahovetunet í Voss fengu
gestirnir að sjá vinnslu á sviðum en
vélin er ein sinnar tegundar í heim-
inum og er staðurinn sá eini í Noregi
sem framleiðir svið.
Íslensku bændurnir Sigmar G. Guðbjörnsson úr Arakoti og Sveinbjörn
Þ. Sigurðsson frá Búvöllum voru ekki í vandræðum með að koma sér í
girðingarvinnu uppi á Hangurstoppen við Voss.
Í Oleana-prjónaverksmiðjunni í Arna
í Bergen fengu gestirnir að sjá ná-
kvæmt handbragð við vinnslu á
þessum þekktu norsku prjónapeys-
um.
Nils Lekve á sveitabænum Lekve í
Ulvik í Harðangursfirði framleiðir 14
tegundir af eplasafa og -vínum og
sýndi framleiðslusalina hjá sér eftir
kynningu á eplavínum.
Á kaffihúsinu í Álavík fengu gestirnir að smakka norskan graut búinn til úr
sýrðum rjóma, frá vinstri: Árni Sigurðsson og Guðrún Hrönn Stefánsdóttir
úr Þorlákshöfn, Sigmar G. Guðbjörnsson og Theodóra Á. Svanhildardóttir
frá Arakoti í Skeiðahreppi ásamt hjálparhellunum Margretu Bjørke og Heiðari
Viggóssyni.