Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201920
Sífellt fleiri velja sér þann lífsstíl
að borða einungis fæðu úr jurta-
ríkinu sem nefnd er „vegan“.
Helstu rökin eru gjarnan sögð
væntumþykja um dýr og að fólk
vilji ekki neyta fæðu sem búin hafi
verið til með því að deyða dýr.
Kannski er þetta samt ekki eins
einfalt og veganfólk telur sér og
öðrum trú um.
Í tímaritinu Weekend Australian
var grein eftir Matthew Evans þann
29. júní síðastliðinn. Orð Evans hafa
víða vakið athygli og ABC News
fjallaði m.a. um málið 3. júlí. Hann
er bóndi á Puggle Farm-býlinu í
Huon dal í Tasmaníu í Ástralíu, mat-
reiðslumaður og matargagnrýnandi
sem hafði hugsað sér að verða vegan
og gerði tilraunir sem grænmetisæta.
Hann hefur gefið út að minnsta kosti
tíu bækur um mat, m.a. bækurnar
Never Order Chicken on a Monday
og The Dirty Chef. Hann fór að velta
fyrir sér hugmyndafræðinni á bak við
vegan lífsstílinn og hvort hún
stæðist skoðun. Niðurstaðan
hans er sláandi.
Til að trúa
hugmyndafræðinni þarf
að loka augunum fyrir
fjölmörgum staðreyndum
„Það er margt að segja um
veganisma,“ segir Evans.
Þar veltir hann fyrir sér þeirri
spurningu hvort jurtaætur eða
„veganistar“ séu raunverulega
bara jurtaætur vegna þeirrar
staðreyndar hversu mikill fjöldi
dýra láti lífið á hverjum degi
við framleiðslu á jurtafæði.
Hann segir að hver hugsandi
neytandi matvæla neyðist til að fara
í kringum heilan helling af siðferði-
lega gráum svæðum ef eingöngu eigi
að borða veganfæði. Þá þurfi menn
um leið að loka augunum fyrir fjöl-
mörgum staðreyndum.
„Ef þér er annt um það sem þú
setur í munninn, þá er það líklega
einfaldasta leiðin að neyta einungis
kjöts.
Það eru engin grá svæði um svo-
kallað „siðferðilegt“ kjöt, eða hvort
„frjálsar hænur“ (Free range) séu
nákvæmlega skilgreindar svo þegar
það eru 10.000 hænur á hektara eða
ekki. Að borða ekki kjöt, eða neyta
fæðu sem kemur frá dýrum eða
dýraeldi, þýðir þó vissulega að þú ert
að gera betur gagnvart þeim dýrum
sem þar eiga í hlut, líka gagnvart
umhverfinu og þinni eigin heilsu.
Þótt veganismi hafi verið að aukast
hjá vestrænum þjóðum á hann samt
enn langt í land með að geta talist
almennt neysluviðhorf. Ef vegan-
fæði felur raunverulega í sér sigur
fyrir allt og alla, af hverju er þá
svo erfitt að sannfæra fólk um gildi
þess að vera á grænmetisfæði?“ spyr
Matthew Evans.
Hugmyndafræðin er falleg en
veruleikinn er ekki svo einfaldur
Hann bendir á að vegan-heimspekin
snúist oftast um að draga úr þján-
ingum. Með því að
borða ekki dýr sé samkvæmt skil-
greiningu fræðanna verið að draga
úr þjáningu. Það þyki flestum yndis-
lega falleg hugmyndafræði. – „Ég
vildi óska þess að það væri bara
svona einfalt,“ segir Evans.
Hann tekur dæmi af baunum eða
ertum og vísar til 2.700 hektara býlis
í Norður-Tasmaníu í Ástralíu sem
hann heimsótti og er með bland-
aðan búskap. Hann nefnir bæinn
Collydean (sem er þó ekki raun-
verulegt nafn á bænum, en þessi
bóndabær er samt til í veruleikan-
um). Þar er nautgriparækt, einhver
sauðfjárrækt, skógrækt, byggrækt og
sum ár rækta bændurnir ertur, eða
um 400 tonn á hverri vertíð.
