Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 41 o.fl. (2013) gerðu á 7 kúabúum í Bandaríkjunum á Holstein kúa- kyni, þar var fylgnin 0,75 og svo 0,63 með sitt-hvoru ELISA próf- inu. Ljósbrotsmælirinn gæti verið að mæla önnur efni heldur en leitast er eftir, t.d. mysuprótín, sykrur eða fita. IgG innihald í broddmjólkusýn- unum var yfirleitt neðan við 50 g/l sem er lágt miðað við önnur erlend kyn, t.d. er sviðið hjá Jersey kúm 12,8 – 154 g/l (Morril o.fl., 2015). Í þessari rannsókn var eitt sýni sem fór upp í 114 g/l af IgG en næst hæsta var með 94 g/l. Holstein kúakyn er með styrk á IgG frá 6,9 – 159 g/l með RID aðferðinni (Quigley o. fl., 2015). Í þessari rannsókn var meðal- tal á styrk IgG 26.8 g/l sem er undir gæðabroddmjólk. Lágt mótefnamagn hjá íslenskum kúm Búist var við að meðatal IgG styrks í broddmjólk íslenkra mjólkurkúa yrði lægra en erlendra kynja en samt hærra en kom út úr þessari rannsókn. Hugsanlega er það vegna minna smitálags hér en erlendis enda talið að hér séu færri sjúk- dómsvaldar í örveruflóru náttúru Íslands. Má vera að erlend kyn hafi vegna meira smitálags þurft að koma sér upp betri vörnum, þar af leiðandi er meira magn IgG í blóði og mjólk. Þannig hafi orðið þróunar- legt val, bæði náttúrulega og óbeint við kynbætur. Einnig gæti verið að aðferðin sem við notuðum til að efnagreina sýnin hafi verið ófull- komin eða eitthvað farið úrskeiðis þegar sýnin voru meðhöndluð. Víða erlendis er miðað við að kálfur sé með 10 g/l IgG í blóðvatni en engar rannsóknir eru til hérlendis um það og spurning hvort það eigi við í okkar umhverfi. Það gæti verið að íslensku kálfarnir hafi meira af IgG í blóðvatni og þurfi því minna frá móður eða að þeir hafi minna af IgG í blóðvatni vegna þróunarlegs vals við minna smitálag. Þar sem talið er að gæða broddmjólk þurfi að innihalda a.m.k. 50 g IgG/L þá var skurðpunktur ljósbrots við 50 g/l fundinn út frá aðhvarsfslínunni. Skurðpunkturinn reyndist vera við 28,2% BRIX. Aðhvarfslína þiðinna sýna hafði skurðpunkturinn 27,2 % BRIX. Ekki var reynt að kanna hér hvaða áhrif frysting hefur á varðveislu efna í broddmjólk, er- lendis hefur það verið rannsakað og hafði það þau áhrif að ljósbrotið varð einu stigi lægra. Hæsta fylgnin við IgG er þegar búið er að þíða broddmjólkursýnin, það er hugs- anlega vegna þess að einn aðili mældi öll þiðnu sýnin, en margir mældu þau fersku. Þannig er búið að taka út þá breytu að bæir hafi áhrif. Ljósbrotsmælingarnar í rann- sókninni hér voru á bilinu 11 - 29 BRIX % í fersku sýnunum en þegar búið var að þíða sýnin var ljósbrotið frá 10 – 30 BRIX%. Í rannsókn sem var gerð á Holsteinkúm var ljós- brotið frá 12 – 32 BRIX % en það er mjög svipað ljósbrotsgildunum í þessari rannsókn. Meðaltalið í íslenska kúakyninu er samt mun lægra eða 19,5 BRIX % í fersku broddmjólkinni og 18,8 BRIX % í þiðinni. Í Holstein er meðaltals- ljósbrot 23,8 BRIX % sem er hærra en í þessari rannsókn. Í rannsókn á Jersey kúm var mælt ljósbrot í broddmjólk frá 10,5 – 28,6 BRIX % sem er svipað okkar niðurstöðum og má kannski álykta að íslenskum kúm svipi til Jersey kúa að þessu leyti. Mörg sýni sem voru með góða ljósbrotsmælingu voru ekki með jafn háa mælingu á IgG styrk, orsökin er óþekkt. Það er því ekki raunin að hægt sé að gera skala yfir styrk á IgG magni í broddmjólk byggðan á þessari rannsókn þar sem að miðað er út frá 50 g/l af IgG. Ef aðhvarfslínan er notuð þarf ljós- brotið að vera hátt, yfir 20 BRIX%. Ekki voru mörg broddmjólkursýni yfir 20 BRIX% miðað við heildar sýnafjölda sem var safnað. Kannski er hægt að nota lægra viðmið fyrir íslenska broddmjólk t.d. 26 g/l IgG til að broddur teljist af viðunandi gæðum. Meiri rannsóknir þarf til að ákvarða svið IgG styrks ís- lensks brodds. Ritgerðina í heild sinni má finna á https://skemman. is/handle/1946/30673 . Jóna Kristín Vagnsdóttir Tafla 2: Fylgni þátta við styrk IgG IgG g/l Ljósbrot fersk 0,38* Ljósbrot þiðið 0,43* Tími frá burði (klst) -0,31* Kálfur nr. 0,14 Lengd geldstöðu 0,21 *p < 0,01 marktæk fylgni á milli | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | S t a n g a r h y l 7 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | HÚS - GLUGGAR - HURÐIR — KLÆÐNINGAR GRÆNT ALLA LEIÐ Atkvæðagreiðsla um samkomulag um starfsskilyrði nautgriparæktar Bændasamtök Íslands boða hér með til atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. febrúar 2016, sem undirritað var 25. nóvember sl. Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í skýrsluhaldi fyrir nautgriparækt. Þá hafa félagsmenn í Landssambandi kúabænda einnig kosningarétt. Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna www.bondi.is. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá kl. 12:00 á hádegi þann 20. nóvember til kl. 12:00 á hádegi þann 27. nóvember. Hægt verður að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang frá kl. 12:00 á hádegi þann 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar er að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.