Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201918
Undanfarið hefur farið fram vinna
við framþróun dómskalans fyrir
kynbótahross. Hérna verður farið
yfir helstu markmið vinnunnar og
hvaða nýjungar eru í farvatninu
varðandi útfærslu á reiðdóminum.
Aðalmarkmiðið er að skapa
aðgengilega og auðvelda hestgerð
fyrir þann breiða hóp fólks sem nýtur
reiðhestskosta íslenska hestsins.
Leiðin til þess er m.a. að verðlauna
ákveðið byggingarlag með áherslu
á sterka yfirlínu, sem skapast af rétt
löguðum hálsi og burðarmiklu baki,
að hrossið sé jafnvægisgott; hlut
fallarétt og framhátt. Hvað varðar
reiðhestskostina er mikilvægt að
verðlauna jafnvægi og að hesturinn
sé sjálfberandi og eigi auðvelt með
að ganga í réttri líkamsbeitingu undir
manni. Þá er mikilvægt að leggja
aukna áherslu á þjálni og yfirveg
un þegar kemur að mati á vilja
og geðslagi. Allt eru þetta atriði
sem meðal annarra stuðla að betri
reiðhesti, burtséð frá hlutverki hans.
Helstu markmið vinnunnar voru
eftirfarandi:
• Yfirfara markmiðin innan hvers
eiginleika og skilgreina eigin
leikana nánar, sérstaklega átti
þetta við fet, hægt stökk og
hægt tölt.
• Gera skalann að enn betra vinnu
plaggi fyrir dómara, sýnendur og
ræktendur.
• Taka inn nýja þekkingu á sam
bandi byggingar og hæfileika. Í
nýjum skala er aukin áhersla þá
þætti byggingarinnar sem eiga
að stuðla að eðlisgóðri gang
hæfni.
• Aukin áhersla á mýkt, jafnvægi,
sjálfberandi hestgerð og rétta
líkamsbeitingu.
• Aukin áhersla á gæði gang
tegundanna á mismunandi
hraðastigum; tölt, stökk og
brokk og fjaðurmagn á hægu
þegar hæstu einkunnir eru gefn
ar.
• Kanna með hvaða hætti væri
hægt að gera mismunandi kröf
ur eftir aldri.
• Aukin áhersla á þjálni og yfir
vegun í mati á vilja og geðslagi.
• Bæta við reiðdóminn ákveðnum
verkefnum sem auka upplýs
ingagildi sýningarinnar; bæta
mat á jafnvægi hestsins og
hversu sjálfberandi hann er og
gefa okkur auknar upplýsingar
um gæði gangtegundanna.
Hérna verður farið yfir hverja gang
tegund fyrir sig auk vilja og geðslags
og stiklað á helstu nýjungum sem eru
í farvatninu:
Tölt
Eins og kemur fram að ofan er
stefnan að leggja aukna áherslu á
jafnvægi og að hesturinn sé sjálf
berandi undir manni. Góð verkefni
eða próf til að meta þessa þætti
sérstaklega er að sjá hestinn að
eins á slökum taum og sjá hraða
breytingar. Þess vegna er hug
myndin að til þess að hljóta einkunn
upp á 9,0 eða hærra sé gerð krafa
um að sýndar séu hraðabreytingar
(þ.e. greinileg uppkeyrsla og/eða
niðurhæging) og að sýnt sé fram á
að hesturinn haldi jafnvægi á gang
tegundinni þegar greinilega losað
er um tauminn. Þessi verkefni, séu
þau vel framkvæmd, geta að auki
vegið til hækkunar á einkunnum
neðar í skalanum. Í sambandi við
verkefnið að losa um tauminn er
hugmyndin sú að losað sé alveg
um taumsamband í að lágmarki
3 sekúndur (taumur gefinn fram);
að það sé nóg prufa á það hversu
sjálfberandi hesturinn er.
