Bændablaðið - 07.11.2019, Page 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201934
LÍF&STARF
Það bar til síðla í september árið
1999 að boð komu frá Bjarkari
Snorrasyni, bónda á Tóftum í
Stokkseyrarhreppi hinum forna,
að til hrútasýningar væri boðað
að Tóftum. Þangað skyldu sauð-
fjárbændur í hreppnum mæta
með hrúta sína til mælinga og
dóma hvað þeir gerðu allir með
sóma.
Hrútasýningar hafa í gegnum
tíðina verið hinar merkilegustu
samkomur bæði út frá faglegum
atriðum og ekki síður hin besta
skemmtan með ýmsum hætti. Svo
hefur vissulega verið á Tóftum og
samkomurnar hafist með kjötsúpu-
máltíð að hætti Bjarkars bónda
áður en haldið er til fagstarfa í fjár-
húsinu. Vegna þessa hafa hrútasýn-
ingar að Tóftum verið fjölmennar
um langa tíð.
Afdrifarík óvissuferð
Athafna- og félagsmálamaður
vestan af fjörðum, Björn Ingi
Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar
sumarið 1999 og var svo lánsamur
að lenda í slagtogi við sauðfjár-
bændur í hreppnum. Svo heppilega
vildi til að sama dag og hrútasýn-
ingin var á Tóftum að
til Önfirðingsins komu
þrír sveitungar hans úr
hljómsveitinni Æfingu í
heimsókn. Þetta voru Árni
Benediktsson og bræðurnir Ingólfur
Björnsson og Siggi Björns. Var
strax ákveðið að fara með gestina
í óvissuferð á hrútasýninguna.
Þoka var yfir öllu og rigningarúði
þegar haldið var af stað og gestirnir
hlaðnir kvíða yfir því hvað væri
í vændum enda höfðu þeir reynt
nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á
fyrri tíð fyrir vestan.
Árni býr nú á Selfossi, Ingólfur
í Noregi og Siggi Björns í Berlín
í Þýskalandi.
Mikil upplifun
Ekki var að sökum að spyrja að
þetta kvöld á Tóftum var mikil
upplifun og góð skemmtun fyrir
gestina að vestan því enginn þeirra
hafði farið á hrútasýningu áður.
Þarna var fastmælum bundið að
mæta árið eftir að Tóftum á hrúta-
sýninguna og þá með nokkur
skemmtiatriði sem og var gert.
Örvar
Hrútavinafélagið Örvar á
Suðurlandi var orðið til upp úr
þessari óvissuferð að Tóftum
haustið 1999. Hrútavinafélagið
fagnar því í ár tuttugu ára afmæli
og mun það verða gert með ýmsum
hætti og ber þar hæst „Listasjóð
alþýðu.“. Hrútavinafélagið Örvar
hefur komið að og haft frum-
kvæði til ýmissa mannlífs- og
menningarmála á Suðurlandi og
víðar. Verður það ekki rakið hér
Eftir verðlaunaveitingu Hrútavinafélagsins Örvars á hrútasýningu að Tóftum
árið 2001. F.v.: Steingrímur Pétursson, Hörður Jóelsson, Guðmundur Valur
Pétursson, Einar Jóelsson, Sigurfinnur Bjarkarsson, Sævar Jóelsson,
Bjarkar Snorrason og Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélags-
ins. Síðan lengst til hægri eru: Karl Þorgrímsson, Efri-Gegnishólum
og Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum.
Þegar Hrútavinafélagið Örvar heiðrar þá er heiðruð bæði alþýða og aðrir. Heiðraðir á 10 ára afmæli Hrútavinafé-
lagsins 2009 voru. F.v.: Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, húsmóðir, hagleikskona og umboðsmaður Morgunblaðsins,
Margrét S. Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, fv. oddviti og alþingismaður, Guðrún Kristmannsdóttir,
húsmóðir og fiskverkakona í rúma hálfa öld, Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og meðhjálpari í Stokkseyrarkirkju,
Grétar Zópaníasson, starfsmaður Árborgar og síðasti sveitarstjóri á Stokkseyri, Kristján Friðbergsson, fv. forstöðu-
maður á Kumbaravogi, Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, fv. hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi, Helga Jónasdóttir,
húsmóðir og starfskona við Barnaskólann á Stokkseyri í rúm 30 ár, Theódór Guðjónsson, fv. skólastjóri Barnaskól-
ans á Stokkseyri um árabil, og séra Úlfar Guðmundsson, fv. sóknarprestur á Eyrarbakka og Stokkseyri í áratugi.
Samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri varð 90 ára á árinu 2011. Hrútavinafélagið
stóð fyrir afmælistónleikum þar á Bryggjuhátíðinni 2011 með hljómsveitinni
GRANÍT frá Vík í Mýrdal og söngkonunni Hlín Pétursdóttur frá Stokkseyri. F.v.:
Hróbjartur Vigfússon, Sveinn Pálsson, Auðbert Vigfússon, Guðmundur Pétur
Guðgeirsson, Hlín Pétursdóttir, Kristinn J. Níelsson og Bárður Einarsson.
Stór stund í sögu Hrútavinafélagsins Örvars var þegar forystusauðurinn Gorbachev frá Brúnastöðum í Flóa var
gefinn Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014. F.v.: Skúli Ragnarsson, Ytra-Álandi, Björn Ingi
Bjarnason, forseti Örvars, Tryggvi Ágústsson, GORBI milli þeirra bræðra, Guðni Ágústsson, heiðursforseti Örvars,
Daníel Hansen, Svalbarði og Margrét Hauksdóttir.
Karlakór Selfoss og Jórukórinn á Selfossi á tón-
leikum í Menningarverstöðinni Hólmaröst á
Stokkseyri. Hrútavinafélagið Örvar á stóran
þátt í því hvernig Hraðfrystihúsi Stokkseyr-
ar var breytt í Menningarverstöð.
Þann 21. október 2008, á 100 ára afmæli myndhöggvarans Sigurjóns Ólafs-
sonar frá Eyrarbakka, stóð Hrútavinafélagið með fleirum fyrir 100 ljósa blysför
að listaverki hans, „Krían“, sem stendur í Hraunprýði austan Litla-Hrauns.
Þegar Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi varð 10 ára á árinu 2009 voru heiðraðir 10 af frumkvöðlum og krafta-
verkamönnum félagsins. F.v.: Sigurður Sigurðarson, fv. yfirdýralæknir, Selfossi, Kristinn Jóhann Níelsson, tón-
listarkennari og meðlimur í Hljómsveitinni GRANÍT í Vík í Mýrdal, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, Selfossi,
Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins, Eyrarbakka, Guðni Ágústsson, fv. alþingismaður og
ráðherrra, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, Selfossi, Björn Harðarson, bóndí í Holti og formaður Búnaðarfélags
Stokkseyrarhrepps, Guðrún Jóna Borgarsdóttir, bóndi að Tóftum, Stokkseyrarhreppi, Sævar Jóelsson, bóndi í
Brautartungu, Stokkseyrarhreppi, Bjarkar Snorrason, bóndi að Tóftum (Brattsholti) Stokkseyrarhreppi og guðfaðir
Hrútavinafélagsins og Árni Johnsen, fv. alþingismaður, Vestmannaeyjum.
Hrútavinafélagið Örvar er upphafsaðili Bryggjuhátíðar á Stokkseyri árið
2004. Félagið lét síðan árið 2006 byggja glæsilegt svið á bryggjunni sem
staðið hefur af sér öll vetrarbrim og er veglegt staðartákn.