Mikill fjöldi dýra drepinn
svo hægt sé að rækta baunir
Til að vernda baunræktunina hafa
bændurnir reist nokkrar girðingar til
að halda dýrum frá baunaökrunum.
Þeir þurfa samt að skjóta mikið af
dýrum sem sækja í akrana. Evans
segir að á meðan hann dvaldist á
bænum hafi bændurnir haft leyfi til
að drepa um 150 dádýr til að verja
baunaakurinn.
„Þeir drepa reglulega um 800 til
1.000 possums (eins konar rottur)
og 500 wallabies (pokadýr) á hverju
ári ásamt nokkrum öndum. Bændur
á Collydean-sveitabýlinu bjóða
einungis veiðimönnum að veiða
sem nota dýrin sem þeir drepa til
manneldis eða nýta dýrin í gælu-
dýrafóður. Veiðimennirnir mega
ekki skilja dýrin eftir á akrinum eins
og algengt er þegar bændur eru að
verja uppskeru sína.
Meira en 1.500 dýr eru drep-
in á hverju ári til að hægt sé að
rækta baunir á um 75 hekturum á
Collydean-sveitabýlinu sem síðan
fara í frystigeymslur. Þá eru ekki
talin með 1.500 nagdýr, sem líka
láta lífið vegna ræktunarinnar og
sumir líta á sem óhjákvæmileg afföll
á dýrum (collateral damage). Þau
dýr sem drepast eru vissulega fal-
leg dýr með heitt blóð. Auk þess er
eitthvað af fuglum sem drepnir eru,
en þeim er hent.“
Eigendur Collydean fullvissuðu
Evans um að það væri ekki hag-
kvæmt fyrir þá að rækta baunir án
þess að drepa dýr.
„Það þýðir að í hvert skipti sem
við borðum baunir hafa bændur fyrir
okkar hönd reynt að hafa stjórn á
„plágunni“ sem sækir í uppskeruna.
Dýrin hafa því dáið í okkar nafni,“
segir Evans. „Fjöldi dýra sem deyja
til að hægt sé að framleiða veganmat
er ótrúlega mikill.“
Mun fleiri dýr drepin
við að framleiða prótein
úr hveiti en nautakjöti
Evans bendir fólki líka á að íhuga
ræktun á hveiti, sem er töluvert
öflug búgrein í Ástralíu.
„Við skulum líta á næringar-
innihald matarins sem um ræðir,
vegna þess að ekki eru öll matvæli
jöfn hvað þetta varðar. Samkvæmt
grein frá Mike Archer, prófessor við
raunvísindadeild Háskólans í Nýju
Suður-Wales (NSW), deyja u.þ.b.
25 sinnum fleiri tilfinningaverur
við að framleiða kíló af próteini
úr hveiti en kíló af próteini úr
nautakjöti. Þökk sé einrækt, músa-
plágu og nútíma landbúnaðarkerfi.
Svakalegur fjöldi af smádýrum
lætur lífið við að framleiða hveiti.
Jú, aðallega eru þetta nagdýr, en í
hinum fullkomna veganheimi ættu
þá ekki öll dýr með heitt blóð að
vera lögð að jöfnu?“
Eitrað fyrir einum milljarði músa
Að meðaltali er eitrað fyrir einum
milljarði músa á hverju ári í
Vestur-Ástralíu eingöngu. Í skýrslu
öldungadeildarinnar frá 2005,
kemur fram að ef við drepum ekki
mýs myndi kostnaður við fæðuöflun
hækka verulega. Þrátt fyrir beitingu
ýtrustu tækni kosta mýs ástralska
hagkerfið um 36 milljónir ástralskra
dollara á ári, eða sem nemur rúmum
þrem milljörðum íslenskra króna.
Evans heldur áfram:
200 þúsund endur drepnar
vegna hrísgrjónaræktar
„Við skulum líta á fugla. Á fimm
ára tímabili fram til 2013 drápu
hrísgrjónabændur í NSW næstum
200.000 endur af áströlskum upp-
runa til að vernda akra sína. Já,
það er rétt, bara til að rækta hrís-
grjón. Það er til viðbótar við öll
dýrin sem drepin hafa verið vegna
óbeinna áhrifa af hrísgrjónaræktun-
inni, dýr sem lifðu á vatnasvæðum
sem tæmd voru til að veita vatni á
akrana í þessari þurru heimsálfu.