Þröskuldar í tölti – eins og
fólk þekkir eflaust má núna muna
einum heilum í einkunn á hægu
tölti og tölti; þ.e. hross getur
fengið 9,0 fyrir tölt með 8,0 fyrir
hægt tölt. Í nýjum skala er hug
myndin að leggja meiri áherslu á
gæði á hægu tölti á þann veg að
þegar hross hljóta 9,0 eða hærra
fyrir tölt megi einungis muna
hálfum í einkunn á hægu tölti og
tölti (einkunn fyrir hægt tölt megi
einungis vera hálfum lægri). Áfram
megi muna heilum í einkunn upp í
8,5 í skalanum og einnig almennt
þegar um fjögurra vetra hross er
að ræða (mismunandi kröfur eftir
aldri).
Hægt tölt
Til að meta ákveðna þætti hæga
töltsins er afar upplýsandi að sjá
hestinn á hægu tölti sem er sýnt
upp af feti. Þessir þættir eru hrein
leiki gangtegundarinnar og jafn
vægi en einnig fjaðurmagn á hægu
og eðlisfótaburður. Fyrir hinar
hærri einkunnir (9,0 eða hærra)
þarf hesturinn því að geta gengið
upp í jafnvægisgott hægt tölt af feti
án þess að þurfa til þess langan að
draganda. Gangskiptingin fet upp
í hægt tölt þarf ekki að fara fram
fyrir framan dómpallinn (nóg að
hún fari fram í aðdraganda 150
metra kaflans) enda er ekki verið
að meta gangskiptinguna sem
slíka, heldur gæði hæga töltsins
þegar það er sýnt upp af feti.
Brokk
Til að fá auknar upplýsingar um
brokkið þegar úrvalseinkunnir
eru gefnar (9,0 eða hærra) er hug
myndin að hesturinn sé sýndur
á fleiri en einu hraðastigi, þ.e. á
hægu brokki eða hægri milliferð
og einnig greiðari ferð. Í dag er
sú vinnuregla við lýði að sé gefið
9,5 eða 10 fyrir brokk, að þá sé
hesturinn sýndur á milliferð, auk
greiðari ferðar. Nú er hugmyndin
að útfæra þetta skýrt í skalanum og
gera þessa kröfu þegar einkunnir
9,0 eða hærra eru gefnar. Stefnan
er sú að hross sem hljóta úrvals
einkunnir hafi sannarlega bæt
andi áhrif á brokk í stofninum
en þá er mikilvægt að hrossið sé
takthreint, beiti sér rétt og búi yfir
fjaðurmagni á hægari ferð. Þá geta
hraðabreytingar í góðu jafnvægi
vegið til hækkunar á einkunnum
hvar sem er í skalanum.
Skeið
Þegar kemur að mati á skeiði er
nýjung í skalanum að gerðar eru
minni kröfur til fjögurra vetra
hrossa hvað lengdina á sprettinum
varðar. Fyrir fjögurra vetra hross er
full sprettlengd 75 metrar en 150
metrar hjá eldri hrossum eins og
verið hefur. Þá er meira lagt upp
úr réttri líkamsbeitingu á skeiði
og jafnvægi. Auðveld niðurtaka á
skeið af stökki á greiðri ferð, létt
taumsamband á sprettinum sem
og mjúkleg niðurhæging í jafn
vægi eru verkefni sem geta vegið
til hækkunar á einkunnum enda
sýna þau fram á jafnvægi hestsins
og öryggi á sprettinum. Að sama
skapi skal einkunn lækka um 0,5
hið minnsta séu miklir erfiðleikar
í upphafi spretts, hesturinn þarf
mikla hjálp frá knapa til að halda
jafnvægi á sprettinum eða ef hestur
inn styttir sig í niðurhægingu. Til
að hljóta einkunnir 8,5 og hærra
þarf að hleypa hestinum greinilega
til skeiðs, þetta er verkefni sem
þegar er farið að biðja um.
