Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201914
HLUNNINDI&VEIÐI
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
• Allar almennar vélaviðgerðir
• Almenn renni- og fræsivinna
• Rennum og slípum sveifarása
• Málmsprautum slitfleti, t.d.
á tjakkstöngum
• Gerum við loftkælingu bíla
• Almenn suðuvinna
• Plönum hedd
• Tjakkaviðgerðir
alhliða
vélaverkstæði
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
Alheimssamtökin Zonta International fagna 100 ára afmæli föstudaginn
8. nóvember og hér á landi verður afmælisathöfn í Veröld – Húsi Vigdísar
Finnbogadóttur, í tilefni dagsins. Á myndinni eru Zontakonurnar Kristín
Aðalsteinsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Brynhildur Pétursdóttir í Hofi á
Akureyri á fundi 8. mars um jafnréttismál.
Zonta-samtökin fagna
100 ára afmæli
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum
þingkona og meðlimur í Zonta-
klúbbnum Þórunni Hyrnu á Akur-
eyri fagnar, ásamt 150 öðrum
íslenskum Zonta-konum úr sex
klúbbum víðs vegar um landið, 100
ára afmæli Zonta-hreyfingarinnar
föstudaginn 8. nóvember næst-
komandi í Háskólanum á Akureyri
en athöfn inni verður streymt
þangað úr Veröld – Húsi Vigdísar
Finnbogadóttur klukkan 15.30 og
eru allir hjartanlega velkomnir.
„Þetta er stórt afmæli enda eru
Zonta merkissamtök. Fyrir 100
árum, þegar samtökin voru stofnuð,
voru karlaklúbbar fyrirmyndin og
ákveðið að stofna til sambærilegrar
kvennahreyfingar. Þetta er fyrst og
fremst uppbygging á tengslaneti og
falleg hugsjón sem ræður för þar
sem konur og ungar stúlkur eru
styrktar um allan heim. Það er mikill
dugnaður í þeim konum sem starfa í
Zonta sem allar láta gott af sér leiða.
Það er alltaf gott að hittast og maður
er manns gaman eins og sagt er,“
segir Valgerður.
Styrkja konur og ungar stúlkur
Þórunn Hyrnu-klúbburinn var
stofnaður árið 1984 og hefur
Valgerður verið virkur félagi um
árabil. Hún þurfti þó að gera hlé á
meðan hún sat á þingi í yfir 20 ár
en gekk aftur til liðs við klúbbinn
árið 2011.
„Nafnið Zonta kemur úr táknmáli
Sioux-indíána og þýðir sá sem er
traustsins verður og það má því segja
að þær konur sem eru með séu það.
Í klúbbunum er unnið margvíslegt
starf til að styrkja konur og ungar
stúlkur á ýmsan máta. Einn þriðji
af innkomu klúbbanna fer síðan í
að styrkja erlend verkefni sem eru
unnin í samvinnu við Sameinuðu
þjóðirnar,“ útskýrir Valgerður og
segir jafnframt:
„Við meðlimir í Þórunni Hyrnu
styðjumst við ýmiss konar fjáröfl-
un og er það ólíkt milli klúbbanna
hvernig þeir fara að. Okkar helsta
fjáröflun er til dæmis laufabrauðs-
gerð á ári hverju, þá hittumst við um
miðjan nóvember í Oddeyrarskóla á
Akureyri og fletjum út og steikjum
og höfum marga fasta viðskiptavini
ár hvert. Einnig höfum við fyrr á
árum haldið öskudagsball fyrir börn
og síðkjólaball sem dæmi. Hinn 8.
mars ár hvert, á alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna, höldum við málþing þar
sem tekið er fyrir mál sem er ofar-
lega á baugi hverju sinni er varðar
konur og ungar stúlkur. Ásamt þessu
eruýmsir styrkir veittir, eins og fyrir
konur í háskólanámi sem uppfylla
ákveðin skilyrði og til ungra kvenna
á menntaskólaaldri sem hafa skarað
fram úr í félagsstarfi og fleira.“ /ehg
FRÉTTIR
Rannsókn á áhrifaþáttum á gæði lambakjöts:
Of mörg sýni með
of mikla seigju
– Í skoðun er að nota erfðamengjaúrval til að kynbæta fyrir kjötgæðum
Landbúnaðarháskóli Íslands
(LbhÍ) hefur gefið út ritið
Áhrifaþættir á gæði lambakjöts.
Ritið fjallar um niðurstöður rann-
sóknarverkefnisins um áhrif með-
ferðar og kynbóta á gæði íslensks
lambakjöts. Í niðurstöðum kemur
meðal annars fram að í mæling-
um á kjötsýnum reyndust of mörg
þeirra með of mikla seigju.
Höfundar ritsins eru þau Guðjón
Þorkelsson frá Matís, Emma
Eyþórsdóttir frá LbhÍ og Eyþór
Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins. Markmið rann-
sóknarinnar var að kanna samspil
kynbóta og meðferðar við og eftir
slátrun á gæði íslensks lambakjöts.
