Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201928
Á vordögum 2019 birtust nokkr
ar greinar í Bændablaðinu [8., 9.,
10. og 12. tbl. 2019] um regluverk
og ríkisafskipti af heimaslátrun.
Í kjölfarið komst á samband með
höfundum þessarar greinar og er
rétt að kynna Selmu Bjarnadóttur
fyrir lesendum Bændablaðsins.
Selma er bóndi í Bandaríkjunum
sem slátrar heima. Hún er fædd
og uppalin á Íslandi en fluttist
vestur um haf árið 1987 þegar
hún fór í háskóla. Eftir að hafa
lokið háskóla flutti hún til baka
til Íslands, en vesturströnd Banda
ríkjanna togaði og hún settist þar
að 1996, fyrst í Olympia, höfuð
borg Washingtonríkis, en síðar á
Bone Dry Ridge Farm, þar nærri.
Með brennandi áhuga á búskap
og menningu tengt sauðfé að
leiðarljósi, ákvað hún að koma
sér upp bústofni íslensks fjár. Leit
á netinu skilaði sambandi við
konu sem átti íslenskan fjárstofn
og þar með gat Selma gengið til
gegninga sem „íslenskur sauð-
fjárbóndi“ í Ameríku. Lömbum úr
bústofni hennar er slátrað heima
á býli Selmu. Skilur það eftir sig
góðan arð og styður ýmiss konar
smáiðnað í nágrenninu, allt innan
ramma þeirrar löggjafar sem um
landbúnað gildir í Washington-ríki
Bandaríkjanna.
Selma er svína- og nautgripa-
bóndi, auk þess að vera sauðfjár-
bóndi. Hún selur afurðir sínar beint
til neytenda og hefur fengið til liðs
við sig slátrara og kjötiðnaðarmann,
sem fá starfsleyfi hjá Washington
State Department of Agriculture,
sem líta má á sem ákveðna hlið-
stæðu heilbrigðiseftirlits sveitarfé-
laga á Íslandi. Starfsleyfin er einfalt
að fá og er ekki þörf á því að fá
dýralækni til eftirlits við slátrun,
sem fram fer heima hjá Selmu.
Eftir að hafa greitt fyrir slátrunina
og vinnsluna heldur Selma eftir um
45 þúsund krónum fyrir sig (með-
alfallþungi árið 2019 var 19 kg).
Á bandarískum neytendamark-
aði hefur verið aukin eftirspurn
eftir landbúnaðarvörum með
jákvæða ímynd, t.d. tengt dýra-
velferð, umhverfismálum og upp-
runa. Selma hefur nýtt sér þessa
þróun og miðar sína verðlagningu
við Whole Foods Market verslan-
irnar, sem á margan hátt hafa verið
leiðandi varðandi þróunina og fært
út kvíarnar samhliða því. Selma
selur lambakjöt beint til neytenda
í heilum skrokkum, unnið í neyt-
endapakkningar, fyrir 12 dollara
pundið (ríflega 3.000 krónur á kg).
Regluverk er umtalsvert
ein fald ara en íslenskir bændur
eiga að venjast og skilningur
eftirlitsaðila á aðstæðum minni
bænda góður. Þannig er t.d. ekki
MATVÆLAFRAMLEIÐSLA&MARKAÐSMÁL
Lögleg heimaslátrun styður
bændur í Bandaríkjunum
Selma og aðrir bændur í nágrenni við hana geta valið úr nokkrum teymum slátrara til að slátra fyrir sig og jafnframt ýmsa kjötiðnaðarmenn. Hér er hún
með kjötiðnaðarmönnunum úr Salmon Creek Meats (Joe og tengdasonur hans, Derek).
Fyrir slátrun eru lömbin dregin í dilka. Það tekur svo slátrarann Jessie einungis nokkrar sekúndur að slátra 15
lömbum, sem er hefðbundinn fjöldi sem slátrað er í einu. Lömbin standa yfirleitt róleg á meðan. Eftir að lömbunum
hefur verið slátrað eru þau skorin á háls, svo kjötið blæði vel. Jessie hefur slátrað með foreldrum sínum síðan
hann var 12 ára.
Slátrararnir ganga hreint til verks og eru engin lömb að leika sér við. Þeir hafa
komið sér upp góðri aðstöðu til fláningar og frágangs á skrokkunum á pallbíl.