Greitt stökk
Í nýjum skala hefur stökkið verið
skilgreint sem tveir aðskildir eigin
leikar, greitt stökk og hægt stökk,
með sitt hvort vægið (sjá grein
um þróun vægisstuðlanna). Þegar
stökk hefur verið skilgreint sem
tveir eiginleikar er ekki lengur
um þröskulda að ræða, þannig að
gæði á hægu stökki hafa ekki áhrif
á einkunnagjöf fyrir stökk, eins
og verið hefur. Stökk skal sýnt á
þeim mesta hraða þar sem hestur
inn ræður við að ganga í jafnvægi,
þar sem hraðaaukning frá hægu
upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg
hraðaaukning í góðu jafnvægi
getur vegið til hækkunar á einkunn
og eins ef sýnd er jafnvægisgóð
niðurhæging. Full sprettlengd er
150 metrar en eins og með skeiðið
er full sprettlengd 75 metrar hjá
fjögurra vetra hrossum.
Hægt stökk
Hvað hæga stökkið varðar hefur
ræktunarmarkmiðið verið yfir
farið og skýrt en dómskalinn
fyrir hægt stökk var fremur lítið
skilgreindur. Í nýjum skala er
betur lýst hvaða gerðir af hægu
stökki eigi að verðlauna til úr
valseinkunna, þar sem t.d. svif og
mýkt geta vegið hvort annað upp.
Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða
hærra) þarf hesturinn að geta lyft
sér upp í jafnvægisgott hægt stökk
af feti eða milliferðar tölti/brokki.
Sýning á bæði hægra og vinstra
stökki sem og að hesturinn haldi
jafnvægi og burði þegar slakað er
á taum eru verkefni sem vegið geta
til hækkunar á einkunn séu þau vel
framkvæmd.
Fet
Þar hefur ræktunarmarkmiðið
einnig verið yfirfarið og skýrt.
Í nýjum skala er aukin áhersla á
rétta líkamsbeitingu á feti, hestur
inn gangi vel í gegnum sig og hafi
góða skreflengd en minni áhersla
á yfirstig á fetinu; það er að aft
urfótur fari mikið yfir framfót
arsporið. Hvað varðar ung hross
þá eru gerðar minni kröfur um
stöðuguleika sýningarinnar, þ.e.
ef ung hross missa einbeitingu á
fetinu, að dæma til einkunnar bestu
kafla sýningarinnar.
Vilji og geðslag
Eins og fram hefur komið er
meiri áhersla lögð á þjálni og yf
irvegun í mati á þessum eiginleika
í nýjum skala. Í vilja og geðslagi
er metið hvernig sýningin gengur;
framhugsun hestsins, svörun við
ábendingum (þjálni) og spennustig.
Stefnan er að koma upplýsingum
skýrar á framfæri um þessi þrjú
atriði í framtíðinni þannig að
ræktendur geti betur glöggvað
sig á hestgerðinni sem í dómi er
hverju sinni. Þetta eru einnig þau
atriði sem raunhæft er að meta á
þeim fáu mínútum sem dómurinn
fer fram. Mörg atriði geðslagsins
er ekki hægt að glöggva sig á með
sjónmati. Þetta er því afmarkaðri
eiginleiki en núverandi heiti hans
gefur til kynna og spurning hvort
ekki sé betra að kalla eiginleik
ann samstarfsvilja í stað vilja og
geðslags.
HROSS&HESTAMENNSKA
Þorvaldur Kristjánsson
ábyrgðarmaður í
hrossarækt
thk@rml.is
Þróun dómskalans fyrir kynbótahross
Vægi eiginleikanna
Hugmyndin er að þróa vægistuðla
eiginleikanna í aðaleinkunn, þess-
ar breytingar eru hluti af þróun
og breytingum á ræktunarmark-
miðinu og dómskalanum sem er
verið að vinna að þessa dagana.