Svona er nú landbúnaðurinn,“ segir
Evans.
„Til að rækta eitthvað hefur það
óhjákvæmilega áhrif á aðra þætti í
lífríkinu. Stundum eru það dýr og þá
stundum fjári mikill fjöldi af dýrum.
Dýrin sem aðallega drepast á
Fat Pig Farm, landareign okkar í
Huon-dalnum sunnan Hobart, eru
sniglar sem annars gætu eyðilagt
garðinn okkar ef þeir fengju að vera
í friði. Við drepum nálægt 5.000
„moths fiðrilda“ á hverju ári til að
rækta grænmeti (Moths er tegund
Lepidoptera-skordýra sem teljast
samt ekki eiginleg fiðrildi). Einnig
snigla og þúsundir á þúsundir ofan
af ýmsum skordýrum.“
Veganistar borða ekki hunang,
en býflugur eru samt lykillinn
að ræktun grænmetis
Evans segir skordýr samt skipta
miklu máli í allri grænmetisfram-
leiðslu. Mest nýtta skordýrið af
öllum er evrópska hunangsflugan.
„Sannar veganætur borða ekki
hunang vegna þess að það er
afleiðing af ræktun og nýtingu
á evrópsku hunangsflugunni.
Veganistar borða ekki hunang
vegna þess að það að borða hunang
er sagt vera „að stela“ hunangi úr
býflugnabúinu og af því að býflug-
ur deyja í því ferli þegar býflugna-
ræktendur eru að sækja hunangið í
búin. Jú, veganistar hafa rétt fyrir
sér, bý flugur deyja í því ferli.
Vandamálið er að hunangsflugur
eru mjög góðar við að frjóvga blóm
nytjajurta. Þannig að gríðarlega stór
hluti ræktunar byggir algjörlega á
aðstoð býflugna meðal annars í
ávaxtarækt. Fjöldi ræktenda nytja-
jurta myndi þurfa að upplifa mun
minni uppskeru vegna minni frjó-
semi ef býflugna nyti ekki við.“
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Heimurinn er ekki svart-hvítur þegar kemur að fæðuvali, að mati bónda og rithöfundar í Tasmaníu sem vildi verða vegan:
„Ekkert „vegan“ er til sem
ekki hefur áhrif á dýralíf”
– Dýra- og jurtaríkið er samofin heild, en líklega er hægt að komast næst því í íslenskum gróðurhúsum að fá hreint veganhráefni
Matthew Evans vildi verða vegan
og fór að velta fyrir sér hugmynda-
fræðinni á bak við veganlífsstílinn
og hvort hún stæðist skoðun. Niður-
staða hans kemur örugglega mörg-
um á óvart.
Possums-dýr eru drepin í stórum stíl
í baunarækt.
Pokadýr láta unnvörpum lífið ásamt
dádýrum og fjölda annarra tegunda
þegar bændur í Ástralíu reyna að
verja baunaakra sína fyrir ágangi
dýra til að framleiða grænmetisfæðu
fyrir mannfólkið.
Prófessor Michael Archer, eða
„Mike“ eins og hann er líka kall-
aður og Evan minnist á, hefur
komið víða við í sínum rannsókn-
um í fornleifafræði og dýrafræði.
Hann hefur starfað við þá deild
Háskólans í Nýju Suður-Wales
sem fjallar um líffræði, jarð- og
umhverfisvísindi. Hann hefur sér-
hæft sig í rannsóknum á hrygg-
dýrum og forsögulegum dýrum.
Þá hefur hann m.a. unnið að rann-
sóknum á uppruna dýra á Nýja-
Sjálandi og víðar í Eyjaálfu ásamt
100 vísindamönnum frá 28 stofn-
unum í 11 ríkjum, þ.e. Frakklandi, Þýskalandi, Tékklandi, Englandi,
Bandaríkjunum, Kína, Kanada, Argentínu, Nýja-Sjálandi og Ástralíu.
Hefur sérhæft sig í rannsóknum á hrygg-
dýrum og forsögulegum skepnum
Michael Archer, prófessor við
UNSW.