Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201934 LÍF&STARF Það bar til síðla í september árið 1999 að boð komu frá Bjarkari Snorrasyni, bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna, að til hrútasýningar væri boðað að Tóftum. Þangað skyldu sauð- fjárbændur í hreppnum mæta með hrúta sína til mælinga og dóma hvað þeir gerðu allir með sóma. Hrútasýningar hafa í gegnum tíðina verið hinar merkilegustu samkomur bæði út frá faglegum atriðum og ekki síður hin besta skemmtan með ýmsum hætti. Svo hefur vissulega verið á Tóftum og samkomurnar hafist með kjötsúpu- máltíð að hætti Bjarkars bónda áður en haldið er til fagstarfa í fjár- húsinu. Vegna þessa hafa hrútasýn- ingar að Tóftum verið fjölmennar um langa tíð. Afdrifarík óvissuferð Athafna- og félagsmálamaður vestan af fjörðum, Björn Ingi Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar sumarið 1999 og var svo lánsamur að lenda í slagtogi við sauðfjár- bændur í hreppnum. Svo heppilega vildi til að sama dag og hrútasýn- ingin var á Tóftum að til Önfirðingsins komu þrír sveitungar hans úr hljómsveitinni Æfingu í heimsókn. Þetta voru Árni Benediktsson og bræðurnir Ingólfur Björnsson og Siggi Björns. Var strax ákveðið að fara með gestina í óvissuferð á hrútasýninguna. Þoka var yfir öllu og rigningarúði þegar haldið var af stað og gestirnir hlaðnir kvíða yfir því hvað væri í vændum enda höfðu þeir reynt nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á fyrri tíð fyrir vestan. Árni býr nú á Selfossi, Ingólfur í Noregi og Siggi Björns í Berlín í Þýskalandi. Mikil upplifun Ekki var að sökum að spyrja að þetta kvöld á Tóftum var mikil upplifun og góð skemmtun fyrir gestina að vestan því enginn þeirra hafði farið á hrútasýningu áður. Þarna var fastmælum bundið að mæta árið eftir að Tóftum á hrúta- sýninguna og þá með nokkur skemmtiatriði sem og var gert. Örvar Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var orðið til upp úr þessari óvissuferð að Tóftum haustið 1999. Hrútavinafélagið fagnar því í ár tuttugu ára afmæli og mun það verða gert með ýmsum hætti og ber þar hæst „Listasjóð alþýðu.“. Hrútavinafélagið Örvar hefur komið að og haft frum- kvæði til ýmissa mannlífs- og menningarmála á Suðurlandi og víðar. Verður það ekki rakið hér Eftir verðlaunaveitingu Hrútavinafélagsins Örvars á hrútasýningu að Tóftum árið 2001. F.v.: Steingrímur Pétursson, Hörður Jóelsson, Guðmundur Valur Pétursson, Einar Jóelsson, Sigurfinnur Bjarkarsson, Sævar Jóelsson, Bjarkar Snorrason og Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélags- ins. Síðan lengst til hægri eru: Karl Þorgrímsson, Efri-Gegnishólum og Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum. Þegar Hrútavinafélagið Örvar heiðrar þá er heiðruð bæði alþýða og aðrir. Heiðraðir á 10 ára afmæli Hrútavinafé- lagsins 2009 voru. F.v.: Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, húsmóðir, hagleikskona og umboðsmaður Morgunblaðsins, Margrét S. Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, fv. oddviti og alþingismaður, Guðrún Kristmannsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona í rúma hálfa öld, Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og meðhjálpari í Stokkseyrarkirkju, Grétar Zópaníasson, starfsmaður Árborgar og síðasti sveitarstjóri á Stokkseyri, Kristján Friðbergsson, fv. forstöðu- maður á Kumbaravogi, Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, fv. hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi, Helga Jónasdóttir, húsmóðir og starfskona við Barnaskólann á Stokkseyri í rúm 30 ár, Theódór Guðjónsson, fv. skólastjóri Barnaskól- ans á Stokkseyri um árabil, og séra Úlfar Guðmundsson, fv. sóknarprestur á Eyrarbakka og Stokkseyri í áratugi. Samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri varð 90 ára á árinu 2011. Hrútavinafélagið stóð fyrir afmælistónleikum þar á Bryggjuhátíðinni 2011 með hljómsveitinni GRANÍT frá Vík í Mýrdal og söngkonunni Hlín Pétursdóttur frá Stokkseyri. F.v.: Hróbjartur Vigfússon, Sveinn Pálsson, Auðbert Vigfússon, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Hlín Pétursdóttir, Kristinn J. Níelsson og Bárður Einarsson. Stór stund í sögu Hrútavinafélagsins Örvars var þegar forystusauðurinn Gorbachev frá Brúnastöðum í Flóa var gefinn Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014. F.v.: Skúli Ragnarsson, Ytra-Álandi, Björn Ingi Bjarnason, forseti Örvars, Tryggvi Ágústsson, GORBI milli þeirra bræðra, Guðni Ágústsson, heiðursforseti Örvars, Daníel Hansen, Svalbarði og Margrét Hauksdóttir. Karlakór Selfoss og Jórukórinn á Selfossi á tón- leikum í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Hrútavinafélagið Örvar á stóran þátt í því hvernig Hraðfrystihúsi Stokkseyr- ar var breytt í Menningarverstöð. Þann 21. október 2008, á 100 ára afmæli myndhöggvarans Sigurjóns Ólafs- sonar frá Eyrarbakka, stóð Hrútavinafélagið með fleirum fyrir 100 ljósa blysför að listaverki hans, „Krían“, sem stendur í Hraunprýði austan Litla-Hrauns. Þegar Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi varð 10 ára á árinu 2009 voru heiðraðir 10 af frumkvöðlum og krafta- verkamönnum félagsins. F.v.: Sigurður Sigurðarson, fv. yfirdýralæknir, Selfossi, Kristinn Jóhann Níelsson, tón- listarkennari og meðlimur í Hljómsveitinni GRANÍT í Vík í Mýrdal, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, Selfossi, Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins, Eyrarbakka, Guðni Ágústsson, fv. alþingismaður og ráðherrra, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, Selfossi, Björn Harðarson, bóndí í Holti og formaður Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps, Guðrún Jóna Borgarsdóttir, bóndi að Tóftum, Stokkseyrarhreppi, Sævar Jóelsson, bóndi í Brautartungu, Stokkseyrarhreppi, Bjarkar Snorrason, bóndi að Tóftum (Brattsholti) Stokkseyrarhreppi og guðfaðir Hrútavinafélagsins og Árni Johnsen, fv. alþingismaður, Vestmannaeyjum. Hrútavinafélagið Örvar er upphafsaðili Bryggjuhátíðar á Stokkseyri árið 2004. Félagið lét síðan árið 2006 byggja glæsilegt svið á bryggjunni sem staðið hefur af sér öll vetrarbrim og er veglegt staðartákn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.