Helstu breytingar sem hug
myndin felur í sér eru eftirfarandi:
• Hækka vægi hæfileikanna í
aðaleinkunn þar sem gang
hæfni hrossa er veigamesti
þáttur þeirra
• Hækka heildarvægi grunn
gangtegundanna. Þetta er gert
til þess að leggja meiri áherslu
á hina fjölhæfu hestgerð innan
stofnsins, hvort sem hún býr
yfir fjórum eða fimm gang
tegundum, en það er sú hest
gerð sem er verðmætust
• Skilgreina hægt stökk sem sér
eiginleika. Gæði á hægu stökki
eru hluti af einkunn fyrir stökk
í dag en verðmætt er að hægt
stökk hafi bein áhrif á aðal
einkunn hrossa. Aðgengilegt
er að skilgreina hægt stökk og
stökk sem tvo eiginleika þar
sem um tvær gangtegundir er
í raun að ræða, þrítakta hægt
stökk og fjórtakta hratt stökk
og er talað um þetta sem tvær
gangtegundir í mörgum lönd
um
• Hækka vægi á bak og lend þar
sem rannsóknir á tengslum
byggingar og hæfileika styðja
að leggja meiri áherslu á þenn
an eiginleika
• Reikna tvær aðaleinkunnir fyrir
hvern hest. Auk aðaleinkunnar
eins og hún er reiknuð í dag
er hugmyndin að reikna út
sérstaklega fjórgangseinkunn
þar sem vægi skeiðs er tekið
úr útreikningi á aðaleinkunn
og dreift hlutfallslega út á aðra
eiginleika hæfileikanna. Þetta
myndi vera gert fyrir öll hross
hvort sem þau búa yfir fjórum
eða fimm gangtegundum
Hugmyndina að breyttum vægi
stuðlum má sjá í meðfylgjnadi töflu,
ásamt núverandi vægistuðlum:
Sköpulag
Samkvæmt þessari tillögu vegur
háls, herðar og bógar mest af eigin
leikum byggingar, þá samræmi og
bak og lend; enda eru þetta lykileig
inleikar hvað virkni og heildarútlit
hestsins varða. Af eiginleikunum
fótagerð, réttleiki og hófar þá
er hugmyndin að hófarnir vegi
mest. Fyrir utan sterka tengingu
hófa við nýtingu hestsins, þá hafa
þeir hafa einnig hæsta erfðafylgni
þessara eiginleika við ganghæfni
og keppnisárangur (3952%) sem
gefur okkur líklega vísbendingu
um tengsl hófa við endingu hrossa
þar sem eldri hross eru að taka þátt
í keppni heldur en kynbótadómi.
Hæfileikar
Hvað hæfileikana varðar er hug
myndin að auka áherslu á fjölhæfni
hrossanna og auka vægi grunn
gangtegundanna í aðaleinkunn.
Rökin fyrir því að hækka vægi
grunngangtegundanna eru þau að
fjölhæf hross eru verðmætustu
hrossin og einnig er það vissulega
ræktunarmarkmiðið að bæta allar
gangtegundir hestsins og sker ís
lenski hesturinn sig frá mörgum
öðrum ganghestum að þessu leyti.
Þessi hækkun tekur einnig mið af
þróun í reiðmennsku og þjálfun
hestsins, þar sem t.d. hægt stökk
hefur verið að skipa markvissari
sess í uppbyggingu hestsins. Í
þessari útfærslu er vægi grunn
gangtegundanna aukið samtals um
Í kvöldsól á Emstruleið. Mynd / HKr.
Vægi einstakra eiginleika í %
Eiginleiki Núverandi Hugmyn: Eiginleiki Núverandi Hugmynd
Höfuð 3 2 Tölt 15 16
Háls, herðar og bógar 10 8 Brokk 7,5 9
Bak og lend 3 5,5 Skeið 10 10
Samræmi 7,5 7 Hægt stökk - 4
Fótagerð 6 4 Greitt stökk 4,5 3
Réttleiki 3 2 Vilji/Geðslag 9 7
Hófar 6 5 Fegurð í reið 10 10
Prúðleiki 1,5 1,5 Fet 4 6
Samtals 40 35 Samtals 60 65