Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201930 UTAN ÚR HEIMI – ÍSLENDINGAR Á FARALDSFÆTI Hópurinn var glaðbeittur eftir eplatínslu í Harðangursfirði. Myndir / ehg Glaðbeitt í eplatínslu í Noregi Hressir og kátir Íslendingar heimsóttu Noreg á dögunum, jafnt bændur sem aðrir, og skemmtu sér hið besta við að kynnast fjölbreytileika í norskri matargerð sem og við eplaupp- skeru hjá íslensku eplabændun- um í Álavík í Harðangursfirði. Veðrið lék við ferðalangana, sem upplifðu meðal annars nátt- úruperlur í Noregi, urðu fróðari um ólíkar tegundir eplavína, útskrifuðust sem eðalátsmenn á norskum sviðum og töldu og skráðu veggöng af miklum móð milli Voss og Björgvinjar. Heim fóru þau reynslunni ríkari með epli í poka og góða skapið ásamt veðurblíðunni sem þau komu með til Noregs. /ehg Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Þær voru einbeittar við tínsluna, Selma Guðmundsdóttir og Erna Pétursdóttir. Í Smalahovetunet í Voss fengu gestirnir að sjá vinnslu á sviðum en vélin er ein sinnar tegundar í heim- inum og er staðurinn sá eini í Noregi sem framleiðir svið. Íslensku bændurnir Sigmar G. Guðbjörnsson úr Arakoti og Sveinbjörn Þ. Sigurðsson frá Búvöllum voru ekki í vandræðum með að koma sér í girðingarvinnu uppi á Hangurstoppen við Voss. Í Oleana-prjónaverksmiðjunni í Arna í Bergen fengu gestirnir að sjá ná- kvæmt handbragð við vinnslu á þessum þekktu norsku prjónapeys- um. Nils Lekve á sveitabænum Lekve í Ulvik í Harðangursfirði framleiðir 14 tegundir af eplasafa og -vínum og sýndi framleiðslusalina hjá sér eftir kynningu á eplavínum. Á kaffihúsinu í Álavík fengu gestirnir að smakka norskan graut búinn til úr sýrðum rjóma, frá vinstri: Árni Sigurðsson og Guðrún Hrönn Stefánsdóttir úr Þorlákshöfn, Sigmar G. Guðbjörnsson og Theodóra Á. Svanhildardóttir frá Arakoti í Skeiðahreppi ásamt hjálparhellunum Margretu Bjørke og Heiðari Viggóssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.