Verkefnið var hugsað sem undirbún-
ingur fyrir notkun erfðamengjaúr-
vals vegna kynbóta fyrir kjötgæðum
í íslenskri sauðfjárrækt og til að bæta
verkferla við slátrun þannig að með-
ferð tryggi gæði lambakjöts.
Bæta þarf vinnubrögð
og efla ráðgjöf
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur
fram að hlutfall svokallaðs streitu-
kjöts í rannsókninni var um tíu pró-
sent – sem talið er of hátt. Talið er
að fækka megi hlutfalli streitukjöts
með ráðgjöf og eftirliti varðandi
meðferð sláturlamba. Þá er það
tiltekið að raförvun virki misvel
sem tæki til að flýta fyrir dauða-
stirðnun eftir slátrun. Stilla þurfi
tæki betur og þjálfa þarf vinnubrögð
við notkun á raförvun.
Hlutfall fitu í hryggvöðva var
mælt mjög lágt, eða um 1,8 prósent
að meðaltali. Lagt er til að kannað
verði hvort auka megi innanvöðva-
fitu með kynbótum án þess að yfir-
borðsfita á skrokkum aukist.
Of mikil seigja
Þá mældust of mörg sýni með of
mikla seigju – og meiri en í fyrri
rannsóknum. Talið er að orsaka sé
að leita í meðferð skrokka í slát-
urhúsum en áherslur í ræktun á
auknum vöðvamassa gæti einnig
verið mögulegur áhrifaþáttur.
Bráðabirgðamat á arfgengi bendir
til þess að kjötgæðaeiginleika megi
bæta með kynbótum og nýir mögu-
leikar í þá átt munu skapast með
tilkomu erfðamengjaúrvals sem
byggir á greiningum erfðaefnisins
og því skapast nýir möguleikar á
því sviði.
Til grundvallar rannsókninni
voru sýni sem tekin voru af tæplega
800 kjötskrokkum í fjórum slátur-
húsum. Gerðar voru margvíslegar
mælingar bæði í sláturhúsunum og
á kjötsýnunum.
„Þessi rannsókn sem þarna um
ræðir var sett í gang til þess að fá
auknar upplýsingar um gæði lamba-
kjötsins, kanna hin raunverulegu
kjötgæði,“ segir Eyþór Einarsson,
sem er sauðfjárræktarráðunautur
hjá RML. „Fyrir ræktunarstarfið
er mikilvægt að vita hvort og hvaða
áhrif val fyrir aukinni holdfyllingu,
hóflegri fitu og auknum vaxtarhraða
hefur á bragðgæðin. Við fengum
ekki skýr svör, en fengum vís-
bendingar um að hægt sé að gera
betur.“
Þarf að útrýma seigu
kjöti og streitukjöti
„Við þurfum að stefna að því
að útrýma kjöti sem getur talist
streitukjöt og kjöti sem mælist
seigt. Vísbending er um að þarna
séu einhver erfðaáhrif sem gefur
þá færi á að kynbæta fyrir bættum
kjötgæðum. Við erum hins vegar
ekki komin á þann stað að geta
tekið þessa bragðgæðaeiginleika
inn í ræktunarstarfið, því að það
krefst kostnaðarsamra mælinga,“
segir Eyþór þegar hann er spurður
hvort í kjölfar þessara niðurstaðna
verði farið markvisst í að kynbæta
með tilliti til kjötgæða – og hvort
fitan muni þar spila hlutverk.
Erfðamengjaúrvali fyrir
kjötgæðum hugsanlega beitt
„En hugsanlega í framtíðinni væri
hægt að beita erfðamengjaúrvali
til þess að taka á þessum þáttum.
Í þessari rannsókn var til dæmis
safnað DNA-sýnum úr öllum þeim
lömbum sem mælingar voru gerðar
á og er því til gagnasafn sem nýta
má í framtíðinni. Varðandi fituna
þurfum við að vera vel á varðbergi
að minnka hana ekki of mikið
þannig að gengið sé á gæðin. Þar
hefur kannski orðið sú áherslu-
breyting að við viljum almennt
ekki minnka hana meira, þótt staða
einstakra búa sé mismunandi í þeim
eiginleika sem öðrum.
Það sem er kannski mikilvæg-
ast er að við höldum áfram rann-
sóknum, sem er jú verið að gera.
Við þurfum að skoða betur ýmsa
meðferðarþætti, bæði í sláturhús-
unum og heima á búunum sem geta
verið áhrifavaldar og reyna þannig
að komast að því hvað sé hægt að
bæta í þessu framleiðsluferli þannig
að gæðin séu ávallt tryggð. Við
erum almennt að framleiða gott
lambakjöt en það má gera betur í
að tryggja stöðugleika í gæðum,“
segir Eyþór. /smh
Stefán Vilhjálmsson við kjötmat. Mynd / smh
Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá RML.